Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR Of mikið einkalíf Háskólabíó Siðanefnd lögreglunnar (Internal afl- airs) Leikstjóri. Mika Figgis Aðalhlutverk: Andy Garcia, Richard Gere, Nandy Travis. Það er mikil þolraun að þurfa að skrifa um bíómynd í þessari viku því að sumarið er komið og einsog allir vita verðum við öll smekklaus á sumrin og það er hægt að bjóða okkur upp á hvaða drasl sem er. En ég vil benda þeim á sem ekki fara í bíó einu sinni í viku að það eru margar góðar myndir í B-sölum út um allt. Til dæmis er enn verið að sýna Paradísarbíóið og Vinstri fótinn í Háskólabíó og Kynlíf, lygi og myndbönd í Bíóborginni. En þær er ég búin að sjá, og val mitt lá á milli spennumyndar í Háskólabíói, rómantískrar gam- anmyndar í Bíóborginni og léttr- ar ævintýramyndar í Laugarás- bíó. Ég ákvað að veðja á Há- skólabíó, annars vegar vegna þess að Háskólabíó hefur verið með mjög góðar myndir í vetur (a.m.k. annað veifið) og hins vegar var ég alveg í skapi til að sjá góðan trylli. Myndin byrjaði ekki afleitlega, ungur myndarlegur maður (Andy Garcia) hefur störf hjá siðanefnd lögreglunnar í Los Angeles sem rannsakar störf lög- reglunnar. Hann og félagi hans Wallace, sem er kona, komast fljótt á spor eldri myndarlegs manns, Dennis Peck, (Richard Gere) sem er stolt deildarinnar, dugleg og afkastamikil lögga. En ekki er allt sem sýnist. Undir huggulegu yfirborðinu leynist náttúrlega allt annað og verra. TJALDIÐ HÁSKÓLABÍÓ Vinstri fóturinn (My left foot) ★★★★ Algjörlega yndisleg mynd sem maður get- ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar óður til líkamshluta. Daniel Day Lewis sýnir manni í hlutverki Christy Brown að vinstri fótur er allt sem maður þarf til, að vera sjarmerandi og sexý. SIF Shirley Valentine ★★★ Pauline Collins fer á kostum sem Shirley Valentine! (þetta er klisja en það er alveg satt). Shirley er kona sem talar við eldhús- vegginn sinn, af því allir aðrir í kringum hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún lika við stein en hann skilur hana ekki af því hann er grískur. Þetta er skemmtileg mynd um konu sem er dálítið galin og skammast sín ekkert fyrir það. SIF Cinema Paradiso (Paradísarbíóið)**** Það er (rauninni fáránlegt að vera að gefa svona mynd stjörnur því hún er langt yfir alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að- eins gerð einu sinni og þessvegna má eng- inn sem hefur hið minnsta gaman af kvik- myndum missa af henni. SIF BIÓBORGIN I blíðu og stríðu (The war of the Roses)**1/2 Kolsvört komedía eftir minnsta og fyndn- asta manninn [ Hollywood Danny DeVito. Rósahjónin (Turner og Douglas í frábæru formi) uppgötva eftir mörg ár í hinu fullkomna hjónabandi að þau eiga ekki saman. Það er kannski ekkert nýtt, en að- ferðirnar sem þau nota til að fá hvort annað til að flytja út úr draumahúsinu eru ekki fyrir veikbyggða. Öðruvísi stríðsmynd sem þessir leikarar gera að afbragðs afþrey- ingu. Góða skemmtun. SIF Kynllf, lygi og myndbönd (Sex, lies and vldeotape)**** Þetta er óvenjuleg mynd um venjulegt fólk sem talar saman og sefur saman sitt á hvað. Það er ógerlegt að útskýra hvað það er sem gerir það að verkum að maður vill ekki fara heim þegar myndin er búin. En svoleiðis er það nú samt. Drífið ykkur. SIF Síðasta játningin (Last rites)** Það er erfitt að stunda prestskap og hlýða á játningar í skriftastólnum og vera um leið í einni aðal-mafíufjölskyldu Bandaríkjanna og verða svo ástfanginn í þokkabót og lenda í byssubardögum. Heldur ólíkinda- leg atburðarás en fjör á köflum. ÓTH STJÖRNUBÍÓ Stálblóm (Steel magnolias)*** Þetta er ekki „skemmtailegasta gaman- mynd alira tirna" eins og stendur i auglýs- ingunni. Þetta er þó reglulega skemmtileg mynd um líf sex vinkvenna í smábæ. En lífið er ekki alltaf tóm skemmtun svo að þið skuluð taka einn vasaklút með. SIF Þetta er alveg ágæt uppistaða í spennandi löggutrylli, mynda- takan er líka sterk og músikin þægilega ógnvekjandi á réttum stöðum. Auk þess eru aðalleikar- arnir geysi myndarlegir og önnur hver kona í nærmynd er fyrrver- andi model. En handritshöfundi nægir ekki að hafa spennandi efnivið, valda- baráttu tveggja karlmanna á vinnustað, heldur lætur hann leikinn berast inn í einkalíf þeirra. Og þar missir hann allt út úr höndunum á sér. Hann verður svo upptekinn af kynferðislegum flækjum að hann gleymir að út- skýra glæpinn fyrir okkur. Og hann hefur vægast sagt mjög ein- falda sýn á kvenfólk. Ég hef ekki séð jafn mikla kvenfyrirlitningu í kvikmynd í mörg ár, ég hélt í rauninni að hún væri komin úr tísku. En svo virð- ist ekki vera, allar konur eru hér lauslátar og finnst gott að láta misnota sig, og allir karlmenn, hvort sem þeir eru góðu eða vondu gæjarnir, lemja konurnar sínar og það er oftar en ekki sýnt hægt (rosaleg dramatík). Svo er yfirleitt talað um konur sem hór- ur eða dræsur en það er voða lítið talað við þær. Eina konan sem fellur ekki fyrir karlrembustælum Peck er náttúrlega lesbísk og gengur ekki í þröngum kjól og pinnahælum. Leikurinn í myndinni er góður, sérstaklega fyrir hlé. Gere og Garcia eiga góðar senur saman, en það er til lítils að vinna leik- sigur í mynd þar sem handritið er mengað af fyrirlitningu á helm- ingi mannkyns. Hvers vegna skyldu fœrustu sérfrœbingar ávallt fœra sér í nyt fullkomnustu tœkni við rannsóknir sínar? Málið er einfalt! Panasonic NV-MS50 SUPER VHS vídeomyndavélin sýnir staðreyndirnar á nákvæman hátt og dregur ekkert undan, enda var hún valin myndavél ársins (European Video Camera ’89-’90) af sérfræðingum evrópskra fagtímarita. • Super VHS-C format með yfir 400 lína upplausn. • Hi-Fi stereo hljóðupptaka. • Sjálfvirkur PIEZO-fókus tryggir nákvæman fókus við erfiðustu skilyrði. • Tveggja hraða zoomlinsa (9—54 mm), ljósop fi,2 og með macrostillingu fyrir nærmynd. 9 Hraðloki sem eykur skerpu í hægri afspilun og fryst- ingu mynda: 1/250, 1/500 eða 1/1000 sek. 9 Innsetning á tíma og degi. 9 Sjálfvirkur timastillir fyrir „anímeringu“ o.þ.h. 9 Fljótandi útþurrkunarhaus fyrir hreina mynd- og hljóðblöndun. 9 Vegur aðeins 1400 g. 9 Tveggja hraða upptaka, SP/LP. 9 Fylgihlutir: Hleðslutæki, rafhlaða, axlaról, tengikaplar fyrir sjónvarp, Super VHS-C spóla ásamt hylki fyrir myndbandstæki, heyrnartól. Nú er tækifærið að taka skrefíð inn í framtíðina með SUPER VHS fyrir aðeins kr. 119.970. Leystu málin meb VHS 625 Panasonic ^ japiss Þab liggur í augum uppi. Brautarholti 9 Kringlunni s. 625200 9 Akureyri s. 96-25611 AUK/SlA k640-5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.