Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 7
Abbasi Madani, leiðtogi FIS - flokkur hans vill hið allra fyrsta frjálsar þing- kosningar, sem að öllum líkindum myndu færa honum öll völd i landinu. en þeim frönsku út af alsírsku kosningaúrslitunum, miðað við það hvemig í þeim löndum er gjaman farið að því að skipta um stjómir eða gera tilraunir til þess. Bókstafstrúarhreyfmgum í lönd- um þessum verður sigur FIS á- reiðanlega meira en lítil hvatning, því að annan eins sigur hefur ís- lömsk bókstafstrú iíklega ekki unnið frá því að byltingin var gerð í Iran. Margt bendir til að þesskonar samtök séu á uppleið í mörgum arabalanda og í fleiri ís- lamslöndum. I Jórdaníu fóm fram í nóv. s.I. fyrstu almennu kosningamar þar í 22 ár. I þeim vann Múslíma- bræðralag, bókstafstrúarhreyfing sem lengi hefur verið mikill höf- uðverkur valdhafa fyrir Miðjarð- arhafsbotni, óvæntan sigur og varð stærsti flokkur á þingi. I Eg- yptalandi er sama bræðralag stærsti stjómarandstöðuflokkur- inn, vandlætarar af þeim anda hafa undanfarin ár þráfaldlega of- sótt kopta, hinn kristna minni- hluta þarlendis, og þeir drápu Sadat forseta 1981. I s.l. mánuði féllu 14 baráttumenn af því tagi í viðureign við lögreglu I þorpi suður af Kaíró. Herforingjastjóm- in í Súdan, sem rændi völdum þar s.l. ár og á í vægðarlausu stríði við kristna og heiðna blökku- menn sunnanlands, sem neita að ganga til hlýðni við lögmál ís- lams, gerist jafnt og þétt bókstafs- trúarsinnaðri. Urslit kosninga í starfsmannafélagi UNWRA, hjálparstofnunar á vegum Sam- einuðu þjóðanna, í Gaza nú í vik- unni benda til þess að bókstafs- trúarmenn eflist þar að fylgi á kostnað PLO. í Túnis og Marokkó, grannlöndum Alsírs, em þesskonar hreyfingar á upp- leið, og fleira mætti í því sam- bandi nefha. Reyndi aö sætta Norður-íra Á miðvikudagskvöld lést á heimili sínu í Suður-Englandi Terence O’Neill, forsætisráð- herra Norður-irlands 1963-69, 75 ára að aldri. Hann var í hófsamari armi sambandssinna og mótmæl- enda og reyndi eftir bestu getu að sætta þá og kaþólikka. Kvað hann höfuðmarkmið sitt í embætti vera að koma í veg fyrir að Norður-ír- land tætti sjálft sig í sundur. O’Neill gerði ráðstafanir til hags- bóta kaþólikkum og hafði samráð um vandamál írlands við Sean Lemass, þáverandi forsætisráð- herra írska lýðveldisins. Við það snemst þeir ákafari meðal mót- mælenda gegn honum af mikilli reiði og jafnvel Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, gerð- ist honum andsnúinn. Lauk því svo að O’Neill sagði af sér. Oöldin á Norður-Irlandi, sem orðið hefur næstum 3000 manns að bana, hófst sama ár. O’Neill Terence O’Neill. var síðar aðlaður og eftir það titl- aður iávarður af Maine. Harönandi afstaöa? Dmitríj Jazov, vamarmálaráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær stjóm sína því aðeins geta sætt sig við sameiningu þýsku ríkjanna að komið yrði á samevrópsku öryggiskerfi, sem Þýskaland væri aðili að og leysti Atlantshafsbandalag og Varsjárbandalag af hólmi. Þykir sum- um þetta vera vottur um að afstaða sovésku stjómarinnar í sameining- armálinu sé að harðna, þar eð undanfarið hefur verið hermt að ágrein- ingur Nató og Sovétríkjanna í því færi minnkandi. Ekki er vitað með vissu hvort stjómir annarra Varsjárbandalagsríkja eru Jazov að öllu leyti sammála um þetta. Föstudagur 15. júní NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7 Erlendar brúðir á íslandi Ef drauma- prinsinn bregst Enginn opinber aðili veitir erlendum kon- um aðstoð til að aðlagast íslensku samfé- lagi líkt og gert er fyrir flóttamenn. Ef eiginmaðurinn bregst er í engin hús að venda - nema Kvennaathvarfið Ir framhaldi af fréttum af pólskri konu sem Kvennaat- hvarfið hefur ákveðið að að- stoða fjárhagslega við að leita réttar síns, vegna harðræðis sem hún var beitt af íslenskum eiginmanni, vakna óhjákvæmi- lega upp spurningar um hvern- ig ísienskt samfélag tekur á móti þeim erlendu konum sem hing- að koma í æ ríkari mæli, oft frá fjarlægum menningarsvæðum, til að giftast íslendingum og hver staða þeirra er ef drauma- prinsinn í allsnægtaþjóðfélag- inu bregst vonum þeirra. Rétt er að taka fram strax að í máli allra þeirra sem Þjóðviljinn leitaði til kom skýrt fram að stærstur hluti þeirra kvenna sem hingað koma frá fjarlægum lönd- um býr í hamingusömum hjóna- böndum. Undantekningamar eru þó vissulega til og enda þótt flest- ar konumar eigi góða maka, þá hljóta allir að vera sammála um það að á einhvem hátt verður þjóðfélagið að taka á sig þá á- byrgð að kynna konunum hver staða þeirra og réttur er, þannig að þær séu ekki eingöngu háðar eig- inmönnum sínum og tengdafjöl- skyldum um allar upplýsingar. Allar vonir brugðust Saga pólsku konunnar er í stuttu máli á þá leið að hún kynnt- ist íslenskum manni í heimalandi sínu, fluttist til hans hingað til lands og giftist honum. Hún segir að öll Ioforð hans um öryggi, gott og heilbrigt og hamingjusamt líf hafi bmgðist. Hann hafi látið hana búa við stöðuga áfengisóreglu sína og beitt hana andlegu ofríki og líkamlegu ofbeldi og komið í veg fyrir það eftir mætti að hún lærði málið og kynntist fólki. Þá á hann að hafa vélað hana til að undirrita kaupmála sem ætlaður var til að rýra rétt hennar til eigna- skipta vegna hjónaskilnaðar. Kaupmálinn var á íslensku og segir konan að maðurinn hafi tjáð sér að skjalið væri til að tryggja réttarstöðu hennar í hjúskapnum og þess vegna hafi hún skrifað undir. Sambúð þeirra var stutt. Hún kveður manninn hafa hrakið sig af heimili þeirra hjóna og það- an hafi hún ekki átt í önnur hús að venda en til Kvennaathvarfsins. Konan er nú ákveðin í að skilja við mann sinn og vill fá eðlilega hlutdeild í eignum bús þeirra og hæfilegar skaðabætur vegna lík- amsárása og andlegs ofríkis og vegna svikinna loforða. Hún segir hann hafa fengið sig til að yfirgefa heimkynni sín fyrir sig og hún hafi þurft að bijóta allar brýr að baki sér og eigi ekki afturkvæmt. Fálagslegt óöryggi Nanna Christiansen kynning- arfulltrúi Samtaka um kvennaat- hvarf sagði samtökin hafa áhuga á máli þessarar konu vegna þess að þau telji að það sé dæmi um mik- ið þjóðfélagslegt vandamál hér á landi. „Samtökin telja að konur sem hingað koma í því skyni að giftast íslenskum karlmönnum búi oft við mikið félagslegt óöryggi,” sagði Nanna. „Þessar konur koma tíðum úr mjög ólíku menningar- umhverfi og fá alls ekki þá aðstoð sem nauðsynlegt er til að aðlagast íslensku samfélagi á eðlilegan hátt. Starfsfólk athvarfsins veit dæmi þess að konur hafi sætt miklu harðræði og þær vita oft alls ekki hvemig þær geta brugð- ist við slíku, tala oft ekki málið og þekkja engan sem hægt er að leita til. Samtökin vilja að komið verði á fót aðstöðu fyrir erlendar konur, sem koma hingað til að ganga í hjúskap, þar sem þær fá Ieiðbein- ingar sem þeim eru nauðsynlegar til að kynnast þjóðfélagi okkar og kennslu í íslensku. Þangað gætu þær einnig leitað ef upp koma vandamál.” Háðar eiginmanninum Frá áramótum 1988-89 hafa samtals 39 erlendar konur haft samband við Kvennaathvarfið, ýmist til dvalar eða símleiðis. Þær koma frá sextán þjóðlöndum og er ekkert eitt sem sker sig úr. „Hluti þessara kvenna frá mjög framandi menningarsvæð- um, t.d. Asíu og Afríku, sem koma eingöngu til að flýja óbæri- legt ástand í heimalandi sínu, er í raun ekkert betur settur hér heldur en fióttamenn,” sagði Nanna. „Okkur finnst sjálfsagt að taka vel á móti flóttamönnum, og Rauði krossinn hefur undirbúið það fólk mjög vel og stutt við bakið á því. En þessar konur sem koma gagn- gert til að giftast íslenskum manni eru algjörlega háðar honum.” í BRENNIDEPLI Það sem mest verður vart við hjá þeim konum sem leita til at- hvarfsins er að þeim er sagt að fari þær frá manninum verði þær að fara úr landi og jafnvel að böm verði tekin af þeim. Útlendingaeftirlitið notað sem grýla Jóhann Jóhannsson lögreglu- fulltrúi hjá Utlendingaeftirlitinu sagðist hafa orðið var við þennan misskilning og að eftirlitið væri jafnvel notað sem grýla á erlendar konur í erfiðleikum. „Það þarf úrskurð dómsmála- ráðuneytisins til að ógilda dvalar- leyfi og hvorki eiginmenn, at- vinnurekendur né aðrir hafa um- boð til að óska eftir slíku,” sagði hann. Jóhann á sæti í vinnuhóp dóms-, mennta- og félagsmála- ráðuneytanna sem settur var á laggimar skömmu eftir áramót og hefur það hlutverk að fjalla um stöðu þessara kvenna. Hópurinn stefnir að því að koma á prent í haust bæklingi sem verður á ensku og öðm máli sem Asíukon- ur geta skilið. Þar á að birta ýmsar upplýsingar um íslenskt samfélag, opinbert velferðarkerfi, skóla og annað í þeim dúr. Jóhann sagði vinnuhópinn ekki hafa sett niður neitt ákveðið varðandi tungu- málakennslu fyrir þessar konur, en það væri í skoðun. Hólmffíður Gísladóttir hjá Rauða krossi íslands sagði að hópurinn hefði haft samráð við RKÍ og stjóm hans hefði ákveðið að efha til námskeiðs um íslenskt samfélag fyrir útlendinga þegar bæklingurinn kæmi út. Mikilvæg- ast væri þó að menntamálaráðu- neytið hefði forgöngu um tungu- málakennslu og það gæti leitað til aðila sem hefðu reynslu af slíkri kennslu fyrir fióttamenn, t.d. Námsfiokka Reykjavíkur. Stefanía Bjömsdóttir, annar stofnfélaga íslensk-thailenska fé- lagsins, tók undir þetta. „Við skrifuðum álit til Kvennalistans vegna þingsályktunartillögu hans um þetta mál og áréttuðum að tungumálakennsla þyrfti helst að vera skylda fyrir þessar konur,” sagði hún. Hún sagðist þekkja nokkur dæmi þess að konur sem hefðu komið hingað til lands til að gift- ast íslenskum mönnum hefðu lent í miklum ógöngum og þegar fé- lagið hefði tekið að sér að aðstoða þær við að leita réttar síns hefðu allar dyr verið lokaðar í kerfinu og þær jafnvel þurft að fara úr landi, m.a. vegna þess að þær hefðu ekki hafi fjármuni til uppihalds á með- an kerfið fjallaði um mál þeirra. Stærstu hópar erlendra kvenna sem búsettar em hér á landi koma frá Asíu, um 60-70 frá Thailandi og 50-60 frá Filippseyjum. Fil- ippseyjar hafa ekki ræðismann hér á landi en Geir Borg, ræðis- maður Thailands á Islandi, sagði flestar thailensku konumar hljóta að vita af tilvist ræðismannsskrif- stofunnar og að þær gætu leitað til hennar þar sem mennimir þyrftu að fá visa-áritun þar til að fara út. Hann sagði ferðalög Islendinga þangað hafa aukist gífúrlega síð- astliðin fimm ár. Árið 1985, þegar embættið var stofnað, gaf hann út níu áritanir en í dag væm áritan- imar um 2000 talsins á ári. Sem kunnugt er þá nýtur Thailand vax- andi vinsælda sem ódýrt ferða- mannaland og ljóst að aðeins brot af þessum fjölda fer í þeim til- gangi að finna sér lífsfömnaut. Svokölluð „bréfaskipta- hjónabönd” vom mjög til umræðu fyrir fáum ámm en tekið var fyrir slik hjónabönd fyrir tveimur ámm með reglum um að viðkomandi menn verði að sanna að þeir hafi hitt konumar áður en þær koma hingað. Starf vinnuhóps ráðuneytanna er skref í áttina til að leysa þann vanda sem er að skapast hér á landi vegna félagslegs óöryggis erlendra kvenna. Bæklingur uin kerfið dugir þó varla til og í máli allra viðmælenda blaðsins kom fram að mikilvægast sé að kon- umar fái tungumálakennslu og sem mestar upplýsingar um ís- lenskt samfélag sem fyrst eftir að þær koma til landsins. -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.