Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 28
Bændur heimsins vara við Viðskipti, neytendamál og úmhverfismál efst á baugi á 29. þingi Alþjóðasambands búyöruframleiðenda. Samþykkt að halda sérstaka aíþjóðaráðstefnu á íslandi 29. þing Alþjóðasambands bú- vöruframleiðenda IFAP, (Inter- national Federation of Agricultur- al Producers), var haldið í Þránd- heimi í Noregi 4. til 8. júní, en þingfulltrúar þess hittast á 18 mánaða fresti. Sérstök ráðstefna var haldin 28. og 29. maí í tengs- lum við þingið um þróunaraðstoð við ríki Þriðja heimsins. Stéttar- samband bænda er fulltrúi ís- lands hjá IFAP og þingið sóttu 5 þátttakendur frá Islandi. Óvissa í land- búnaðarmálum Á þinginu var einhugur meðal fulltrúa um að búvöruframl- eiðendur og samtök þeirra taki frumkvæði í umræðum um náttúru- og umhverfisvernd. Þeir verði að koma almenningi í heimalöndum sínum í skilning um að stærsta hagsmunamál bænda sé einmitt öflug umhverf- isvernd. Umræður á þinginu báru þess merki að miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar á landbúnað- armálum á alþjóðavettvangi. Samtök bænda óttast almennt að þær geti haft í för með sér: 1) að nokkrar alþjóðlegar sam- steypur verði ráðandi á heimsmarkaði í úrvinnslu og dreifingu búsafurða, 2) að almennir neytendur hafi aðeins ráð á að kaupa ódýrar, iðnframleiddar og misgóðar landbúnaðarafurðir, 3) að samkomulag náist ekki um framleiðslustaðla og hollustu- vernd á alþjóðvettvangi með þeim afleiðingum að neytendur standi eftir berskjaldaðir, 4) að matarbirgðir í heiminum verði í óheftu markaðskerfi af skornum skammti. Það getur annars vegar leitt af sér miklar sveiflur á heimsmarkaðsverði sem kemur harðast niður á fá- tækum og skuldugum ríkjum og hins vegar tímabundinn matar- skort í jafnvel þeim löndum sem eiga við offramleiðslu að stríða í dag. Neytendamál og landbúnaöur f lokaskýrslu IFAP-þingsins kemur fram að velmegun og aukinn kaupmáttur neytenda hafa ásamt örum þjóðfélags- breytingum orsakað verulega áherslubreytingu í samskiptum búvöruframleiðenda og neyt- enda. Þær endurspeglast meðal annars í breyttum lífsstíl almenn- ings og aukinni áherslu á þætti á borð við hollustu, umhverfi- svernd, gæði og vöruframboð. Þessi þróun hefur haft í för með sér að neytendur hafa mikil áhrif á hvað er framleitt, hvernig bú- vörur eru framleiddar og úr hverju. Skyldurnar við neytendur í iðnríkjunum þurfa bændur að koma til móts við síbreytilegar óskir og neysluvenjur almenn- ings. Af þeim sökum gegna neyslu- og viðhorfskannanir lyk- ilhlutverki fyrir búvöruframleið- endur. Þingfulltrúar töldu að í ljósi þessa beri að stefna að nánu samstarfi allra þeirra sem starfa við matvælaframleiðslu til að tryggja góða, holla og fjölbreytta vöru. Fjölmargir þingfulltrúar létu í ljós þá skoðun að allir aðilar mat- vælaframleiðslunnar hefðu skýra upplýsingaskyldu gagnvart al- menningi um innihald og næring- argildi. Þetta felur í sér að bænd- ur og samtök þeirra verða að leita sér sérfræðiaðstoðar í heilbrigðis- og næringarfræðum, ekki síst til að kveða í kútinn lítt grundaðar eða beinlínis rangar fullyrðingar um gildi einstakra matvöruteg- unda. Undanfarin ár hefur borið sí- fellt meira á umræðum um lyfja- og efnanotkun í landbúnaði og mengun af hennar völdum í mat og í náttúrunni. Þingfulltrúar samþykktu einróma að skyn- samleg lyfja- og efnanotkun væri nauðsynleg þar sem skaðlaus efni ykju framleiðni og lækki um leið vöruverð. Á hinn bóginn ber að útrýma skaðlegri lyfja- og efna- notkun. Þingfulltrúar töldu að nú þegar alþjóðlegur markaður með land- búnaðarvörur væri að verða til, yrðu aðildarríki Alþjóðasam- bandsins að beita sér fyrir að regl- ur um hollustu- og neytenda- vernd verði samræmdar landa á milli. Enn fremur höfðu þingfulltrú- ar áhyggjur af þeim trúnaðar- bresti sem virðist hafa orðið á milli bænda og neytenda víða á undanförnum árum. Staða neytendasamtaka væri oft sterk, vald fjölmiðla mikið og einfald- anir og misskilningur á eðli land- búnaðarmála oft á tíðum áber- andi. Það var almennt mat manna að bændasamtök yrðu að gefa þessum málum sérstakan gaum svo málefni landbúnaðar- ins færu ekki halloka í þjóðfélags- i umræðu hvers lands. Dýravernd Á þinginu var rætt um þann aukna áhuga sem neytendur hafa að undanförnu sýnt á dýravernd. Það er hverjum bónda í hag að hirða vel um búpening. Vakin var athygli á því að bændasamtök ættu að beita sér fyrir skynsam- legri löggjöf um dýravernd þar sem þess gerist þörf. Minnkandi hlutur bænda í smásöluveröi Á þinginu komu fram vaxandi áhyggjur af því að skerfur bænda í smásöluverði landbúnaðaraf- urða hefur verið að minnka smám saman. Ljóst er að í mörg- um löndum skila verðlækkanir hjá bændum sér ekki í smásölu- verði. Þá getur brugðið til beggja vona hvort það eru bændurnir sem hagnast á aukinni hagræð- ingu í búskap eða milliliðir ýmiss konar. Nokkrir þingfulltrúar lögðu til að bændur ykju hlut- deild sína í smásöluverði, án þess að það kæmi niður á verði til neytenda, með því að beita sér fyrir lækkun á kostnaði vegna úr- vinnslu, flutnings og markaðs- setningar. Alþjóðleg ráð- stefna á Islandi Norðurlöndin lögðu fram á þinginu tillögu þess efnis að Al- þjóðasamband búvöruframleið- enda boðaði fulltrúa ríkisstjórna og bændasamtaka á alþjóðlega ráðstefnu á íslandi um umhver- fismál og landbúnað í sátt við náttúruna. Einnig verður öryggi matvælaframboðs veigamikill málaflokkur á ráðstefnunni. Til- lagan var samþykkt og verður ráðstefnan að líkindum haldin í haust eða næsta vor. Á þinginu var einhugur meðal fulltrúa um að búvöruframleið- endur og samtök þeirra taki frumkvæði í umræðum um náttúru- og umhverfisvernd. Þeir verði að koma almenningi í heimalöndum sínum í skilning um að stærsta hagsmunamál bænda sé einmitt öflug umhverf- isvernd. (Úr fréttatilkynningu frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins). Hálendið enn að mestu ófært Fjallaþórar og aðrir þeir sem bíða í ofvæni eftir að snjóa taki upp á hálendinu og hálendisvegir verði færir, verða að doka við enn um sinn, því Vegagerðin áætlar að flestir fjallvegir verði lokaðir fyrir umferð fram á mitt sumar. Þegar er einn hálendisvegur þó orðinn fær, Öskjuleið í Drekagil. í þessum mánuði er ráðgert að Uxahryggjarvegur, leiðin úr Skaftártungu í Eldgjá, Kverk- fjallaleið og Öskjuleið í Öskju verði einnig opnaðar fyrir al- mennri umferð. Fast á eftir, í júlí- byrjun, er útlit fyrir að Dóma- dalsleið í Landmannalaugar og Kaldadalsleið verði einnig færar. Samkvæmt upplýsingum Veg- agerðarinnar lítur út fyrir að fjal- lvegir verði færir umferð nokkru fyrr í ár en verið hefur að jafnaði síðustu tíu árin. Nú sem endra- nær er allt útlit fyrir að Eyjafjarð- arleið verði fær síðust fjallvega. Vegagerðin áætlar að sú leið verði fær 22. júlí eða nokkru fyrr en undanfarin ár. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.