Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 10
AUGLÝSINGAR - Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir maímánuð er 15. júní n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem van- greitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða framkvæmdastjóra við Fjórðungssjúkr- ahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til 4 ára. Gerð er krafa um reynslu af stjórnun, gjarnan innan heilbrigðis- geirans. Á F.S.A. er rekin fjölbreytt starfsemi. Þar starfa yfir 500 manns og fjöldi sjúkrarúma er 170. Nánari upplýsingarveitirformaðurstjórnar, Jón Sigurðsson í síma 91-29066 á daginn og síma 91-621316 á kvöldin. Umsóknarfrestur er til 20. júní 1990. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist til stjórnar F.S.A. pósthólf 380, 602 Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra við Sjúkrahúsið á Egils- stöðum er laus til umsóknar. Starfið felst í bókhaldi, umsjón launaútreiknings og staðgengilsstörfum fyrir framkvæmdastjóra og veitist frá 1. september n.k. Upplýsingar gef- ur framkvæmdastjóri í síma 97-11073. Bifhjólamenn hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! ||UMFERÐAR ASKRIFENDUR! ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Þinghóli mánudaginn 18. júní kl. 20.30. Dagskrá: 1. Urslit sveitarstjórnarkosninganna. 2. Undirbúningur miðstjórnarfundar í júní. 3. Önnur mál. Stjórnin Jónsmessu-sumarferð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík um Snæfellsnes dagana 23. og 24. júní: Lagt verður upp í ferðina frá Hverfisgötu 105 kl. 10.00 laugardag- inn 23. júní. Ekið áleiðis að Staðarstað, þar sem séra Rögnvaldur Finnbogason tekur á móti ferðalöngum. Þaðan ekið fyrir Jökul í fylgd Skúla Alexanderssonar, og ýmsir merkisstaðir skoðaðir í leiðinni. Kvöldvaka og gistina á Hellissandi. Á sunnudag verða félagar í Olafsvík og Grundarfirði heimsóttir. Áætlað verð með svefnpokaplássl kr. 2.800,- fyrir manninn. Hægt verður að útvega gistingu í sérherbergjum með morgunmat gegn aukagreiðslu. Fjölmennið og takið með ykkur gesti! Munið eftir nesti og söngbókinni. Tekið verður á mótl pöntunum í ferðina á skrifstofu AB, sima 17500, einnig á kvöldin og um helgina hjá Guðrúnu, síma 25549 og Ragnari, síma 16675. Ferðatilhögun nánar auglýst síðar. Ferðanefnd ABR Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Úr einni sumarferð AB á Austurlandi. (Ljósm. H.G.) Alþýöubandalagið á Austurlandi Sumarferð laugardaginn 7. júlí 1990 um Reyðarfjarðarhrepp hinn forna Búðareýri - Hólmanes - Eskifjörður - Breiðavík - Vöðlavík Rútur leggja af stað sem hér segir: ★ Frá Egilsstöðum (Söluskála KHB) kl. 09.00. ★ Frá Neskaupstað (Söluskála Skeljungs) kl. 08.30. ★ Frá Breiðdalsvík (Hótel Bláfelli) kl. 08.00. Safnast verður saman undir Grænafelli innst í Reyðarfirði kl.09.30 á laugardagsmorgni. Skoðaðar minjar um herstöðvar á Reyðar- firði, gengið um friðland á Hólmanesi, litið á sjóminjar á Eskifirði, silfurbergsnámu við Helgustaði, heimsóttur einokunarkaupstaður á Útstekk við Breiðuvík og ekið um Víkurheiði til Vöðlavíkur. Ferðalok um kl. 19. Staðkunnugir leiðsögumenn (Helgi Seljan, Hilmar Bjarnason o.fl.) lýsa söguslóðum og náttúru. F^rarstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Þátttakendur skrái sig sem fyrst hjá Ferðamiðstöð Austur- lands, Egilsstöðum, sfmi 12000. Hafið meðferðis nesti og gönguskó. Allir velkomnir. Kjördæmisráð AB Fundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins haldinn á Egilsstöðum dagana 29. júní til 1. júlí næstkomandi Föstudagur 29. júní kl. 20.30 1. Fundurinn settur í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum 2. Stjórnmálaumræður 2.1. Störf ríkisstjórnarinnar / Árangur í efnahagsmálum. 2.2. Úrslit sveitarstjórnarkosninga / Stjórnmálaástandið staða flokksins. Laugardagur 30. júní kl. 9.00 Framhald stjórnmálaumræðna. 3. Flokksstarfið - Undirbúningur Alþingiskosninga. 4. Sjávarútvegsmál. 5. Landbúnaðarmál. 6. Önnur mál. Um kl. 16 á laugardag verður gert hlé á fundarstörfum og farið í heimsókn til Neskaupstaðar. Þar verður staðurinn skoðaður og kvöldinu síðan eytt í boði heimamanna. Sunnudagur 1. júlf kl. 10.00 Framhald umræðna Afgreiðsla mála. Fundi lýkur eigi síðar en kl. 15.00. Að loknum fundi á sunnudag býðst fundarmönnum að fara í skoðunarferð um nágrennið. Flug og gisting Aðalfundur verður haldinn laugardaginn götu 105. Dagskrá: 1. Skýrsla uppstillingarnefndar. 2. Lagabreytingar og tillögur. 3. Umræður. 4. Kosning stjórnar. 5. Önnur mál. Málefnafundur á Punkti og pasta (fyrrverandi Torfu) á miðviku- dagskvöld, 20. júní. Útlitið framundan - starfið í sumar. Nefndin Greiðið 16. júní kl. 14, Hverfis- Uppstilllngarnefnd Hafið samband við afgreiðslu Léttið blaðberu störtin áskriftargjaldið með greiðslukorti ísima 681333 , millikl. 9.00-17.00 virka daga, eða blaðbera og umboðsmann okkar. þlÓÐVILIINN ™ « 'A . ... r m _ n — Síðumúla 37 Ferðamiðstöð Austurlands hf. sér um skráningu í flug til Eg- ilsstaða og í gistingu. Nauðsynlegt er að miðstjórnarmenn skrái sig sem fyrst og í síðasta lagi 25. júní. Síminn í Ferðamiðstöð Austurlands er 97-12000. Steingrfmur J. Sigfússon formaður miðstjórnar Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði og bæjarmálaráð ABH boða til almenns félagsfundar í Skálanum, Strandgötu 41, mánudaginn 18. júní kl. 20.30. Fundarefni: 1. Niðurstaða kosninganna: Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi. 2. Starfið framundan. 3. Önnur mál. Allir félagsmenn og aðrir stuðningsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórn ABH og bæjarmálaráðs 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.