Þjóðviljinn - 15.06.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Side 11
Þjóðleikhúsið Myndabók Jónasar Þrátt fyrir viðgerðir á Þjóðleik- húsinu sitja starfsmenn þess ekki auðum höndum. Á morgun verð- ur á Kjarvalsstöðum frumsýnd leikgerð Halldórs Laxness Úr myndabók Jónasar Hallgríms- sonar í tilefni af Jónasarþingi, sem haldið er um helgina. Þuríður Pálsdóttir tónlistar- stjóri verksins og Guðrún Þ. Stephenssen leikstjóri segjast lengi hafa átt sér þann draum að sýna þessa leikgerð Laxness, sem frumflutt var í Trípólíbíói árið 1945, en hefur síðan ekki verið flutt í heild sinni. Leikgerðin hafði glatast, og þær stöllur voru lengi að hafa upp á handritinu svo að mögulegt væri að setja verkið upp að nýju. Við fundum slitur hér og þar, segja þær, í kommóðuskúffum, milli nótnablaða hjá Sinfóníunni, uppi í útvarpi og víðar. Þuríður segist meira að segja hafa fundið hluta leikgerðarinnar í nótna- drasli hjá föður sínum, eins og hún orðaði það. Hver fundur var miklvægur, segja þær. Eins og áður sagði hafði þær lengi dreymt um að hafa upp á leikgerðinni, og var upphaflega hugmyndin að færa hana upp á jólum í Þjóðleik- Katrín Sigurðardóttir óperusöngkona í hlutverki stúlkunnar og Torfi F. Ólafsson, sem leikur piltinn. Helgarveðrið Horfur á laugardag og sunnudag: Suðaustlæg átt um allt land. Skúrír vlða um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu á norðausturiandi. Hiti á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast norðanlands. f ViHÉt’p -í i|: 1 V| - r » kr' S ■ ' . flf ■ Franska hirðfíflið daðrar við ensku hirðmeyjarnar í sögunni Þegar drottningin af Englandi heimsótti konunginn á Frakklandi. Myndir: Kristinn. húsinu, en leitin gekk brösug- lega. Það var ekki fyrr en aðstand- endur Jónasarþings leituðu til okkar að við gerðum alvöru úr því að leita vandlega að Mynda- bók Jónasar, segja þær. Svo skemmtilega vill til að Þu- ríður steig sjálf sín fyrstu skref á sviði þegar verkið var flutt í Tríp- ólíbíói á sínum tíma, en faðir hennar Páll ísólfsson samdi tón- listina við ljóðin. Við samningu Kossavísna lét Páll dóttur sína syngja lagið jafnóðum og hann samdi það. Guðrún var ekki á sviðinu, en sat úti í sal í bíóinu og fylgdist með leik föður síns Þor- steins Ö. Stephensen. Þuríður minnist þess einnig að Inga Laxness hafi leikið eitt hlut- verkanna, og man vel eftir því hversu mikla virðingu hún bar fyrir skáldinu Halldóri, sem sat út í sal á meðan á æfingum stóð. Leikgerðin er eins og áður sagði eftir Nóbelskáldið, en allur texti er eftir þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson, tónlistina samdi Páll ísólfsson. í leiknum eru sagðar sögur Jónasar og ljóð hans lesin og sungin. Með hlutverk piltsins fer Torfi F. Ólafsson, en stúlkuna túlkar Katrín Sigurðardóttir í leik og söng. Önnur hlutverk eru í hönd- um Þórunnar Magneu Magnús- dóttur, Jóns Símonar Gunnars- sonar, Þóru Friðriksdóttur, Gunnars Eyjólfssonar og Hákon- ar Waage. Fimm hljóðfæraleik- arar úr Kammersveit Reykjavík- ur eiga einnig þátt í sýningunni, þau Hlíf Sigurjónsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Valur Pálsson. Ekki er þó allt talið enn, því að í sýningunni er ekki bara leikið, sungið og spilað, heldur dansað líka. Dansana samdi Lára Stef- ánsdóttir en þá dansa Sigurður Gunnarsson, Lilja ívarsdóttir, Margrét Gísladóttir og Pálína Jónsdóttir. Leikmynd og búninga hannaði Gunnar Bjarnason, lýs- ingu annast Ásmundur Karlsson. Úr myndabók Jónasar verður frumsýnt 16. júní á vegum Jónas- arþings, sem Félag áhugamanna um bókmenntir, Menningar- málanefnd Reykjavíkur og Borg- arbókasafnið undirbjuggu. Hefst sýningin kl. 21. Á þjóðhátíðar- daginn verður sýningin haldin á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Sú sýning hefst kl. 16.30 og er ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir. BE mkastS£suu»fsl«t PELSINN KIRKJUKVOLI SÍMI 91-20160 Bjóðum til 17. júní 30-50% afslátt af öllum vörum í verzluniimi ÚTBORGUN 50% EFTIRSTÖÐVAR Á 6 MÁNUÐUM VAXTALAUST Pelsar — loðskinnshúfur og treflar — leðurkápur — leður- og og dragtir — ullardragtir og fallegar peysur Föstudagur 15. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.