Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 14
Bankarnir Tvöfaldur föstudagur Bilun varð í hugbúnaði tölvu- kerfís Reiknistofu bankanna um kl. 18.00 á miðvikudag sem varð til þess að þrettán tíma seinkun varð á öllum bókunum miðviku- dagsins. Gert var við bilunina í fyrrinótt og að sögn Bjarna G. Ólafssonar yfirmanns vinnsludeildar var vonast til þess að það tækist að ljúka því síðdegis sem safnaðist upp á meðan bilunin varði. Starf bankanna ætti því að vera komið í samt lag núna en starfsfólk þeirra má búast við öllu meiri erli í dag en vant er, eins konar „tvöföld- um föstudegi", fyrir vikið. Bilanir sem þessar hafa að sögn Bjarna verið mjög sjaldgæfar síð- asta árið en á meðan verið var að setja upp kerfið voru þær tíðari. -vd. A tvinnufyrirtœki Skattlagningin endurskoðuö Viðræður við samtök atvinnurekenda og launafólks Fjármálaráðherra hefur skipað fimm manna nefnd til að endurskoða skattlagningu at- vinnufyrirtaekja og peningastofn- ana I Ijósi samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppi- nautum. Sérstaklega á að taka mið af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað innan Evrópu- bandalagsins. í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að endurskoðun þessi sé í samræmi við loforð sem ríkis- stjórnin gaf í tengslum við kjara- samninga og að nefndin muni hafa samráð við fulltrúa atvinnu- lífsins og peningastofnana um hana. Efna á til sérstakra við- ræðna við samtök vinnuveitenda og launafólks vegna þessa. For- maður nefndarinnar er Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu og auk hans eru í nefndinni þeir Bolli Pór Bolla- son skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, Eyjólfur Sverrris- son forstöðumaður hjá Þjóðhags- stofnun, Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri, Már Guðmunds- son efnahagsráðgjafi fjármála- ráðherra og Snorri Olsen skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu. , Þjóðarátak gegn krabbameini Söfnunarféð 52 miljónir Rúmlega 52 miljónir króna söfnuðust í „Þjóðarátaki gegn krabbameini“ er fram fór um mánaðamótin mars apríl sl. Þar af létu einstaklingar ríflega 44 miijónir króna af hendi rakna en hlutur fyrirtækja, stofnana og stéttarfélaga var á niundu miljón. Frá þessu var greint á aðalfundi Krabbameinsfélags íslands sem haldinn var fyrir skömmu. í fréttatilkynningu frá Krabb- ameinsfélaginu segir að fjárþörf samtakanna hafi vaxið á síðustu árum í takt við aukin umsvif. Ráðgert er að söfnunarfénu verði varið til fickari rannsókna á krabbameini, til fræðslustarfs og aukins stuðnings við krabba- meinssjúklinga. Á aðalfundinum var Almar Geirsson, sem verið hefur for- maður félagsins síðustu tvö ár, einróma endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. -rk iC.Et-AHDAl* < AKUREYRl - Bleiki fíllinn 0 15. júní - Sú Ellen « 16. júní-Rokkabillybandib Mörg er bumanns raumn Þar sem raunveruleikinn er óhugnanlegri hugarórum hryllingsmynda. Alþjóðleg herferð gegn hvimleiðum vágesti sem herjar á íbúa ýmissa landa þriðja heimsins Fljótið Níger: Sameiginlegt vatnsból manna og dýra. Gróðrarstía fyrir gíneu-orminn, sem ógnar lífi og limum manna og dýra í fjölmörgum löndum þriðja heimsins. Það er ekki ofsögum sagt að það á ekki af þeim hluta mannkyns að ganga sem býr fyrir sunnan þá línu sem hagspeking- ar hafa dregiö og skilur á milli vel- og vanmegunar og kennd hefur verið við höfuðáttirnar, norður og suður. Vannæring ef ekki hung- ursneyð, staðbundin átök og erj- ur og allskyns önnur óáran af mannanna völdum er daglegt brauð stórs hluta íbúa suður- hvels jarðar. Þar með er þó ekki allt upptalið. Sumpart fyrir þessar sakir hafa sjúkdómar og pestir af ýmsum toga löngum viljað herja á þennan hluta mannkyns af dæmafáum þrótti. Þrátt fyrir að nokkuð hafi áunnist fyrir árvekni einstaka stjórnvalda og samstillt átak heilbrigðisstétta og alþjóðastofn- ana við að „útrýma“ pestum og farsóttum, eins og bólusóttinm, er mikið starf enn óunnið í þeim efnum. Þar á meðal er „útrým- ing“ hvimleiðs sníkjudýrs, s.k. gíneu-orms, sem hrellir miljónir manna í þriðja heiminum á ári hverju. » Óvætti“ hvíta tjaldsins skákað Þeir eru sjálfsagt margir kvik- myndaáhugamennirnir sem rám- ar í röð mynda sem allar báru það magnþrungna heiti „Óvættur- (Alien), þar sem greint var mn frá heldur ófélegu sníkjudýri sem hreiðraði um sig í líkömum manna þar til það spratt að lokum alskapað út líkt og Pallas Athena út úr höfði Seifs forðum. Eins og oft vill verða eiga hinir leyndustu draumar og villtustu „fantasíur" mannskepnunnar sér hliðstæðu í veruleikanum, nema hvað í þessu tilfelli er raunveru- leikinn öllu óhugnanlegri ímynd- uninni. Á ári hverju verða 10 miljónir manna í þriðja heiminum fyrir kárínum af völdum þessa skað- ræðiskvikindis. Meinvætturinn er hvað skæðastur í Indlandi, Pak- istan og í fjölmörgum ríkjum Afr- íku og varlega áætlað má ráðgera að um 100 miljónir manna eigi á hættu að ormurinn taki sér í þeim ból. Lífsferill gíneu-ormsins er þrí- skiptur. Lirfa hans sem lifir í vatni, er étin af örsmáum krabba- dýrum af ætt liðfætlinga, sem aft- ur berast með drykkjarvatni í maga manna og dýra. Magasýr- urnar brjóta hýsilinn niður og þar með er fjandinn laus og annað stigið í lífsferli gíneu-ormsins hefst. Lirfan leitar nú út í kviðar- holið þar sem hún hefst við um ár meðan á umbreytingunni stend- ur. Að fjórum mánuðum liðnum á æxlun sér stað, karllirfan deyr en kvenlirfan kemst til fullþroska orms stútfull af lirfum sem bíða þess eins að fullkomna hringrás- ina og að komast í vatn til að verða étnar af liðfætlingunum. Til þess þarf ormurinn að leita útgönguleiðar úr líkama hýsilsins og er helst von á honum út um rispur eða fleiður á hörundi á út- limum manna og dýra. Meðan á hringrásinni stendur verður hýsillinn einskis var þar til ormurinn, sem getur orðið allt að EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ ROKKSKOGARISLANDS FLUGLEIDIR SiGLUFJÖRÐUR - Hótel Höfn 16. júní - Sú Ellen ÍSAFJÖRÐUR - Sjallinn fe 17. júní - Gal í leó "fps ÞÓRSHÖFN - Félagsheimilib 16. júní - Kokteill BILDUDALUR Félagsheimilib 15. júní - Stjórnin VOPNAFJÖRÐUR Mikligar&ur 22. júní - Styrming r\r ESKAUPSTAÐUR BLÖNDUÓS - Félagsheimilib 16. júní - Rokkbandib ÓLAFSVÍK Félagsheimilib - Stubmenn BORGARNES - Hótel Borgarnes 16. júnf- Geirmundur Valtýsson AKRANES Hótel Akranes ; 15. júní - Sálin hans Jóns míns ! 16. júnf - Sérsveitin EGILSSTAÐIR - Hótel Valaskjálf 15. júní- Viking band KEFLAVIK REYKJAVÍK - Laugardalshöll 16. júní- Bootlegs-Bubbi-Megas-Risaeblan Sálin hans Jóns míns-Síban skein sól-Sykurmolarnir og Todmobile ogló.júní Fullt tungl iberg 16-júní - Sprakk 'H NJARÐVÍK X HAFNARFJORÐUR - Fiör6urinn 0 HÖFN í HORNAFIRÐI < 15. og 16. júní - Sjöund - Sindrabær Stapi 15. júm - Stubmenn SANDGERÐI ifi 16. júní - Ny dönsk HÉS SELFOSS - Hótel Selfoss 116. júní - Tommi rótari K Vitinn 16. júní - Bjartmar Gublaugsson BEYKJAVIKUR Heggur hf Landvernd Prenthúsið Smekkleysa Flugleibir Silkiprent P.R.-búbin Skógræktin Eimskip Kringlan Sagafilm Gott fólk Geimsteinn Æfingastöbin Morgan Kane Rolf Johansen UMFI Skífan Sanitas Glabnir Kraftlyftingasamband Islands Vátryggingafélag íslands Ríkisútvarpib Sjónvarp 0 VESTMANNAEYJAR - Hallarlundur m 15. og 16. júní - Pálmi Gunnarsson » / / PEPSI MORGAN KME' metri að lengd, brýtur sér leið út úr líkamanum með tilheyrandi sársauka og kvölum fyrir fórnar- lambið. Reiknað er með því að í u.þ.b. 15 prósent tilfella hafi hýsillinn til að bera meira en einn orm. Reyni menn að flýta fyrir útgöngu orms- ins, sem tekur u.þ.b. vikutíma, t.d. með því að teygja á honum svo að hann slitni, getur það endað með ósköpum og valdið óbærilegum kvölum og sýkingu sem hæglega getur leitt menn til dauða fái þeir ekki rétta læknis- fræðilega meðhöndlun. Komist ormurinn á milli liða getur það hæglega valdið liða- gigt, komist hann upp í mænu eða í heila þarf vart að spyrja að leikslokum fyrir hýsilinn. Sníkill veldur þungum búsifjum Það er ekkert áhorfsmál að gínea-ormurinn hefur margvís- legar afleiðingar í för með sér fyrir efnahag þeirra landa þar sem hann leikur hvað lausustum hala. Einmitt um þær mundir sem regntímabilið er að ganga í garð og íbúar til sveita eru önnum kafnir við að brjóta land til rækt- unar og hefja sáningu, lætur orm- urinn á sér kræla og leitar út. Þeir sem sýkst hafa eru yfirleitt óvinn- ufærir f tvo til þrjá mánuði eftir að ormurinn hefur yfirgefið þá, en við slíku vinnutapi mega síst fátæk samfélög þriðjaheims land- annna. Vitað er að Nígeríumenn verða á ári hverju fyrir þungum búsifjum af þessum völdum. Tal- ið er að í suðaustur Nígeríu hafi árið 1987 um 20 miljónir dollara farið forgörðum í hrísgrjóna- framleiðslunni. Frá því í ágúst 1988 og fram í mars í fyrra voru skráð rúmlega 650.000 tilfelli sýkinga af völdum gíneu-ormsins í Ondó-héraði, en þaðan koma um 60 hundraðsh- lutar af kakóframleiðslu Nígeríu- manna, sem er jafnframt önnur helsta útflutningsafurð landsins, næst á eftir olíu. Markið sett á árið 1995 En nú er kanski von að úr rætist á næstu árum. Að frumkvæði samtakanna Global 2000, Þróun- arverkefnis Sameinuðu þjóðanna - UNDP og Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna - Unicef, var fyrir nokkru hafin herferð gegn vágestinum í samvinnu við fjölmargar ríkisstjórnir og félaga- samtök. Markmiðið er að sýking- ar af völdum gíneu-ormsins heyri til liðinni tíð í árslok 1995. Einu meðöl sem koma að gagni í baráttunni gegn gíneu-orminum er að fá íbúa á þeim svæðum þar sem ormsins helst gætir að koma í veg fyrir að búsmali mengi vatns- ból og að sía eða sjóða allt drykkjarvatn. Þegar hefur verið sýnt fram á gildi þessarar baráttu. Benda má á að á þriðja áratugnum var búið að vinna bug á gíneu-orminum í Sovétríkjunum og á undanförn- um áratugum er sömu sögu að segja frá fran, Saudi-Arabíu, írak og Norður Afríku. Þegar hefur herferðin skilað drjúgum árangri, s.s. í smáríkinu Burkina Faso í Afríku. Þar var íbúum nokkurra þorpa látnar f té grisjur til að sía drykkjarvatn og að tveimur árum liðnum voru í sömu þorpum engin ný tilfelli sýkinga af völdum gínea-ormsins skráð. South/-rk NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.