Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 18
Umhverfismál Stórvirfci Landvemdar með Pokasjóðnum Á rúmu ári hefur verið úthlutað 18 miljónum króna til umhverfis- verndar, fræðslu og rannsókna. Brýnt að standa vörð um þennan tekjustofn í skýrslu Svanhildar Skafta- dóttur, framkvæmdastjóra Land- verndar, kemur fram að þegar sala á burðarpokum hófst í versl- unum 1. mars 1989 fór Land- vernd að uppskera árangur af vinnu sem staðið hafði yfir á ann- an áratug. Hjá samtökunum hafði snemma vaknað sú hug- mynd að með markvissri gjald- töku fyrir plastpoka í verslunum mætti draga stórlega úr notkun þeirra og draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum af þeirra völd- um. Þar að auki gæti gjaldtaka af þessu tagi orðið tekjustofn sjóðs sem hefði það markmið að efla umhverfisverndarstarf í landinu. Þetta hefur hvort tveggja gengið eftir. Verslunarstjórar fullyrða að notkun plastpoka hafi minnkað um 20-30% og á rúmu ári hefur Landvernd nú úthlutað 18 miljónum króna til umhverfis- verndarverkefna víða um land. Árið 1989 sóttu 50 aðiiar um styrki og fengu 36 þeirra úthlut- un. Um þessar mundir er svo ver- ið að ganga frá 11 miljóna króna styrkveitingu til sjötíu og þriggja verkefna. Að langmestu leyti hefur þetta fjármagn farið til landgræðslu, gróðurverndar og skógræktar. Undanþága frá lögum Ýmis ljón voru á veginum, eins og oft vill verða þegar umhver- fismál eiga í hlut. Það þótti td. ljóst að selja yrði plastpoka á sama verði í verslunum ef sam- staða ætti að nást með kaup- mönnum um málið. Til þess varð að fá undanþágu frá lögum sem kveða á um að ekki megi hafa samráð um verð í verslunum. í lögunum stendur að undanþágu frá ákvæðinu megi veita af sér- stökum ástæðum er samræmast þjóðarhagsmunum. 1989: 6,8 miljónir í 36 verkefni 1990: 11 miljónir í 73 verkefni Verðlagsráð komst að sömu niðurstöðu og Landvernd og for- ystumenn verslunar í landinu, að það samrýmdist þjóðarhag að minnka notkun plastpoka og að hluti af andvirði hvers poka rynni til umhverfisverndar á vegum Landverndar. Á þeim grundvelli var undanþágan veitt. Eftirlit neytenda nauðsynlegt Þær verslanir sem hins vegar hagnýta sér þessa undanþágu og selja plastpoka án þess að láta hluta af andvirði þeirra renna til Landverndar eru einfaldlega að næla sér í peninga sem með réttu eiga að fara til umhverfisvemdar- mála í landinu. Neytendur gegna mikilvægu hlutverki í því að fylgjast með því að rétt sé að máli staðið hjá versl- unum. Það geta þeir með því að athuga hvort merki Landverndar er á haldinu á pokunum sem keyptir eru, því þá fær Land- vernd sinn hlut. Ef ekki, þá er fólk einungis að styrkja viðkom- andi verslun. Allt síðastliðið ár hafa margir neytendur haft vakandi auga með þessu og látið Starfsmenn Land- verndar vita, ef eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá versluninni í þessum efnum. Þetta er ómetan- legur stuðningur og raunar eina leiðin til þess að hafa virkt eftirlit. Neytendur geta líka haft í huga að þetta er fjármagn sem þeir eiga allir sameiginlega og það er ljóst, að þeim peningum sem ekki er skilað til Landverndar verður ekki úthlutað til eins né neins. Samstarfið við verslanir hefur á hinn bóginn gengið mjög vel og flestar þeirra verið til fyrirmynd- ar, að mati Landverndar, og gert skil á tilsettum tíma í hverjum mánuði. Sérfræðingar aðstoða Til þess að úthlutun styrkjanna yrði markviss og árangur tryggð- ur fékk Landvernd til liðs við sig fagfólk á ýmsum sviðum til að fjalla um allar umsóknir, leggja á þær faglegt mat og gera tillögur um styrkveitingar úr Pokasjóðn- um til stjórnar Landverndar. í fagnefndinni hafa setið: Auður Sveinsdóttir og Ingvi Þor- steinsson frá Landvernd, Agnar Ingólfsson frá Háskóla íslands, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Freysteinn Sigurðsson frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, Brynjólfur Jónsson frá Skógrækt- arfélagi íslands og Sigurður Jóns- son frá Kaupmannasamtökunum og Sambandsverslun. Nefndar- menn hafa rækt hlutverk sitt mjög fagmannlega og samvisku- samlega af hendi og stjórn Land- verndar tiltölulega litlar breytingar gert á tillögum þeirra. Landvernd bendir á, að öllu umhverfisverndarfólki ætti því að vera ljóst, að það er höfuðnauð- syn að full eining ríki um Poka- sjóðinn og tekjustofn hans. Það er jafnframt ljóst, að verði hon- um á einhvern hátt sundrað, er málið tapað hvað varðar um- hverfisvernd og styrki til hennar. Þá verður þessi málaflokkur, um- hverfisvernd og landgræðsla al- mennings og áhugamannafélaga jafn afskiptur fjárhagslega og hann hefur verið. í skýrslu Land- verndar er því skorað á verslun- armenn og landsmenn alla að standa vörð um þjóðhagslega hagkvæmt þjóðþrifamál. ÓHT Spilamennska hafin Spilamennska í Bikarkeppni Bridgesambandsins er hafin. Fyrsta leiknum er lokið. Sveit Sigurðar Sigurjónssonar Kópa- vogi sigraði sveit Ragnars Magnússonar Reykjavík, eftir jafnan leik, sem sveit Ragnars leiddi þartil undir lokin. Nokkuð óvænt úrslit, þó meðlimir í sveit Sigurðar séu engir nýliðar. Til marks um styrkleika þessara sveita, þá er sveit Sigurðar skráð með 605 stig (4 spilarar) en sveit Ragnars skráð með 1491 stig (4 spilarar) skv. stigaskrá BSÍ 1990. Nokkrir leikir verða spilaðir í þessari viku og í upphafi næstu viku og verður greint frá úrslitum þeirra leikja í næsta þætti. Til við- bótar má geta þess að ákveðið var að bæta við 2 sveitum í Bikar- keppnina, sveit Eyþórs Jóns- sonar Sandgerði og Karls Karls- sonar sama stað. Þær verða dregnar á móti þeim sveitum sem sátu yfir í 1. umferð (sem voru 4 talsins). BRIDDS Landsmót ungmennafélag- anna verður haldið í Mosfellsbæ í næsta mánuði (hefst 12. júlí). Meðal keppnisgreina á mótinu verður sveitakeppni í bridge, sem er nýjung. Á síðasta landsmóti, sem haldið var á Húsavík, var haldið bridgemót sem kynning á greininni með það í huga að bridge yrði viðurkennd íþrótta- grein innan þess geira sem land- smótagreinar taka til. Einar 14 sveitir tóku þátt í mótinu á Húsa- vík, sem framkvæmt var með að- stoð Bridgesambands íslands, og samvinnu. Er óskandi að vel tak- ist til með framkvæmd á bridge- móti ungmennafélaganna og fé- lög innan UMFÍ myndi sveitir til leiks. firðingum tímabilið 1989-1990, en meðalþátttaka á kvöldi var lið- lega 50 spilarar. Nú mun ákveðið að Bridge- sambandið kaupi spilagjafarvél til spilagjafa í barometer-keppni. Vélin er sænsk og með henni fylgja ca. 1500 sett af tölvumerkt- um spilum. Þarmeð lýkur þeirri áralöngu þrælkunarvinnu hjá sambandinu að útvega þræla til gjafa í stærri mótum, en eins og sumum mun kunnugt, er fátt eins leiðinlegt og það að forgefa 20-25 eintök af sama spilinu, í númer- um frá 1-120. (Sem gerir 2000- 2400 spilabakka og skapar mik- inn höfuðverk). Fyrir þá sem hafa gaman af flóknum spilum, er hér dæmi: S:D10653 H: 10432 T:4 L:ÁD9 fulla talningu á spilinu. Hann trompar hjarta heima með spað- agosa og spilar lágum spaða að tíunni í borði. Staðan er nú þessi: S:987 H:Á T:ÁG97632 L:72 H:DG98765 T:105 L:KG105 Ármann J. Lárusson hlaut flest stig hjá Bridgedeild Skagfirðinga á síðasta keppnistímabili. Ar- mann hlaut samtals 419 bronsstig en næstur í röðinni varð Lárus Hermannsson með 351 stig. Alls hlutu 143 spilarar stig hjá Skag- Og að lokum ein spurning til þeirra sem allt þykjast vita um bridge (eða spil almennt). Á hve marga vegu getur einn litur skipt sér? (Það er: þau 13 spil sem þú heldur á hendinni, frá 4-3-3-3 til 13-0?), Áður en þú lest svarið, þá hvað mörg? Jamm, á 39 vegu. Ólafur Lárusson S:ÁKG42 H:K T:kD8 L:8643 Suður er sagnhafi í 4 spöðum. Útspilið er hjartaás (Vestur sagði á leiðinni tígulsögn og Austur hjartasögn). Nú eftir ásinn í hjarta skipti Vestur yfir í laufa- sjöu. Þú mátt taka við í þessari stöðu. Nú, við megum ekki opna laufalitinn og látum því níuna úr borði, - tían frá Austur og tígul- tíga um hæl. Kóngur og ás og laufatvistur sem við tökum á ás í borði. Spaði upp á ás og legan kemur í ljós. Með spaðanum 2-1 hefðu fá vandamál verið í vegin- um fyrir víxltromp. Næst tökum við á tíguldrottningu og hendum laufadömu úr borði. Trompum tígul með spaðafimmu og Austur kastar hjarta. Suður hefur nú S:9 H: — T:G97 L:— S:D6 H:104 T:— L:— S:K4 H:— T:— L:86 S: — H:DG T:— L:KG Ur borði spilum við spaða- drottningu. Hvað má Austur missa? I rauninni má Austur ekk- ert spila láta af hendinni. Ef hann lætur hjarta, þá trompar Suður einfaldlega hjartað heim og tían verður stórveldi. Ef hann hendir laufi, yfirtökum við spaðadrottn- ingu með kóng og trompum lauf í borði, og laufasexan verður stór- veldi. Þessi endastaða hefur því miður ekkert nafn í bridgeskil- greiningunni. Einna helst að við getum líkt þessu við „þvingun en passant" ef einhver skilur þá merkingu. Á laukréttri íslensku útlagt sem: „Þvingun í framhjá- hlaupi“. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.