Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 9
„Þjóðin þarfað gera upp við sig hvort halda eigi áfram að rokka með gengið í takt við afkomu í sjávarútvegi, og gera þannig útflutn- ings- og samkeppnisatvinnuvegunum erfitt fyrir, eða hvort taka eigi kúfinn afarðinum með veiðigjaldi afeinhverju tagi," segir dr. Snjólfur Ólafsson meðal annars í þessari grein. Grein þessi er byggð á erindi sem ég flutti á aðalfundi Birtingar 5. maí sl. Til- gangurinn með henni er að gefa heildar- mynd af þeim atriðum sem skipta hvað mestu máli við áframhaldandi mótun fisk- veiðistefnunnar. Meðal annars kem ég inn á byggðasjónarmið og hin sterku áhrif sjávarútvegs á efnahagslíf þjóðarinnar. Markmiðin með stjóm fiskveiða em mörg og margflókin. Ég ætla hér að ræða þrjú markmið, sem flestir munu vera sam- mála um að séu meðal þeirra mikilvæg- ustu, en það em hagkvæmni, réttlæti og það að sveiflur í sjávarútvegi hafi ekki slæm áhrif á aðra atvinnuvegi. Hagkvæmnis- sjónarmið Það er Ijóst að fiskiskipaflotinn er allt of stór og því gæti nýting tækja og mann- afla verið mun betri en nú er. Flestir munu vera sammála um að flotinn ætti að minnka um a.m.k. 20%. Hið sama má reyndar til að afhenda einstökum skipum kvóta á niðursettu verði. Með þessu verður kerfið ekki eins heilsteypt og ella og mun það án alls efa tefja og takmarka hagræðingu í sjávarútvegi. Hve mikil og slæm áhrifin verða er mest undir sjávarútvegsráðherra hvers tíma komið. I ræðum Halldórs As- grímssonar hefúr hann gert landslýð ljóst að hann vill áð áhrifin verði sem minnst. Til að ná hagræðingarmarkmiðinu er nauð- synlegt að undantekningar og sérreglur séu sem fæstar, helst engar. Réttlætissjónarmið Hér eru tvö höfúðatriði, annars vegar er það spumingin um hvað átt sé við með því að þjóðin eigi fiskimiðin og hins vegar í hvaða mæli byggðir eigi rétt á afla. Lögin kveða skýrt á um að þjóðin eigi fiskimiðin. Kvótalögin gætu þó óbeint leitt til þess að útgerðarmenn eignuðust kvót- ann. Ég er þó sannfærður um að þjóðin mun á einhvem hátt halda áfram að taka stærsta hluta arðsins af útgerðinni eins og skráningarstaðurinn minnstu máli, en til- lögur Alþýðubandalagsins snúast einmitt um skráningarstaðinn. Tillögur Kvennalistans eru birtar sem „heilsteypt lagafrumvarp” en í raun eru þær frekar „heilsteypt viljayfirlýsing” því flestum gmndvallarspumingum um kvóta- kerfið er þar ósvarað. Ég sé ekki ástæðu til að ræða hér um einhveijar af þeim fjöl- mörgu útfærslum á tillögum þeirra sem til greina koma. Hvemig á þá að taka tillit til byggða- mála við mótun flskveiðistefnunnar? Ég tel að það eigi að gerast á þann hátt að hugsanlegur styrkur til byggðarlaga sem em háð fiskveiðum meira en önnur byggð- arlög, eigi eingöngu að renna þangað sem fjármagn eða almennar framkvæmdir (svo sem samgöngubætur), en alls ekki með þvi að stjómvöld færi til kvóta eða skip. Það er oft eins og stjómvöld geri sér ekki grein fyrir því að þegar einni byggð er gefinn kvóti þá er verið að taka hann frá öðmm byggðum! ar á siðustu áratugum. í öðm lagi er sá skattur sem lagður er á sjávarútveginn með háu raungengi samtimis lagður á aðra út- flutningsatvinnuvegi og samkeppnisiðnað. Þannig rýrir hún starfsskilyrði annarra fyr- irtækja í landinu, dregur úr hagvexti og ýtir undir einhæfni i útflutningi. Nú er til önnur leið til að taka arðinn úr sjávarútvegi, en hún er sú að nota kvóta- gjald í einhverju formi. Það skiptir ekki höfuðmáli í hvaða formi þetta gjald er, oft- ast er talað um leigugjald, t.d. í tillögum Verkamannasambandsins, eða um uppboð á einhveijum hluta kvótans. Kvótagjaldið er þannig hagstjórnartæki. Kvótagjaldið á þá að vera hátt þegar vel árar hjá útgerð- inni en lægra á öðmm tímum. Einnig tel ég nauðsynlegt að fyrirtæki jafni sjálf sveiflur með eigin verðjöfnunarsjóði. Þeim er auð- veldað það með lögunum sem síðasta þing samþykkti um Verðjöfnunarsjóð. Með Hagræðingarsjóðnum er kominn vísir að kvótagjaldi, en þar sem margt er óljóst í sambandi við viðkomandi ákvæði Meginatriöi varöandi stjóm fískveiöa segja um fiskvinnsluna, en hún er ekki til umfjöllunar hér. Undanfarin ár hefur verið stefnt að minnkun flotans, en hann hefur samt sem áður stækkað og stækkað. Astæður flota- stækkunarinnar em í gmndvallaratriðum tvær: □ Fyrri ástæðan er að ný skip, sem em viðbót við flotann en ekki endumýjun, hafa fengið leyfi til fiskveiða. Dregið hefur úr þessu síðustu árin og í nýja frumvarpinu er nær alveg tekið fyrir þennan möguleika. □ Seinni ástæðan er að með því að vera á sóknarmarki eitt eða fleiri ár hefúr verið mögulegt að stækka kvóta skips. Þetta hef- ur verið hvati til að auka veiðigetu skipa annað hvort með því að breyta þeim eða með því að kaupa öflugra skip en það sem úrelt er á móti. Þessi orsök flotastækkunar hverfúr við það að sóknarmarkið er nú fellt niður. Ovissa um framtíðina getur haft svipuð áhrif; útgerðarmenn gætu talið það vera sterkan leik að eiga öflugt skip þegar fiskveiðistjómuninni verður breytt næst. Af framansögðu er ljóst að ólíklegt er að flotinn muni stækka áfram á næstu ámm, en óbreytt stærð hans getur ekki talist viðunandi árangur. Nú er almennur vilji fyrir því að minnka flotann og gera rekstur hans þannig hagkvæmari. Flestir þeirra sem hafa skoðað þessi mál em sam- mála um að til að svo megi verða þurfi kvótakerfíð að vera þannig úr garði gert að kvótar séu framseljanlegir og, orðað á minn hátt, að kerfið sé varanlegt og heil- steypt. Skipum mun ekki fækka að ráði nema unnt sé að færa kvóta á milli skipa. I nýju lögunum er framsal nokkuð frjálst og gefur það ástæðu til að ætla að flotinn muni minnka og afkoman batna umtalsvert. Flestar hugmyndir um byggðakvóta fela í sér takmarkanir á framsalsrétti og hindra þannig samdrátt flotans og aukna hag- kvæmni. Nýju lögin um svokallaðan Hag- ræðingarsjóð sjávarútvegsins, sem taka á við af Ureldingarsjóði fiskiskipa, fela í sér tverjpt, I fýrsta lagi er um uppboð á kvót- um að ræða, þótt í litlum mæli sé. Um það er ekkerl ncma gott að segja. I öðru lagi . fela reglumar í sér að stjómvöld (Hagræð- ingarsjóðurinn og sveitarstjómir) hafa vald verið hefur, ef ekki eftir nýjum leiðum, þá á hinn hefðbundna hátt með því að hækka gengið. Það gæti því komið sér illa fyrir einstaka útgerðarmenn ef þeir teldu sig vera að eignast kvótann og arðinn sem hon- um mun fylgja. Þær endurbætur sem gerð- ar vom á lögunum á síðustu dögum þings- ins ættu að koma í veg fyrir þennan mis- skilning, en þá var þessari málsgrein bætt inn í fyrstu grein þeirra: „Uthlutun veiði- heimilda samkvæmt lögum þessum mynd- ar ekki eignarrétt eða óaíiturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.” Síðara atriðið er spumingin um byggðasjónarmið og tel ég það vera erfið- asta hnútinn að leysa í tengslum við stjóm fiskveiða. Deilt er um það hvort kvótakerf- ið eigi að taka tillit til byggðastefnunnar, eða réttara sagt, hvort í mótun fiskveiði- stefnunnar felist mótun eins af þáttum byggðastefnunnar. I þessu sambandi vil ég leggja áherslu á að ekki hefur verið mörkuð nein byggða- stefna sem hægt er að miða við. Ég tel að næsta þing ætti að gera mótun heilsteyptrar byggðastefnu að stórmáli, og ef vel væri staðið að því verki held ég að niðurstaðan yrði m.a. sú að ekki ætti að klúðra fisk- veiðistefnunni með tilraunum til að bjarga einstökum byggðarlögum með tilfærslu kvóta. Ég hef skoðað mjög vandleg fram komnar hugmyndir um byggðakvóta, fyrst og fremst tillögur Alþýðubandalagsins og Kvennalistans, og í stuttu máli kemur í ljós að þær standast engan veginn gagnrýna skoðun. Lítum fyrst á tillögur Alþýðubanda- lagsins. Þær snúast um hvað verði um kvótann þegar skip er selt úr sveitarfélagi. Þá eiga 2/3 hlutar kvótans að verða eftir í sveitarfélaginu. En það skiptir í reynd nán- ast engu máli hvort skip er selt úr sveitarfé- lagi eða ekki. Það sem skiptir máli er hvar aflanum er landað og hvert tekjur útgerðar og sjómannanna fara, bæði sá hluti sem fer í skatta og sá hluti sem fer í annað. Skip tengist byggðum á þrjá vegu, þ.e.a.s. hvar það er skráð, hvaðan það er gert út og hvar það landar afla sínum. Það er algengt að þessir staðir séu ekki þeir sömu, og skiptir Ég stend einnig fast á þeirri skoðun að byggða- og atvinnuþróun sé nauðsynleg og æskileg. Byggð hefúr verið að þróast í landinu og mun halda áfram að þróast. Það væru því alvarleg mistök að reyna að festa núverandi byggðamynstur um of í sessi. Ég vil einnig benda á það að skip hafa alltaf gengið kaupum og sölum og kvóta- kerfið sem slíkt hefúr ekki valdið því að byggðir misstu afla. Annað atriði sem hefur oft verið nefnt í sambandi við réttlætissjónarmið er réttur sjómanna til hárra launa og að allir sjó- menn standi jafnt að vígi. Það ætti að vera ljóst að einhverjar breytingar á kjarasamn- ingum sjómanna þurfa að eiga sér stað, og þessar breytingar hafa verið að eiga sér stað, en það á alls ekki að fóma hag- kvæmni kvótakerfisins í tilraun til að jafna kjör sjómanna með því. Við skulum einnig hafa það í huga að þegar flotinn minnkar þá mun sjómönnum einnig fækka, að vísu sennilega ekki jafn mikið og flotinn mun minnka. Tekjur þeirra munu aukast veru- lega og ef til vill of mikið til að almenning- ur geti sætt sig við það. Sveiflur í sjávar- útvegi hafi ekki slæm áhrif á aðra atvinnuvegi Nýlega kom út rit Sjávarútvegsstofn- unar Háskólans og Háskólaútgáfunnar, Hagsæld í húfi, sem er safn greina háskóla- manna um stjóm fiskveiða. Þar er að finna rökstuðning og nánari útskýringar á ýmsu sem sagt er í þessari grein. I ritinu sýnir Friðrik Már Baldursson hjá Þjóðhagsstofn- un vel hvemig genginu hefur verið stýrt á undanfomum áratugum þannig að afkoma í sjávarútvegi sé nálægt núlli. Gengisbreyt- ingar hafa verið notaðar sem tæki til að færa kúfinn af arðinum í sjávarútvegi til þjóðarinnar. Á þessari leið em ýmsir gallar. í fyrsta lagi verður þetta tii þess að þeim sveiflum sem óhjákvæmilega hljóta að verða í sjávarútvegi er veitt beint út í verðlagið. Þetta er höfúðorsök þess að sveifiur i lífskjörum hafa verið mjög mikl- laganna og áhrif þeirra, er erfitt að sjá fyr- ir að hve miklu leyti hann muni virka sem hagstjómartæki í þessum skilningi. Lokaorð Hvemig og hvenær ætti endurskoðun fiskveiðistefnunnar að fara fram ? Lögin byggja á aflakvótum sem em framseljanlegir og er það góð niðurstaða sem flestir em sáttir við. Umdeilt er hvort útgerðin eigi að greiða fyrir afnot af auðlindinni með kvótagjaldi eða veiðigjaldi af einhveiju tagi. Þjóðin þarf að gera upp við sig hvort halda eigi áffarn að rokka með gengið í takt við afkomu í sjávarútvegi, og gera þannig útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegun- um erfitt fyrir, eða hvort taka eigi kúfinn af arðinum með veiðigjaldi af einhveiju tagi. í augnablikinu er sjávarútvegurinn ekki í stakk búinn til að greiða umtalsvert veiði- gjald, en það ástand mun sennilega og von- andi breytast nokkuð hratt á næstu misser- um. Því er brýnt að halda áfram að ræða um veiðigjald á næstu mánuðum. Ég skora því á þá sem telja sig málið varða að gera upp við sig hvort þeir vilji áffamhaldandi gengissveiflur eða veiðigjald. Nú, eftil vill þekkja þeir einhvem þriðja valkost. Hitt meginviðfangsefnið er mótun byggðastefnunnar. Er ekki tímabært að þjóðin reyni að sættast á byggðastefnu, sem bæði er skýr og almennt viðurkennd? Eg skora á alþingismenn að gera mótun byggðastefnunnar að stórmáli á næsta löggjsifarþingi. Þeir sem telja sér málið skylt ættu einnig að hefjast strax handa um að leggja drög að sinni byggðastefnu. Þeg- ar byggðastefnan hefúr verið mótuð ætti að fara fram umræða um hvort byggðakvótar séu æskilegir, og þá í hvaða formi. Einnig væri þá ástæða til að ræða landbúnaðar- málin og önnur mál með hliðsjón af skýrri byggðastefnu. Dr. Snjólfur Ólafsson er sérfræðingur í aðgerða- rannsóknum og vinnur við þær hjá Raunvís- indastofnun Háskóians Föstudagur 15. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.