Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 17
I kjölfar Kólumbusar Jóhanna frá Vági, systurskip kútter Haraldar, í víking til vesturheims Einhverja rekur eflaust minni til að af og til hafa risið úfar um það hvorum beri heiðurinn af því að hafa fundið Ameríku, Leifi heppna eða sægarpinum frá Genúa, KristóferKólumbus.Árið 1992 verður ekki þráutalaust fyrir söguholla norræna menn að halda minningunni um landafund Leifs á lofti því þá er það Kólumb- us karlinn sem allra augu beinast að, en þá verða liðin rétt 500 ár frá því að hann lagði upp í frægð- arför sína yf ir Atlantsála í leit að hentugri siglingaleið til Austur- Indíalanda. Eins og títt er á slíkum tíma- mótum munu margir hugsa sér gott til glóðarinnar og reyna að baða sig í frægðarljóma Kólumb- usar um leið og minningunni um tímamótin eru gerð skil. Þannig er því farið með þýskan félags- skap sem tekið hefur á leigu fær- eyskt systurskip Kútter Harald- ar, hana Jóhönnu frá Vági, til að sigla í kjölfar Kólumbusar. Leiðangursmenn verða flestir Þjóðverjar og Danir. Með í för verður ágætlega kunnur danskur rithöfundur, Arne Ærtebjerg, til að skrifa um herlegheitin, en jafnframt verður leiðangurinn festur á filmu. Að sögn færeyska blaðsins 14. september, höfðu Þjóðverjarnir leitað lengi áður en þeir höfðu spurnir af Jóhönnu. Eftir að hafa skoðað skipið var þeim ljóst að þar var Ioksins komið réttá fley- ið. Að undanförnu hefur Jóhanna verið gerð út til leigusiglinga með ferðamenn, en skipið er gert út af félagsskap í Vági er telur um 1200 manns. Til þessa hefur útgerðin ekki gengið sem skyldi, en að sögn Olafs Absalons, sem á sæti í útgerðarráði skipsins, er bjart framundan. Það skyldi þó aldrei vera að hér sé komið ráð fyrir íslenska út- gerðarmenn og bátseigendur tii að drýgja tekjumar á þessum síð- ustu og verstu tímum kvóta- og aflaleysis og nú sé ráð að hrinda fram úr nausti öllum aflóga bát- skeljum og íéysa landfestar gömlu ryðkláfanna og fara að gera út á túristatrekkiríið í stað þess gula. Ferðaþjónusta bænda er orðin að veruleika, hvers vegna skyldi svo ekki einnig geta orðið um ferðaþjónustu útgerð- arinnar? 14. september. -rk Vitastofnun íslands og Hafnamálastofnun ríkisins hafa nú flutt í nýtt aösetur og fengið nýtt símanúmer. Nýja heimilisfangið er: Vesturvör 2 - pósthólf 120 202 KÓPAV0GUR Sími: 60 00 00 - Telefax: 60 00 60 NÚ ER HANN ÞREFALDUR UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.