Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 12
Sálarheill Israelsmanna í húfi Viðtal við Svein Rúnar Hauksson lækni sem er nýkominn frá hemámssvæði ísraels í Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson, læknir Sjúklingar og hjúkrunarfólk er ekki einu sinni óhult. (sraelski herinn skirrist ekki við að ryðjast inn á sjúkrahús til að misþyrma fólki. Mynd: Kristinn. „Plastkúla” eins og (sraelsher skýtur að vopn- lausum íbúum á hemámssvæð- unum. Kúlan er ekki nema að litlu leyti úr plasti - hún er að 75 hundraðshlutum úr zinki og smýgur auðveld- lega í gegnum hörund þeirra sem fýrir verða. Mynd: Kristinn. - Ég hef langtum meiri áhyggj- ur af sálarheill ísraelsks æsku- lýðs sem hefur rangan málstað að verja en Palestínumanna sem eru rangindum beittir. Á herteknu svaeðunum sér mað- ur ísraelska unglinga, 17-19 ára, gráa fyrir jámum - með ör- yggishjálm og hríðskotabyssu, hlaupandi á eftir jafnöldrum sínum, meiðandi og skjótandi. Þessum unglingum getur ekki liðið vel, þótt þeir séu gjaman með bros á vör og hrokafullir. Ég er hræddur um að þegar þeir fullorðnast eigi þeir eftir að líða fyrir þau voðaverk sem þeir hafa á samviskunni, segir Sveinn Rúnar Hauksson, en hann og séra Rögnvaldur Finnbogason snéru fyrir skömmu heim úr ferð til her- námssvæða ísraels til að kynna sér ástandið þar frá fyrstu hendi. — Við tókumst þessa ferð á hendur sem íulltrúar stjómar fé- lagsins Island-Palestína. Ég átti heimboð frá Rauða hálfmánan- um, systursamtökum Rauða krossins, en Rögnvaldur hafði fengið boð um að sækja heim Kirkjuráð Mið-Austurlanda. Sveinn segir að ferðin hafi öðrum þræði verið námsferð og ekki síður vettvangskönnun fyrir Læknafélagið, Rauða krossinn og heilbrigðisráðherra. - I tengslum við heimsókn palestínskra verkalýðsleiðtoga, er komu hingað í boði ASI og BSRB, kom fram sú hugmynd innan Læknafélagsins að tveimur palestínskum læknum yrði boðið hingað til starfsþjálfunar í endur- hæfingarlækningum, en þetta er upphafið að beinu hjálparstarfi Is- lendinga við palestínsku þjóðina. Við vissum að þörfm á sviði endurhæfingarlækninga er mikil. Frá því að Intifata, - andóf Palest- ínumanna á hemámssvæðunum, hófst 9. desember 1987, hafa um 100.000 manns særst af völdum hemámsliðsins. 6500 manns hafa hlotið örkuml og þar af hafa 800 manns orðið fyrir mænuskaða og em meira eða minna lamaðir. Áður hefur enginn íslenskur læknir kynnt sér ástandið á her- námssvæði lsraels af eigin raun. Það varð því að ráði, þar ég sem átti erindi þangað á annað borð, að ég skilaði hlutaðeigandi aðil- um í heilbrigðiskerfínu skýrslu um ástandið þegar heim væri komið, segir Sveinn. Sjúkrahúss- friðnum raskað Á ferðum sínum um hemáms- svæðin skoðaði Sveinn heilsu- gæslustöðvar, sjúkrahús og flótta- mannabúðir og átti viðtöl við lækna, hjúkmnarfólk og fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á her og lögreglu. - I rauninni veit enginn fjölda þeirra sem hafa orðið íyrir meiðslum síðan Intifada hófst. Af ótta við herinn fer fólk ógjama á sjúkrahús til að láta gera að sámm sínum. Það er langt í frá að menn séu óhultir þegar komið er í sjúkrahús. Herinn skirrist ekki við að ryðjast inn í sjúkrahús til að krcfja sjúklinga um nafn og heimilisfang, svo hægt sé að refsa mönnum síðar. Ég hef staðfest dæmi um að herinn hafi ráðist inn í sjúkrahús og barið jaínt á sjúk- lingum, læknum og hjúkmnar- fólki. Nýlega handtók herinn lækni fyrir að greina fréttamönn- um breskrar sjónvarpsstöðvar frá óhæfuverkunum. Hann situr enn inni án þess að réttað hafi verið í máli hans. Palestínumenn hvergi bangnir Sveinn segir það einkum vera böm, ungmenni og mæður sem em að reyna að koma bömum sin- um í skjól sem verði fyrir barðinu á ísraelsher og lögreglu á her- námssvæðunum. Ég taiaði við þrítuga konu sem fékk skot í lærið þegar hún var að bjarga bömunum sínum sjö inn í hús undan hemum. Hún sagðist aldrei hafa kastað gijóti að her eða lögreglu, en þegar hún væri komin heim myndi hún vafalaust taka þátt í gijótkastinu. Sveinn hefúr fleiri sögur af svipuðum toga í pokahominu, af vitasaklausu fólki sem fengið hef- ur að kenna á þessu. Þar á meðal segir Sveinn sögu af ungum manni sem er að læra enskar bókmenntir. - Hann var á leiðinni heim úr skóla „svarta sunnudaginn”, 20. maí, er fjöldi verkamanna frá Gaza var myrtur af hemum. Hann varð fyrir því ó- láni að fá í sig skot. Hann vissi ekki af sér aflur fyrr en á sjúkra- húsinu. Ég innti hann eftirþví hvemig það væri að geta átt von á að verða fyrir skoti hvar og hvenær sem væri. Hann sagði að þannig væri einfaldlega sá veruleiki sem Palestínumenn á hemámssvæð- unum byggju við og það væri til- gangslaust að gera sér grillur um eitthvað annað. Þegar ég spurði hann að því hvort hann léti ekki bugast, svaraði hann því til að hann væri reiðubúinn að fá í sig annað skot. Svör þessa unga manns segir Sveinn vera Iýsandi fyrir þá Palestinumenn sem hann hitti að máli í ferðinni. - Hvergi virðist neinn bilbug vera að finna á fólki. Skortur á sérmenntuðum læknum Sjúkrahús á herteknu svæðun- um eru að mestum hluta mönnuð Palestínumönnum. Nokkuð er þó um að útlendingar komi þar til starfa um skemmri eða lengri tíma. Sveinn segir að það sé mik- ils virði fyrir Palestínumenn að fá slíka aðstoð frá erlendum sér- fræðingum. Af þeim geti heima- menn oft mikið lært, þar sem mikill skortur sé á sérmenntuðum læknum. - Við Ahli-sjúkrahúsið hefur t.d. bandarískur skurðlæknir starfað í 12 ár. Fyrir nokkru tók þar til starfa annar bandarískur læknir, gyðingur í þokkabót, sem hefur kennt almennum læknum undirstöðuatriðin í æðaskurð- lækningum. Þessi kennsla hans varð til þess að hægt var að bjarga lífi ungs manns sem ég hitti að máli. Ungi maðurinn sem er verkamaður var á leið heim úr vinnu „sunnudaginn svarta”. Hann var að flytja vin sinn á sjúkrahús, en sá hafði orðið fyrir skoti þegar herinn réðist inn í flóttamannabúðimar þar sem hann býr þegar hann fékk sjálfur skot í kviðinn með þeim afleið- ingum að bláæðastofnamir frá ganglimum fóru í sundur. Hann var íluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem gerð var á hon- um mikil aðgerð. Án aðstoðar bandaríska sérfræðingsins hefði þessi maður dáið drottni sínum. Eitt sjúkrarúm á hverja 10.000 íbúa Ahli-sjúkrahúsið er rekið af Biskupakirkjunni í Jerúsalem. Forstöðumaðurinn sem er Dani, réðist þangað í upphafí Intifada. Sjúkrahúsið getur tekið við 75 sjúklingum í rúm. - Þetta er eina sjúkrahúsið á öllu Gazasvæðinu sem íbúar af palestínsku bergi brotnir, er telja um 750.000 manns, geta nokkuð óhultir leitað til, segir Sveinn. - Opinberar tölur um fjölda rúma sýna að frá því að Israelsher hemam Gaza 1967, hefur sjúkra- rúmum á hveija 1000 íbúa fækk- að úr 2,4 í 1,2. Þessar tölur segja þó ekki nema hálfa söguna. Ahli-sjúkra- húsið er i reynd eina sjúkrahúsið sem Palestínumenn geta leitað lil og hafa efni á að leita til. í reynd emm við að tala um aðeins eitt sjúkrarúm á hveija 10.000 íbúa. „Sunnudaginn svarta” vom 163 særðir og lemstraðir fluttir á þetta eina sjúkrahús, sem er vel að merkja ekki bara slysadeild. Þetta er almennt sjúkrahús með bamadeild og fæðingar- og kven- sjúkdómadeild. Mér var mikil spum hvemig læknum og hjúkmnarfólki tókst að anna öllum þessum innlögnum á einum sólarhring. Mér var tjáð að hvert rúm hefði verið marg- nýtt. Þegar komið var með særða var þeim veitt fyrsta hjálp og síð- an látnir liggja i rúmi í tvær klukkustundir. Þá var gerð á þeim aðgerð sem stóð í einn til tvo tíma. Að aðgerð lokinni fengu sjúklingamir að jafna sig í einn tíma áður en þeir vom sendir heim. Á þennan hátt tókst starfs- fólki sjúkrahússins að standast þá þolraun sem 20. maí óneitanlega var, segir Sveinn. „Notist aöeins utandyra” Læknar á palestínskum sjúkrahúsum fá ekki aðeins inn á borð til sin fólk sem skaðast hefúr af barsmíðum eða fengið skotsár. ísraelsher hefúr ekki verið spar á að nota táragas til að stugga við mótmælendum og brjóta á bak andóf Palestínumanna. Sveinn segir það læknisfræði- lega sannað að engin hollusta sé fólgin í því að fá táragas í vitin. - Táragas getur hæglega valdið fósturláti og dauða hjá fólki sem er með astma - ekki síst ef um er að ræða böm og gamalmenni. - Lengst af hafa menn hafl þá trú að hægt væri að veijast táragasi með því að setja blautan klút fyrir vitin eða með því að tyggja hráan lauk. Læknir sem ég ræddi við sagði að áhrif þess tára- gasS sem ísraelsher notaði ykjust 12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.