Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 21
Margar eru syndir sjónvarpsins Mönnum ber náttúrlega ekki saman um það hvaða áhrif sjón- varpið hefur á okkur eða þá böm okkar. Margir eru til dæmis sann- færðir um að böm læri ofbeldi af sjónvarpi: þar sé svo mikið um barsmíðar, skyttirí og slagsmál að ekki fari hjá því að niður brotni vamir ómótaðra einstaklinga gegn ofbeldisfreistingum. Aðrir segja það af og frá að hægt sé að sanna með ótvíræðum hætti slík áhrif og reyna að sýna fram á það jafnvel, að ofbeldi í sjónvarpi geti verið eins konar ör- yggisventill sem hleypi út inni byrgðri árásargimi: með öðmm orðum - að böm láti sér nægja að horfa á barsmíðar og djöfulgang og nenni þeim mun síður að standa í slíku sjálf. Gott efni Margir gera sig umburðar- lynda í framan þegar talið berst að sjónvarpi og segja sem svo: Sjón- varp er hvorki gott né illt í sjálfú sér. Það er hægt að nota með ýms- um hætti. Til dæmis getur það miðlað giska miklum fróðleik til þeirra sem annars lesa fátt. Og svo sannarlega em til prýðilegir sjónvarpsþættir. Til að mynda kanadíski flokkurinn um lýðræðið, sem nú er verið að sýna. Hann er bæði fræðandi og ögrandi í þeim skilningi, að þar er ekki barasta farið með ómerkileg- ar klifanir um að lýðræði sé gott og einræði vont heldur bmgðið upp spumingum sem fara fram hjá flestum. Það er líka gott og um margt vel heppnað framtak hjá sjón- varpinu íslenska að gera þáttaröð- ina um hemámsárin á íslandi. En vel á minnst: í DV var ein- hver fjölmiðlarýnir að kvarta yfir því, að sagnfræðingum væri hleypt í þessa þætti með útskýr- ingar sínar og fannst honum þeir leiðinlegir. eða riQa upp það sem maður áður vissi. Af bók. Og hitt efast heldur enginn um, að sjónvarp getur gegnt ágæt- lega því hlutverki að stytta mönn- um stundir, einkum ef svo á stendur að þeir hafa ekki annað betra við tímann að gjöra. Magnið skiptir mestu Enn er sá skóli til í sjónvarps- fræðum sem segir, að áhrif sjón- varps fari sáralítið eftir því hvort boðið er upp á vandað efni eða lé- legt. Það sem skipti höfuðmáli sé blátt áfram magnið: hve lengi hver og einn venur sig á að sitja fyrir framan sjónvarp. Og þeir ir að ólæsum íjölgi stöðugt i Bandaríkjunum (Spiegel var með svipaðar upplýsingar um daginn). En ólæs er sá maður samkvæmt skilgreiningu hans, sem getur ekki lesið það sem stendur á með- alaglasi. Þar við bætast þeir ólæsu sem geta ekkert lesið umfram skilaboð á borð við þau sem eru á lyfjaglösum. Mikið sjónvarpsgláp, segir Postman, brýtur kerfisbundið nið- ur sjálfan hæfileikann til að lesa, og um leið hæfileikann til að hugsa rökvíst og óhlutbundið. Til að skilja og ná tökum á flóknu samhengi hlutanna. Sömu leið fer hæfileiki fólks til að ná yfir höfuð tökum á langvinnum hugsana- ferli. Hvað verður um fróðleikinn? Kvörtunin er óþörf og heimskuleg - en hún minnir á annað það sem margir benda á: kannski er sjónvarp ekki jafn vel fallið til að fræða og menn héldu. Eg segi fyrir sjálfan mig: fátt finnst mér skemmtilegra í sjón- varpi en myndaflokkar af því tagi sem nú voru nefndir. En ef maður nú heldur áfram og spyr sjálfan sig að því, hvemig það væri að koma að einhverju efni (lýðræði, heimsstyrjöldin) FYRST í sjón- varpi, án þess að hafa lesið áður margskonar efni um sömu hlut- ina. Eg er ekki frá því að svarið yrði heldur neikvætt. Eg tel lík- legt að fróðleikurinn sem góðir þættir geyma glutrist fljótt niður á hlaupum skynfæranna á milli tal- aðs orðs og svíhvikulla mynda. Þótt myndir og talað orð geti vel gert sitt til þess að festa í minni sömu hafa miklar áhyggjur af þeim kynslóðum sem alast upp við mjög mikla sjónvarpsneyslu frá blautu bamsbeini. Þeir telja að þetta mikla gláp hafi mjög af- drifaríkar afleiðingar fyrir hæfi- leika bama til að einbeita sér og til að lesa texta sem reynir eitt- hvað meira á hugann en einföld- ustu skilaboð. Einn þekktasti sjónvarpsfræð- ingur af þessum skóla er Neil Postman, sem er vel þekktur fyrir bók sína um „Banvæna skemmt- un”, sem svo mætti þýða. Hann segir fullum fetum að sjónvarpið skapi ólæsi. Sjónvarp skapar ólæsi Postman var nýlega á fyrir- lestraferðalagi í Danmörku og ræddi um efnið „böm og sjón- v a r p ” Vegna þess að sjónvarpið er í sjálfu sér ekki rökvís miðill, en er tætingslegur, sem krefst tilfinn- ingaviðbragða og hvetur hvorki né gefur svigrúm fyrir umhugsun og íhugun. Afbrot mörg og stór Postman gefur engin grið með sína grimmu kenningu. Hann byrjar á að færa líkur að því að sjónvarp eyðileggi hæfileikann til að lesa og heldur áfram og leitar í sjónvarpi að veigamikilli ástæðu fyrir sjálfsmorðum og eiturlyfja- neyslu unglinga. Unglingar hafa lakari tök á tungumálinu en áður, þeir eiga erfiðara með að mæta á- lagi og setja hlutina í rétt sam- hengi. Auglýsingafarganið í sjón- varpinu freistar fólks til að trúa á skjótar og auðveldar lausnir, að öll mál megi leysa með tiltölulega auðveldum hætti og að ráðið til lausnar sé eitthvert tiltekið efni eða tæknibrella einhver. _ Þegar allt kemur Arni til alls, segir Post- _ man, er auglýsingin Bergmann skopstæiing á því Neil Postman: Sjónvarpið brýtur niður hæfileikana til að lesa og til að sjá hlut- ina I samhengi. hvað það þýðir að lifa. Eins og við munum er enginn skortur á mönnum sem dásama sjónvarpið íyrir það gífurlega upplýsingastreymi sem um það fer. Neil Postman er einn þeirra sem lætur sér fátt um slíkt fmnast. Sjónvarpið þýðir einnig að upp- lýsingastreymið vex í þeim mæli að við ráðum alls ekki við það, vitum ekkert hvað við eigum að gera við öll þau ósköp. Niðurstað- an er kæruleysi um allt og alla, vanmáttarkennd og dáðleysi and- spænis umheiminum - mann- eskjan er ekki upptekin af öðru en sjálfri sér, einangrun hennar vex ef nokkuð er. Er Satan fundinn? Nú er því ekki að leyna, að eftir því sem maður les lengur um Postman og bækur hans og kíkir í viðtöl við hann, þeim mun meir langar mann til að spyija sjálfan sig, hvort allur sá málflutningur beri ekki merki um að hreinlífis- maður hafi fundið sinn Stóra Sat- an, sem hleypir upp suðu á synda- potti heimsins. Ovininn mikla til að skella á allri skuld — m.ö.o. Sjónvarpið, sem er þá einskonar holdtekning þægindafíknar og bráðlætis og hugsunarleysis. Postman gerir sér að vísu sjálfúr grein fyrir einmitt þessum háska. Hann segist vita að sjónvarpið sé aðeins partur af útskýringunni á þeim fyrirbærum sem honum stendur stuggur af. Það sé tindur- inn á þeirri tæknibyltingu sem breytir svo mörgu til góðs og ills. Hann hafi hinsvegar lent í þeim vítahring, að fólk vilji ekki tala við hann um annað en sjónvarp og aftur sjónvarp - það sé hans fag. Sjálfur gæti hann alveg eins beint umræðunni í þann farveg, að upplausn trúarlegrar afstöðu til tilverunnar sé einhver afdrifarík- asta staðreynd tímans. Hann á þá við það, að trúarbrögðin hafi áður fyrr gefið fólki skýringu á til- gangi lífsins, og sú skýring hafi komið í veg fyrir að líf þess leyst- ist upp í menningarleysi og stefnuleysi. Tvískipting römm En hvort sem Postman vill ætla sjónvarpi stærri eða smærri sneið af vondri köku: hann telur, eins og svo margir aðrir reyndar, að við eigum von á menningar- legri stéttaskiptingu í áður ó- þekktum mæli. Annars vegar fara þeir sem eru ólæsir eða svo gott sem og hafa mjög takmörkuð tök á tungumálinu og nærast þá mest- an part á flöktandi myndheimi sjónvarpsins. Hinsvegar eru þeir sem eru vel læsir og skrifandi og geta skilgreint hluti og sett þá í samhengi - þeir mynda einskonar úrvalssveit, sem mun taka til sín mikið vald í stjómmálum og sam- félaginu yfir höfúð. Og verði slík þróun heldur betur skaðleg lýð- ræði: úrvalssveitin muni ráða sín- um ráðum án þess að aðrir séu spurðir - og án þess að þeir hafi forsendur til að átta sig á því hvert er verið að fara með þá. Hvað er til ráða? Þegar maður les sér til um menningarbölsýni af því tagi sem Neil Postman fer með, þá er mað- ur fyrst feginn því að vera laus við almennt og ódýrt bjartsýnis- hjal um upplýsingaþjóðfélagið sem alltaf er að stækka og stækka og um sjónvarpsrásimar tuttugu eða fjörtíu, sem áróðursmenn kynna sem upphaf hins sanna frelsis í tilvemnni. En svo spyr maður sjálfan sig: hvað er til ráða? Þýðir nokkuð að vera að brýna það fyrir fólki, til dæmis þeim unglingum sem geta ekki einu sinni ímyndað sér veröld án sjónvarps, að aðgát sé best í um- gengni við þennan miðil? Að menn ættu að brúka hann í hófi eins og tóbak eða brennivín? Og svarið hlýtur að vera neikvætt. Auðvitað munu menn halda á- fram að glápa úr sér augun og gera sjónvarpið að aðalbamfóstru í fjölskyldunni. Það breytir því hinsvegar ekki, að hver sá sem böm upp elur, hann getur haft sín áhrif á það, hvort það verður slæmur lesari eða sæmilegur, hann getur með margvíslegum ráðum reynt að skera niður hlut sjónvarps í hvunndagsleikanum. Um heimili vor þver er víglínan dregin, gæti skáldið sagt á okkar dögum.... Föstudagur 15. júní 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.