Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 22
5 2? 28 Zl JT 19 (p 19 7- W 2 18 W Y T 'N Z (ff 32 7 W 2D 10 ^20 V zs 18 26 26 TlT JS~ <£> 20 2'9 b 16 18 (ypw 22 10 3 23 30 M W 1*7 2d 10 pp26 19 JO 18 8 (p sa 21 23 tp 28 19 18 (s> V 23 10 19 w ii w w 21 W 6? 28 11 W 18 10 23 1 10 (Y)28 10 3~ 20 h *f\ 28 19 10 ZD 26 12 31 ll 18 19 10 )T w lo a 18 II 28- 31 Krossgáta nr. 100 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 100“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. 25 1 21 10 23 6 T 27 Verðlaun fyrir krossgátu 98 verð- Allan Pease. Björn Jónsson ís- ur bókin Líkamstjáning: Að lesa lenskaði. Almenna bókafélagið hug manns af látbragði hans eftir gaf út 1990. A,tanfW LIJCAMS TJANING AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Elísabet Berta Bjarnadóttir Hlekkjuð við gólftuskuna - bætir heiminn Kæru lesendur, Kantor nokk- ur, Pólverji fæddur 1915, og leik- flokkur hans komu hingað í s.l. viku. Margir íslendingar, einkum þeir sem búa úti á landi og þeir sem ekkert eiga aflögu til list- neyslu, fengu ekki að njóta sýn- ingar flokks hans i Borgarleik- húsinu. M.a. úr starfi mínu sem félagsráðgjafi veit ég að margar fjölskyldur neyta listahátíðar og almennra listuppákomna sem þarf að kaupa sig inná, einungis í gegnum umíjöllun i útvarpi, sjón- varpi og dagblaði. Þetta gæti ver- ið umhugsunarvert fyrir þá sem standa að listahátíð og eru svo djarfir að veita henni brautar- gengi. Sóknarkonan ein tærasta nóta Kantors En hví skyldi þáttur um mál- efni fjölskyldunnar fara að dreifa bleki um þetta listaverk sem margir bestu andar þjóðarinnar eru búnir að túlka og dásama í fjölmiðlum? Eins og ég hef ofl komið inná í þessum þáttum virð- ist svo um fjölskyldulíf okkar, að þar gerist iðulega margt sem á sér frummyndir í lífi okkar frá fæð- ingu eða frummyndir úr mann- kynssögu forfeðra okkar. Skoða má „Eg kem aldrei aftur” sem nokkra tóna sem leiknir voru úr sálarlífi Kantors og félaga. Eg hef valið að fjalla hér örlítið um tvo þessara tóna, Sóknarkonuna sem ég kalla svo og Hina stífu. Hvað skyldu þær hafa verið margar skúringakonumar sem máttu sjá af 2000 kr. til að skoða styrkleik gólftuskunar í aldanna rás? Hún er einn tærasti tónninn. Hún er hlekkjuð á báðum fótum með gólftuskutæjum. Hún vinnur með grárri notaðri gólftuskunni svo til allan tímann. Hún er oft kúguð og beygð. En aldrei til fúlls. Hún heldur vitinu. Þeir hafa eflaust verið magir er verksins neyttu, sem veltu því fyrir sér, hvemig gólftuskan í þeirra eigin sálaraf- kima liti út, og hvemig þeir hafi tekist á við það fyrirbæri í lífi sínu. Gæti verið að það endur- speglaðist m.a. í umgengninni við umhverfi okkar, öllu umbúða- draslinu sem við hendum um heiminn og aðra enn alvarlegri efnamengun sem við látum við- gangast þótt vitað sé um áratuga- skeið hve það er alvarlegt mál. Mengunin ber ekki vott um að við mannkynið bemm mikla virðingu fyrir þróun og framvindu okkar eigin fjölskyldu, þó ekki væri annað. Sóknarkonan af- hjúpar fortíðina, frelsar hina storknuöu Ef til vill er mannkynið al- mennt séð fullt hroka í garð gólf- tusku eigin sálarlífs og getur þess vegna ekki borið virðingu fyrir henni, nema þegar hún birtist í líki erlendrar leikkonu og þá klappað. Eftir að hafa séð ljóslif- andi hörmungar tveggja stríða, gerast undur í lok verksins. Sú sem er vön að hreinsa til og minnka eitthvað skítinn, telur það ekki eftir sér að standa á fætur og dmsla þungum yfirbreiðslunum af menjum fortíðar, vekja til lífs hina dauðu, vekja mátt sögunnar, Guðrún Gísladóttir Dýrt grænmeti eða ódýrt Fyrir fáum ámm var talsvert öðmvísi um að litast í grænmet- isborðum matvömverslana en nú er. Urvalið var oft ekki upp á marga fiska og verðlagið óheyrilegt og er það þó slæmt. Eftir fjölda ára í útlöndum, stóð ég einu sinni í fyrra, (tiltölulega nýkomin heim) fyrir ffaman af- greiðsluborðið, réhi fram 4 lárperur (avokado) og spurði um verðið. Stúlkan nefndi einhveija upphæð og ég man að ég hugs- aði með mér að þetta væri nú allt í áttina með grænmetisverð á Islandi. Tók við pokanum aft- ur þegar hún hafði vigtað hann og lét í innkaupakörfúna. Rétt áður en ég kom að kassanum varð mér litið á verðmiðann á lárperunum og þar stóð allt önn- ur upphæð en sú sem stúlkan gaf mér upp. Þessi upphæð var ná- kvæmlega fjórum sinnum hærri. Mig rak í rogastans, verðið sem hún gaf upp var sem sagt verðið á einni lárperu. Og verðið á einni lárperu á Islandi var í sam- ræmi við það sem ég var vön að borga fýrir fjórar hinum megin við pollinn. Mig minnir að ég hafi skilið pokann eftir við kass- ann. í réttinn sem mig langar til að segja ykkur frá í dag má nota eiginlega hvaða grænmeti sem er sem aðaluppistöðu: kartöflur, broccoli, blómkál eða hvað sem ykkur dettur í hug. Mér datt í hug að nota blómkál. Klippið eitt bréf af beikoni niður í smábita og steikið vel á pönnu. Gufúsjóðið síðan blóm- kál, en ofsjóðið það ekki, það á ekki að vera alveg mjúkt. Smyijið þar næst eldfast mót og myljið í mótið saltkex svo það þeki botninn. Blandið þá saman sýrðum rjóma og majonesi, (eða sýrðum ijóma og venjulegum ijóma) og kryddið með hvítlauk, grófum pipar og papriku. Blóm- kálið var saltað fyrir suðuna og athugið hvort beikonið var mjög salt áður en þið saltið blönduna. Beikon er oft vel salt á íslandi og þess vegna getur verið óþarfi að salta réttinn frekar. Hrærið síðan beikoni og soðnu kálinu saman við og látið í mótið. Strá- ið aftur yfir muldu saltkexi og leggið síðast yfir þetta nokkrar ostsneiðar. Þetta er gratinerað í ofni við 200 gráður þangað til osturinn er gullinbrúnn. Rétturinn getur verið hvort sem er aðalréttur eða með öðru og munið að hægt er að nota hvaða grænmeti sem er sem að- alundirstöðu. Það er líka um að gera að nota grænmeti núna yfir sumarmánuðina þegar það er þó yfirleitt aðeins ódýrara en á vet- uma. Sóknarkonan I sálarftfi Kantors. vekja alþýðuna sem kallamir í kjólfötunum og lakkskónum hjálpuðust að við að bæla, meðan öfgafull skrípamynd af kaldlyndri karríerkonu á kjólfötum spígspor- aði um án þess þó að óhreinka sig á verknaðinum með köllunum. Þetta var eins og innri barátta hverrar manneskju við eitthvað sem hún er ósátt við í uppmna sínum. Stífa konan, byrði kynslóðanna? Hún er föl með slegið hárið, sakleysið og einlægnin uppmál- uð, iklædd berangurslegum lufs- um og einhverju gatslitnu slöri eða skykkju. Hún er alveg stíf. Við þekkjum öll þennan tón. Gamli maðurinn Kantor sýnir henni mestan skilning og var- fæmi af öllum í hópnum. Þessi tónn á skilið mörg tár. Gamli maðurinn sem kemur aldrei aftur, skilur eymd hennar og snart axlir hennar eða hendur mörgum sinnum í sýningunni til að iétta byrðina. Þetta er byrði kynslóðanna. Hún tekur á sig al- veg ofurstjörf og einlæg ýmis kvenhlutverk eins og að verða eiginkona. En þið sem ekki komust, þegar hún gengur út af sviðinu í síðasta sinn gengur hún ein og óstudd, þótt stirð sé. Faðir- inn Kantor gefur henni líka styrk, ýmist teygir hann sig í áttina til hennar eða hann snertir þessar axlir sem bera alla tímanna rás. Er hún staða konunnar í dag? Getum við rétt hreyft okkur? 22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.