Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 13
Bókmenntafræðineminn ungi sem fékk byssukúlu í lærið „sunnudaginn svarta" þegar hann var á leið heim úr skóla. Þrátt fyrir mótblástur er engin ástæða til að æðrast. Mynd: Sveinn Rúnar Hauksson ef það kæmist í snertingu við vökva. Hann sagði að það eina sem linaði þjáningar þeirra sem fengið hafi táragaseitrun væri ó- kunnur vökvi á úðabrúsum sem þeir hefðu fengið frá Vestur- Þýskalandi. Hann sagði að þeir hefðu enga vitneskju um hvaða efni brúsamir hefðu að geyma, né heldur hvaðan það væri upprunn- ið. Utan á táragashylkjunum sem herinn notar stendur skýrum stöf- um að það sé framleitt í Pennsyl- vaníu í Bandaríkjunum. Þar er einnig að fínna leiðbeiningar um „æskilega” notkun og varað er við notkun þess innanhúss því þá geti það hæglega valdið dauða. A hylkin stendur letrað skýrum stöf- um „For outdoor use only” - not- ist aðeins utandyra. - En her- mennimir stunda einmitt að skjóta hylkjunum helst inn um glugga á híbýlum manna, segir Sveinn. Fangabúðir væri nær lagi - Það er eins og að koma inn í annan heim að stíga inn fyrir flóttamannabúðimar sem Palest- ínumönnum er gert að búa í á her- námssvæði Israelsmanna, segir Sveinn þegar hann er spurður um Dann aðbúnað sem Palestínu- umsvifalaust skotinn til bana. Við þessar aðstæður breytast hinar svokölluðu flóttamanna- búðir í hreinar fangabúðir. Við Rögnvaldur komumst loksins til Gaza sama dag og átta daga útgöngubanni sem sett var eftir „svarta sunnudaginn” var aflétt. Það fyrsta sem fólk gerði var að hlaupa út i búð til að nálg- ast eitthvað matarkyns og að leita til læknis, þeir sem þess þurftu. I Jabalia-flóttamannabúðum á Gaza sem við heimsóttum, búa 53.000 manns á einum og hálfum ferkílómetra. Sami íbúafjöldi er á hvem ferkílómetra í öðrum búð- um. Það fyrsta sem manni verður starsýnt á þegar inn í flótta- mannabúðimar er komið, em opin skolpræsi sem liggja eftir flestum götum. Þama hlaupa bömin berfætt um. Það er engin fúrða að sveppa- og aðrar húð- sýkingar eru gífurlega útbreiddar á meðal íbúanna. Þeir ibúar sem em ekki svo heppnir að búa við götu þar sem er opið skolpræsi, verða að losa sig við skolp með því að leggja rör út um úlidymar þar sem skolpið rennur niður í holu eða tunnu fyrir neðan. Sveinn segir það fullvíst að þessi þrengsli, innlokun og mann- réttindasvipting sem fylgi því að búa í flóttamannabúðum, hafí Rústir Ibúðarhúss rétt fyrir utan fæðingarborg frelsarans, Betlehem. Israels- her refeaði fjölskyldu 15 ára gamals palestínsks drengs sem hafði hent Molo- tov-kokteil að hermönnum. Mynd: Sveinn Rúnar Hauksson menn eiga við að búa. - Hemámssvæðum Israels er stjómað með herlögum. Þar gilda engin borgaraleg lög, heldur ger- ræðislegar ákvarðanir ísraelsku herstjómarinnar. ísraelsmenn hafa gjaman sett á útgöngubann um lengri sem skemmri tíma til að bijóta Intifada á bak aftur. Meðan á útgöngubanninu stendur geta íbúamir sér enga björg veitt — þeir geta ekki sótt drykkjarvatn eða matvöru. Þeir sem álpast út fyrir hússins dyr eiga tæplega afl- urkvæmt, eins og níu ára drengur, sem við fréttum af. Hann var orð- inn leiður á inniverunni og fór út á svalir á heimili sínu. Það var ekki að.sökum að spyrja, hann var skelfilegar afleiðingar á andlegt heilbrigði manna. - Enginn verð- ur samur á eftir. Fjórir sígarettu- pakkar á dag - Mér er minnisstæðastur 26 ára maður, Múhameð, sem ég heimsótti í Kalendia-flótta- mannabúðunum rétt norðan Jer- úsalem. Mér hafði verið boðið í heimsókn inn á heimili þessa manns af yngri bróður. Þegar heim var komið sat Múhameð ut- andyra, reykjandi og sinnulaus líkt og hann væri vangefinn. Að sögn bróðurins var Múhameð fyr- irmyndarpiltur í alla staði, þegar hann var fyrirvaralaust gripinn 16 ára gamall og gefið að sök að vera skipuleggjandi fyrir PLO. Þrátt fyrir að neita staðfastlega öllum sakargiftum var hann dæmdur í fimm ára fangelsi. Meðan á fangavistinni stóð var honum misþyrmt hrottalega. Eftir fjög- urra ára tugthússvist var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í eitt ár áður en hann var sendur heim. Er heim var komið þekkti fjölskyldan Múhameð ekki fyrir sama mann - hann var orð- inn feitur af geðlyfjum sem hon- um höfðu verið gefin, sinnulaus og fáskiptinn og hræddur við allt og alla. Það eina sem Múhameð hefur fyrir stafni er að sitja ut- andyra og reykja sína fjóra pakka af sígarettum á dag. Fyrir mig var það öllu átakan- legri sjón að hitta Múhameð en allt það unga fólk sem er mænu- skaddað og lamað eftir skot og líkamsmeiðingar hers og lög- reglu, segir Sveinn. Framlag íslend- inga mikilsvert - Fyrir mig sem lækni er mik- ilsvert að hafa fengið að kynnast af eigin raun við hvaða kjör og aðstæður starfsbræður mínir á hemámssvæðum ísrael búa. Mað- ur sér hvemig vandamál sem virðast óleysanleg við slíkar að- stæður eru leyst. Og það er ekki lítils virði að fá að kynnast þeim kjarki, hugrekki og fómfýsi sem menn sýna við aðstæður sem þessar. Palestínumenn þarfnast aug- Ijóslega aðstoðar á sviði heil- brigðismála og ekki hvað síst á sviði endurhæfingarlækninga. Fram til þessa hafa öryrkjar ekki átt í önnur hús að venda að lokinni skammri sjúkrahúslegu en að liggja heima. Það er fyrst núna sem viðleiln- i hefur verið sýnd til að koma á fót endurhæfingu. Með aðstoð Svía hefur tekist að opna fyrstu göngudeildina fyrir mænuskadd- aða í Ramalla. Það gekk þó ekki þrautalaust. Herstjómin hafði lengi lagt stein í götu deildarinn- ar, m.a. neitað Svíum sem þar starfa um atvinnuleyfi og stöðinni um tilskilið rekstrarleyfi. Aformað er að opna á næst- unni í sömu byggingu 34 rúma legudeild fyrir mænuskaddaða. Þótt framlag okkar Islendinga með því að bjóða hingað í haust tveimur palestínskum læknum til starfsþjálfunar, sé ekki stórt þegar miðað er við það vandamál sem við er að etja, er það engu að síð- ur mikilsvert. Vonandi er það að- eins upphafið að frekara beinu hjálparstarfi Islendinga við þá raunum hrjáðu þjóð Palestínu- menn, segir Sveinn. - rk Föstudagur 15. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA13 íbúar herteknusvæðanna í Palestinu, að undanskíldum þeim sem eru gyðingatrúar, hafa lotið herlögum t 23 ár, eða allar götur írá hemámi Israclsmanna 1967. Dagfcgu lífi ibúa í hemámi ísrael, þ.e. á Vestur- bakka Jordanár, á Gazasvæðinu og í Jerúsaiem, er stjómað með um 1200 tilsktpunum. Engin borgaraleg lög era I gildi á þessum svæðum, engir borgaralegir dómstólar, ekkert þing og engar kosningar fara þar fram. í fáum orðum er hershöfðingjum ísraelshers falið allt vald á her- teknusvæðunum: þeir fara í senn með löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald. Hér á eftir fer lausleg þýðing á „Hemaðartilskipun 101” sem sett var við hemámið fyrir 23 árum. Eins og Icsendur vafaiaust mcrkja eru öll borgaraleg réttindi íbúa herteknu svæðanna fótum troðin og fátt virðist fjær „haukunum” i ísrael en að íbúamir fái notið hinna minnstu lýðrétt- inda. Hernaðartilskipun nr. 101 Varðandi bann við æsingum og gagnánóðri 1. Skilgreiningar 1 efiirfarandi tilskipun merkja eflirfarandi hugtök: „Svœði” þýðir Vesturhlutinn „Funáttr" telst það þegar tíu eða fleiri koma saman til að hlýða á ræðu ura stjömmál eða um önnur þau mál er kunna að lúta að stjómmálum, eða til að ræða um slík mál. „Lögregla” Sjá skilgreiningu í tilskipun 52 ura lögreglu sem vinnur með ís- raelsher. „ Premun "felur í sér steinþrykk, vélritun, Ijósrit- un, ljósmyndun og hvers kyns aðferðir til að tjá merki, tákn, orð, myndir, kort, skreyting- anda hertaga. ar og annað herteknu svæðunum þessháttar. við fbúum á „Blöð" er sérhver sú útgáfa prentaðs máls sem hefur að geyma fréttir, upplýsingar, frásagnir af atburðum cða aðrar athugasemdir, hugleiðing- ar, fréttaskýringar, cða annað efni sem varðar almenning, á hvaða tungu- máli sem er, hvort heldur er útgefið í ísrael eða utan, til sölu eða frjálsr- ar „ Útgáfa " eru merki, dagblöð, roilur, ritraðir eða einstök rit og hvers kyns skjöl sem hafa verið gefin út eða er verið að undirbúa til útgáfú. „ Útgáfustarfsemi" nær til fjölmiðlunar, drefingar og annana aðferða til að miðla upplýsingum til einstaklinga. „ Ganga " er þegar tfu eða íleiri einstaklingar ganga saman í hóp, eða hittast til að ganga saman ftú einum stað til annars i pólitfskum tilgangi eða öðrarn þeira tilgangi sem túlka raá pólitískan, án tillitis til þess hvort þeir hafi í raun gengið eða safnast sainan með það að markmiði. 2. Herrráðsmaðurinn getur veitt sérhverjum hermanni eða lögreglu- manni heimild til að beita rétti sinum i samræmi viö þessa tilskipun. 3. Óheimilt er að boða til göngu eða fundar nema að fengnu leyfi frá her- ráðsmanninum. 4. Herráðsmaðurinn hefur óskoraða heimild til að loka sérhverju kafti- húsi, klúbbum eða öðrum samkomustöðum, Hafi tiiskipun um iokun til- tekins staðar verið gefin út, teljast allir þeir sem kunna að finnast á slík- um stað, brotlegir við þessa tilskipun. 5. Óheimilt er að rcisa, sýna cða draga að húni fána eða pólitfsk tákn nema að fengnu sérstöku leyfi herráðsinannsins. 6. Öll prentun eða útgáfustarfsemi er óheimil á svæðinu, s.s. auglýsing- ar, yfirlýsingar, myndbirtingar, eða önnur þau plögg sem hafa að geyma skrif er lúta að stjómmálum, nema að fengnu sérleyft herTáðsmanns á því svæði sem útgáfa og prentun fer fram á. 7. Sérhver einstaklingur sem a) reynir að hafa áhrif á almcnningsálitið á svæðinu, munnlega eða með öðram hætti, sem talist getur ógna öryggi almennings, eða b) aðhefst eitthvað með það fyrir augum að efna til eða aðstoða við framkvæmd ofangreindra athafna, verður ákærður fyrir brot á ákvæðum þessarar tilskipunar. 8. Herráðsmaðurinn og aðrir þeir sem tilgreindir era farameð vald „eft- irlitsmanns” i samræmi við Neyðarlögin 1945 (Defence (Emergency) Regulations 1945). 9. Sérhver hcrmaður hefur rétt lil að bcita nauðsynlegu valdi til að fram- kvæma þau ákvæði sem byggjast á þessari tilskipun eða til að hindra brot á þeim. 10. a) Hver sá sem skipuleggur göngu eða fund í heimildarleysi eða sem tilkynnir slíka atburði, mælir með þeim, stuðlar að eða tekur þátt í þeim með sérhverjum hætti sem er, eða b) hver sá sem gcrist brotlegur við ákvæði þessarar tilskipunar eða gagn- vart úrskurði sem byggður er á hcnni eða aðhefst hvaðeina það sem er skilgreint sem brot í þessari tilskipun, hlýtur að refsingu 10 ára fangelsi eða 10.000 ísr.punda sekt, ellegar hvoratveggja. 11. Þessi tilskipun tekur gildi 27. ágúst 1967. Undirritað af: Alúf Úzi Narklss, hcrrráðsmanni Vcsturbakkans, 27. ágúst 1967.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.