Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 23
Svarthvíti maðurinn frá Malí Tónleikar svarta albinóans Sa- lifs Keita á Hótel íslandi á mánu- daginn voru tónlistarviðburður á íslandi. Aldrei hefur tónlist sem þessi verið leikin á íslenskri grund áður. Salíf og hljómsveit hans léku mestmegnis lög af nýju plötunni hans, „Kó Yán“ og gerðu það með slíkum hætti að oft þekkti maður ekki lögin sem sömu lög. Góðir tónlistarmenn eru betri á tónleikum en í hljóðveri. Þetta á við um Salíf og hljómsveit hans. Það er fyrst þegar maður sér þennan sérkennilega mann á sviði að maður gerir sér grein fyrir því hversu góður söngvari hann er. Tónieikarnir byrjuðu að vísu án Salífs. Tónlistarmennirnir tíndust einn af öðrum inn á svið- ið. Fyrst komu trymbillinn og á- sláttarleikarinn og börðu trumb- ur um stund, þá kom gítarleikar- inn og síðan bættust menn og konur við koll af kolli, þar til níu manns stóðu á sviðinu. Hljómsveitin lék síðan stutta kynningu og að henni lokinni kom Salíf Keita sjálfur á sviðið. Eftir að hafa sungið eitt lag, sagði Salíf að tónleikarnir væru þar með búnir, ef tónleikagestir kæmu ekki upp á dansgólfið. En eins og áður á Hótel íslandi, hafði fólki verið ætlað að sitja pent í sætum sínum meðfram dansgólfinu, úr öllu sambandi við tónlistarmennina á sviðinu. Áheyrendur létu ekki segja sér þetta tvisvar og þustu á gólfið, þannig að stífla sem hafði mynd- ast í stigum niður á neðri hæð hússins brast. Ekki var annað að sjá á tónleikagestum en þeir kynnu að meta tónlist malí- mannsins, þar sem þeir dönsuðu látlaust þar til síðasti tóninn þagnaði. Eins og sagði hér í upphafi hef- ur tónlist sem þessi aldrei verið leikin á íslandi áður. Það mætti að vísu flokka tónlist Salífs undir Salif Keita greip stöku sinnum í trommu en lét annars aðstoðarmenn sína um allan hljóðfæraslátt. Að baki honum sést önnur aðstoðarsöngkona hans. Mynd: Kristinn fönk á köflum, en það væri allt of einföld lýsing. Afríski undirtónn- inn er sterkur í öllum lögum Sa- lífs. Hann hefur heldur ekki tekið inn amerísk dixiland og sveiflu- áhrif, heldur blandar hann tónlist sína evrópskum tónlistarhefðum. Aðstoðarfólk hans kemur greini- lega víða að. í kynningu á hljóð- færaleikurum og söngkonum, sem trymbill hljómsveitarinnar sá um, kom fram að margir hljómsveitarmeðlima eru komnir frá Kamerún og heimalandi Sa- lífs, Malí. Þá voru einnig í hljóm- sveitinni tveir eða þrír Parísarbú- ar. í sem stystu máli sagt, þá stóðu allir hljóðfæraleikarar og söng- konur sig með mikilli prýði. Eg vil þó sérstaklega minnast eins blásarans, sem ég því miður veit ekki hvað heitir. Blásari þessi greip annað slagið í þverflautu og fór hún mjög vel við þessa afró- evróputónlist. Það var engu lík- ara en Ian Anderson væri mættur í eigin persónu á öðrum fætinum. Bassaleikarinn, sem spilaði á sex strengja bassa skar sig einnig úr fyrir fádæma góðan bassaleik. Söngkonurnar tvær, sem rödd- uðu með Salíf með þessum sér- stöku röddum sem maður heyrir aðeins í afrískri tónlist, skiluðu sínu með sóma. Saman skilaði þessi hópur ótrúlega samstilltri tónlist með traustri og hljóm- mikilli rödd Salifs. Lögin voru flest lengri á tón- leikunum en þau eru á plötum Salífs. Eins og gengur og gerist eru sólókaflar lengri og nýjum köflum er bætt við. Salíf var greinilega dálítið hikandi í fyrstu á áheyrendum, en var fljótur að sjá að þeir kunnu vei að meta það sem hann hafði fram að færa. Tónleikar hans eru með merki- legust tónleikum sem Listahátíð hefur boðið upp á á dægurmála- sviðinu. Aðsókn á tónleikana var góð. Samkvæmt mínum upplýsingum keyptu um 1,300 manns miða og munaði því litlu að yrði uppselt eins og hjá Les Negresses Vertes í gærkvöldi, en á tónleika þeirra seldust allir 1,500 miðarnir. Koma Bob Dylans á Listahátíð er auðvitað stórviðburður, en hann er aðeins kirsuberið á annars vel bakaða tónlistartertu Listahátíð- ar að þessu sinni. -hmp Heimsyf irráö eöa dauöi Það hefur dregist allt of lengi að skrifa á þessari sfðu um merkilega plötu sem kom út snemma að á þessu ári. Smekk- leysa heldur áfram að vinna heimsyfirráðum, eins og kveður á um í stefnuskrá fyrirtækisins að það eigi að gera. Heimsvalda- stefna Smekkleysu er hins vegar mun góðlátlegri en heimsvald- astefna stórveldanna, þar sem vopn Smekkleysu eru tónlist og kveðskapur, en ekki kjarnorku- sprengjur, sinnepsgas og annar óþverri. Smekkleysa varpaði sem sagt snemma á þessu ári tónlistar- sprengju á hinn alþjóðlega tón- listarmarkað. Sprengja þessi ber heitið „World Domination Or Death. Vol 1. Assorted Artists". Ýmis eldfim efni má finna í þess- ari tónlistarsprengju. Þar eru Risaeðlan, Bless, Ham, Boot- legs, Sykurmolarnir, Oxtor, Reptilicus, Dasy Hill Puppy Farm, Brak, Most, Dýrið gengur laust og Rosebud. En þetta eru allt hljómsveitir sem Smekkleysa hefur tekið upp á arma sína og séð um að dreifa í eyru lands- manna. Dægurmálasíðan hefur ekki fengið neinar fregnir af því hversu margir hafa orðið fyrir tónlistarsprengjunni um víða ver- ¥ „Kontinental" Langa Sela og skugganna er á safnplötu Smekkleysu. Mynd: Jim Smart öld. Smekkleysa flaggar þarna öllu sínu og þar af leiðandi er innihaldið mjög fjölbreytt og ólíkt. „Heimsyfirráð eða dauði“ er því góð tónlistarheimild yfir það tímabil í íslenskri rokksögu sem nú er að líða. Risaeðlan er þarna með gæðaslagarann „Ó“ og lag sem ekki er á öðrum plötum hennar, „Gun fun“, og það sama held ég að segja megi um Sykurmolana sem leggja til lagið „My March“. Hins vegar eru Ham og Oxtor (Langi Seli og skuggarnir), með gömul og þekkt lög, „Voulez Vous“ og „Kontin- ental“. Þessi tvö lög standa alltaf fyrir sínu. Ham ætti að reyna við Heimir Már Pétursson fleiri Abbalög. Meðferð þeirra hamslausu Hamdrengja á Abb- aslagaranum er nefnilega miklu betri en hjá Svíunum sjálfum. „Kontinentalinn“ hefur verið yfirfarinn hjá Langa Sela. Text- inn er á ensku og raddirnar nokk- uð breyttar. Þetta fantagóða lag hefur að vísu ekkert batnað við breytingarnar en það er gaman að hafa það til samanburðar við frumútgáfuna. Ef ætti að finna eitthvert eitt orð sem lýsti þessari safnplötu Smekkleysu best, þá væri það orðið „orka“. Það er greinilegt að með þessu safni var ekki meiningin að taka saman safn rökkurtóna. „World Domination Or Death. Vol. 1“, er rökkur- rokk af víraðasta tagi og raskar frekar ró þeirra sem sofa svefnin- um langa en að svæfa lifendur. -hmp Föstudagur 15. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 23 Todmobile verður meðal hljómsveita á Rokkskógum í Laugardalshöll. Mynd: Jim Smart. Rokkað til landgræðslu Hvertónlistarviðburðurinn rek- ur annan í þessum mánuði. Lista- hátíð býður upp á Salíf Keita, Les Negresses Vertes, Júpíters og sjálft goðið Bob Dylan. Á Hressó hafa íslenskir tónlistarmenn einnig troðið upp á vegum Lista- hátíðar við svo góðar undirtektir að löng röð myndast á hverju kvöldi fyrir utan staðinn. Á þriðju- dagskvöld tróðu trommuleikar Salífs Keita óvænt upp með trommuleikarar Síðan skein sól í garðinum á Hressó og það er aldrei að vita hvað á eftir að ger- ast á næstu kvöldum. Rokkskógar er síðan enn ein viðbótin við tónlistarveisluna í júnímánuði. Þessari tónlistarhá- tíð, sem eins og nafnið bendir til, er ætlað að afla fjár til skógrækt- ar. Hátíðin fer fram um allt land og flestar af þekktustu hljómsvei- tum landsins leggja sitt að mörk- um. Rokkhátíð á landsvísu hefur ekki verið haldin áður hér á landi. Þann 16. júní leiða saman hesta sína í Laugardalshöll Syk- urmolarnir, Sálin hans Jóns míns, Megas, Síðan skein sól, Bubbi Morthens, Risaeðlan, Bootlegs og Todmobile. Þetta er ákaflega merkilegt safn tónlistarmanna. Hér eru á ferðinni nær allir straumar og stefnur í íslensku poppi og rokki og því ættu allir að fá eitthvað við sitt hæfi. Þeir verða líka sjálfsagt margir sem heyra í sumum hljómsveitunum í fyrsta skipti, á tónleikum alla vega. Todmobile hefur til dæmis ekki haldið marga tónleika á sín- um ferli en vinnur nú að því að koma textum plötu sinnar á ensku svo hún verði hæf til út- flutnings. Rokkskógar fara fram um allt land en það yrði of langt mál að telja upp hér alla staði og tón- listarmenn. Einfaldast er að segja að það verði rokkað um allt land, allt frá Selfossi til Vopnafjarðar. Norrænt umhverfisár hófst í byrjun þessa mánaðar og eru Rokkskógarnir haldnir í tengsl- um við það. Með því að sækja tónleika Rokkskóganna um land allt, getur ungt fólk á öllum aldri sáð fyrir framtíðina með því einu að skemmta sér. Er til auðveldari landgræðsla? -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.