Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Blaðsíða 2
iVWiViYimVtYiWIWiTl SYSTIR SKAÐA SKRIFAR Er ekki tilveran dásamleg? Ég hef tekið sinnaskiptum. Ég er hætt að vera uppá kant. Allt mitt líf hef ég rexað og rifist yfir svindli og svínarii, kvennakúgun og karlrembu, uppfoki, sauðafári, launamisrétti og almennu óréttlæti, snobbhænsnum, roð- hænsnum, monthænsnum og ég veit ekki hverju, en nú, nú ætla ég að snúa við blaðinu. Ég hef skipt um skoðun. Ég ætla að vera já- kvæð. Ég ætla að vera ánægð með allt, sama hvað það er og ég byija barasta hér og nú. Ég er nefnilega búin að vera á námskeið- um hjá honum Mikka og vinum hans, alveg yndislegu fólki sem kemur hingað langt utan úr heimi bara til að sýna okkur Ljósið. Ég var svo gasalega neikvæð þegar ég fór á fyrsta námskeiðið að ég var alveg hreint að drepast, mér fannst þetta nefnilega svo dýrt, en hvað, þetta er ekkert dýrara en svona venjulegur Listahátíðarmiði og hvem munar svosum um þann pening? Sko, hann messaði eitthvað yfir okkur hann Mikki en það var alveg í byijun og ég svo neikvæð að ég tók eiginlega ekkert eft- ir því, en svo Iét hann okkur fara í sona djúpa hugleiðslu afþví við vorum öll svo gamlar sál- ir þama og höfðum lifað svo margt, annars hefðum við ekki komið á þetta námskeið. Þá hefðum við sko látið verðið fæla okkur frá. Allir upplifðu eitthvað alveg æðislegt í hugleiðslunni nema ég, eða ég upplifði sko líka eitthvað alveg æðislegt en ég man það ekki, það var nefnilega öðruvísi. Ég skammast mín nú svona aggapínu að segja frá því, - ég sofnaði nefnilega og hraut vlst pínulítið, en það heyrðu engir nema þeir sem sátu alveg við hliðina á mér en það var samt allt I lagi því þeir héldu auðvitað að þetta væm bara einhver hljóð úr öðmm viddum, fimmtu víddinni eða eitthvað svoleiðis. Og þvílíkur svefn! Þvílíkur blundur! Ég vaknaði endumærð, ný og betri manneskja og var orðin jákvæð. Ég er búin að fara á alveg fullt af námskeiðum, hér eftir mun drjúpa hunang af hverju mínu orði, ég hef fengið mér bleikan skrifpappír með rósailmi, ég hef gert mér grein íyrir því sem hefur raun- vemlegt gildi í tilverunni, já, nú sé ég heiminn í nýju ljósi og það er alveg yyyyyndislegt! Ég er svo voðalega ánægð með Listahátíð og sautjánda júní, sérstaklega sautjánda júní. Ég tel dagana fram til þessarar merku hátíðar og ég hlakka svo til því þá ætla ég snemma á fætur, klæða mig í mitt besta púss og spásséra fyrst í kirkjugarðinn og svo niðrí bæ að minn- ast afmælis landsölunnar, - afsakið fullveldis þjóðarinnar. (Nú em þeir hjá NATO orðnir sammála um að þeir ætli að taka tillit til ör- yggishagsmuna Sovétríkjanna í viðræðum um sameiningu Þýskalands, ég las það í Moggan- um, og em þetta ekki alveg frábærlega góðir og yndislegir menn? Hugsa sér!) Ég ætla að hlusta á ávarpið um ástmöginn, sverðið og skjöldinn alveg frá byrjun og ég ætla að góna upp til hans í hrifningu á meðan þar sem hann stendur þessi elska þakinn spanskgrænu og dúfnaskít nema honum hafi verið þvegið síðan ég leit á hann síðast, en ég vona ekki, þvi þannig hefur hann nú vissan sjarma, það fer ekkert á milli mála. Og von- andi svíkur blessuð rigningin og rokið okkur ekki í ár frekar en endranær, ég verð alveg miður mín ef það gerisl þó auðvitað muni ég reyna að taka því af mestu hetjulund, en ég er nú orðin svo jákvæð að mig hreinlega dreplangar til að fóma með glöðu geði bæði andlitsfarðanum og hárgreiðslunni sem ég ætla að skarta i tilefni dagsins bara fyrir hann Nonna minn. Oh, hann er svo mikið krútt hann Nonni, svona lífsreyndur og heimilislegur, - hann barðist nú alltaf fyrir okkar málstað, svo að við losnuðum við bévítans baunann sem vissi ekki betur en að láta okkur éta maðkað mjöl og rækta kartöflur og ég veit ekki hvað. Og svo stendur hann þama alveg einsog stórbóndi og horfir á Alþingishúsið einsog það væri fjósið hans og það á hann margfaldlega skilið þessi elska, og þannig getur hann líka fýlgst með því þegar það em sett lög gegn verkfóll- um og kauphækkunum og svoleiðis. Blessað- ur kallinn! Það er eiginlega alveg agalegt að við skul- um ekki muna efiir honum nema einu sinni á ári og tæplega það, en ég geri að tillögu minni að hann verði settur inní Kringlu því þangað koma svo margir og þá getur hann líka í alvör- unni séð hvað allt er orðið næs hér á íslandi síðan við fengum sjálfstæðið. Þá þurfum við ekki heldur að horfa sona mikið uppí loftið til að taka eftir honum, við getum bara tekið rúllustigann upp til að sjá betur framan í hann, - úr hæfilegri íjarlægð, auðvitað. í ár ætla ég Iíka að hlusta á ávarp fjallkon- unnar alveg frá upphafi og eftir það getur eng- inn sagt að ég sé ekki orðin jákvæð því það hefur aldrci áður hvarflað að mér að gera. Hvað ætli blessunin hafi nú að segja í ár? Hveiju skyldi hún hafa ungað út síðan síðast? Það verður ömgglega bæði fróðlegt og skemmtilegt, verst hvað það er erfitt að skilja hvað hún er að fara, það heyrist sko á henni að hún er alls ekki vön að tjá sig á opinbemm vettvangi. Við ættum að leyfa henni að æfa sig oftar, ég er viss um að hún lumar á ýmsu, og þar að auki kæmumst við þá að því hvurslags fyrirbæri hún er eiginlega. Það mætti Iíka taka við hana viðtal, ég er viss um að margir vildu fá að vita hvað henni finnst til dæmis um græna átakið og landsmálin svona yfirleitt, en annars er hún ömgglega með þessu græna, mér finnst það barasta liggja í nafninu að hún sé með því að litla sæta meme fái meira að bíta og brenna. Og svo vildi ég líka fá að vita hvar hún er geymd á milii sautjándu júníanna, ég meina afhveiju má hún ekki standa á Austur- velli líka einsog hann Nonni? Ég er viss um að þau væm alveg gasalega huggulegt par. Og svo er nú elsku blessaður borgarstjór- inn okkar búinn að landa fýrstu löxunum úr Elliðaánum á þessari vertíð og það á sjálfan sjómannadaginn og annar bara svo stór að ég skil vel að það hafi verið alveg sérstök tilfinn- ing! Ég fékk líka alveg svona sérstaka tilfinn- ingu bara af því að horfa á hann. Og mér finnst svo gott að Sjónvarpið skuli loksins hafa fatt- að hvað em raunvemlegar fréttir og hafi notað lungann úr fréttatímanum til að leyfa okkur að fylgjast með fiskiríinu hans Dabba krútts, ég segi það satt. Oh, hvað heimurinn er yyyndislegur! — Og nú verðum við öll að vera voða dugleg að reykja og drekka til að hjálpa til við að rétta hallann á ríkissjóði og draga úr ótætis verð- bólgunni. Bless elskumar! Systir Skaða Þú skilur að við | Já, en þið Nú, hvers konar getum ekki hækkað i skrifuðuð undir, jfesSa ^ félagshyggju-vinstri- kaupið ykkar! J ertu búinn að [ mannúðarstjóm gleyma því? I Nei, nei. | er þetta eiginlega? Sjáðu til, æðstu menn Launalögreglunnar hafa kveðið upp sinn dóm og þá segjum við bara pass! fc,1990 Tribune Media Services, AII Rights Reserved I ROSA- GARÐINUM SÁ Á FUND SEM FINNUR Karl Tryggvason: Fann or- sök ættgengs nýmasjúkdóms. Fyrrísögn í DV ÖNNUR ELLA KRATI EÐA JAFN- AÐARMAÐUR Hann (Alþýðuflokkurinn) gæti orðið freistandi valkostur fýrir okkur ef ýmsar breytingar, svo sem nafnbreytingin, kemst í gegn. Allaballi í viótali við DV FÉ KOMIÐ AF FJALLI Timi pólitískrar smölunar liðinn í Alþýðubandalagi. DV UPP KEMST UM STRÁKINN TUMA Faðir Bangsímons hafði ekki gaman af bömum. Tíminn HVAÐ ER HVAÐ OG HVAÐ ER HVURS? I umfjöllun...um framboðs- mál (þ.e. Nýs vettvangs) hefur láðst að gera greinarmun á þrennu: * 1) Borgarstjómaraflinu „Nýjum vettvangi”, 2) félagsskapnum „Samtök um Nýjan vettvang”, 3) hugtakinu „nýr vettvang- ur” á sviði stjómmála. Vettvangsmaöur í DV ÖLLU MÁ NAFN GEFA Samvinnusaga: Nýr kapítuli. Sambandið, í sinni núverandi mynd verður ekki lengur til... Tíminn NÝTT MET I META- BÓK GUINESS? Aður en yfir lauk náði þessi smávaxni, meinleysislegi maður að lokka til sín 72 litlar telpur, nauðga þeim og myrða slðan með sveðju. Tíminn STÉTTARÓVINUR- INN FUNDINN! Svo er það stóra spumingin: Hvað er þetta sem kallað er auð- vald á Islandi? Það getur varla verið annað en fjármálaráðherra. Borgaraflokksmaður íDV ALLT SAMKVÆMT VENJU Nær allir sjómenn verða í landi á sunnudag: Sjómannadag- urinn haldinn hátíðlegur Fyrirsögn í Tímanum KKI VEIT GO i i ••• Þeir sem ferðinni ráða í Al- þýðufiokknum sjá ekkert annað en völdin og aftur völdin og beita miskunnarlausum valdahroka gagnvart almenningi, án þess að hafa á því nokkur efni. Einn þingmanna Alþýðuflokksins í DV 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.