Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 6
Þetta geröist líka. 15 ára bankaræningi í Rio de Janeiro hefiir verið hand- tekinn 15 ára drengur, sem akxerður cr fyrir að hafa staðið fyrir tiu bankaránum, að sðgn lögreglu þar í borg. Pilturinn, sem nefnist Baldar- acci, hefur játað á aig fimm ránanna og einnig að hann ncyti Hkniefna og eiturtyíja að staðaldri. Hann hafði keypt móður sinni hús og kvað hafa reynt að múta lögreglumanniuum, sem stóð íyrir handtöku hans, með 1,5 miljónum cruzeiros (1.830.000 ísi. kr.}. Pilturinn hætti í skóia s.i. ár og gerðist foringi sjö manna bófa- flokks ungiinga, en i stórborgum Brasiliu úir og grúir af sHkum. Bush slítur viöræö- um viö PLO Bandarikjastjóm hefur slitið við- ræðum þeim sem s.l. 18 mánuði hafa annað veiftð staðíð yftr milli fuiitrúa hennar og Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Ástæðan er að sögn George Bush, Bandarikjaforseta, að forusta PLO hafi ekki fordæmt tílraunir palestínskra skæruiiða til árása á baðstrandir i Israei 30. maí s.l. Fyrir þeim stóð Abu nokkur Abbas, sem er í framkvæmdanefnd PLO. Bush seg- ist reiðubúinn að taka vióræðumar upp altur, ef PLO fordæmi árásartíl- munimar og komi þeirn sera að þeim stóðu undir aga. Likur benda til að þar með séu á enda tilraunir Banda- ríkjanna til aó koma á viðræðum miili ísraela og Palestínumanna, a.m.k. í bráðína. Bæði ísraeisstjóm og harðlínumenn mcðal Paiestínu- manna hafa fagnað slitum viðræðn- anna. Verkamenn skrifa Gorbatsjov Verkamenn við véiaverksmiðju i borginni Perm í Úraihéruðum hafa i opnu bréíl (il Míkhaíis Gorbatsjov, Sovétríkjafor8eta, látið í Ijóa áhyggj- ur út af þvi hve fáir verkamenn og bændur séu í forustu kommúnista- flokks og rfkis. Viija höfundar bréfs- ins að reglur verðí settar tii að tryggja að hlutfall verkamanna og bænda í fomstueiningum flokksins verði í samræmi við fjölda þcirra í ílokkn- um. 11 af hundraði fulltrúa í mið- stjóm (miðnefnd) ffokksins eru verkamenn og bændur en 29,1 af hundraði flokksfélaga verkamenn og 7,7 af hundraði bændur. Grínast meö Khomeinl Miliirfkjadeiia er i uppsigiingu með Tyrklandi og íran út af sýningu bandarísku grinkvikmyndarinnar Bera byssan (The Naked Gun) i fyrr- nefnda landinu. Er þar fjallaö um Khomeiní heitínn höfuðklcrk írana af takmörkuðum hátiðicika og hann sýndur scm höfuðpaur hryðjuvcrka- manna sem feiur appeisínuguitpönk- arahár undir veíjarhettinum. Iransk biað, sem handgengíð er ráðamönn- um þarlendis, krefst þess að írans- stjóm kaiii i mótmælaskyni heira ambassador sinn í Ankara, höfuð- borg Tyrkiands, og dragi úr viðskipt- um við Tyrki. Tennur dregnar úr Tamíltígrum Stjómarher Sri Lanka hefur i 11 daga bardögum gersigrað lið Tamíl- tigra í austurhéruðum eyjarinnar, að sögn Kanjans Wijeratne, aðstoðar- vamarmálaráðherra, i gær. Hafa þeír eftirlifandi af tígrum hiaupið á skóga eða flúið til norðurhéraðanna, þar sem félagar þeirra vetjast enn. Sam- kvæmt óopinberum heimildum bafa um 700 tigrar og 135 stjómarher- menn faiiið í bardögunum. Castrobræður, Fidel og Raúl, sem er vamarmálaráðherra - ungdómnum finnst gráa skeggið ekki spennandi. Castro ætlar að breyta til Stjóm hans er sögð hafa á prjónunum innleiðslu markaðsbúskapar og lýðræðis og aukin viðskipti við Evrópu vestan Sovétríkja Frá sjónarhóli Fidels Castro og þeirra félaga á Kúbu er margt í rás heimsviðburðanna s.l. ár og á yflrstandandi ári með uggvænlegra móti. I Aust- ur-Evrópu hafa kommúnistar látið af alræði, misst völd í fjór- um löndum og gerst talsmenn þingræðis og blandaðs hagkerf- is. I Sovétríkjunum er komm- únistaflokkurinn ekki alráður sem fyrr og óvíst er hvað þar getur verið framundan. Og í Níkaragva eru sandinistar ekki lengur við völd. Af sumum fréttaskeytum að dæma mætti ætla að kúbanska forustan væri fastákveðin í að halda fast við sitt núverandi fyrir- komulag í einu öllu, hvað sem annarsstaðar gerist. Ýmsir frétta- menn kunnugir þar á eynni halda því fram að svo sé ekki. Sören Vinterberg hjá danska blaðinu Politiken hefur þannig eftir Kúbönum, sem að hans sögn eru vel heima í gangi mála í innsta hring kúbanska kommúnista- flokksins, að ráðamenn hafi í hyggju að innleiða markaðsbú- skap að einhveiju marki, sem og frjálsar kosningar með einhvers- konar fleirflokkakerfi. Þetta, segja téðir heimildamenn, verður kunngert fyrr en varir og varla síðar en innan árs. Ekki er ráö nema í tíma sé tekiö Einn þeirra, sem Castro að sögn hefur ráðgast mest við um þetta, er gamall vinur hans og fé- lagi í andanum, Thomas Borge, einn helstu forustumanna sand- inista og innanríkisráðherra í stjóm þeirra í Níkaragva. Hann er nú, einn sandinista, í innsta hringnum kringum Violetu Chamorro, núverandi forseta þar- lendis. Fyrirætlun Castros, sem nú er 63 ára og hefur ríkt á Kúbu í 31 ár, er að AÐUTAN sögn Vinterbergs að koma í gegn fyrirhuguðum breytingum hið snarasta, áður en óánægjan með ríkjandi ástand hafi ráðrúm til að vaxa honum yfir höfuð, eins og gerðist með kommúníska ráða- menn flestra Austur-Evrópuríkja. Ennþá er vart um að ræða nokkra skipulagða andstöðuhreyfingu við stjóm hans, meðfram vegna þess að þeim óánægðustu var sleppt úr landi til Bandaríkjanna. Með því að taka sjálf frumkvæði að gagngerum breytingum áður en andstaðan nær að skipuleggja sig hyggst kúbanska forustan stilla svo til að hún haldi sjálf völdum að breytingum afstöðn- um og geti jafnframt tryggt fram- tíð velferðarkerfis þess sem er stolt kúbönsku byltingarinnar. Rómanskamer- ískt einsdæmi Það er óneitanlega nokkuð, sem sýnist þess vert að það sé varið, sérstaklega þó ef Róm- anska Ameríka sem heild er tekin til samanburðar. Sá sem þetta rit- ar hefur heyrt rómanska Amerík- ana, sem frábiðja sér kommún- isma og hafa öðrum þræði hom í síðu Castros vegna alræðisstjóm- ar hans, kaila kúbanska samfélag- ið undir hans stjóm kraftaverk. Menntun og heilsugæsla var hvorttveggja í hörmulegum iama- sessi á Kúbu áður en Castro og fé- lagar komu þar til valda og kjör smábænda og landbúnaðarverka- manna voru einkar slæm. Einræð- isstjóm Batista, fyrirrennara Castros á valdastóli, var mjög háð stórlöxum í iðnaði og landbúnaði, bandarískum og kúbönskum, að ógleymdri ítalsk-bandarísku mafiunni, sem gert hafði Havana að „hómhúsi Karíbahafslanda”, eins og það var orðað. Þeir aðilar höfðu ekki teljandi áhuga á vel- ferð fyrir almenning. Nú er kúbanska heilsugæslu-, skóla- og almannatryggingakerf- ið nánast einsdæmi á rómanskamerískan mælikvarða, hvað sem því annars kann að vera ábótavant. Þrátt fyrir mikinn neysluvöruskort og lélegan húsa- kost margra borgabúa er ekki um að ræða þá sám fátækt samfara félagslegu öryggisleysi sem er hiutskipti mikils hluta íbúa fiestra rikja Rómönsku Ameríku. Ólæsi er nærfellt horfið á Kúbu, en var tæplega 24 af hundraði 1958. Væntanleg meðalævilengd hefúr á sama tíma hækkað úr 62 upp í 74,5 ár. Hagstæöur samanburöur Castro vann sitt byltingarstríð með nokkmm hundmðum skæm- liða gegn 50,000 manna her Batista fyrst og fremst sökum þess hve snjall áróðursmaður hann var (og er) og Iaginn að sveipa sig hetjudýrðarljóma. Með því móti útvegaði hann sér og sín- um hrifningarfulla aðdáun jafnt heimafyrir sem erlendis og lam- aði að sama skapi baráttukjark ó- vinarins, sem um síðir féll saman án verulegra hemaðarósigra. Þeir hæfileikar hafa komið Castro að góðum notum allt fram á þennan dag til að halda vinsældum heimafyrir, fyrir utan það að stjóm hans er tii stórrar hjálpar að miðaldra og gamlir landsmenn muna vel tíðina fyrir byltingu og í samanburði við hana finnst lík- lega þorra þeirra Castrotíminn sæmilegur, þótt margir séu þreytt- ir á eða hafi aldrei sætt sig við vöruskortinn, skoðanakúgunina o.fl. af því sem núverandi stjóm fylgir. En sumt af því er Kúbön- um raunar vart eins mikill þymir í augum og Evrópu- og Norður- Ameríkumönnum; þegar Castro tók við höfðu eyjarskeggjar ekki mikils að sakna, hvað lýðræði a.m.k. viðvék. Þá ber að geta í þessu sambandi þjóðemishyggju Kúbana, sem löngu fyrir byltingu var orðin andbandarísk. Á strengi hennar sló og slær Castro með drjúgum árangri og á þar hægt um vik, vegna ráðsmennsku Banda- ríkjamanna þarlendis fyrir hans tíð og tilrauna þeirra til að beygja eyríkið á ný undir áhrif sín með viðskiptaþvingunum og ofbeldi. Svínaflóainnrásina 1961 þarf ekki að minna Kúbani á og við innrásina í Panama fyrir s.l. ára- mót fékk ótti þeirra við hugsan- lega bandaríska innrás á Kúbu byr undir báða vængi. Kynslóðabil Hinsvegar kvað nokkuð skorta á að hollusta ungs fóiks og sérstaklega unglinga við stjóm sína og byltingarhugsjón sé eins og ráðamenn telja að æskilegt væri. í hugum unglinganna er Batistatíminn orðinn óijós og fjarlægur, þeir horfa ílöngunar- augum yfir Flórídasund á neyslu- gleði unglinganna í Miami (- einnig kúbanskra) og margir þeirra hafa takmarkaðan smekk fyrir vígorðunum um Föðurland- ið (eða Sósíalismann) eða Dauð- ann og innblásnum maraþonræð- um núorðið hins gráskeggjaða leiðtoga um árásarhneigð og drottnunarhyggju Bandaríkjanna, nauðsyn á fómfysi, iðjusemi og sparsemi í þágu foðurlands og byltingar og frægðarverk kúbanska hersins í Angólu. Hér segir sem sé kynslóðabilið til sín, eins og gjaman verður. Þetta hefur varla farið ffamhjá Castro, því að um hann verður naumast sagt eins og suma aðra einráða valdhafa að hann hafi ein- angrað sig frá almenningi. Ekki síður er stjóm hans áhyggjuefni að hætt er við að á næstunni dragi úr viðskiptunum við Sovétríkin, eða þá að þau verði ekki nærri því eins hagstæð og hingað til. Þau viðskipti hafa átt dijúgan þátt í að Kúbönum hefúr siðustu þijá ára- tugina tekist að gera svo margt sjálfúm sér til hagsbóta, sem raun ber vitni um. Það mesta af utan- ríkisviðskiptum Kúbu er við Sov- étríkin og Austur-Evrópuríki. Næstum þrjá fjórðu hluta útflutn- ingstekna sinna fá Kúbanir (mið- að við árið 1988) fyrir sykur, sem Sovétmenn kaupa mestan hlutann af og hafa hingað til af sósíalísk- um bróðurkærleik borgað fyrir miklu hærra verð en það sem á sveiflukenndum heimsmarkaðn- um gildir. Olíu sina fær Kúba frá Sovétríkjunum á verði, sem einn- ig er undir heimsmarkaðsprísum. Horfa vonar- augum til „samevrópska heimilisins” Með hliðsjón af efnahagsbág- indum Sovétríkjanna og vaxandi áhuga þarlendis fyrir fijálsum markaði er ekki við því að búast að Kúbanir njóti lengur þessara hagstæðu viðskiptakjara, enda hafa Sovétmenn þegar gefið þeim það til kynna. Castro er þegar far- Dagur Þorleifsson Hungraður og lystarlaus risi Parimal Chandra Barman, 28 ára gamall fiskimaður í Dhaka, höf- uðborg Bangladesh, er hálfur þriðji metri á hæð, þar með hæstur manna þar í landi og heldur enn áfram að stækka. Hann borðar ekki vegna þess að hann hefúr ógeð á öllum mat en þjáist jafnframt af hungri. Er hann nú farinn að kröftum og biður um hjálp tii að geta leit- að til sérmenntaðra lækna, er stöðvi vöxt hans og gefi honum matar- lyst. Sjálfur hefur hann ekki efni á slíkri hjálp. 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.