Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 12
Skoðanakannanir - fóður fyrir fjölmiðla Skoðanakannanir flæða yfir almenning og eru orðnar hluti afdaglegu lífi fólks. Næstum því í hverri viku birtast niðurstöður skoðana- kannana, meirihluti landsmanna villþetta eða hitt, þessi flokkur hefur þetta mikið fylgi og svo framvegis. Það er ekki laust við, þegar þetta kannanaflóð dynuryfir, að ýmsarspum- ingar vakni. Til hvers er verið að kanna skoð- anir manna? Hvað er verið að kanna? Fyrir hverja er verið að gera skoðanakannanir? Hverjir gera þær, og síðast en ekki síst: eru engar reglur til um framkvæmd eða birtingar _____skoðanakannana?_ Ekki nærri allar niðurstöður birtar Dr. Þoriákur Karlsson lektor ( aðferðafræði við Háskóla Islands. Mynd: Kristinn. Dr. Þorlákur Karlsson er lektor í aðferðafræði við Háskóla ís- lands, og hefur lengi unnið við gerð skoðanakannana og rannsóknir á þeim. Hann var fýrst spurður til hvers skoðana- kannanir væru gerðar. - Skoðanakannanir eru ein gerð spumingakannana, en þegar talað er um skoðanakannanir er yfirleitt verið að meina stjóm- málakannanir. Ég held að skoð- anakannanir séu fyrst og fremst fyrir fjölmiðla. Þeir geta selt sig út á þær, því skoðanakannanir þykja fréttnæmar. I annan stað er hægt að líta á hlutverk skoðana- kannana sem forspá, t.d. um úrslit kosninga. I raun og vem verður að líta á skoðanakannanir sem spá um gerðir og vilja fólks. Og í þriðja lagi eru skoðanakannanir liður í rannsóknum vísinda- manna. - Fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í mai sl. var oft talað um að skoðanakannanir gœtu haft á- hrif á afstöðu fólks... - Já, ég gæti trúað að þær hefðu einhver áhrif, ekki mjög mikil, en margvísleg. Ég held að úrslit kosninga velti ekki á því hver niðurstaða skoðanakönnunar er. Það getur gerst að ef úrslit kosninga virðast vera Ijós sam- kvæmt skoðanakönnun, þá nenni þeir sem virðast vera að vinna, ekki á kjörstað. Eins er með þá sem líklegt er að tapi, þeir kannski hugsa að þetta sé vonlaus barátta og fari ekki heldur á kjör- stað. Til er kenning sem segir að það fólk sem er ekki ákveðið hvað það ætlar að kjósa, sjái í skoðanakönnunum hverjir séu líklegastir til að vinna og fylgi þá straumnum. Hins vegar er líka til kenning sem segir að Islendingar haldi gjarnan með þeim sem séu að tapa, og kjósi þá hugsanlega í samræmi við það. Þannig að þetta virkar mjög líklega hvað á móti öðm. Aðrar spumingakannanir em ýmiskonar markaðs- og neyslu- kannanir. Þar af er mest af könn- unum um áhorf og hlustun. Þær em líka fyrst og fremst fyrir fjöl- miðlana til að þeir geti sýnt aug- lýsendum hve mikil útbreiðslan sé. Síðan em gerðar kannanir á annarri hegðun manna heldur en skoðunum eða neyslu, og þær em þá gerðar í rannsóknarskyni. - Mörgum finnst skoðana- kannanir vera einhvers konar persónunjósnir og neita að svara og öðrum finnst kannanir sið- ferðilega óréttmœtar þvi þeim sem kaupir skoðanakönnun er í sjálfsvald sett hvort hann birtir niðurstöður eða ekki. - Það er ekki mitt að svara hvort skoðanakannanir séu sið- ferðilega réttmætar eða ekki. Það er hins vegar tiltölulega algengt að aðeins hluti af niðurstöðum kannana sé birtur. Það em ekki nærri því allar niðurstöður birtar af því sem kannað er. Ég ætti erfitt með að sjá hver ætti að skikka menn til að birta allar þær niðurstöður sem koma úr könnun- um, á hvaða vettvangi til dæmis ætti að gera það? Úrtakið skiptir miklu máli - ÞacI hefur mikið verið rœtt um gerð og framkvæmd skoðana- kannana og þá gæði þeirra. Hvernig á að gera góða skoðana- könnun? - Að gera góða könnun er mjög langt og flókið ferli, en það em nokkur atriði sem skipta mestu máli. Atriði sem auðvelt er að hafa í huga og taka tillit til, en sum þeirra auka kostnað og þess vegna hliðra menn sér hjá því að hafa þau með. 1 fyrsta lagi er gerð spuming- anna. I öðm lagi er að nota réttan svokallaðan þýðislista til ^gmnd- vallar á valinu á úrtakinu. I þriðja lagi er að gæta þess að taka úrtak- ið með réttum hætti, til dæmis að nota kerfisbundið tilviljunarúrtak eða hreint tilviljunarúrtak. Síðan er það stærð úrtaksins, sem skipt- ir mjög miklu máli í sambandi við það hversu miklum mun við bú- umst við að fá, t.d. milli fylgis stjómmálaflokka. Oftast er mælt með að hafa minnst 1000 manna úrtak, helst á bilinu 1000-2000 manns. Þar skipti ekki máli hvort þýðið sé 250.000 íslendingar eða 200-300 miljónir Bandaríkja- manna. Varðandi gerð spuminganna skiptir máli hvemig þær em orð- aðar. Þær eiga að vera stuttar og einfaldar þannig að það fari ekki á milli mála um hvað er verið að spyija. Það er athyglisvert að röð spuminga getur skipt máli. Það hafa verið gerðar rannsóknir á því að það skipti máli ef spurt er um áhuga fólks á einhverju, til dæmis stjómmálum, að hafa nokkrar þekkingarspumingar á undan. Ef fólk veit kannski ekki mjög mikið um stjórnmál, þá svarar það að á- huginn á stjómmálum sé ekki mjög mikill. Altént ekki eins mik- ill og ef þekkingarspumingamar hefðu ekki verið. Hvað þýðislistann varðar, skiptir miklu máli hver hann er. Þeir tveir helstu sem em notaðir, em annars vegar símanúmera- skrá, þ.e. skrá yfir símanúmer á heimilum. Hinsvegar er notuð þjóðskrá. Það er að vísu dýrara að nota þjóðskrá, en það er ömgg- lega betra. Það er tvennt sem geÞ ur skckkt símanúmeraúrtak. I fyrsta lagi hafa ekki allir síma. í öðm lagi hafa þeir einstaklingar sem búa einir meiri möguleika á að komast í úrtakið heldur en ein- staklingar í mannmörgum fjöl- skyldum. Brottfall er vandamál I sambandi við aðferðir við úrtöku, benti ég á að mikilvægt er að nota líkindaúrtök. Mér virðist það ekki vera galli á þeim könn- unum sem gerðar em hér á landi, allavega ekki hjá helstu aðilum sem gera kannanir. Úrtaksstærðin er mikilvæg eins og ég hef minnst á. Ef úrtakið er minna en 1000-1500 manns þá minnka lík- umar á að niðurstöðumar sem við fáum séu réttar. Það er samt ekki betra að hafa úrtakið mjög stórt. Ef við bætum hundrað manns við fimmtánhundruð manna úrtak, bætist nákvæmnin ekki eins mik- ið og ef við bættum hundrað manns við fimmhundmð manna úrtak. Það er algert lágmark að nota 1000 manna úrtak ef á að gera könnun af einhveiju viti. Það er eitt atriði sem ofl er mikið vandamál í könnunum og það er svokallað brottfall. Þetta tengist vandamáli í stjómmála- könnunum, þ.e. hversú margir em óákveðnir. Það fæst ekki svar frá öllum sem talað er við, ýmist af því að þeir em ekki við, eða þeir taka eklci afstöðu. Því meira sem þetta brottfall er, þeim mun minna mark er takandi á niður- stöðunum. Sumir hafa þá þumal- puttareglu að ef brottfall er orðið meira en 30% sé ekki mikið að marka niðurstöðuna. Skoðanakönnun með 30% óákveðinna ekki marktæk Margir reyna að bæta brott- fallið, til dæmis DV. Þeir ætla kannski að tala við 600 manns, en Tölvunefhd Leyfum fyrir skoöanakönnunum fjölgar Tölvunefnd er eftirlitsaðiíi Frá því nefhdin tók til starfa uppfýsmga um fjárhag manna og með lögum um skráningu og hcfur erindum fjölgað mjög mik- lánstraust þcirra fengu 3 aðilar. meðferð persónuupplýsinga, og ið. Áríð 1982 afgrciddi nefndin Lcyfí til samtcnginga skráa fengu það þarf ieyfi frá henni til að 32 erindi, 1983 68 erindi, 1984 11 aðilar. T.d. fékk Slöð 2 leyfi tif framkvæma kannanir hvers kon- voru 64 erindi afgreidd, 1985 að samkeyra áskrifendaskrá sína ar. Nefndin hefur starfað frá árinu voru þau 104, 1986 171 erindi, við þjóðskrá til að fínna þau 1982 og það er dómsmálaráð- 1987 voru 518afgreiddog 1988 heimilt sem ekki voru á áskrif- herra sem skipar hana. voruþau86. endaskránni. Leyfí til vinnslu og í ársskýrslu tölvunefndar frá Hvað varðar einsfaka mála- gcymslu gagna crlendis fengu 7 1988 kemur fram að flest erindi flokka, voru heilbrigðismál aðilar. Aðgang að þjóðskrá og sem ncfndin fær inná borð til sín, stærsti flokkurinn, og oftast var flciri skráni til útsendingar dreifi- voru umsóknir um leyfí til að leitað umsagnar landlæknis, þeg- bréfa, áróðursrita o.þ.h. fengu 10 framkvæma viðhorfskannanir og ar umsagnar um erindi var óskað. aðilar. Aðgang að upplýsingiim neytenda- og skoðanakannanir. f>að eru margvísleg erindi um skattamálcfni fengu 2 aðilar Þær umsóknir voru 40 talsins, sem tölvunefnd færtil afgreiðslu. og aðgang að upplýsingum 1 ýms- sem er 20% aukning frá árinu Á árinu 1988 má nefna að starfs- um opinberum skrám með bein- 1987. ieyfi til söthunar og skráníngar iinutengingu fengu 3 aðilar. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.