Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 21
í tilefni 75 ára afmælis kosn- ingaréttar og kjörgengis ís- lenskra kvenna í vikunni var kvenréttindafrömuðinum Betty Friedan boðið hingað til lands sem alþjóð ætti að vera orðið kunnugt. í för með Friedan voru sjö bandarískar konur sem hver og ein hefur unniö sér sitt hvað til ágætis í kvenfrelsisbaráttunni. Ein þeirra er dr. Diana M. Mee- han sem er ýmislegt til lista lagt og verður ekki allt tíundað hér. En meðal þess sem Diana er þekkt fyrir í heimalandi sínu er tvennt; annars vegar bók sem greinir frá rannsókn á ímynd kvenna í sjón- varpi og ber titilinn „Ladies of the Evening" (sem er reyndar slangur sem notað er um vændi- skonur), og hins vegar ný hei- mildamynd sem hún vann í félagi við aðra um konur á átakasvæð- um, bæði í stórborgum Banda- ríkjanna og á stríðshrjáðum stöð- um eins og El Salvadorog ísrael. Mynd þessi hefur þegar verið út- nefnd til Emmy-verðlauna og vel er hugsanlegt að við fáum að berja hana augum í framtíðinni. Hamingjusama húsmóðirin ímynd kvenna í sjónvarpi í Ameríkunni hlýtur að vera nokk- uð sem vekur áhuga okkar hér í því flóði af bandarísku sjónvarps- efni sem hér er sýnt og Nýtt Helg- arblað spurði Diönu hverjar helstu niðurstöður þessarar rann- sóknar hefðu verið. Þess skal get- ið að rannsóknin beindist sér- DianaM. Meehan: „Konur á stríðssvæðum eruað réttafram sáttahönd til annarra kvenna. Ein þeirrasagði við mig: Við fæðum af okkur lífið. Ef við styðjum það ekki, þá er engin von eftir." Mynd: Kristinn Af húsmæðrum, tálkvendum og öðrum kvenhetjum staklega aó sjónvarpsefni sem sýnt er á besta sýningartíma (Prime Time TV) í Bandaríkjun- um: „Rannsóknin nær frá 1950 til 1984 og hver áratwgnr hefur sttt ákveðna yfirbragð,“ svarar hún. „Við tókum þann pól í hæðina að kanna efnið út frá þeirri forsendu að sjónvarpið væri að gefa okkur raunsæja mynd af konum þessa tíma og í lokin bárum við það saman við raunveruleikann. Á sjötta áratHgmnH bar laag- mest á tveimur manngerðum. Annars vegar „hamingjusömu húsmóðurinni" sem annað hvort var klaufsk og ringluð, eins og Lucy Ball og margar fleiri, eða hreinlega fullkomin á allan hátt. Kynlíf er hættulegt! Hin manngerðin var tálkvend- ið, hóran sem felldi karlmenn og særði þá á allan hátt sem henni var mögulegt. Hún er raunar ástæðan fyrir því að ég valdi titil- inn „Ladies of the Evening" á bókina. í nær öllum þáttunum birtust þessar tvær manngerðir aftur og aftur. Við skoðuðum einnig karlhlut- verkin á skjánum og þar var líka stór munur á raunveruleikanum og heimi sjónvarpsins, þótt ann- ars konar væri. Þar sáust sárafáir verkamenn, skrifstofumenn og engir námamenn. Hins vegar voru margir geimfarar, lögfræð- ingar, læknar og lögreglustjórar í þáttunum. Þetta var sú mynd sem börnum þessa tíma birtist af samfélaginu. Raunveruleikinn var auðvitað allt annar. Á sjötta áratugnum var fjöldi kvenna á vinnumarkað- inum en við sáum aldrei útivinn- andi konur á sjónvarpsskjánum. Þetta segir manni einnig margt um kvenhlutverk þessa tíma. Konur höfðu og hafa ekki enn raunverulegt vald í heimi sjón- varpsins enda þótt spor í þá átt hafi vissulega verið stigin. Konur höfðu ekkert um það að segja hvað birtist á skjánum. Á sjöunda áratugnum minnk- aði alvald húsmæðranna í vinsæ- lustu þáttunum og við tók móð- urímyndin. Þá gátum við fundið konur sem í krafti móðurvaldsins gátu haft áhrif en réðu þó ekki um gang mála. Þær konar sem ekki áttu börn voru áfram svörtu ekkjurnar, kóngulæmar sem spunnu vef sinn utan um saklausa karlana. í gegnum þær kom skýrt fram stefnan um að kynlíf væri hættulegt.“ Diana hlær og bætir við: „Þetta er ákaflega amerískt viðhorf, ekki „Þessar einföldu myndir af konum í sjónvarpi hjálpa manni mjög við að skilja hvað konur í stjórnmálum þurfa að berjast við og þetta nefni ég vegna þess að nú er ég að skrifa bók um konur í pólitík. í dag eru breytingar að eiga sér stað þótt hægar séu og það tel ég fyrst og fremst því að þakka að á áttunda áratugnum byrjuðu kon- ur að fá valdastöður innan fjöl- miðlaheimsins. Þróunin hófst í valdatíð Kennedys þegar menn áttuðu sig á hve fáar konur voru í stjórnunarstöðum. Stefnubreyt- ingin kom að ofan og enda þótt stjórn Reagans hafi reynt að snúa þessu við aftur þá var það orðið of seint. Konur voru orðnar handritahöfundar, framleiðend- wr og stvméam ýafnvel stjóraend- ur sjónvarpsstöðva. Þær era ekki margar en þær vinna mikið sam- an og hafa breytt miklu. Til þessa hafa konur í sjónvarpi alltaf birst sem mæður, dætur eða systur ein- hverra karlhetja, en ekki sem einstakiingar. En sem éæmi tm sjÓBvarps- þætti níunda áratugarins má nefna þættina um Roseanne og Murphy Brown. Þar hafa konur mikið að segja um handrit og vinnslu og í þessum þáttum eru konurnar einstaklingar en ekki aukapersónur sem eru til staðar vegna karlanna.“ Raddir úr fremstu víglínu Við látum þetta duga um rannsóknina plássins vegna og snúum okkur að seinna umræðu- efninu, heimildamyndinni um konur á átakasvæðum, sem ber tkiH»n „Raddir úr fremstu víg- línu.“ Meehan fer ekki troðnar slóðir og má nefna að næst á dag- skrá hjá henni er gerð heknilda- mynda um s-töðn sovéskra kvenna og annarrar t»n slæm kjör bama í Bandaríkjunum. Myndin um konur í stríði hefur verið sýnd í nokkrum borgum Bandaríkjanna í kynningar- og fjáröflunarskyni fyrir málefnin sem þar er fjallaö um og hvar- vetna kefwr hún tóotið nnikla at- hygli. Formleg frumsýning verð- ur í júlí og Diana kvaðst búast við að eintak af myndinni yrði sent til Kvenréttindafélags Islands. í stuttu máli sýnir þessi mynd áhorfendum konur sem í miðri kúlnahríðinni reyna að semja frið með því að rétta fram sáttahönd hver til annarrar upp á sitt eins- dæmi, án íhlutunar karla og jafnvel gegn lögum eins og t.d. í ísrael. Hugmyndin að myndinni varð til út frá einu dæmi sem sjón- varpsfréttakonan Pat Mitchell hjá CBS-stöðinni hugðist gera fréttamynd um. Hún ræddi við Meehan sem þekkti annað dæmi og úr varð 90 mínútna heimilda- mynd. í framhaldi af þessu starfi eru þær með á prjónunum að stofna lítið kvikmyndafyrirtæki þar sem áhersla verður lögð á gerð heimildamynda um málefni kvenna og annarra þeirra sem misrétti eru beittir. Gyðingakonur hitta konurúr PLO „Við tókum myndina í nokkr- um stórborgum Bandaríkjanna og í E1 Salvador, í ísrael og á Norður-írlandi. Á öllum þessum stöðum hittum við konur sem á- kváðu að gera sitt til að semja frið. ísraelskar konur, sem misst hafa börn sín í sprengjuárásum, ákváðu, í stað þess að grípa byssu og skjóta á andstæðinginn, að tala við palestínskar konur. Lög í ísrael banna að stríðandi aðilar talist við þannig að komið var á friðarfundi í Belgíu og þar hittu ísraelskar konur úr borgarstjórn Jerúsalem, og margar fleiri sem tengdust ísraelska stjórnkerfinu, koi»ur úr inrrsta hriag PLO. Satna hefur gerst á Norður- írlandi. Þar hafa mótmælenda- konur og kaþólskar myndað friðarhóp sem hefur það eitt markmið að koma á friði og þar hjálpa kaþólskar konur mótmæl- endakonum og gagnkvæmt. Ein þessara kvenna sagði við okkur: Hvaða máh skiptk það bver ræður yfir moldinni þegar þú ert grafin sex fet niður í hana?! í E1 Salvador eru það konur sem halda þjóðfélaginu gangandi því svo til allir karlmennirnir halda uppi hernaðinum á milli stjórnar og skæruliða. Þær eru farnar að talast við og þær vilja frið.“ Synirokkar verða að hlusta „Ástæðan fyrir því að við tókum borgir Bandaríkjanna með í myndina er sú að í ákveðn- um hverfum þeirra ríkir einnig hryllilegt stríðsástand og þar falla einnig saklaus börn í stríði gengja og eiturlyfjasala. Þar fundum við einnig mæður stríðandi aðila sem ræddust við um hvernig væri hægt að semja frið. Við hittum mæður drengja sem stjórna glæpagengjum sem sífellt eiga í stríði. Margar eru af spænskum uppruna og koma úr umhverfi þar sem litið er upp til mæðranna. Þær sögðu við okkur: Ef synir okkar sjá okkur allar tala saman verða þeir að afvopnast. Allt þetta á upptök sín að rekja til einstakra kvenna sem stóðu upp og sögðu: Nú er komið nóg! Það sem snart mig einna dýpst eru orð konu sem ég spurði hvernig stæði á því að hún væri ekki full haturs gegn þeim sem ollu dauða barna hennar og eigin- manns. Hún sagði einfaldlega: Við konur fæðum af okkur líf. Ef við styðjum ekki lífið þá er engin von eftir." Og við það setjum við punkt- inn hér. -vd. Dr. DianaM. Meehan rithöfundur og kvikmyndagerðarkona í viðtalium konur framan við og að baki sjónvarpsmyndavéla í stríði og fríði Föstudagur 22. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.