Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 19
IIELGARMENNINGIN Hlébarðastökk Vikbeke Ltíkkeberg hefur kvatt sér hljóðs sem skáldsagn- ahöfundur. En þessi „fellibylur og refsinorn frá vesturströnd- inni“, eins og hún hefur verið kölluð, er enginn nýgræðingur í norsku menningarlífi. Hún er hvorki meira né minna en einn áhrifamesti kvikmyndalistamað- ur landsins og hefur vakið athygli víða um heim með list sinni. í Noregi sáu á sínum tíma hátt í 150.000 manns myndirnar Hlaupastúlkan og Húð, en þær voru einnig sýndar á kvikmynda- hátíðinni í Cannes. Hlaupastúlk- an er almennt talin besta norska kvikmyndin á 9. áratugnum, og þegar hún var sýnd í Bandaríkj- unum, var hún flokkuð meðal tíu besta kvikmynda ársins í kvik- myndahúsum þar í landi. Kvikmyndir Vibeke Lökke- berg einkennast einkum af hæfi- leika hennar til að túlka ástríðu hversdagslífsins og til að gæða hversdagslega atburðim sögu- legri merkingu. Þær eru fallegar, en vandlátar, vægðarlausar og stundum mjög ögrandi lýsingar á sálarkvölum mannanna í vestum- orsku umhverfi. í síðustu kvik- myndinni, Húð (1986), leikur Vi- beke sjálf aðalhlutverkið „til þess að geta náð alveg inn í sálimar“, eins og hún orðaði það í viðtali fyrir skömmu. Húð olli gífurlegu fjaðrafoki í Noregi m.a. vegna ögrandi lýsingar á baráttu kynj- anna og sifjaspellum. Vibeke Lpkkeberg hefur verið virkur kvikmyndalistamaður um aldarfjórðungs skeið. Á þessum tíma hefur gert þrjár kvikmyndir, Opinberunina, Hlaupastúlkuna og Húð. Ef opinberir styrkir til kvikmyndagerðar í Noregi væm meiri en raun ber vitni, hefði Vi- beke Lpkkeberg ábyggilega verið mun afkastameiri. Hún hefur nefnilega samið mörg handrit sem hafa aldrei verið kvikmynd- uð. Eftir „húðflettunina“ vegna Húðar liðu mörg ár áður en hún hlaut styrk að nýju, e.t.v. einnig sökum þess, hve umdeild kvik- myndin var. Á undanfömum árum hefur hún sótt árangurs- laust um fimm sinnum. Síðast þegar umsókn hennar var hafn- að, var henni ráðlagt að fara til bókaútgefenda með handritið. Vibeke tók ráðunautinn á orð- inu, og þetta var upphafið að skáldsögunni Hlébarðinn, um- töluðustu fmmraun í norskum bókmenntum á árinu sem leið. Samþjappaður og sjónrænn stíll gefúr Hlébarðanum greini- legan kvikmyndasvip. Hnitmið- uð atriði em skeytt saman eins og í myndaröðun og knýja atburða- rásina hratt áfram. í staðinn fyrir breiða epíska frásögn hefur Vi- beke Lpkkeberg skrifað mar- grætt skáldverk til þess að lýsa landslaginu innra með mannin- um með svipuðum hætti og í kvik- myndinni Hlaupastúlkan. Hlébarði er leiðarminni skáld- sögunnar, sem fjallar um sútara- fjölskyldu í Vestur-Noregi frá lokum síðustu til miðrar þessarar aldar. Hlébarðinn er tákn skap- andi og eyðandi girndar og sárrar löngunar, og felur í sér örlög fjöl- skyldunnar kynslóð eftir kyn- slóð. Fyrst hittum við hann í brúðkaupsveislu ættföðurins sem ristir mynd af hlébarða á stólsetu sem tákn um löngun eftir getu og þreki. Draumurinn um hlébarð- ann endurtekur sig síðan með jöfnu millibili í sögu fjölskyld- unnar, ekki síst í samsömunar- baráttu írenu, aðalsöguhetjunn- ar í síðari hluta bókarinnar. Skáldsagan gerist á 80 árum, frá u.þ.b. 1880 til 1960. Fyrst er rakin saga þriggja kynslóða sem einkennist af ofsalegum deilum á milli manns og konu, ástar og græðgi, Guðs og Mammons. Við erum vottar að þróun fyrir- tækisins og fjölskyldunnar frá því að iðnvæðingin gjörbreytti samfélaginu um síðustu aldamót. Við fylgjumst með fjölskyldunni á uppgangstímum og síðan kreppu millistríðsáranna að heimsstyrjöldinni síðari, þegar sútunarhúsið verður gjaldþrota og fjölskyldan flytur til Björ- gvinjar. Bókinni lýkur með lýs- ingu á þróun velferðarsamfélags- ins á fyrstu eftirstríðsárunum. Vibeke Lökkeberg segir ekki frá sögulegum atburðum sem óhlutstæðum kröftum, heldur sem áþreifanlegri reynslu ein- staklingsins. Eins og í kvikmynd- um sínum lýsir hún girnd og hvö- tum í ástríðufullum og rudda- legum myndum og atriðum sem eru eins hrífandi og átakanleg og þau geta verið fáránleg og ands- tyggileg. I sögu fyrstu þriggja kynslóð- anna eru karlmenn í brennidepli frásagnarinnar með ættföður sút- araættarinnar og son og sonarson hans sem aðalpersónur. Þeir eru sterkir og aumingjalegir í senn. Þeir vilja komast áfram í heimin- um og verða sér úti um eignir í stórum stíl, en eru engu að síður sálræn reköld. Þeim tekst ekki að tjá tilfinningar gagnvart neinum, jafnvel þótt þeir þrái náið sam- band við bæði eiginkonur sínar og böm. í síðari hluta bókarinnar er „friðarstúlkan“ írena aðalpers- óna, hún er fulltrúi eftirstríð- Hin fagra Fiamma Prima donnan Fiamma Izzo D'Amico söng á lokatónleikum Listahátíðar sem voru síð- astliðinn laugardaginn í Háskóla- bíói ásamt Sinfóníuhljómsveit ís- lands og kór íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri var John Neschling, sem nú er á föstum samningi hjá Vínaróperunni og stjórnai fyrst og fremst óperum. Ég var nú ekki alveg viss, þegar stjórnandinn mætti á sviðið hvers konar náungi þetta eiginlega væri, hálfgerður „leppalúði“ með tagl, en það tók hann ekki langan tíma að sjarmera mig, þvílíkur eldmóði sem hann bjó yfir. Fyrir hlé á milli Verdi forleiks og Verdi kóra kom svo sjálf þokkadísin og augnayndið sem Arthúr Björgvin var búinn að lýsa svo fjálglega í pistlum sínum, og ekki versnaði JÓHANNA V. ÞÓRHALLSDÓTTIR það þegar hún hóf sönginn a.m.k. ekki fyrir okkur sem sát- um á fremri parti Háskólabíós. Röddin var alveg frjáls og óþvinguð, ekki stór, og túlkaði hún af mikilli innlifun. Ég sannfærðist ekki þó fullkomlega fyrr en í Gimsteinaaríunni, en hún sótti í sig veðrið eftir hlé og var frábær eftir það. Þó skildist mér á þeim sem sátu fyrir aftan 16. bekk að hljómsveitin hefði stundum yfirgnæft hana, en ég sat sem betur fer á 5. bekk og heyrði hvern tón sem hún gaf frá sér mjög vel. Kór óperunnar söng vel og hreint og er greinilega vel að sér í Verdi kórunum; Sigurmar- sinn úr Aidu var glæsilegur lok- apunktur hjá kórnum. Eftir hann var Fiamma með aríu úr Mefist- ofele og síðan voru það upp - klappslögin og í lokin tók hún aftur Adieu notre table úr Manon eftir Massenet, sem er mjög stutt og vandmeðfarin aría, og nú sýndi hún frábært vald á röddinni. Gaman, gaman. Ég bíð bara eftir næstu Listahátíð. Takk fyrir mig. Glæsileg frammistaða Með áhugaverðari tónleikum á Listahátíð voru tónleikarnir í ís- lensku óperunni 13. júní undir yfirskriftinni Tónlist 20. öld. Efn- isskráin var vel valin, hún hófst á klarinettutríói bandaríska tón- skáldsins Elliotts Carter (1908), Canon for 3; sem hann samdi til minningar um Stravinsky, en Carter dáði hann mikið. Tríóið var leikið af þeim Óskari Ingólfs- syni, Kjartani Óskarssyni og Ónnu Benassi en þau tvö síð- astnefndu stóðu uppi á svölum óperunnar svo klarinetturnar hljómuðu úr öllum áttum. Góð byrjun. Þvínæst var flutt verk Lutoslawskis (1913) hins pólska, Chain 1. Það var Guðmundur Hafsteinsson sem stjórnaði kam- mersveitinni sem spilaði þetta verk afar vel, eins og reyndar öll verkin. Kammersveitin var vel undirbúin og samæfð og er Guð- mundur greinilega hárnákvæmur stjórnandi. Hann var með engar aukahreyfingar, heldur einungis þar sem með þurfti. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé Sigrúnu Édvaldsdóttur fiðluleikara spila, þótt ég hafi hlýtt á hljóðritanir. í Fiðlukonsert nr. 3 eftir Alfred Schnittke (fæddur í Sovétríkjun- um 1934) var alveg frábært að sjá Sigrúnu og hlýða. í fyrsta lagi er tónninn hennar safaríkur og fal- legur, auk þess sem hún er músík- ölsk og hefur sterkan persónu- leika, án allrar tilgerðar. Þetta var glæsileg frammistaða. Eftir hlé var fyrstur á dagskrá japanska tónskáldið Toru Take- mitsu (f. 1930), og verkið Rain Coming, mikil andstæða við hin verkin, sérstakt og fagurt. Því næst var flutt Memoriale eftir Frakkann Pierre Boulez (1925) sem var samið 1985 til minningar um flautuleikarann Lawrence Beauregard og flutti samlandi Boulez Martial Nardeau verkið ásamt kammersveitinni. Martial er mjög góður flautuleikari, með undurfagran tón og spilaði Boul- ez frábærlega vel. Ég skil nú eiginlega ekki af hverju Martials var ekki getið sem einleikara í efnisskránni og í auglýsingum. Þetta hefur kann- ski verið einhver misskilningur? Lokaverkið á tónleikunum var eftir Webern hinn austurríska, Konsert op. 24, en verkið skrifaði Webern 1934, 11 árum fyrir and- lát sitt og gaf meistara sínum Schönberg í sextugsafmælisgjöf. Skemmtilegir og vandaðir tón- leikar, - til hamingju. „Hlébarðinn ertengdurtvenns konargimd, ástarspennu á milli manns og konu annars vegar og viðleitni til ao fá viðurkenningu samfélagsins hins vegar." skynslóðarinnar. í henni mun hlébarðinn gera sig óháðan fé- gimd og valdafíkn og stökkva yfir í skapandi og sannleiksleitandi heim listarinnar. Hlébarðinn er tengdur tvenns konar girnd, ástarspennu á milli manns og konu annars vegar og viðleitni til að fá viðurkenningu samfélagsins hins vegar. Stéttar- ígur og mismunun gegnsýra frá- sögnina. Aðalpersónumar reyna árangurslaust að losa sig við undirstéttarfjötrana, en yfirstétt- in samþykkir þær ekki, sama hve auðugar þær verða. Sútaramir leita að bæði kyn- ferðislegri og þjóðfélagslegri samsömun. E.t.v. hlotnast yngs- ta ættarsprotanum að sætta dei- luöflin. Það er varla tilviljun að hún ber nafnið írena, sem þýðir „friður“. Sagan um írenu minnir á vissan hátt á barnalýsingar Tor- borgar Nedreaas, en hún mun vera mikilvæg bókmenntaleg fyr- irmynd Vibeke Lpkkeberg. Vibeke Lpkkeberg hefur sótt yrkisefnið til sögu fjölskyldu sinnar, sem rak sútunarhús og síðan skóverksmiðju á Mong- stöðum á Hörðalandi, þar sem stærsta olíuhreinsunarstöð Nor- egs er núna. Fyrirtækið fór á hau- sinn og lenti á nauðungamppboði þegar Vibeke var fjögurra ára gömul. „Markmið mitt var að nota ættarsöguna til að segja frá skapheitum mönnum,“ sagði hún í viðtali um Hlébarðann. Aðalp- ersónur bókarinnar búa yfir draumnum um að hefjast yfir hversdagsleikann, verða að ein- hverju og skapa eitthvað varan- legt. Segja má að draumurinn rætist í listamanninum Vibeke Lokkeberg. Það er dæmigert að írena, málpípa höfundarins í bókinni, tekur að sér að gerast miðill þeirra mynda sem lifa í henni: „Hún fór að teikna í sand úr skeljum og steingervingum, lét steina fljúga og andstyggðina virðast fallega." Sterkasta hlið Vibeke Lpkke- berg er myndrænn stfll sem skapar skáldskaparheim með lif- andi menn gædda sterkum hvö- tum sem vinna sigra og bíða ósigra. Öðru fremur er það myndin af hlébarðanum sem rek- ur lífsþróttinn í bókinni. Hlé- barðinn hlaut mjög góðar við- tökur, og nú er Vibeke Lökke- berg að skrifa framhald bókar- innar, sem segir frá æskuárum ír- enu og er væntanlegt á bóka- markaðinn í haust. Um leið er Vibeke að undirbúa töku á fjórðu kvikmynd sinni, Mávum, sem hún hefur fengið opinberan styrk til að gera í ár. Hún er samnefnd leikriti Antons Tsjekhovs, en í það sækir höfundur innblástur að kvikmyndinni, sem mun fjalla um ást og brjálæði. (Höfundur er sendikennari í norsku við Háskóla íslands). Listasafn Sigurjóns Sumartónlist Blásarakvintett Reykjavíkur kemur fram á þriðjudagstón- leikum Listasafns Sigurjóns Ól- afssonar þann 26. júní nk. kl. 20.30. Kvintettinn mun flytja verk eftir bandarísk og bresk tuttug- ustu aldar tónskáld, m.a. Summer Music eftir Samuel Baker, sem þeir félagar fluttu á fyrstu tónleikum sínum árið 1982. Önnur verk sem flutt verða á þriðjudagskvöldið hefur kvint- ettinn ekki leikið opinberlega áður, eins og Wind Quintet eftir Elizabeth Machony og Comedy for Five Winds eftir Paul Patter- son. Orðstír Blásarakvintetts Reykjavíkur hefur farið vaxandi úti í heimi, og eru margar tónl- eikaferðir fyrirhugaðar á næstu tveimur árum. Fljótlega heldur kvintettinn til Englands, þar sem hann mun halda tvenna tónleika. Á næstu sumartónleikum safnsins, þann 3. júlí, leika þær Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu og Gyða Þ. Halldórsdóttir á píanó. Tónleikarnar úti í Lauganesi hefjast sem áður sagði kl. 20. 30 og eru miðar seldir við inn- ganginn. Föstudagur 22. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.