Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 28
Villtur og óútreiknanlegur Verður ástarbríminn skoska villikettinum að fjörtjóni? Víðast hvar í Evrópu eiga villtir stofnar landspendvra mjög í vök að verjast fyrir ágangi mann- skepnunnar. Þeirra á meðal er evrópski villikötturinn sem nú er nær aldauða á meginlandinu. Náfrænda hans, skoska villikett- inum, hefur farnast öllu betur, en nú er svo komið að ýmsar blikur eru á lofti um að sömu örlög bíði þess merka kattarstofns. Hvergi í Evrópu er stofnstærð villta kattarins stærri en í Skot- landi. Þrátt fyrir að mann- skepnan hafi löngum haft illan bifur á kisa og reynt að hafa hendur í hári hans, hefur honum tekist að þreyja þorrann og kom- ast af í óvinveittum heimi. í dag er köttinn aðeins að finna í af- skekktum héruðum Skotlands. Vitað er fyrir víst að kötturinn lifði góðu lífi um mest allt Bret- land fram á 16. öld og ber hann m.a. á góma í nokkrum leikrita Shakespeares s.s. í Kaupmannin- um í Feneyjum og Makbeð. Megin uppistaðan í fæðuvali kattarins eru mýs, læmingjar, moldvörpur, kanínur og smáfugl- ar og jafnvel akurhænur. Þá er nokkuð um það að kötturinn leggi leið sína inn á veiðilendur sportveiðimanna og geri þar usla. Þetta háttalag kattarins hefur á stundum leitt til þess að fugla- veiðimenn hafa skorið upp herör gegn kisa þar sem hann spillti fyrir þeim veiði. Mesta hættan sem stafar að kattarstofninum eru þó ekki skotglaðir veiðimenn heldur ósköp meinleysislegir heimilis- kettir. í nýlegri skýrslu Náttúru- verndarráðsins breska um ástand og ásigkomulag skoska villikatt- arstofnsins er varað við of nánu . samneyti heimiliskatta og villi- kattarins. Settlegar heimilislæður og pattaralegir fresskettir eiga nefnilega til að fyllast ástarbríma og falla fyrir villtum frændsyst- kinum sínum. Þótt villti köttu- rinn sé ekki enn í bráðri hættu vegna kynblöndunar, er samt sem áður auðsætt að hverju stefn- ir samfara því að áður lítt byggð svæði byggjast og heimilisköttum fjölgar í kjölfarið. Skoski villikötturinn er stór og stæðilegur á velli. Hann er um þriðjungi stærri heldur en heimilisköttur. Fullvaxinn vegur villtur fressköttur um 5,25 kíló og læða um 4,2 kíló. Ólíkt heimilis- kettinum er fjölgun þess villta árstíðabundin. Hver læða gýtur hverju sinni að jafnaði fimm kett- lingum. Þýðingarlaust er að reyna að temjakisa. Bæði eraðhann hefur ofsafengið skap og á bágt með að semja sig að húsreglum. Þótt villtir kettlingar séu teknir ný- gotnir inn á heimili, er eðli þeirra samt við sig. Um leið og þeir ná kynþroska halda þeim engin bönd og þeirra sanna villta og óviðráðanlega eðli kemur í ljós. Grenn Magazine/-rk Villtur, stór og stæðilegur. Skoski villikötturinn er eina villta landspen- dýrið á Bretlandseyjum. Hinir fyrstu verða síðastir Hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir segir í Biblíunni og sannast það ótví- rætt í slagnum um bestu mið- ana á tónleika Bobs Dylans. Hið svokallaða gráa svæði í Höllinni á tónleikum Dylans hefur valdið öfund þeirra sem aðeins fengu miða á bláa eða gula svæðið. Þetta fólk getur nú tekið gleði sína á ný því að sýnt þykir að hæð nýja sviðs- ins sem í smíðum er fyrir tón- leika goðsins verði svo hátt að boðsgestir og aðrir gráir verði að reigja sig og teygja til að sjá kappann, sem í ofanálag mun standa fremur aftarlega á sviðinu. Það er því hætt við að fína fólkið verði með hálsríg að tónleikunum lokn- um. ■ Krókódíla-Gutti Krókódílar hafa verið í sviðs- Ijósinu að undanförnu vegna meints ólöglegs innfutnings á einum slíkum til Neskaup- staðar. Sá slapp út í guðs græna náttúruna og er álitið að hann sé nú kominn yfir móðuna miklu. Fyrr í vor voru krókódílar líka í sviðsljósinu, en það var þegar Guttormur Einarsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra heimsótti Mývetninga til að ræða um at- vinnumál. Meðal frumlegra hugmynda sem Guttormur kynnti á fundinum var annar- svegar hugmynd um krókódí- laeldi í Mývatnssveit og hins- vegar hugmynd um hættuf- erðir á öræfi. Eftir það gengur Guttormur undir nafninu Krókódíla-Dundee, eða Krókódíla-Gutti, en Dundee þessi er áströlsk kvikmyndap- ersóna sem kemur vel- greiddur úr svaðilförum sín- um. ■ Hagvirki í byggingarnefnd Við kjör í byggingarnefnd á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í vikunni kom í Ijós að annar fulltrúi Sjálfstæðis- manna var Jóhann Berg- þórsson forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins, Hagvirkis. Telja flestir að seta hans í nefndinni skapi óhjákvæmilega hags- munaárekstra þegar forstjór- inn leitartil þyggingarnefndar- mannsins með ýmis mál. ■ Borgaðu rafmagnsreikninginn áður en þú ferð í fríið! Þá verður heimkoman ánægjulegri Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir — og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaða fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur næsta mánaðar eftir útgáfudag (15. dagur næsta mánaðar hjá ellilífeyrisþegum). Ef reikningur hefur ekki verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir. Dreifikerfi RaiBmagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKiAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI6862 22 ARGUS/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.