Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 5
• •
TIT A .▼ ■ t» ■>
rUi3l UUAvjjjr Kr^ I I ttv
BHMR
Ríkisstjómin ógildi frestun
Fjölmennur útifundur BHMR ígær krefstþess að ríkisstjórnin ógildi
frestun á launahœkkunum. ASÍ segist ekki hafa krafist frestunar
Eftir fjölmennan fund félaga í
BHMR á Lækjartorgi í gær,
var Steingrími J. Sigfússyni starf-
andi fjármálaráðherra, afhent yf-
irlýsing til fjármála- og forsætis-
ráðherra. I yfirlýsingunni segir
að frestun ríkisstjórnarinnar á
gildistöku nýs launakerfis
BHMR, eigi sér enga stoð í samn-
ingum og hún sé frekleg árás á
lýðræði í landinu. Ásmundur
Stefánsson forseti Alþýðusam-
bands íslands segir í svarbréfi til
BHMR, að ASÍ hafi hvergi sett
fram kröfu um að samnings-
bundnar kauphækkanir verði
felldar niður með valdboði. Að-
gerðarnefnd BHMR hcfur beint
því til félagsmanna bandalagsins
að leggja niður störf í nefndum og
ráðum ríkisins.
Ríkisútvarpið
Útvarpsráð
var í órétti
Álit Lagastofnunar: Út-
varpsráð var í órétti þeg-
ar það lýstifréttfrétta-
stofunnar ómerka
Páll Benediktsson formaður
Félags fréttamanna, segir að
álit sem Lagastofnun Háskóla Is-
lands hefur gert fyrir félagið,
staðfesti að fréttamenn Ríkisút-
varpsins hafi haft rétt fyrir sér í
deilu sem reis upp vegna fréttar af
teikningum af íþróttahöll sem
gerðar voru af teiknistofu á Akra-
nesi. í áliti Lagastofnunar segir
ma. að útvarpsráð hafi ekki úr-
skurðarvald um hvort frétt brjóti
í bága við útvarpslög eða ekki.
Eftir að fréttastofa útvarps
hafði birt athugasemd frá út-
varpsráði vegna umræddrar frétt-
ar, þar sem tekið var fram að
fréttastofan stæði við allt sem
sagt var í fréttinni, lýsti útvarps-
ráð þá frétt ómerka. í áliti Lag-
astofnunar segir að útvarpsráð
hafi ekki vald til þess að úrskurða
yfirlýsingu fréttastofunnar
ómerka. Þá segir að hvorki út-
varpsráð né útvarpsstjóri hafi
vald til að banna birtingu fréttar.
Hins vegar geti fréttamenn og
fréttastjóri bakað sér ábyrgð
samkvæmt lögum vegna birtingar
fréttar.
Almennur félagsfundur Félags
fréttamanna ályktaði um þetta
mál á miðvikudag. Þar segir að
álitsgerðin staðfesti að útvarps-
ráð og útvarpsstjóri hafi farið út
fyrir valdsvið sitt með afskiptum
sínum af fréttaflutningi frétta-
stofu útvarps. Félagið álítur
jafnfram að álitsgerðin staðfesti
ritstjórnarvald fréttastofu Ríkis-
útvarpsins.
Páll Benediktsson sagði félagið
líta svo á að með álitsgerðinni
væri þessu máli lokið. Félag
fréttamanna myndi hins vegar
reyna að hafa áhrif á væntanlegt
frumvarp til útvarpslaga og styðj-
ast þar við álitsgerðina, svo ekki
verði komið inn í ný lög klásúlu
sem gefi útvarpsráði það vald
sem Lagastofnun segi það ekki
hafa nú.
-hmp
Aðgerðarnefndin hefur einnig
ákveðið að taka á móti Ólafi
Ragnari Grímssyni fjármálaráð-
herra þegar hann kemur heim frá
útlöndum á sunnudag. Á útifundi
BHMR í gær sagði Elna Kristín
Jónsdóttir formaður HÍK, ekki
nema eðlilegt að spyrja ráðherra
við komuna hvernig honum hafi
litist á þau lýðræðisríki sem
ráðherrann hefði verið að
heimsækja að undanförnu. Að-
gerðarnefndin hefur einnig sett af
stað söfnun undirskrifta þar sem
frestun ríkisstjórnarinnar er mót-
mælt.
Ásmundur Stefánsson hefur
svarað bréfi BHMR til ASÍ.
Taldi forsetinn rétt að gera það
án tafar þó miðstjórn ASÍ hefði
ekki komið saman til að fjalla um
málið. í bréfinu segir.Ásmundur
að ASÍ hafi hvergi sett fram, né
tekið undir, kröfur um að samn-
ingsbundnar kauphækkanir verði
felldar niður með valdboði. Ás-
mundur segir hins vegar, að á
fundi ASÍ manna með fulltrúum
BHMR í janúar, hefði ASÍ gert
grein fyrir því að það teldi eðli-
legt að BHMR og aðrir hópar
launafólks fylgdu þeirri stefnu
sem mörkuð er í samningum ASÍ
og BSRB. í bréfi forsetans er aft-
ur á móti ekki vikið að þeirri
spurningu BHMR hvort ASÍ
styðji þá megin kröfu að samn-
ingar skuli virtir.
Það kom fram í máli ræðu-
manna á útifundinum í gær, að
BHMR hefði aldrei framselt
samningsrétt sinn til ASÍ, eins og
Júlíus K. Björnson formaður Sál-
fræðingafélagsins orðaði það.
Broddi Broddason formaður Fé-
lags fréttamanna sagði „þjóðar-
sátt“ hafa verið einhvers konar
lausnarorð frá því samningar ASÍ
og BSRB voru gerðir. í bréfi for-
sætisráðherra til BHMR væri
hins vegar talað um „þjóðar-
voða“ ef staðið verði við gerða
samninga við BHMR. Broddi
sagði þetta mál einfaldlega snúast
um eðlilegt heimilishald í stað
aukinnar yfirvinnu.
í svari Ásmundar Stefánssonar
kemur einnig fram að ASÍ félagar
muni fara fram á sömu launa-
hækkanir ög aðrir hópar sem
hugsanlega fái meiri hækkanir en
samið var um í febrúar, jafnvel
þótt það raskaði forsendum fe-
brúarsamninganna.
Steingrímur J. Sigfússon starf-
andi fjármálaráðherra, sagði
Þjóðviljanum að hann hafi staðið
í skemmtilegri verkum en að taka
við yfirlýsingunni frá aðildarfé-
lögum BHMR. Hann sagði að
hann myndi beita sér fyrir því
innan ríkisstjórnarinnar að þetta
mál yrði leitt til farsælla lykta.
-hmp
Fjölmenni var í kröfugöngu BHMR í gærdag, þar sem frestun ríkis-
stjórnarinnar á gildistöku nýs launakerfis BHMR var mótmælt. Mynd:
Kristinn.
Kosningarnar
Konur sóttu á
Hlutfallslegafleiri konur ísveitarstjórnum. Hlutfall kvenna háttá
höfuðborgarsvæðinu
Konur sóttu á i nýafstöðnum
sveitarstjórnarkosningum.
Þær eru nú 32,4 af hundraði kjö-
rinna sveitarstjórnarmanna í
kaupstöðunum og í Reykjavík, en
voru 28,9 prósent fulltrúa eftir
kosningarnar 1986. Þetta kemur
fram í upplýsingum frá
Jafnréttisráði. Nokkuð algengt er
að konur veljist í embætti forseta
bæjarstjórnar að þessu sinni.
Sveitarstjórnarmenn í kaup-
stöðum og í Reykjavík eru 250
alls, en 81 þeirra eru konur. Sé
miðað við framboðslista í kaup-
stöðum var hlutfall kvenna 41,1
prósent.
Hlutfall kvenna í sveitarstjórn-
um á höfuðborgarsvæðinu er 45
af hundraði. Það er langt yfir
landsmeðaltali. Á Seltjarnarnesi
og í Garðabæ eru konur í meiri-
hluta í bæjarstjórn, en í borgar-
stjórn sitja sjö konur og átta karl-
ar.
Konur eru nú mjög víða forset-
ar bæjarstjórna. Það á við m.a.
um Keflavík, Garðabæ, Akra-
nes, Selfoss, Akureyri, Borgar-
nes og Hveragerði. A Selfossi eru
konur í embættum forseta bæjar-
stjórnar og formanns bæjarráðs.
-«g
ABR
Island úr NATÓ - Herinn burt
ABR lýsir yfir stuðningi við BHMR
Afélagsfundi ABR, sem haldinn
var sl. miðvikudagskvöld var
samþykkt tillaga um að fulltrúar
flokksins á Alþingi og í ríkisstjórn
fylgi eftir stefnu flokksins í her-
stöðvamálinu í starfi sínu og fylki
Borgarráð
Sigurjón einn í minnihluta
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
fjóra fulltrúa í borgarráði
Reykjavíkur, en minnihluta-
flokkarnir aðeins einn. Varpað
var hlutkesti um fjórða manninn
og hafði Sjálfstæðisflokkurinn
þar sigur. Davíð Oddsson var
kjörinn borgarstjóri og Magnús
L. Sveinsson forseti borgarstjórn-
ar á fyrsta fundi nýrrar borgar-
stjórnar í gærkvöldi.
Sigurjón Pétursson verður full-
trúi minnihlutans í borgarráði
næsta árið, en hver flokkur fær
fulltrúa í ráðinu í eitt ár í senn.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarráði eru Magnús L.
Sveinsson, Katrín Fjeldsted, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Árni
Sigfússon. Hefði minnihlutinn
unnið hlutkesti, sæti Kristín Á.
Ólafsdóttir í ráðinu í stað Árna.
Kosið var í nefndir og ráð borg-
arinnar á fundinum í gær og varð
að varpa hlutkesti um fjórða
mann Sjálfstæðisflokksins og
annan mann minnihlutans í allar
fimm manna nefndir. -gg
sér um tillögur Hjörleifs Gutt-
ormssonar í málinu.
Einnig var samþykkt svohljóð-
andi breytingartillaga við til-
löguna, sem Stefanía Trausta-
dóttir bar fram: „Þá minnir fund-
urinn á samþykkt 9. landsfundar
Alþýðubandalagsins þar sem lagt
er til að í ljósi nýrra tíma leggi
ráðherrar flokksins til innan
Ríkisstjórnarinnar, „að tafar-
laust verði hafinn undirbúningur
að brottför hersins, afnámi er-
lendra herstöðva og þar með úr-
sögn úr NATÓ.“
Einnig var samþykkt tillaga um
að ABR mótmæli harðlega þeim
aðgerðum ríkisstjórnarinnar að
fresta einhliða ákvæðum kjara-
samnings BHMR og rýra með því
fordæmi samningsrétt stéttarfé-
laga.
-Sáf
Föstudagur 22. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
Seyðisfjörður
Allir í bæjar-
vinnuna
Um25 afhundraði
atvinnufœrra Seyðfirð-
inga atvinnulausir. Bær-
inn hefur ráðið yfir
hundrað manns til sín
Um fjórðungur mannafla á
Seyðisfirði var atvinnulaus í maí,
en nú hafa bæjaryfirvöld ráðið
þetta fólk nær allt í sutnarvinnu.
Þar á meðal eru fjölmargir náms-
menn. Atvinnuástandið á Seyðis-
firði hefur verið rætt sérstaklega í
ríkisstjórninni, en engin niður-
staða hefur fengist.
Starfsemi Fiskvinnslunnar hef-
ur legið niðri um margra mánaða
skeið, en þegar mest var unnu þar
um 200 manns. í síðasta mánuði
voru 89 á atvinnuleysisskrá. Auk
þess voru 45 námsmenn á skrá
svo samtals voru 135 manns án
atvinnu. Að sögn Þorvarðar Jón-
assonar bæjarstjóra má áætla að
mannafli á Seyðisfirði sé um 550
manns, svo atvinnuleysið nam
um 25 af hundraði.
„Við höfum tæmt
atvinnuleysisskrána að mestu
með því að ráða þetta fólk til
vinnu hjá bænum. Það er dýrt að
halda þessari atvinnu uppi, en
það er líka dýrt að láta fólk ganga
atvinnulaust. Við vonumst til
þess að atvinnulífið glæðist í
haust.
Þótt undarlegt megi virðast
hefur ekki borið á brottflutningi
fólks úr bænum, en auðvitað
hljóta margir að fara að hugsa sér
til hreyfings. Hjól verða því að
fara að snúast hérna,“ segir Þor-
varður Jónasson í samtali við
Þjóðviljann.
-gg