Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 26
Árbæjarsafn, opið alla daga nema mákl. 10-18. PrentminjasýningíMið- húsi, kaffi í Dillonshúsi og Krambúð. Djúpið, kjallara Hornsins, Róbert Róbertsson. Opið alla frá kl. 11. Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu- múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, keramikverk og módel- skartgripir, opið lau 10-14. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9. Edda Jónsdóttir, Vörðurvatnslita- myndirog smá- skúlptúrar. Opið á verslunartíma, til 24.6. Gerðuberg, sýning á starfi lista- smiðjunnar Gagn og gaman opnuð á lau kl. 14 með leikþættinum í hafsins djúpi. Sýningin eropin kl. 9-22 alla daga til 22.6. Ath. síðasti sýn.dagur. Gunnarssalur Þernunesi 4, Arnarn- esi. Gunnar I. Guðjónsson sýnir olí- umálverk, bæði ný og frá ýmsum tím- um. Opið daglega kl. 16-22, til 24. júní. Hafnarborg, Einfarar í íslenskri myndlist, opið alla daga nema þri kl. 14-19, til 24.6. Kjarvalsstaðir, Islensk höggmynda- list 1900-1950 Opið daglega frá kl. 11-18. Til 8.7. Listmálarafélagið, Listahúsi að Vesturgötu 17,8 kunnir listamenn. Opið 14-18alladaga,framlengdtil 24.6. Listasafn Einars Jónssonar opið alla daga nema má 13.30-16, högg- myndagarðurinn alla daga 11-17. Listasafn ASl', sýn. Grafiklist frá Frakklandi. Opin virka daga kl. 16-19 og um helgar kl. 14-19, má lokað. Til 1.7. Listasafn íslands, André Masson 1896-1987, opið um helgar kl. 12-22, virka daga kl. 12-18. Til 15.7. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, sýn. áandlitsmyndum Sigurjóns. Opið lau og su kl. 14-18, má, þri, mi og fi kl. 20-22. Menntamálaráðuneytlð, Daníel Magnússon sýnir fígúratívar og ge- ómetrískar lágmyndir. Minjasafn Rafmagnsveitunnar, húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su 14-16. Norræna húsið, kjailari og anddyri: Hernám og stríðsár, Ijósmyndasýn- ing frá stríðsárunum á íslandi 1940- 45. Opin 14-19 daglega, til 24.júní. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, eldgosa- og flótta- myndir Ásgríms. Opið alla daga nema má kl. 13:30-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið alla daga nema má kl. 14- 18. Slúnkaríki ísafirði, Sara Vilbergs opnar á lau sýningu kl. 16, opið fi-su 16-18. Til 1.7. Veitingahúsið 22, Laugavegi. Óskar Thorarensen, Opið alladagafrá kl. 11 -01, um helgar til kl. 03. Þjóðminjasafnið, opið 15.5.-15.9 alla daga nema má kl. 11 -16. Maður og haf, sýning á 2. hæð, til 1.7. LEIKLISTIN- Leikfélag Rey kjavíkur í leikför með Sigrúnu Astrósu, í kvöld á Dalvík, lau á Húsavík, su Skjólbrekku og má Raufarhöfn. Alþýðuieikhúsið, Isaðar gellur í leikför, í kvöld kl. 20:30 á Akranesi, á lau kl. 21:15 í Sindrabæ Höf n í Horna- firði, og á su kl. 21:15 í Félagsheim- ilinu Vestmannaeyjum. Auðhumla heldur leiksýningu á Jónsmessunótt, sem hefst á mið- nætti á Klambratúni á horni Löngu- hlíðarog Flókagötu. Frumsýnt verður verkið Drottningin varð ástfangin af bjána í leikstjórn Guðjóns Sigvalda- sonar. Aðg. ókeypis. í gegnum grínmúrinn og Leitin að léttustu lundinni, Spaugstofumenn á ferð um landið. í kvöld í Skálavík, Bol- ungarvík. Lau Alþýðuhúsinu ísafirði, og su Félagsheimilinu Hvamms- tanga. Dómkórinn í Reykjavík heldur tónleika annað kvöld kl. 22 í Dómkirkjunni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Á myndinni má sjá kórfélaga áður en snjóa leysti, nú halda þau tórileika á lengsta degi ársins. Hvað á að gera um helgina? Málhildur Sigurbjörnsdóttir fiskverkakona Ætli ég verði ekki aðallega í fótbolta við tiltektirnar á morgun. Mér verður lítið úr verki þegar komið er heim á kvöldin þannig að helgarnar notar maður til að þvo, skúra og bóna. Á sunnudaginn býst ég við að laga til í garðinum - mér sýnist hann þurfa sitt. Annars er óráðið hvað ég geri um helgina. Ætli ég reyni ekki að slappa lítillega af, já og merkja við á dagatalinu því nú styttist óðum í það að ég fari í sumarfrí. TÓNLIST Dómkórinn í Reykjavík heldur Jónsmessutónleika í Dómkirkjunni á lau kl. 22. Á efnisskrá eru bæði kirkju- leg og veraldleg kórlög. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Aðg. er ókeypis. Stórsveit og kórfrá Húsavík í Nor- rænahúsinu lau kl. 16. Jónsmessuhátíð Norræna húsinu, kl.20:30-02:30. Maistöng og Jónsmessubálköstur. Da-sævísna- söngkonan Hanne Juul, norski kórinn Raumklang, kvintett Görans Palm, færeyskir þjóðdansar o.fl. ÍÞRÓTTIR Laugardagslaugin, sundmót Sund- félagsins Ægis og Iþróttahátíðar (Sl 22.-24. júní. Af þeirri ástæðu er laugin lokuð almenningi í dag kl. 7-13:30, lau frá kl.11:30, og á su lokað allan daginn. HITT OG ÞETTA Kramhúsið, Víkkum sjóndeildar- hringinn, leiksmiðjafrönsku hreyfi- listarkonunnar Christine Quoiraud um helgina. Allir velkomnir að taka þátt. Uppl. í símum: 15103 og 17860. Hana-nú í Kópavogi, samvera og súrefni á morgun lau, lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Komum sam- an upp úr hálftíu og drekkum molak- affi. Púttvöllurinn á Rútstúni öllum op- inn. Félag eldri borgara, Göngu-Hrólfar hittastámorgun lau kl. 10aðNóatúni 17. Opið hús Goðheimum á su frá kl. 14. Dansleikur hefst kl. 20. Dagsferð á Nesjavelli 26. júní nk. uppl. og skráning á skrifstofunni. Útivist, Jónsmessunæturganga lau, m/Akraborginni upp á Akranes, gengið út með strönd og fylgst m / sólarlagi. BrottförfráGrófarbryggju kl. 18:30. Þórsmerkurganga, 11. ferð, á su Hpltahreppur hinn forni. Brottför frá BSl-bensínsölu kl. 9:30, stansað v/Árbæjarsafn. Ferðafélag íslands, Jónsmessu- helgi í Þórsmörk 22-24. júní. Fararstj. Kristján M.Baldursson. Aðrarferðir um helgina: A. Eiríksjökull, fararstj. Jón Viðar Sigurðsson. B.Hellakönnunarferð-Borgarfjörðurí fylgdjarðfr. Björns Hróarssonarog Sigurðar S. Jónssonar. Uppl. og far- miðar á skrifstofu Öldugötu 3. Yoga og hugleiðslunámskeið 22-24. júní. Ókeypis námsk. á vegum Sri Chinmoy setursins. Haldið í Árna- garði Hl og hefst í kvöld kl. 20. Uppl. í síma: 25676. Lífsins safi Sigurjón Rist, einn brautryðj- andi vatnamælinga og vatnafræði á íslandi, sagði í utvarpsviðtali að vatnið væri dýrmætasta auðlind okkar. Þetta hafa aðrir sagt og má raunar yfirfæra á allan heim- inn því án vatns þrífst ekki líf. Maður getur þrifist án tilbúinnar orku sem fæst við t.d. olíu- brennslu eða kjarnaklofnun ef hann fær sitt vatn. Reyndar báru orð Sigurjóns tvöfalda merkingu því á Islandi er vatnið auðvitað undirstaða lífs (eins og annars staðar) en líka uppspretta afla úr sjó og uppspretta innlendrar orku; jarðhitaorku og vatnsorku. Vatnssameindin er einföld; tvö vetnisatóm eru tengd einu súr- efnisatómi og verður úr því tví- póluð sameind sem kallað er og efni sem er vökvi við stóran hluta af því hitastigsbili sem á jörðinni er. Næsta víst er að vatnið á jörð- inni sem að mestu magni (97%) er bundið í höfunum sem saltur vökvi, varð ekki til um leið og upprunalegi lofthjúpur jarðar fyrir nokkrum milljörðum ára. Líklega hefur vatnið komið til eftir að jörð kólnaði og yfirborð- ið varð fast berg; sumt hefur þéttst úr lofthjúpnum við kólnun hans en annað er af innrænum toga. Sá hluti hefur skilað sér til yfirborðsins við eldgos en um 2/3 hlutar gosgufa í eldgosum er venjulegur vatnseimur. Og end- urnýjun vatns eða viðbót öllu heldur er afar lítil þannig að í að- alatriðum má líta á vatnsforða jarðar sem stöðuga stærð er fer eftir hringrás um lofthjúpinn, um jarðlög, um jökla og ís, um höfin og um stöðuvötn og vatnsföll. Margs konar ferli á þeirri leið hreinsa vatnið eða breyta efna- innihaldi, einkum þau er verða meðan vatn er neðanjarðar - og nú orðið: Meðan vatn er sem vatnsgufa í andrúmsloftinu sem iðnaður, olíubrennsla o.fl. menga ótæpilega. Mengun grunnvatns og yfir- borðsvatns er í heild lítil sem eng- in á íslandi nema í nánd við þétt- býli. Þar er vitað með vissu um mengaðar ár eða mengað grunnvatn í nokkrum tilvikum en líklega eru mun fleiri óþekkt. UR RIKI ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR NÁTTÚRUNNAR 15 Hins vegar er eðlilegt efnainni- hald árvatns á íslandi nokkuð sérstætt og er þar greinilegur munur á efnafræðilegum eigin- leikum og sýrustigi lindáa annars vegar og jökul- og dragáa hins vegar. Ennfremur sýnir sig að efnaveðrun kalds vatns á íslandi (vatn skolar efnum úr jarðlögum sem það rennur um) er um það bil þrisvar sinnum hraðari hér en á meginlöndunum þrátt fyrir að lofthiti hér sé mun lægri. Astæður eru margar en ein þungvægasta sú að hlutfallslega mikið er af gleri (ókristallaður hluti bergs) í íslensku basalti en basalt telst um 90% af íslensku eldbrunnu grjóti. íslenska vatnið er einstök auð- lind eins og áður hefur komið fram. Nægir að minna á að það er hagnýtt til neyslu, til fiskiðnaðar og margs konar annarrar fram- leiðslu, til fiskeldis og stangveiði og svo auðvitað orkuframleiðslu. Aðeins er búð að hagnýta tæp- lega 1/8 þess vatnsafls sem hag- kvæmast er að beisla og enn langt í land með hagnýtingu auðvirkj- anlegrar jarðhitaorku. Og í raun eru þau mál öll hápólitísk því ljóst er að íslenska efnahagskerf- ið nær ekki að nota alla þá orku sem unnt er að framleiða. Út- flutningur orku með öllum sínum tæknilegu vandamálum eða stó- riðja með þátttöku erlendra fyrir- tækja eru tveir kostir sem íslensk alþýða á að taka afstöðu til. Og þar lúrir Efnahagsbandalag Evr- ópu handan við horn með auðhringi sem auðveldlega ná þeirri stærð að hálf eða heil fjár- lög íslenska ríkisins fara um sjóði þeirra á hverju ári. íslenskt vatn er inni í baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfræði engu síður en fiskur, menning og ólýðræðislegar að- ferðir við málatilbúnað þann sem varðar EFTA og EBE. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. Júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.