Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 17
Siðanefnd blaðamanna klofnaði Skrif DV um grun um kynferðislega misnotkun á vistmanni meðferðarheimilis fyrir þroskahefta kærð til siðanefndar B.I. Meirihluti nefndarinnar: DV ekki brotlegt. Minnihlutinn: Alvarlegt brot Verulegur ágreiningur varð i siðanefnd Blaðamannafélags ís- lands um kæru sem barst nefnd- inni vegna skrifa DV í lok febrúar. Kæran barst vegna skrifa blaðs- ins um grun um kynferðislega misnotkun á vistmanni meðferð- arheimilis fyrir þroskahefta. Meirihluti nefndarinnar telur blaðið ekki brotlegt, en minnihlut- inn álítur að blaðið hafi brotið siðareglur alvarlega. Fulltrúar meirihlutans eru allir kjörnir í nefndina af blaðamönnum. Það var Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem kærði fyrir hönd skjól- stæðings síns. I frétt DV var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimili fyrir þroska- hefta hefði verið leystur frá störf- um vegna gruns um kynferðislega misnotkun vistmanns. Tilgreint var að starfsmaður- inn væri ungur karlmaður og að hann væri „sterklega grunaður um að hafa misnotað kynferðis- lega 16 ára gamlan dreng“. Engin rannsókn hafði farið fram þegar fréttin birtist, en málinu hafði verið vísað til athugunar RLR. Kærandi telur að fréttin hafi á þessu stigi ekki haft önnur áhrif en þau að setja blett á mannorð umbjóðanda síns og valda honum sársauka. Mörkin óljós Meirihluti siðanefndar, Bjarni Sigurðsson, Ágúst J. Jónsson ög Halldór Halldórsson, álítur að í málum sem þessum hljóti mörkin „jafnan að vera óljós og vand- Hins vegar bendir meirihlutinn á að málinu hafi verið vísað til athugunar RLR og telur fréttina ekki brjóta í bága við siðareglur. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSS'''1 og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, sr ÞVERHOL" '05RVIK, SlMI Setninp vnda- og plöt ÁLSRAR FJ - Áskrif - 95 k lýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, 22-FAX: (91)27079 MAP 'ERHOLTI 11 Hallur Páll er fulltrúi útgef- enda í nefndinni, en Porsteinn er tilefndur af heimspekideild Há- skóla íslands. Alvarlegt brot Minnihluti nefndarinnar telur að upplýsingar í fréttinni stappi nærri nafngreiningu. Síðan segir í áliti minnihlutans: „Bæði tilgreiningin og upp- slátturinn á því, sem er sam- kvæmt fréttinni sjálfri ekki nema grunur og til frumrannsóknar hjá rannsóknarlögreglu, eru til þess fallin að stuðla að sakfellingu starfsmannsins að almenningsá- liti. En siðaregiur blaðamanna kveða sérstaklega á um „að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“ (4. grein). Siðareglur kveða líka á um að forðast skuli „allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu" (3. grein). Þessi regla er brotin í fréttinni, ekki aðeins á hinum grunaða starfsmanni heldur ekki síður á vistmönnum á meðferðar- heimili því sem um er að ræða og aðstandendum þeirra.“ Minnihlutinn minnir á að siðareglur ætla blaðamanni að sýna fyllstu tillitssemi í vanda- sömum málum. Minnihlutinn tel- ur DV hafa brotið siðareglur og álítur brotið alvarlegt. -gg meðfarið matsatriði, hvað skuli vera sagt og hvernig og hvað skuli ósagt látið“. Meirihlutinn telur að í fréttinni komi fram ábendingar sem stappi nærri nafngreiningu og bendir á að engin málsrannsókn hafði far- ið fram. Við skulum nota 100% endurunninn obleiktan pappír (án klórs) ^ Þremenningarnir í meirihlut- anum eru allir kjörnir í nefndina af blaðamönnum. Minnihlutinn, Þorsteinn Gylfason og Hallur Páll Jónsson, telur hins vegar að um alvarlegt brot sé að ræða, en brot á siða- reglum greinast í óveruleg, ámæl- isverð, alvarleg og mjög alvarleg brot. Siðanefnd hefur aldrei gengið lengra en að úrskurða brot alvarleg, svo þarna er um verulegan ágreining innan nefnd- arinnar að ræða. Einn á sexæringi yfir Atlantsála Þessa dagana er færeyskur sæxæringur, Elsba, að halda upp í siglingu yfir Atlantsála, hina fornu siglingaleið norrænna sæf- ara frá Bergen í Noregi til (slands með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Um borð í Elsbu er færeyskur sjómaður, Sólberg Poulsen að nafni, sem nú sér loksins fram á að fá þann æskudraum sinn upp- fylltan að sigla á opnum báti og fýrir fullum seglum í kjölfar for- feðranna. Elsba var smíðuð 1922 til út- róðra upp undir íslandsströnd- um. Þar komst hún undir hendur íslendinga en hér mun hún hafa verið notuð til sjósóknar í eina tvo áratugi, eða þar til hún komst loksins heim til Færeyja á ný. Sólberg, sem kveðst hvergi banginn að takast þessa för á hendur, tekur einungis með sér allra brýnustu nauðsynjar. Skrín- ukosturinn samanstendur af skerpukjöti, harðfiski og öðrum þjóðlegum færeyskum mat sem hefur mikið geymsluþol. Þá er ekki ólíklegt að blöndukúturinn verði með í för. Sólberg ráðgerir að siglingin taki um jiað bil einn mánuð. Gangi ferðin að óskum ætti hann að vera kominn heill í höfn hér á landi um miðjan næsta mánuð. 14. september/-rk • Fyrír hverjo fjögurra manna fjölskyldu eru felld 6 skógartré ó óri eingöngu í heimilispoppir (salernis- pappir og eldhúsrúllur). Um 1.500.000 tré fyriríslend- inga. • Bleiktur (hvitur) pappir rotnar margfalt seinna en óbleiktur endurunninn pappír og mengar því fjörur mun meiro, eins og sjó mú. • Klór hefur hrikaleg óhrif ó lifrikiö og ó ónæ- miskerfi likamans. • Við endurvinnslu er notað brot of þeirri orku sem er notoð við fram- leiðslu ó nýjum pappír. • Hvað um imyndoðon hreinleika við ísland og islenskar strendur? Hvað verður ef þessi imynd skekktist - til dæmis vorðandi fisk og fisksölu - ferðoiðnoð - votn o.þ.h? MUNKSJOS ELDHUSRULLUR SALERNISPAPPÍR TORKRÚLLUR allt 100% endurunninn pappír UK STONDUM SAMAN OG HÖLDUM LANDINU HREINU HEILDSOLUBIRGÐIR Reynir sf., Blönduósi, sími 95-24400 Heildverslun Sigbjörns Brynjólfssonor, Egilsstöðum, simi 97-l 1299 Vörur og dreifing, Hveragerði, simor 98-34314 og 34114 Korl Kristmanns, umboðs- og heildverslun, Vestmannaeyjum, simi 98-1 1971 l-urinxir-iftíll b.p. Skútuvogi 13 sími 689910 - Fax 675055 Skemmtile niílíiiias bfiBb H[jjnnnnn nooo ct[)Qd d n □ Q b b a BQ^ggggg n n n n ngjO/Aai Reykjanesskóli hefur marga eftirsóknarverða þætti í starfi sínu, umhverfi og félagslífi. Áhersla er á lifandi nám, þátttöku nemendanna sjálfra. Umhverfi skólans býður upp á útivent og íþrótta- iðkanir og bregðist veður má alltaf nýta íþróttaaðstöðuna innanhúss sem er með ágætum. Félagslífið í Reykjanesskóla er alltaf ferskt og skapandi enda að stórum hluta í höndum nemendanna sjálfra, en þó fær stöku kennari að vera með — stundum. Þeir nemendur sem eru að leita að nýjum og skemmtilegum skóla, sem gefpr. færi á einhverjum ofantal- inna þátta, ættu að hafa samband við Reykjanesskóla hið fyrsta Héraðsskólinn í Reykjanesi Reykjanes, 401 ísafjörður, símar 94-4840 / 4841

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.