Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 23
Lítill rokkblús en popprokk mikið
Fyrsta útgáfan af Fleetwood Mac, 1967: Jeremy Spencer, Mick Fleetwood, Peter
Green, John McVie.
1976: Christine McVie, Mick Fleetwood, John McVie, Stevie Nicks, Lindsey Buck-
ingham.
Fleetwood Mac 1990, aftari röð frá vinstri: Christine McVie, Mick Fleetwood, John McVie,
Rick Vito. Sitjandi eru Billy Burnette og Stevie Nicks.
breytingu í tónlist og sífelldar
mannabreytingar.
Sú nýja útgáfa af Fleetwood
Mac sem stendur á bak við „Be-
hind the mask“ kvað vera sú tí-
unda eða ellefta í sögu hljóm-
sveitarinnar, sem steig sín fyrstu
spor sem blúshljómsveit í Eng-
landi, með Peter Green, einn
besta gítarleikara rokksins, sem
forystumann. En gæfan lék ekki
við Pétur í sama mæli og gítarinn,
og er skemmst frá því að segja að
hann missti geðheilsuna og hefur
ekki fundið hana aftur, nema
tímabundið öðru hverju (er eitt
af fórnarlömbum ofskynjunar-
lyfja - LSD): Hann hætti í Fle-
etwood Mac 1970, og þá kom í
sveitina Christine Perfect, sem
verið hafði hljómborðsleikari og
söngvari í bresku blúshljóm-
sveitinni Chicken Shack. Hún
giftist svo bassaleikara Fleet-
wood Mac, John McVie, og ber
enn nafn hans þótt þau séu skilin.
En John McVie og trommarinn
sem hljómsveitin er skírð í höfuð-
ið á, himnalengjan og horrenglan
Mick Fleetwood (hefur nú
reyndar heldur braggast...), eru
þeir einu sem eftir eru af upp-
runalega blúsbandinu Fleetwood
Mac. Hljómsveitin hélt reyndar
sínu breska blússándi framundir
miðjan áratuginn, eða þar til fór
að kveða að skötuhjúunum
bandarísku sem ráðin voru í
hljómsveitina árið 1974, þeim
Lindsey Buckingham og Stevie
Nicks.
Aðdáendur blúshljómsveitar-
innar Fleetwood Mac líta eflaust
margir svo á að þau Buckingham
og Nicks hafi eyðilagt hljóm-
sveitina með því að breyta henni í
poppband, og má svo sem segja
það. Enginn getur þó sagt að um
ómerkilega poppsveit sé að ræða
þar sem Fleetwood Mac er, og
auk þess gæti ég trúað að McVie-
hjónin og Mick Fleetwood væru
minna fræg en þau eru í dag, og
jafnvel að gera eitthvað annað en
að spila tónlist sem atvinnumenn,
ef þetta bandaríska par hefði ekki
hrist þannig upp í hljómsveitinni,
að peningar fóru að hringla allt í
kringum Fleetwood Mac, sem
var farinn að dala í vinsældum
þegar þau komu til sögunnar. Og
eitt er víst, að þótt Lindsey Buck-
ingham hafi nú yfirgefið þetta
ensk-ameríska skip, þá halda
hásetarnir sem eftir eru, ásamt
þeim tveim nýju sem komu í stað
hans, fast við „peninga“hljóminn
vel heppnaða, sem hann átti hvað
mestan þátt í að búa til. Ekki er
ég með svo sögðu að gera lítið úr
hinum félögum hans í Fleetwood,
síst af öllum Christine McVie,
sem hefur alltaf haft sína sérstöðu
í hljómsveitinni... eins og haldið
enska fágaða hljómnum uppi á
móti bandarískri, afslappaðri sól-
arblíðunni, með sinni sérstöku
rödd, vandaðri spilamennsku og
Ijómandi lagasmíðum. Christine
McVie er einhvern veginn svo
hæversk í tónlistinni, og flytur
hana á svo eðlilegan hátt, svona
rétt eins og blaðamaður við rit-
vél, að hún verður enn meira
áberandi fyrir vikið. Og það
verður að segjast eins og er, að
maður tekur mest eftir henni á
Bak við grímuna... eins og hún
hafi tekið á sig að fela skarðið
sem Lindsey Buckingham skildi
eftir - nema kostir Christinar
komi bara betur í ljós eftir brott-
för hans.
Þessu er eiginlega öfugt farið
með hina konuna í hópnum,
kyntáknið dularfulla Stevie
Nicks, sem alltaf hefur virst á
öðru plani en flestir á jörðu hér,
og er jafnvel á ferð yfir á það
þriðja ef marka má þokukennd
smáviðtöl sem ég hef barið
augum í erlendum blöðum. Hvað
sem því líður, þá hefur henni
alltaf tekist að heilla mig. Nú
finnst mér Stevie mín hins vegar
nota töfra sína óþarflega lítið,
þannig að þeir skíni í gegn á Bak-
við grímuna. Enda mun hún ekki
hafa eytt meiri tíma í stúdíóinu en
sem nam þeim tíma sem tók hana
að syngja sóló (í 5 lögum) og
bakraddir, öfugt við Christine
McVie, sem vann eins og hundur
að þessari plötu sem öðrum, að
sögn Micks Fleetwood. Og hann
og hin kjölfestan í Fleetwood
Mac, John McVie, láta heldur
ekki sitt eftir liggj a—eins stöðugir
í bítinu og seta þeirra í bandinu
er.
Og þá er komið að nýliðunum
tveim. Annar er sólógítarleikar-
inn og söngvarinn Rick Vito, sem
til dæmis hefur verið með Byrds-
Iimnum Roger McGunn í hljóm-
sveit. Hinn er gítarleikarinn,
söngvarinn og lagasmiðurinn
Billy Burnette, sem er af þekktri
rokkabillýætt í Bandaríkjunum -
sonur Dorseys heitins Burnette,
sem var bróðir Johnnys heitins
Burnette (You're sixteen), og
sonur Johnnys er Rocky Burn-
ette (Tired of toein* the line)...
Eins og gefur að skilja af þess-
ari ættfræði berst með nýju
mönnunum tveim smá ilmur -
eða fnykur (allt eftir smekk) - af
rokkaðri westrænni sveitalykt,
sem aðallega brýst þó út úr fág-
uðu borgarpoppi Fleetwood Mac
í laginu When the Sun goes
down, sem þeir félagar Rick Vito
og Billy Burnette sömdu saman.
Annars eru þeir síður en svo í
svörnu fóstbræðralagi innan Fle-
etwood Mac. Rick semur tvö lög
með Stevie Nicks (Love is dang-
erous og The second time) og eitt
einn síns liðs (Stand on the rock),
Billy eitt með Christinu McVie
(Do you know) og auk þess þrjú
með utanaðkomandi mönnum.
Sem sagt, ekki lítils virði fyrir
Fleetwood Mac að fá svo ágæt-
lega semjandi menn til liðs við
sig, og ekki skemmir svo spila-
mennska sveitarinnar, söngur og
bakraddir fyrir lögunum, að óg-
leymdum útsetningum, sem hafa
alltaf verið til sóma hjá Fleetwo-
od.
Sem sagt, Behind the mask er
poppplata í hæsta gæðaflokki,
fyrir þá sem það vilja, en gömlu
Fleetwood Mac aðdáendumir
þurfa ekki að (ó)maka sig á Bak
við grímuna hafi þeir ekki haft
lyst til hingað til. Þá hina sömu
má hins vegar kannski gleðja
með því, að komin er út ný plata
með John Mayall og Bluesbreak-
ers sem heitir A sense of place,
sem ég held ég megi segja að sé
blúsuð upp á gamla breska mát-
ann. Alltaf má fá annað skip með
öðru föruneyti... A
Ekki er ég alveg viss en held að
ekki skeiki miklu ef ég segi að
nýja platan frá Fleetwood Mac,
Behind the mask, sé sautjánda
stúdíóplatan sem hljómsveitin
sendir frá sér. Fleetwood Mac er
reyndar 23 ára gamalt fyrirbæri,
þannig að plötufjöldinn er ekkert
meiri en við má búast. Það má
hins vegar teljast merkilegt að
hljómsveitin skuli hafa starfað all-
an þennan tíma og haldið þvílík-
um vinsældum - og tónlistarlegri
virðingu - þrátt fyrir stefnu-
1970: Efstur ( tröppunum er Danny Kirwan, þá Christine McVie,
John McVie, Jeremy Spencer og Mick Fleetwood.
Andrea
Jónsdóttir
Föstudagur 22. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23