Þjóðviljinn - 22.06.1990, Blaðsíða 8
NÝTT
þJÓÐVILIINN
Útgefandi: Otgáfuféiag Þjóðviljans Afgreiðsla: * 68 13 33
Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Auglýsingadelld:» 6813 10 - 6813 31 Símfax: 6819 35
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Verð: 150 krónur í lausasölu
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friöþjófeson Setnlng og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
ÚtJit: Pröstur Haraldsson Prentun: Oddl hf. Aðsetur: Sfðumúla 37,108 Reykjavlk
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Mæða Mitterrands
Sósíalistinn Francois Mitterrand Frakklands-
forseti hefur setið nær áratug að völdum. Stefnu-
miðin og yfirlýsingamar voru hástemmd. Það átti
að gera upp við kapítalismann og innleiða
„franskan” sósíalisma. Það átti að skapa stöðug-
leika í efnahagslífinu, auka jöfnuð og efla sjálf-
stæði Frakka í efnahagsmálum.
En hverjar eru staðreyndimar? Launamunur
karla og kvenna eraðjafnaði 26%, lágmarkslaun
verkamanna kringum 45 þús. ísl. kr. á mánuði og
annar hver opinber starfsmaður fær innan við
sem svarar 70 þús. krónum í mánaðarlaun.
Launakjör í einkageiranum eru svipuð. Hins veg-
ar hagnast eigendur verðbréfa og fasteigna mik-
ið þessi misserin, græða í svefni, eins og Frakk-
ar orða það. Afleiðingin er stöðugur órói og verk-
föll á vinnumarkaði, einkum hjá ríkisstarfsmönn-
um. Og varðandi efnahagsmálin og sjálfstæði
Frakklands er nóg að vísa til tengingar franska
gjaldmiðilsins við þýska markið. Efnahagsstefna
Frakklands er að vemlegu leyti mótuð innan
veggja Sambandsríkisbankans í Frankfurt.
Sósíalistinn Michel Rocard forsætisráðherra
hefur reynt að skýra út fyrir löndum sínum, að ó-
kleift sé að gera einhverjar róttækar ráðstafanir til
jöfnunar, með því td. að draga úr forréttindum
verðbréfa- og fasteignaaðalsins, svona rétt áður
en fjármagnið fer að sprikla í frelsi sínu í Evrópu-
bandalaginu, því það mundi kosta Frakkland fjár-
útstreymi og veikja stöðu þess.
Loks hefur Sósíalistaflokkurinn ekki, frekar en
aðrir franskir stjómmálaflokkar, að hægri öfga-
mönnum undanteknum, getað mótað hreina
stefnu í málefnum innflytjenda. En það segir sitt
um hugarfar frönsku þjóðarinnar, að Sósíalista-
flokkurinn sá sér nýlega ekki annað fært en leggj-
ast gegn því að innflytjendur sem lengi hafa búið
í Frakklandi, fái kosningarétt í sveitarstjómar-
kosningum.
Sósíalistaflokkurinn býrvið innbyrðis deilurog
Roger Faroux iðnaðarráðherra hefur opinberlega
gagnrýnt þá „ímyndarsérfræðinga” sem ráði því,
að aðeins þau slagorð og stefnumið sem líkleg
em til fjöldafylgis séu notuð á vegum Sósíalista-
flokksins. Hann ræðst á slíkt lýðskmm og bendir
á að flokksmönnum sem kalla eftir skýrri stefnu
sé vísað á sérfræðinga um áróður og almenn-
ingstengsl.
Og svo langt er komið að Regis Debray, sem
var utanríkismálaráðgjafi Mitterrands á ámnum
1981-’85 hefur nú ráðlagt vinstri hreyfingunni í
nýútkominni bók sinni að taka aðferðir Charies
de Gaulle fyrmm forseta sér til fyrirmyndar. Debr-
ay sakar Mitterrand og Sósíalistaflokkinn um
dekur við markaðskerfið og dýrkun fiokksyfirstétt-
ar. Og kannski kannast einhverjir á íslenskum
vinstrivæng við hugsunina, þegar hann líkir
franska Sósíalistaflokknum við blöndu af skáta-
hreyfingu og skemmtanaiðnaði.
Enda þótt efnahagslíf Frakka sé nú í mun
betra ástandi en 1983, svo dæmi sé tekið, þá
hríðminnkarfýlgi sósíalista, forsetans um 9% síð-
asta ársfjórðung og flokksins um 7% á sama
tíma. Enginn forseti fimmta lýðveldisins hefur
verið óvinsælli en Mitterrand. Doði almennings
og áhugaleysi á stjómmálum vex hröðum skref-
um. Hins vegar er Ijóst, hvers franskir kjósendur
sakna, ef mið ertekið af skoðanakönnunum. Þeir
em þreyttir á því að ekkert miði í jafnréttisátt í
launamálum. Þeir em þreyttir á því að ekki skuli
vera hróflað við undirstöðunum að auðsöfnun og
völdum yfirstéttanna. Frakkar, og einkum fransk-
ir vinstrimenn, trúa því varia lengur, eftir 9 ára
valdaskeið Mitterrands, að honum takist að
koma hugsjónum sósíalista í raunvemlega fram-
kvæmd, meðan allt gengur út að smyrja vél kap-
ítalismans, reka þjóðfélag misréttis aðeins eitt-
hvað betur en hægri menn hafa gert.
Fordæmið í Frakklandi er verðugt íhugunar-
efni þeim sem berjast nú fyrir jöfnuði og stöðug-
leika á íslandi. Ef aðaláherslan er lögð á netta á-
ferð kerfisins, án þess að vega að forréttindum
eignastéttanna og gmndvallarþáttum misréttis og
ójöfnuðar, svo ekki sé bætt við hugmyndafræði-
legu dekri við hömlulítið frelsi flármagns og mark-
aðsafla, þá verður lítið úr stuðningi launamanna
við vinstri hreyfinguna, hér sem í Frakklandi.
0-ALIT
HERNA ER MJÖGi
GRUNNT TÍL AD
VA£>A YF'lR...
8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990