Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 4
Steingrímur J. Sigfusson er á beininu_
Ég heföi kosiö að
BHMR-málið
heföi boriö aö
meö öörum hætti
Um þessar mundir viröast öll spjót standa á Alþýöubandalaginu hvort
heldur er innan flokks eóa í ríkisstjórn: flokkadrættir hafa veriö áberandi
meðal flokksmanna og ýmis erfiö mál hafa mætt á ráöherrum Alþýöu-
bandalagsins undanfariö og má þar nefna Mógilsármáliö s.n. og þá á-
kvöröun ríkisstjórnarinnar aö fresta einhliöa launaleiöréttingu til handa
BHMR-félögum. Á miöstjórnarfundi Alþýöubandalagsins sem hefst í dag
má reikna meö aö tekist veröi hraustlega á um þessi mál og önnur innan-
mein sem hrjáö hafa flokkinn upp á síðkastið. Þaö er því ekki aö
ófyrirsynju aö Steingrímur J. Sigfússon, varaformaöur Alþýöubandalags-
ins og formaöur mióstjórnar er á beininu í dag.
Mynd: Ari.
Eitt þeirra mála sem orðið
er að ásteytingarsteini meðal
flokksfélaga er hvort kalla beri
saman landsfund Alþýðu-
bandalagsins í upphafí næsta
árs. Þegar hafa nokkur kjör-
dæmisráð lýst sig andvíg þess-
ari hugmynd. Steingrímur þú
hefur aftur á móti lýst því yfir
að flokkurinn kunni að koma
sterkari en eiia út úr slíkum
fundarhöldum skömmu fyrir
kosningar. Hvernig rökstyður
þú þessa skoðun þína?
Eg hef yfirleitt verið að svara
spumingum sem fram hafa verið
bomar í kjölfar þess að Alþýðu-
bandalagsfélög hafa verið að
krefjast landsfundar. Eg tel eðli-
legt að sú ósk og þær hugmyndir
séu ræddar í stofnunum flokksins.
Ég minni á það að stærsta flokks-
félagið, félagið í Reykjavík og
Æskulýðsfylking Alþýðubanda-
Iagsins hér á svæðinu, hafa á-
lyktað í þessa vem og sömu radd-
ir hafa heyrst frá stöðum úti á
landi. Það er því ljóst að um þetta
eru skiptar skoðanir í flokknum
og það er eðlilegt. Þetta er því mál
sem við þurfum að ræða og leiða
til Iykta. Það er einmitt það sem
verður gert á næstunni og við það
er engu að bæta.
Hvað mig persónulega áhrær-
ir get ég séð ýmsa kosti og einnig
ýmsa galla því samfara að halda
landsfund í upphafi kosningabar-
áttunnar. Það er ansi hætt við því
að ágreiningur um menn og mál-
efni í flokknum geti verkað veikt í
þeirri kosningabaráttu sem í hönd
fer. Það er því eðlilegt að menn
velti því fyrir sér hvort það gæti
ekki styrkt flokkinn að ganga frá
kosningastefnuskrá á landsfundi
og framboðsmálum þannig að
það væri alveg skýrt hvaða Iinu
flokkurinn vill fylgja í þeim efn-
um. Það hafa verið uppi hug-
myndir um að smala saman til
sameiginlegs framboðs á vinstri
kantinum eins og reynt var á
nokkrum stöðum í sveitarstjóm-
arkosningunum. Ég held að það
sé afar óheppilegt að slík mál séu
að velkjast fyrir mönnum þar til
kosningabarátlan hcfst. Það má
vel færa fyrir því rök að við gæt-
um styrkt okkur með því að koma
þessum hlutum á hreint þannig að
andstæðingar okkar geti ekki spil-
að á það í kosningabaráttunni að
Alþýðubandalagið sé ósamstætt.
Síðan em önnur sjónarmið
sem mæla gegn þessu. Ymsir
flokksmenn óttast að ef átök
verða í aðdraganda eða á slíkum
fundi, sem því miður er ekki hægt
að útiloka eins og málin hafa æxl-
ast að undanfomu, þá geti það
verið slæmt íyrir flokkinn svo
skömmu íyrir kosningar.
í þjóðviljanum fyrir
skömmu lýstir þú því yfir að
BHMR-deilan væri sérlega erf-
itt mál fyrir ykkur Alþýðu-
bandalagsráðherrana og
grundvallaratriði væri að stað-
ið væri við gerða samninga.
Hvernig á að skilja þessi um-
mæli þín? Það er engu líkara en
þér hafí verið ókunnugt um að
launaleiðréttingunni yrði slegið
á frest eða kynnti fjármálaráð-
herra samráðherrum sínum
ekki málið, frekar en að ekki
var rætt við þingflokkinn?
Varðandi það síðasta er það
því miður rétt að það var ekki að-
staða til þess að hafa um þetta
samráð við þingflokkinn eins og
eðlilegt og æskilegt hefði verið.
En varðandi þau ummæli sem ég
hef lálið frá mér fara þá var ég
einfaldlega að lýsa almennri af-
stöðu minni til þessara hluta. AI-
þýðubandalagið sem verkalýðs-
flokkur hefur frá upphafi haft sér-
stöðu og staðið miklu ákveðnara
verkalýðsmegin en aðrir flokkar.
Nú ber að taka það skýrt fram að
ríkisstjómin telur sig ckki vera að
bijóta þennan samning, heldur að
fresta framkvæmd ákveðinna at-
riða á grundvelli fyrirvaraákvæð-
is sern er í samningunum. Vegna
þess að menn eru ekki á eitt sáttir
um það hvort samningurinn
heimili þessa frestun eins og að
henni var staðið þá liggur í hlutar-
ins eðli að málið verður við-
kvæmt fyrir Alþýðubandalagið.
En cr það ekki í hæsta máta
óeðlilegt að ríkisstjórnin skuli
standa þannig að málum gagn-
vart samningsaðila — það er
ekki rætt við hann og þetta er
einhliða ákvörðun sem tekin er
án þess að viðræður hafi átt sér
stað?
Ég get ekki annað en viður-
kennt að þctta mál ber ekki að
öllu leyti að svo sem æskilegast
hefði verið. En ég vil minna á að
fyrir því eru ákveðnar ástæður.
Það var sett á laggirnar starf til að
reyna að gera samanburð á launa-
kjörum BHMR-manna og ann-
arra. Með vísan til þess að því
starfi var ekki lokið þá voru við-
ræður ekki hafnar. Menn voru að
vonast til að fá niðurstöðumar í
hendur áður en af því yrði. Vænt-
anlega er það helsta vöm ríkisins
fyrir því að ekki var búið að ræða
við samningsaðila. Auðvitað vildi
maður sjá þetta mál lcitt til lykta
með einum eða öðmm hætti svo
að báðir aðilar gætu verið sæmi-
lega sáttir við lausn mála. Það
væri að sjálfsögðu æskilegasta
lausnin frá beggja hálfu.
En er í raun og veru hægt að
taka mark á Alþýðubandalag-
inu sem verkalýðsflokki og
málsvara launafólks á eftir það
sem á undan er gengið?
Jú, það álít ég. Verkalýðs-
flokkur á að hafa sína stefnu í
launa- og kjaramálum. Það var í
upphafi höfuðverkefni þessarar
ríkisstjómar að ná tökum á þeirri
upplausn í efnahagsmálum sem
hér ríkti í kjölfarið á hruni ríkis-
stjómar Þorsteins Pálssonar. I því
sambandi hefur sú þjóðarsátt í
kjaramálum sem gerð var í samn-
ingum í vetur verið afar mikil-
væg. Hún varð möguleg vegna
þeirra aðgerða sem ríkisstjómin
hafði gripið til, og vegna þess
hvemig jarðvegurinn hafði verið
undirbúinn frá haustmánuðum
1988. Menn settu sér afar ströng
markmið í efnahagsmálum. Þann-
ig getur farið að menn verði að
velja á milli slíkra markmiða og
einhverra kjaramarkmiða hópa
eða stétta. Það er jú nokkuð ljóst
að hækkunin sem BHMR-fólk
fengi myndi í kjölfarið ganga yfir
allan vinnumarkaðinn og þar með
yrði ekki sú leiðrétting eða jöfnun
sem stefnt var að með samningn-
um. BHMR-fólkið yrði einfald-
lega áfram á sama stað.
Ég held að það þýði ekki
endilega að Alþýðubandalagið sé
orðið ómarktækt sem verkalýðs-
flokkur þó að við gefum þessum
efnahagsmarkmiðum mikinn for-
gang. En auðvitað vildum við
helst ná fram hvorutveggju.
Menn mega ekki glcyma því
að náist þessi efnahagsmarkmið
er það einnig mjög mikilvægt
kjaraatriði. Ég vil minna á það að
hinn almenni launamaður og
bændur hafa lagt á sig fómir til
þess aó þessum markmiðum
mætti ná og samið hefur vcrið við
stóra hópa launafólks með þctta í
huga. Okkur er því vitanlega
mjög mikið í mun að þessar fóm-
ir verði ekki til einskis. Þetta er
það sem við emm að reyna að
segja og höfðum til skilnings
BHMR-manna á. Þess vegna kem
ég að því aftur að lang æskilegast
er ef hægt væri að ná samkomu-
lagi við þá einnig, því við eigum
öll sameiginlegra hagsmuna að
gæta. Það em auðvitað stór tíð-
indi og einmitt stórkostlegt fyrir
launafólkið í Iandinu ef okkur
tekst að ráða niðurlögum óða-
verðbólgunnar og koma henni á
sambærilegt stig og ríkir í ná-
grannalöndunum.
Víkjum að öðru. Það hefur
vakið athygli að þú og Svavar
Gestsson virðist hafa verið í
nokkurri andstööu við samráð-
herra ykkar og ekki síður sam-
ráðherra og flokksbróður Ólaf
Ragnar Grímsson hvað varðar
mikilvæga málaflokka eins og
álmálið, EB/EFTA-málið og nú
síðast í deilunni við BHMR.
Ágreiningur ykkar í millum
hefur einnig komið fram á vett-
vangi flokksins og nægir þar að
nefna óánægju ykkar með af-
stöðuleysi flokksformannsins
til framboðsmála Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík. Eruð
þið Svavar bæði i stjórn og
stjórnarandstöðu?
Ég verð að mótmæla þessu
mjög harðlega. Ég tel að við
Svavar Gestsson höfúm ekki ver-
ið síðri liðsmenn þessarar ríkis-
stjómar en aðrir. Ég fúllyrði að
þrátt fýrir deilur innan Álþýðu-
bandalagsins og á köflum ólíka
afstöðu okkar ráðherranna til ein-
stakra mála eins og gengur, þá
höfum við verið menn til þess að
fara með það. Ég held að það sé
ekki um það deilt að Alþýðu-
bandalagið hefúr verið mjög heilt
í þessu stjómarsamstarfi. Ég
bendi á að skoðanakannanir hafa
sýnt að stuðningur við ríkisstjóm-
ina er einna mestur meðal kjós-
enda Alþýðubandalagsins. Það
segir sína sögu.
Ágreiningur hlýtur alltaf að
koma upp í lýðræðislegum stjóm-
málafiokkum og í öllu stjóm-
málastarfi. Það sem skiptir hins
vegar máli er hvort menn kunna
að fara með þann ágreining og
kunni að leysa hann og/eða að
búa við hann að svo miklu leyti
sem slíkt hlýtur að verða. Það vil
ég meina að okkur hafi tekist. Ég
minni á að þær ríkisstjómir sem
við höfum átt sæti í síðan 1988
hafa gefið af sér gerólíka mynd
og í reynd sýnt með verkum sín-
um allt aðra og betri samstöðu
milli manna heldur en sú næsta
þar á undan sem varð jú fræg af
illindum og ólátum. Og þurffi þá
ekki Alþýðubandalagið til.
Á miðstjórnarfundi flokks-
ins sem hefst í dag má búast við
að kosningaúrslitin í vor og
deilan við BHMR verði ofar-
lega á baugi. Á formaður mið-
stjórnar von á stormasömum
fundi?
Nei. Ég vil taka það skýrt
fram að þetta er reglulegur fundur
miðstjómar og einn af þremur
sem lög fiokksins gera ráð lyrir
að haldnir séu þau árin scm ekki
er gert ráð fyrir landsfundi. Það
var ákveðið strax í janúar að það
yrði fundur á vormánuðum eða
snemma sumars. Þessi fundur er
því ekki haldinn í tengslum við
kosningaúrslitin eins og sumir
virðast halda. Á þessum fundi
verður eins og venja er rædd mál-
efnastaða fiokksins og störf okkar
í ríkisstjóm. Það þótti að sjálf-
sögðu eðlilegt að úrslit sveitar-
stjómarkosninganna yrðu einnig
á dagskrá þar sem fundurinn er
haldinn skömmu eflir kosningar.
Ég á ekkert frekar von á að á
þessum fúndi verði teknar stórar
ákvarðanir. Ég vonast hins vegar
til þess að á fundinum verði
hreinskiptnar og málefnalegar
umræður um þessi stóru mál sem
uppi eru.
Nýverið réðir þú til starfa í
landbúnaðarráðuneytinu
Gunnlaug Júlíusson, hagfræð-
ing, sem er í ársleyfi frá Stéttar-
sambandi bænda, tii verkefna í
tengslum við gerð nýs búvöru-
samnings. Er það forsvaranlegt
að aðili svo nátengdur öðrum
þeim aðila sem stendur að gerð
samningsins skuli vera fenginn
til þessa starfa?
Ég hef orðið þess var að
margir telja sig finna mat í þessu.
Ég bar fram þá ósk í fyrra við fjár-
lagagerðina að fá liðsstyrk inn í
ráðuneytið á sviði verðlagningar
búvöruframleiðslu, rekstrarkostn-
aðar í landbúnaði og hinum ýmsu
hagrænu þáttum landbúnaðar.
Það varð svo úr þegar ég hafði
farið yfir það hvar slíka menn
væri að finna og hveijir þeir væru
að sá sem stóð upp úr að mínu
mati hvað þekkingu og reynslu á
þessu sviði varðar var Gunnlaug-
ur Júlíusson. Það að hann hafði
starfað á vegum Stétlarsambands
bænda gerði hann ekki óhæfan til
að starfa fýrir nýjan húsbónda og
nýta reynslu sína á nýjum vinnu-
stað.
Það varð úr að hann féllst á að
koma yfir í landbúnaðarráðuneyt-
ið. Hér sinnir hann mörgum og
fjölbreytilegum verkum, þar sem
eitt af mörgu er að vera til aðstoð-
ar í ráðuneytinu hvað varðar hina
hagrænu þætti sem tengjast gerð
nýs búvörusamnings. Hann er að-
eins einn af mörgum sem kemur
inn í þessa vinnu með einum eða
öðrum hætti. Að ætla að fara að
gera hann að einhvetjum aðal-
samningamanni ríkisins og að
hann sitji þá báðum megin við
borðið er út í hött.
Steingrímur, að lokum.
Stefnir þú að því að verða for-
maður flokksins?
Nei, ég hef nú aldrei stefnt að
neinum slíkum embættum í
fiokknum og ég stefndi til dæmis
ekki að þingmennsku á sínum
tíma.
Það að stefna að stöðum eða
vegtyllum í þessum efnum eins
og slíkt séu aðalatriði í stjóm-
málastarfi tel ég rangt og hættu-
Iegt ef menn eru í stjómmálum
með þvílíku hugarfari. Þátttaka í
stjómmálum er félagslegt verk-
efni en ekki spuming um einstak-
lingsframtak.
-rk
4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. júní 1990