Þjóðviljinn - 29.06.1990, Síða 14

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Síða 14
Það eru draugar bæði í Víetnam og á íslandi Anh-Dao Tran: Mikilvægast er að við skiljum að við erum öll manneskjur, sem eigum margt sameiginlegt, þóttvið komum úr ólíkum menningarheimum Anh-Dao flutti ung frá Víetnam til Bandaríkjanna, nú býr hún að Bifröst og aðstoðar Rauða krossinn við að taka á móti flóttamönnum frá heimalandi sínu. Mynd: Kristinn Eins og flestum er kunnugt kom hópur Víetnama til landsins í gær. Anh-Dao T ran var ein þeirra sem tóku á móti hópnum. Anh- Dao (borið fram andá) er sjálf frá Víetnam, en hefur verið búsett á íslandi síðan 1984 og er gift ís- lenskum manni, Jónasi Guð- mundssyni. Þau hjónin eru nú búsett að Bifröst þar sem Jónas kennir. Anh-Dao segist einnig hafa kennt í fyrravetur, þá í litlum skóla fyrir 6-9 ára börn úr sveitinni. Á árunum 1985-1988 starfaði hún sem kennari í Heyrnleysingjaskólanum. Blaðamaður Nýs Helgarblaðs ræddi við Anh-Dao í gær, en hún kom í bæinn til að aðstoða Rauða krossinn við undirbúninginn að komu flóttamannanna. Anh-Dao talar mjög góða ís- lensku, og við ræddum saman um lífið og tilveruna, og hvað henni þætti mikilvægast að segja íslend- ingum varðandi komu víet- nömsku flóttamannanna hingað. Eins og títt er um Austurlanda- búa er Anh-Dao mjög varkár í svörum sínum, hún vill greinilega ekki móðga neinn, hvorki sína landa hennar búsetta hér né ís- lendinga. Oft er talað um það hversu vel Víetnamarnir hafa aðlagast ís- lensku samfélagi. Sjaldnarerrætt um það hvort mögulegt sé að þeir hafi hreinlega einangrast, og láti lítið á sér bera. Gaman væri að vita hversu margir íslendingar þekkja þetta fólk, eða eiga Víet- nama að vini. Aðstaða Anh-Dao er að mörgu leyti ólík aðstöðu annarra landa hennar því að hún er gift íslendingi, sem er eðlilega lykill að fjölskyldu og vinum hér á landi. Anh-Dao fæddist í Nha-Trang, sem liggur við ströndina sunnar- lega í Víetnam. Hún var 16 ára árið 1975 þegar hún flúði ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkj- anna eins og svo margir aðrir landar hennar. Frá Nha-Trang til Bifrastar Umskiptin í lífi Anh-Dao hafa því verið mikil, fyrst að flytja ung til Bandaríkjanna og síðan til ís- lands. Voru þessi umskipti ekki erfið? „Auðvitað var erfitt að flytja frá Víetnam til Bandaríkjanna, sérstaklega voru fyrstu tvö árin það. Ég bjó mest í Nýja- Englandi, þar voru fáir landar mínir búsettir, og þar sem ég gekk í skóla voru engir aðrir Ví- etnamar fyrst í stað. Að vissu leyti var það gott fyrir mig að geta ekki umgengist landa mína, þannig lærði ég að tala málið og kynntist menningu landsins fljótar og betur en ella. En for- eldrar mínir voru einmana, það er erfiðara fyrir eldra fólk að taka sig upp og flytja í framandi menn- ingu en ungt fólk sem er fljótara að aðlaga sig.“ Anh-Dao lærði frönsku við há- skóla í New Hampshire og seinna, eftir að hún kynntist manni sínum og þau höfðu verið gefin saman, fóru þau bæði í nám tilNew York. Þarlærði Anh-Dao að kenna heyrnleysingjum. Að námi loknu héldu þau hjónin til íslands. Hvernig var að koma til fs- lands? „Mér þótti það mjög erfitt af því að það er ekki hlaupið að því að kynnast Islendingum. Þeir eru mjög lokaðir gagnvart útlending- um. Þegar ég flutti til Bandaríkj- anna talaði ég ekki mikla ensku en þegar ég reyndi að segja fólki eitthvað lagði það sig fram við að skilja mig. Aftur á móti segði ég eitthvað hér sem m'énn áttu erfitt með að skiija settu þeir upp skrít- inn svip og hristu höfuðið. Það er á vissan hátt skiljanlegt því að út- lendingar hafa ekki verið svo fjöl- mennir á fslandi, en það hefur breyst í seinni tíð.“ Hvað með menningu og veður- far á íslandi, hvernig var að venj- ast því? „Þar sem ég stundaði nám í Bandaríkjunum voru vetur harð- ir, svo að kuldinn kom mér ekki á óvart. Það er vel hægt að þola veturinn ef sumarið er gott. Auk þess fer ég oft í burtu á sumrin. Ég heimsótti foreldra mína til Bandaríkjanna. Þau bjuggu í Texas, þar sem er mikið af Víetn- ömum. Nú er faðir minn látinn, og móðir mín er flutt á heimili bróður míns í San Diego." Kynnir land og þjóð Anh-Dao tekur eins og áður sagði á móti flóttamönnunum sem eru væntanlegir. Hún segist hafa starfað við flóttamannahjálp áður, þá í nokkra mánuði í San Fransiskó. „Hópurinn sem er væntanlegur er að mestu ein stór riölskylda frá Norður-Víetnam. Ég geri allt sem ég get til að hjálpa, ásamt Ho (Halldóri), sem einnig er víetn- amskur. Við ætlum að útskýra islegt fyrir hópnum og kynna lClll dið, fólkið, matinn og annað sem við teljum þörf á að þau viti og þekki. Við erum ekki alveg viss um hversu mikið þetta fólk veit um land og þjóð. Hingað hef- ur ekki komið stór hópur frá því 1979, seinna hafa fjölskyldumeð- limir og minni hópar bæst við. Ég veit af flestum þeim sem eru bú- settir hér, þótt ég hafi ekki mikið samband við nema fáa. Ég hitti Ho og Thuy (Jón) vini mína oft- ast. Þeir sem hér búa vinna mikið og eiga fáar frístundir." Hvað finnst þér mikilvœgt að þessufólki sé sagt við komuna, og hvernig telur þú best að taka á móti þessu fólki sem nú kemur? „Við höfum haldið fundi hjá Rauða krossinum og rætt það, mestu máli skiptir að kenna þeim íslensku fyrst, áður en þau fara að vinna. Við ræddum um það hve- nær þau ættu að byrja að vinna. Okkur finnst að þau þurfi a.m.k einn mánuð til að kynnast um- hverfinu og læra svolítið íslensk- una, þótt það sé ekki mikið þá er fólk ekki jafnhrætt að tala við þau og hjálpa þeim tali þau málið lítil- lega. Auk þess er mikilvægt að kynna íslendingum Víetnama, og sýna þeim fram á að við erum líka fólk. Við erum öll fyrst og fremst manneskjur. Fólk er dálítið hrætt að tala við okkur hér, það veit ekki á hvaða máli það á að ávarpa Víetnama. Við erum ekki svo ólík þegar öllu er á botninn hvolft. Allir menn eru líkir að einhverju leyti, og til er sam- mannleg menning. Ég held að skilningur fólks hér sé að aukast, landið er ekki jafneinangrað og áður, og útlendingum sem setjast hér að hefur fjölgað mikið síð- ustu ár. Eftir því sem menn kynn- ast fleiri útlendingum eykst skiln- ingur þeirra. Rauði krossinn hef- ur undanfarið staðið fyrir söfnun fyrir hópinn sem nú kemur. Ég kom þar við um daginn og var mjög ánægð með það hversu vel íslendingar hafa gert, því að mikið hefur borist af gjöfum.“ Draugatrú Er eitthvað líkt með íslending- um og Víetnömum? „Þegar ég kynntist Jónasi þá uppgötvaði ég að það er líkt með þjóðum okkar að báðum er hið yfirnáttúrulega mjög hugleikið, við ræddum um drauga og anda og slíkt, og þetta er hlutur sem ég hef ekki kynnst annars staðar á Vesturlöndum. Þegar ég sá mynd af Siglufirði í fyrsta skipti, þaðan sem Jónas er, sló það mig hversu margt var líkt með Siglufirði og Nha-Trang heimabæ mínum í Víetnam, þótt hann sé töluvert stærri. Báðir liggja við haf og fjöll, og eru á margan hátt líkir. Svo er margt annað sem menn- ingu okkar er sameiginlegt; brjóti menn spegil boðar það sjö ára ógæfu, bannað er að gefa hnífa og fleira og fleira. Það er sama hvert farið er, það er alltaf svo margt sem er líkt landa og menningar á milli, og við eigum að gera okkur grein fyrir því. Við erum öll manneskjur þrátt fyrir að menn- ing okkar geti verið ólík.“ Er eitthvað hér sem erfitt er að sœtta sig við? „Nú veit ég ekki. Það er svo margt gott hérna, annað er slæmt eins og gengur. Það er erfitt að svara því hvernig er að búa á ís- landi. í Víetnam er margt sem er óþægilegt, fátækt og slíkt. Hér hafa menn nóg að borða, en það er eitthvað annað sem þeir hafa áhyggjur af. Hvert land og hver staður er bæði góður og slæmur. Það sem er erfiðast við það að flytja til framandi lands er ein- semdin. Sérstaklega á þetta við um þá sem eldri eru, ég man vel eftir móður minni á meðan hún bjó norðarlega í Bandaríkjunum. Hún var miklu ánægðari í Texas þar sem býr mikið af Víetn- ömum. Fyrst þegar ég kom til íslands var maturinn framandi, hér var þá fátt á boðstólum til austrænnar matargerðar. Nú er það breytt og ég get fengið mikið af austur- lenskum mat. Ég er mjög ánægð með það.“ 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. júnl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.