Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 7
Ghanamenn við sendiráð lands síns í Lundúnum krefjast fjölflokkalýð- ræðis - kröfur af því tagi eru nú uppi í mörgum Afríkulöndum. Afríkuleiðtogar kvíða framtíðinni Óttast lýðrœðiskröfur og að vestrœn ríki veiti aðstoð, sem þeirhafa notiðfram að þessu, til Austur-Evrópu og Sovétríkja Inæstu viku verður í Addis Aba- ba, höfuðborg Eþíópíu, haldin leiðtogaráðstefna Einingarsam- taka Afríku (OAU), sem 51 ríki á aðild að. Vegna þess hve mjög heimurinn hefur upp á síðkastið breyst vegna gangs mála í Sovét- ríkjunum og Austur-Evrópu, er varla ráðstefna haldin svo á al- þjóðavettvangi um þessar mundir að hún sé ekki kölluð tímamóta- markandi. í mörgum tilfellum má það eðlilegt kalla, því að margir eru þeir aðilar sem nú komast ekki hjá því að endurskoða rækilega sinn gang með hliðsjón af breyttum tímum. Pað á einnig við um Afríku. í samræmi við það er líklegt að umrædd leiðtogaráð- stefna verði. Af öllum heimsálfum er hún verst á vegi stödd hvað lífskjör snertir og efnahag. Lífskjörum álfubúa hefur hrakað verulega á þeim áratug, sem nú er að ljúka. Efnahagsástand flestra ríkja þar er harla bágt, þannig eru erlendar skuldir þeirra um 250 miljarðar dollara. Margt kemur til, lágt verð á útflutningsvörum, óstjórn, borgarastríð, gífurleg fólksfjölg- un, sem er meiri þar en nokkurs- staðar annarsstaðar í heimi. Eþí- ópía, ríki það er hýsir ráðstefn- una, er hartnær lömuð af næstum 30 ára borgarastríði, og ekki er einu sinni öruggt að leiðtogarnir geti í þetta sinn ráðið ráðum sín- um ótruflað í Addis Ababa, því að uppreisnarmenn eru komnir í námunda við borgina. OAU voru stofnuð fyrir rúm- um aldarfjórðungi og hafa aðal- verkefni þeirra verið að reyna að jafna deilur milli aðildarríkja og vekja athygli á málstað Afríku á alþjóðavettvangi. Nú hafa ráða- menn þar margir miklar áhyggjur af þeim afleiðingum, sem hugs- anlegt er að atburðirnir undan- farið í Austur-Evrópu og Sovét- ríkjunum hafi fyrir þá. Mörg ríki Afríku tóku sér til fyrirmyndar stjórnarfar ríkjanna undir stjórn kommúnista og höfðu við þau margvísleg sam- skipti. Umskiptin hafa þvf ekki látið hugarfar Afríkumanna ó- snortið. I allmörgum Afríkuríkj- um, Keníu, Tansaníu, Sambíu, Fílabeinsströnd, Alsír, Gabon, Ghana og fleirum, eru af síaukn- um ákafa lagðar fram kröfur um lýðræði og fjölflokkakerfi. Undir þær kröfur er tekið á Vestur- löndum. Valdhafar Afríkuríkja, vanir því að stjórna allmjög ein- ráðir, taka misjafnlega vel undir þetta. Á tíð kalda stríðsins gátu Afr- íkuríki, sem fleiri ríki í þriðja heimi, notfært sér togstreituna milli Austurs og Vesturs til að hafa gott af báðum um hitt og annað. Nú óttast afrískir framá- menn að búið sé með það, ríkin á norðurhluta hnattarins muni framvegis ekki telja sér þörf á lið- veislu Afríkuríkja og verða því kærulaus um aðstoð við þau. Sér- staklega óttast Afríkumenn að vesturlandaríkjum muni nú þykja álitlegra að veita efnahags- og tækniaðstoð til Austur- Evrópu og Sovétríkjanna en til þriðja heimsins. Undir þeim kringumstæðum er hætt við að Afríka, sem bágast er á sig komin allra heimshluta, sitji á hakanum öðrum fremur. Aðalritari OAU, Salim Ahmed Salim, skoraði fyrr í vik- unni á valdhafa Afríku að gera ríki sín lýðræðislegri og taldi að með því myndu skapast auknir möguleikar á að leysa félagsleg, stjórnmálaleg og efnahagsleg vandamál þeirra. En hann varaði jafnframt Vesturlönd við að ganga út frá því, að í lýðræðisþró- un í Afríku gæti falist einhver galdur sem gerði að verkum að þau gífurlegu efnahagsvandamál, sem Afríka á við að etja, leystust af sjálfu sér. Bettino Craxi, leið- togi ítalskra sósíalista og ráðu- nautur Sameinuðu þjóðanna um skuldir Afríkuríkja, komst að orði á svipaða leið fyrir skömmu og kvaðst ekki telja að tjóa myndi að prédika lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum fyrir Afrík- uríkjum, nema því aðeins að jafnframt yrðu gerðar gagngerar ráðstafanir til að létta skulda- byrðarnar. Allt byggist á verðlagsmúmum Það eru skiptar skoðanir um hvort nóðst hefur verulegur bati í efnahagslífinu og hverjum hann er þá að þakka, eða hvort hér er aðeins um að ræða tíma- bundinn stöðugleika, sem byggist á því að launafólk lifir á nægju- seminni um stund. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, segir í samtali við Þjóðviijann að raunverulegur efnahagsbati sé lítill, en verð- bólga hafi náðst niður vegna atvinnuleysis, almenns samdrátt- ar og þess að launafólk hefur sætt sig við stórfelldar kjaraskerðing- ar. Tilraunir ákveðinna hópa til þess að hækka verð vöru sinnar og þjónustu umfram almennar launahækkanir hafa mætt talsvert harðri andstöðu að undanförnu. Fyrir nokkrum misserum hefði líklega enginn kippt sér upp við hækkanir á gjaldskrá fasteigna- sala sem Þjóðviljinn hefur skýrt frá að undanförnu, en við þær að- stæður sem nú ríkja hljóta þær að mæta harðri andspyrnu. Enda eiga ríkisstjórnin og aðilar vinn- umarkaðarins allt undir því að verðlagsmúrinn haldi svo launa- fólk geti sætt sig við óverulegar launahækkanir. Kjarasamningarnir frá í vetur byggjast á því að halda verðlagi niðri með harðri hendi. Enda er stöðugt verðlag forsendan fyrir því að verkalýðshreyfingin geti réttlætt samninga um litlar sem engar launahækkanir til langs tíma. Bresti verðlagsmúrinn er fjandinn laus. Verkalýðshreyf- ingin, atvinnurekendur og ríkis- vald taka því höndum saman um að halda hækkunum hópa eins og fasteignasala og lögfræðinga niðri. Skiptar skoðanir um batann Ríkisstjórnin á allt sitt undir því að kjarasamningamir frá í vetur haldi, því á þeim byggist að verulegu leyti sá „efnahagsbati" sem ríkisstjórnin telur sig hafa náð. Það era skiptar skoðanir um hvort náðst hefur verulegur bati í efnahagslífinu og hverjum hann er þá að þakka, eða hvort hér er aðeins um að ræða tímabundinn stöðugleika, sem byggist á því að launafólk lifir á nægjuseminni um stund. Ríkisstjórnin fullyrðir að um verulegan bata sé að ræða og skrifar hann á sinn reikning. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, segir hins vegar í samtali við Þjóðviljann að raunverulegur efnahagsbati sé lítill, en verð- bólga hafi náðst niður vegna atvinnuleysis, almenns samdrátt- ar og þess áð launafólk hefur sætt sig við stórfelldar kjaraskerðing- ar. Batinn bara slagorð? „Það er ekkert að gerast sem getur valdið þenslu eins og var hér á árum áður, engar stórfram- kvæmdir eða þess háttar. Atvinnuleysi hefur komið í stað skorts á vinnuafli. Launafólk hef- ur tekið á sig gífurlegar kjara- skerðingar og samningarnir frá í vetur voru aðeins til þess að stöðva þá þróun, ekki snúa henni við, í bili að minnsta kosti. Enda samþykkti launafólk samningana í nokícurs konar uppgjöf. Það var búið^áð reyna allt og því þá ekki að reyna þetta líka? Á þessu byggist að miklu leyti sá árangur sem náðst hefur og felst í lækkun verðbólgu og hag- Ari Skúlason: Verðbólga hefur náðst niður vegna atvinnuleysis, al- menns samdráttar og þess að launafólk hefur sætt sig við stórfelldar kjaraskerðingar. stæðari viðskiptum við útlönd. Kaupmáttur almennings er í lág- marki og þar með öll neysla. Efnahagsbatinn sem ríkisstjórnin hreykir sér af er því í raun bara slagorð. Það er hætta á að þetta fari allt til fjandans ef eitthvað fer I BRENNIDEPLI að gerast í samfélaginu og launa- skrið eykst aftur. Þetta hangir saman á nokkurs konar vesaldar- ástandi, og framhaldið byggist á því að verðlagið haldist niðri. Það verður síðan að koma í ljós hvernig tekst að spila úr þeim ár- angri sem náðst hefur í stríðinu við verðbólguna og hvernig tekst að miðla auknum þjóðartekjum til hinna lægst launuðu,“ segir Ari Skúlason. Byggist á laununum Ari segir að verðbólga ráðist fyrst og fremst af þremur þáttum: fyrri verðbólgu, gengisþróun og launaþróun. Nú er gengið stöðugt, verðbólga fyrri ára hefur náðst niður og því byggist fram- haldið að verulegu leyti á launun- um. Þeim verður ekki haldið niðri nema með því að halda verðlagi niðri. Ef slakað verður á verðlags- klónni rýkur samstarfsvilji verka- lýðshreyfingarinnar út í veður og vind og hún fer að gera kröfur. Með þetta í huga mæta stjórnvöld og aðilar vinnumark- aðarins hækkunaráformum ein- stakra hópa og fyrirtækja, hvort sem um er að ræða BHMR eða fasteignasala, Coca Cola eða steypustöðvar. Rauða strikið í maí hélt og það er líklega einstakt í sögunni. Enda hefur verkalýðsleiðtogi kvartað yfir því að fjölmiðlar hafi gefið þessum árangri lítinn gaum. En rauðu strikin í samningunum eru fleiri. Það næsta kemur 1. september og staðan þá getur leitt af sér launahækkanir 1. okt- óber. Kosningafjárlög Því er spáð að verðlag verði um hálfu prósenti umfram rauða strikið 1. september ef ekki verð- ur að gert. Fari verðlag framyfir, getur launanefnd tekið ákvörðun um sambærilega launahækkun 1. október. Aðilar vinnumarkaðarins ótt- ast að atvinnurekendur fái á- stæðu til þess að óttast vinnuafls- skort í haust og það eykur hætt- una á launaskriði. Aukist launa- skrið, fer allt annað af stað. Auk þess er óttast að gefi staðan 1. september ástæðu til launahækk- unar 1. október upp á til dæmis 0,4 prósent, muni aðeins taxta- fólkið svokallaða fá þá hækkun, aðrir muni fá mun meira. Það býður heim hættunni á röskun. Auk alls þessa standa þing- kosningar fyrir dyrum og fjárlög ríkisins á kosningaári hafa yfir- leitt einkennst af talsverðu ör- læti. Menn telja sig hafa ástæðu til þess að óttast að svo verði einnig nú, að stjórnarflokkarnir muni leggja áherslu á að kaupa sér vinsældir og hafa þannig betra vegarnesti í kosningabaráttunni. Það gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir kjarasátt aðila vinn- umarkaðarins og ríkisvaldsins. -gg Föstudagur 6. júlí 1990 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.