Þjóðviljinn - 06.07.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Síða 12
Allt er reynt til lokka gesti danshús á bæjarins. Danmeynni tókst þó ekki að heilla áhorfendur, sem sáu lítið annað en grænar geirvörturnar og varirnar á meðan hún dansaði í myrkrinu í Næturklúbbnum á dögunum. Mynd:Jim Smart. SUM ARNÁMSKEIÐ KRAMHÚSSIIIS 9.-31. JÖLÍ Jass-Nútímadans Kennarar: Christien Polos og Adrienne Hawkins Afró/Samba Brasil Kennari: Jöan Da Silva frá Brasilíu Músíkleikfimi Kennari: Agnes Kristjónsdóttir Dans „ Workshop“ 20.-26. júlí Jass-Nútímadans -Kóreógrafík (Dagleg kennsla frá 10.00-16.30) Nemendasýning 26. júlí kl. 21.00. Kennaranámskeið 27.-31. ágúst. „Skapandi kennsluaðferðir i skólastarfi** Kennarar: Anna C. Haynes, kennari frá Laban Art of Movement Center, London. Elva Lilja Gísladóttir, sérmenntun í tónlistar- og hreyfingar- uppeldi frá C. Orff Institut, Salzburg. Margrét Pálsdóttir, framsagnarkennafi. Hafdís Árnadóttir, íþróttakennarí o.fl. Fóstrunámskeið 27. -31. ágúst Byggt á Rudolf Laban og C. Orff kennsluaðferðum. Kennarar: Sjá kennaranámskeið. Skráning hafin í símum 15103 og 17860. Hrunadans meö nöktum meyjum Eigendaskipti, tíðar nafnabreytingar og endalaus leit að eftirtekta- verðum skemmtiatriðum einkenna kreppu dansstaða borgarinnar Tunglið í kvöld, Laguna á morgun, Borgin breytist í Dýra- garð næturlífsins og Lennon í Gullið á meðan hver bjórbúllan á fætur annarri skýtur upp kollinum án þess að dragi úr aðsókn á þær gömlu. Dansstaðir bæjarins eiga erfitt með að fóta sig eftir bjórbylt- inguna. Þetta sést meðal annars á sifelldri leit þeirra eftir skemmtiatriðum sem heilla menn og lokka út af notalegum kránum inn á diskótekin. Hvert æðið fylgir öðru, og fái einhver skemmtanastjórinn snjalla hugmynd er þess ekki langt að bíða að keppinautarnir bjóði upp á eitthvað svipað. Þannig voru undirfatasýningar vinsælar í vetur, nú eru það vöru- kynningar af ýmsu tagi og tísku- sýningar frá nafntoguðum fata- búðum. Sumir staðir bjóða meira að segja upp á fatafellur. Grænar geirvörtur Fagra sumarnótt fyrir skömmu læddist blaðamaður Nýs helgar- blaðs ásamt ljósmyndara inn í Næturklúbbinn (Klúbburinn, Sportsklúbburinn) til að horfa á nýiustu beituna, Dansmeyna. I hálfrökkrinu á dansgólfi Klúbbsins kastaði dökkleit vera af sér spjörunum, og áhorfendur sáu lítið annað en sjálflýsandi grænar geirvörturnar. Þær fáu hræður sem höfðu látið blekkjast af eggjandi auglýsingu staðarins úuðu og púuðu að atriðinu loknu, og gengu svekktir út í miðnæt- ursólina. Flestir þeirra voru svo ungir að þeir minntust ekki Sús- önnu í baði, sem flutt var inn til landsins til að draga menn á ann- an skemmtistað hér í borg fyrir nokkrum árum. Hvað er það sem hefur gerst, af hverju er aðsókn svona slök og misjöfn á marga dansstaði bæjar- ins? Bjómum er um að kenna. Eftir bjórbyltinguna hefur skemmtanamynstur landans gjörbreyst. Markaðurinn er ekki búinn að ná jafnvægi aftur. Sífellt skjóta fleiri krár upp kollinum, en gömlu búllurnar halda sínu á kostnað dansstaðanna. Annars hefur sá markaður löngum verið dyntóttur, og ómögulegt fyrir eigendur að skilja nokkuð í því af hverju staðurinn er troðfullur eina helgi, en þá næstu kemur ekki nokkur kjaftur, og er þá sama upp á hvað er boðið gestum til dægrastyttingar. Hamingju- stundin Kostnaðinum af skemmtiatrið- unum er svo smurt á miðaverðið, og kostar nú allt að 900 krónur að komast inn í sæluna á sumum stöðum. Nokkrir staðir hafa tekið upp svokallaða “Happy hour“, sem þýðir að þeim sem mæta snemma er umbunað með ókeypis aðgangi, en fáir virðast notfæra sér þá hamingjustund. Viðmælendur blaðsins í bransan- um voru flestir sammála um að laugardagskvöldin væru ball- kvöld. Eins og Birgir Þór skemmtanastjóri Borgarinnar orðaði það, þá eru pöbbarnir sneysafullir á föstudögum, en á laugardögum er röð fyrir horn eins og í gamla daga á Borginni. Yfirburðir bjórbúllanna eru í því fólgnir að menn þurfa ekki að dressa sig upp, og geta droppað inn og út í leit að stuði á kránum. íslendingar vinna lengi á föstu- dögum, og eftir hasarinn í Hag- kaup nenna menn ekki í freyði- bað og svarta samkvæmisklæðn- aðinn. Á laugardögum vinnst mönnum hins vegar góður tími til að sjæna sig og skipuleggja kvöldið. Enn er einn ótalinn vandi skemmtistaðanna, en hann er sá að nú er algengt að menn helli í sig bjór og öðrum sterkjum drykkjum langt fram eftir miðn- ætti á öldurhúsum bæjarins áður en veiði- og danslöngunin tekur yfirhöndina og þeir skálma inn í dulúðlegt myrkrið á danshúsun- um. Þá er stuttur sá tími sem disk- óbarirnir geta grætt fé fram að lokun. Heitar stelpur Eitt af því sem nú kollríður diskóunum eru kynningar á öllu mögulegu og ómögulegu. Ilmvatnskynningar, fata- og hár- tískukynningar, að ógleymdum nærfatasýningum hinna ýmsu korseletta og sokkabandsversl- ana borgarinnar, o.fl. o.fl. At- hyglisverðastar eru þó bjórkynn- ingar sem stundum eru í land- kynningarpakka. „Heineken- kynning á Borginni“ glumdi á Stjörnunni nýverið. Þótt hið virðulega málgagn niður í Aðal- stræti félli ekki í þá gryfju að brjóta gegn löggjafanum um áfengisauglýsingar. Þar var í auglýsingu talað um að hollenskt búnar ungmeyjar bæru fram þekktan hollenskan eðalmjöð. Ekki alls fyrir löngu var einnig Herra Holsten í heimsókn í Casa- blanca og dylst vart nokkrum manni hver sá ágæti herramaður er. Áður en auglýsingar fyrir fyrir- tæki urðu mest áberandi í skemmtanabransanum var spilað með kynhvatir manna. Á Borg- inni sátu Kynbræður á strák sín- um fyrir stelpurnar, en annað kvöld skemmtu „Hot Choco- lates“ aðeins fyrir karla. í Holly- wood mátti á svipuðum tíma sjá heitustu stúlkurnar í bænum með hið hættulega góða atriði Blautt, blautt. Kynleg er sú árátta diskóteks- eigenda að bregðast við leiftur- sókn bjórbúllanna og tíðra gjald- þrota með sífelldum nafna- breytingum. Enda er svo komið að við opnunarkvöld “nýju“ stað- anna má oft sjá gamla nafnið í sviga með svo að væntanlegir gestir átti sig á því hvaða staður er í raun að auglýsa. í þá gömlu góðu daga þegar blaðamaður byrjaði helgarnar á Borginni á fimmtudögum og endaði þær á sunnudagsnóttum á Óðali voru engar notalegar krár til að lengja helgina með. Þar hafa diskótekin misst enn einn spön úr aski sínum, en nú eru þau ekki opin nema tvö kvöld í viku í stað fjögurra áður. Óðal reyndi að halda sínu þrátt fyrir bjórbylt- ingu, þegar staðurinn söng sinn svanasöng reyndi hann að villa á sér heimildir, en þrátt fyrir Gro- ucho Marx skegg og gleraugu í mynd ýmissa nafnbreytinga svo sem Lennon og Gullið tókst staðnum ekki að leyna því að hann var uppdagað nátttröll. Skæðasti keppinauturinn á Clandyke árum diskótekanna Hollywood (í fyrninni Sesar) hef- ur átt í stökustu vandræðum und- anfarin ár, en þó haldið nafni sínu með ýmsum merkilegum undir- titlum svo sem poppvaxmynda- safnið, þar sem kófdrukknir voru þess fullvissir að hafa hitt Röggu Gísla og Björk Guðmunds í dimmum rangölum staðarins. Einn er sá skemmtistaður hér í borg hins vegar sem staðið hefur af sér storma og ágjöf. Hann stendur uppi á Skólavörðuholti, og þegar blaðamaður var á kvöld- göngu í blíðunni um daginn átti hann fótum sínum fjör að launa þegar hann fór yfir Eiríksgötu slík var traffíkin. Margt er gefið í skyn, en lítið er staðið við af því sem lofað er í auglýsingum skemmtistaðanna. Lesendur erlendra tískurita kannast ósjaldan við kroppanna fögru sem prýða auglýsingarnar, víst er að flestar þær fögru stúlkur (og stundum piltar) sem á myndun- um eru munu hvori berhátta né sýna eggjandi undirfatnað fyrir íslenska gesti. 12 SÍÐA - NYTT HeLGARBLAÐ Föstudagur 6. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.