Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Eg kenni Rússum pólitík Ég hefi orðið var við það eins og fleiri að Rússar sem einu sinni þóttust allt vita, þeir vita nú ekki neitt. Þeir vita svo lítið, að nú eru þeir búnir að fá Hannes Hólmstein til að fræða sig. Þennan apakött, þótt flokksbróðir minn sé, sem ekki kann einu sinni að meta markaðsgildi álfa í ís- lenskum þjóðarbúskap. Enda segir Hannes réttilega sjálfur að það sé eins og að setja Drakúla greifa yfir blóð- bankann að láta sig lesa yfir Rússum. Það verður ekki mikið blóð eftir í hinni rússnesku þjóðarkú þegar sá villumaður hefúr gengið þar um garða. Eins víst reyndar, að hann ráðleggi Rússum að afhenda forstjórunum verksmiðj- umar til eignar á þeirri forsendu að þeir hafi nú ailtaf rekið þær hvort sem er. Alveg eins og hann vill gefa útgerðarmönnum ailan íslensk- an fisk úr sjó barasta af því að þeir hafa kom- ist yfir báta. Ég segi nú ekki margt. Aftur á móti varð ég ekkert hissa þegar Rússar sneru sér til mín, Skaða, og vildu fá mig sem ráðgjafa í ýmsum málum. Það er góð hefð fyrir þessu í ættinni — Pétur mikli kallaði á einn forföður minn hollenskan til að hjálpa sér að kenna Rússum að drekka kókó og því skyldi Gorbatsjov ekki muna efiir mér? Hr. Perestrojev hafð' orð fyrir Rússum og var hinn kurteisasti. Ég veit, hr. Skaði, sagði hann, að við hefð- um átt að koma miklu fyrr til þín. Þetta er, eins og þið segið, nokkuð seint í rassinn gripið. Skítt og laggo með það, sagði ég umburð- arlyndur. Mestu skiptir að þið skiljið hið fom- kveðna: enginn skyldi í eigin rass grípa. Nú hlógum við báðir. Mér leikur hugur á að vita, sagði Per- estrojev, hvað þið Sjálfstæðismenn getið ráð- lagt okkur í Kommúnistaflokknum sovéska nú þegar margraflokkakerfið er að skella yfir. Við þjáumst skelfilega af reynsluskorti í þess- um efnum. Ég hefi verið að hugsa málið og rannsaka það, sagði ég. Og mér skilst að sovéskur al- menningur botni ekkert í því hver er munurinn á íhaldsöflum og ffamfaraöflum og umbóta- öflum. Og hvað eigum við að gera í því? spurði Perestrojev. Þið eigið að halda fólkinu mgluðu áfram, sagði ég. Til hvers? spurði Perestrojev. Til þess að þið getið haldið því fram, að í flokkinum ykkar séu margar vistarvemr. Til að menn skilji að þar sé pláss fyrir alla. Þetta höfum við alltaf gert - Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra flokka, segjum við, hinn eðli- legi vettvangur málamiðlana í landinu. Ekki segir Jeltsin það, sagði Perestrojev. Skítt með Jeltsin, sagði ég. Þið skuluð bara breiða það út að það sé Jeltsin að kenna að spekúlantar og mafíósar vaða uppi og leggjast eins og Drakúla á einkaframtakið og sam- vinnufélögin. En það er ekki honum að kenna, sagði Per- estojev. Bam geturðu verið, sagði ég. Hvaða máli skiptir það? Það skiptir öllu máli að helvítis maðurinn verður að puða við að bera af sér á- burðinn. Hann gerir þá ekki annað á meðan. En hvað gemm við á meðan? spurði Per- estrojev. Þið emð góðu gæjamir sem hugsið um litla manninn og hver sem ekki gerirþað, hann er á móti siðferðinu og guði... Guði, sagði Perestrojev, já en við komm- únistar... Þið verðið að nappa guði áður en einhver annar flokkur gerirþað, sagði ég. Það segir sig sjálft. Nokkuð fleira? spurði Perestrojev. Umfram allt verðið þið að hamra á því að það sé fáránlegt, skaðlegt, óarðbært og niðr- andi að vera á móti Gorbatsjov sjálfúm. Gor- batsjov, skal ég segja þér, hann er ykkar helsta tromp. Hann er líka svo námfús. Hann gerir bara það sem honum sýnist, hvað sem hver segir og þetta hefur hann náttúrlega lært af honum Davíð okkar héma í Reykjavík. Svo hefúr hann líka lært það, að í hvert skipti sem á móti blæs, þá fer hann og lætur ljósmynda sig með Kohl eða Bush eða einhveijum sem á aura og og þar með vita allir heima hjá ykkur að hann er ómissandi. Þetta hefur Misha nátt- úrlega Iært af okkur íslendingum líka. Já, en lærði hann það ekki af Steingrími Framsóknarmanni? spurði Perestrojev. Mér þótti mannhelvítið einum of vel að sér allt í einu, en ég beil á stillingarjaxlinn og sagði: Já og hvað með það? Er ekki sama hvaðan gott kemur? 2 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. ágúst 1990 i í RÓSA- GARÐINUM LIST ER ÞAÐ LÍKA OG VINNA Það er óborganlegt að hafa formann og ráðherra í Alþýðu- bandalaginu sem er með bráða- birgðalögum en er á móti bráða- birgðalögum og setur svo bráða- birgðalög sem eru betri bráða- birgðalög en aðrir kunna að setja. DV ÞAÐ HARÐNAR A DALNUM Hattur utanrikisráðherra ét- inn DV LÍFIÐ ER UMFERÐIN Verslunarmannahelgi, mesta ferðahelgi ársins, er ffamundan. í leiðara blaðsins í dag er meðal annars fjallað inn það pólitíska umferðarslys sem þjóðin lenti í fyrir einu ári. Alþýóublaóiö BYLTINGARNAR GERAST ENN Hundur ók á bíl. DV VOÐINN VÍS Ekkert getur héðan af bjarg- að laxinum frá því að verða al- geng og ódýr matvara. DV ÞEIR VITRU SÖGÐU Gamall fiskur ekki góð neysluvara, segir Halldór As- grímsson sjávarútvegsráðherra. Fyrirsögn í DV HIRÐULEYSIÐ í ÞESSU FÓLKI Útlendir ferðamenn skilja eftir 80 miljónir á dag. Alþýöublaðiö EN ÆFING SKAPAR MEISTARANN! Unglingar núdagsins fara með gítar um öxl og brennivín í bakpokanum og kunna enn ekk- ert með það að fara. Alþýöublaöið ENDAPÚNKTUR JAFNAÐARSTEFN- UNNAR? Hverjum er ekki sama hveij- ir það eru sem sitja í ríkisstjóm eða em dyraverðir í Amarhvoli? Alþýöublaöiö ÉG ER EKKI ÉG OG HROSSIÐ Á EIN- HVER ANNAR Birgir Dýrfjörð, formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélag- anna í Reykjavík, segir að hvorki Bjami P. Magnússon, sem nú er að flytja úr borginni, né Ólína Þorvarðardóttir, sem er nýgengin í Alþýðuflokkinn, séu fúlltrúar Alþýðuflokksins í borgarstjóm. Morgunblaöiö ER STEINGRÍMA ONATTURLEG? Náttúmfræðingar vilja að ríkisstjómin segi af sér. Morgunblaöiö

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 147. tölublað - Nýtt Helgarblað (10.08.1990)
https://timarit.is/issue/226103

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

147. tölublað - Nýtt Helgarblað (10.08.1990)

Aðgerðir: