Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 7
Kampakátir vín- framleiðendur Vínframleiðendur frá franska héraðinu Champagne unnu mál gegn ástralskri vínbúð sem vildi auglýsa freyðivín sitt sem kampa- vín á Nýja-Sjálandi. Dómarinn í málinu sagði að það snerist ekki um vín heldur um orðanotkun. Hann dæmdi að á Nýja-Sjálandi væri kampavín eða champagne nafn á ákveðinni vöru en ekki almennt orð yfir freyðivín. En 43 af hundraði Ný- Sjálendinga tengja kampavín Frakklandi. Kampavínsframleið- endur franskir voru hræddir um að það færi fyrir orðinu líkt og í Ástralíu þar sem óheft auglýs- ingamennska hefur minnkað virðingu fólks fyrir a.m.k. orðinu kampavín. Líberanskir flóttamenn Rauði Krossinn sér um 400,000 líberönskum flóttamönnum fyrir mat. Fólkið hefur flúið borgar- astríðið í landi sínu og sest að í nágrannalöndunum. 250 þús. hafast að í Gíneu, 120 þús. á Fílabeinsströndinni og 30 þús í Sierra Leone. Fulltrúar frá Rauða Krossinum 12 talsins hafa yfirumsjón við að deila út mat- vörunni. Eyðnisjúklingur fær bata Skurðlæknar á Sardínu í Ítalíu sem skiptu um beinmerg í eyðnisjúkling í maí s.l. segja að svo virðist sem eyðniveiran sé horfin úr konunni. Hin 29 ára gamla kona var sú fyrsta í Evrópu af eyðnisjúklingum sem gekkst undir beinmergsskiptingu. Slíkt hefur verið reynt í Bandaríkjun- um en sá sjúklingur sem lengst hefur lifað lifði í 47 daga eftir að- gerðina. Læknarnir segja að það sé ekki hægt að segja með vissu að veiran hafi yfirgefið líkama konunnar en að allar prófanir sem hafi verið gerðar bendi til þess. Konan var haldin eyðni í þrjú ár og lyfið AZT sem er gefið eyðnisjúk- lingum var hætt að virka. Fá að stof na fyr- irtæki Sovéskum borgurum hefur verið veittur réttur til að setja á laggirnar fyrirtæki. Einstak- lingar, hópar og starfandi fyrir- tæki mega stofna fyrirtæki sem hafa allt að 200 manns í vinnu. Sovéska þingið hafði samþykkt þetta í júní s.l. og gefið forsætis- ráðherranum frest til 15. sept- ember til að koma með áætlun um málið. Til að koma þessu í gagnið þarf að samþykkja 15 ný lög. Eins boðar áætlunin, sem lögð var fram á miðvikudag, stofnun hlutabréfamarkaðar, raunhæfa verðlagningu, minni hömlur á erlend viðskipti og að stefnt skuli að því að vinna rúbl- unni sess á alþjóðamarkaði. Clint Eastwood fékk byssu Erfðaskrá Sammy Davis Jr. var opnuð á miðvikudag. Það kom í ljós að kona hans, Alto- vise, erfði mest af fjögurra milljón kr. eign hans. En gamall vinur hans, Clint Eastwood, fyrrum bæjarstjóri, erfði byssu sem Gary Cooper notaði gjarnan þegar hann lék í vestrum. Einnig erfði viðskiptafélagi Davis áberandi demantshring sem Davis bar sem og 25.000 dali sem Shirley þessi Rhodes á að eyða sér til skemmtunar. Lessie Lee sem sá um heimilishaldið hjá Davis erfði 100.000 dali eða 6 milljónir ísl.kr. Velferðarþjóðfélagið Andstæðumar skerpast Þótt undarlegt megi virðast og jafnvel mótsagnakennt, hefur atvinnuleysi sjaldnast verið meira en núna. Einnig fjölgar skjól- stæðingum félagsmálastofnana ár frá ári. Sjóðir verkalýðsfélaga og félagsmálastofnana eru að þur- rkast upp og ekki sér fyrir endann á vandanum. Menn velta fyrir sér hvers vegna þessi vandi sé til stað- ar. ísland er eitt mesta velferð- arríki heims, eitt ríkasta land heims, og hér segja menn að jöfnuður ríki milli þegna. En er það svo? Áhverju lifirömanna fjölskylda? Ef þessi jöfnuður væri til stað- ar, væri þessi vandi ekki svona mikill. Hér á landi er fólk, fjöl- skyldur og einstaklingar, sem hreinlega geta ekki lifað af þeim launum sem þeim eru greidd. Þjóðarsáttin gengur út á að halda launum og verðlagi niðri til að lækka verðbólguna. Launaskrið er lítið, altént á yfirborðinu og hjá hinum óbreyttu, og almenn- ingur fær greitt samkvæmt taxta. En lægstu taxtarnir eru bara það lágir að það lifir enginn á þeim. Ef sett er upp dæmi af hjónum með þrjú börn og athuguð þau laun sem sú fjölskylda á að lifa á, sést að dæmið gengur ekki upp. Segjum að annar aðilinn sé úti- vinnandi, en hinn heimavinn- andi. Sá útivinnandi er verka- maður með 50-60 þúsund krónur í laun á mánuði. Fjölskyldan býr í þriggja til fjögurra herbergja íbúð (leiguíbúð að sjálfsögðu) og greiðir um 40 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði. Þá eru eftir 10-20 þúsund krónur. Gengur þetta upp? Jafnvel þótt hinn aðil- inn væri líka útivinnandi gengi dæmið trauðla upp. Hvað þá hjá einstæðum foreldrum. Félagsmála- stofnanir Þar sem þessi fjölskylda lifir ekki á þessum launum, getur hún leitað aðstoðar hjá félagsmála- stofnun. Skjólstæðingum fél- agsmálastofnana fjölgar ár frá ári, en mest var fjölgunin á milli áranna 1988 og 1989. Þá komu inn nýir hópar. Áður höfðu stær- stu hóparnir verið einstæðar mæður, sjúklingar, öryrkjar og aldraðir, en á þessum tíma fór „hinn almenni borgari“ að leita aðstoðar. Venjulegar fjöl- skyldur, með annaðhvort eina eða tvær fyrirvinnur, geta ekki séð fjölskyldum sínum farborða. Það er sama sagan hjá flestum félagsmálastofnunum á landinu. Marta Bergmann félagsmála- stjóri Hafnarfjarðar segir vand- ann sífellt aukast. Frá síðustu áramótum hefur verið greitt jafn- mikið í framfærsluaðstoð og á öllu síðasta ári og sú upphæð sem stofnuninni var ætluð á árinu er búin. Fjölgun skjólstæðinga frá síðasta ári er um 10%, en sú tala segir ekki mikið. Sá hópur sem bættist við 1988-89 fær enn að- stoð og hver einstaklingur fær bæði meiri aðstoð og oftar. Marta segir að margir fari bónleiðir til búðar. Um 350 manns hafa beðið um aðstoð á þessu ári, en aðeins um 120 fengið. Félagsmálastofn- anir verða að setja sér ramma og fólk verður að falla innan þess ramma til að fá aðstoð. Hinir eru úti í kuldanum. Gjaldþrot Á árunum 1986 og 1987 var gífurlegur uppgangs- og þenslu- tími í landinu. Allir fylltust bjartsýni og stórhug og hugðu á stórframkvæmdir. Menn stofn- uðu fyrirtæki, opnuðu verslanir, en aðrir létu sér nægja að reyna í BRENNIDEPLI Þróun hjá verkalýðsfé- lögum ogfélagsmála- stofnunum um landið sú sama. Fjölgun skjólstœð- inga, fjölgun atvinnu- lausra, fjárveitingar að verða búnar og atvinnu- leysissjóðir að tœmast að koma þaki yfir höfuðið á sér. Núna eru afleiðingar þessara loftkastala að koma í Ijós, gjald- þrot á gjaldþrot ofan. Fjöl- skyldur, einstaklingar og fyrir- tæki eru gjaldþrota. Ingibjörg Broddadóttir hjá Félagsmálastofnun Kópavogs segir þessi gjaldþrot nýtt fyrir- bæri og vera einna mest áberandi hjá stofnuninni. Einstaklingar sem hafa fengið foreldra eða aðra ættingja til að skrifa upp á fyrir sig, verða gjaldþrota og taka hina með sér. Um 30% fjölgun er í fjárhags- aðstoð við einstaklinga í júní hjá Kópavogsbæ, miðað við sama tíma í fyrra. Húsaleigubætur Guðrún Ágústsdóttir vara- borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík á sæti í félags- málaráði. Hún segir að mikill fjöldi þeirra aðila sem nú njóta aðstoðar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur ætti ekki að þurfa hennar við. Ef húsaleigubætur væru greiddar eins og gert er hjá siðmenntuðum þjóðum, myndi skjólstæðingum fækka, segir hún. Það er bæði húsaleiga og húsakaup sem sligar fólk. Stór hluti þess fjármagns sem greitt er í aðstoð í Reykjavík er vegna húsaleigu. Sama er í Kópavogi. Húsaleiga og lægstu laun haldast í hendur. í Keflavík hefur fjölgun skjól- stæðinga félagsmálastofnunar verið um 20% milli ára. María Kristjánsdóttir hjá Fél- agsmálastofnun Keflavíkur segir að nýir hópar hafi komið inn 1988-89, eins og hjá hinum stofn- ununum. Það eru fjölskyldur með tvær fyrirvinnur, og þær njóta enn aðstoðar. Fjárveiting stofnunarinnar er ekki uppurin enn, en nokkuð langt er á hana gengið. María segir að rúmlega helmingur sé búinn, en það sé lítið að marka það. Aðstoð liggi niðri á sumrin, en aukist aftur þegar líða fer á veturinn. Hins vegar sé óvenju mikið búið af fjárveitingunni núna. Atvinnuleysi Það er ekki nóg með að fólk þurfi að leita aðstoðar hjá félags- málastofnunum. Atvinnuleysi hrjáir velferðarþjóðfélagið. Eyj- ólfur Jónsson framkvæmdastjóri atvinnuleysistryggingasjóðs segir atvinnuleysi ekki hafa verið meira en nú er í um 20 ár. Sér- staklega hefur ástandið verið slæmt síðastliðin tvö ár, en svart- ast hefur það verið seinni partinn á síðasta ári og á þessu ári. Um 600 miljónir voru greiddar í atvinnuleysisbætur fyrstu fimm mánuði þessa árs. Það eru um 120 miljónir að meðaltali á mánuði. Á sama tíma í fyrra voru hins veg- ar ekki greiddar „nema“ 417 milj- ónir í atvinnuleysisbætur. Þetta er um 45% aukning. Allt árið í fyrra voru greiddar 876 miljónir í atvinnuleysisbætur og ef svo fer fram sem horfir mun atvinnu- leysistryggingasjóður þurfa að greiða rúmlega 1300 miljónir á þessu ári. Það er um 60% aukning. Menn þurfa þó ekki að örvænta þótt sjóðurinn tæmist, því á honum er ríkisábyrgð. Landið og miðin Víða á landsbyggðinni er at- vinnuástand mun verra en í Reykjavík. Á Akureyri hafa ver- ið greiddar um 60 miljónir í at- vinnuleysisbætur það sem af er þessu ári, og það er meira en greitt var allt árið í fyrra. Þessi upphæð á samt bara við Verka- lýðsfélagið Einingu, en nokkur félög eru utan við það og greiða sérstaklega. Á Akureyri voru um 350 manns á atvinnuleysisskrá í júlí, en um 280 manns á sama tíma í fyrra. Sævar Frímannsson formaður Einingar segir að engar horfur séu á að ástandið batni. Ekki nema með einhverjum stór- kostlegum breytingum. Engin blóm í haga á Akranesi Akranes er í svipaðri aðstöðu og Akureyri. 136 manns eru á at- vinnuleysisbótum hjá Verka- lýðsfélagi Akraness. Hervar Gunnarsson formaður félagsins segir að á sama tíma í fyrra hafi það verið 87 manns. Það sem af er þessu ári hafa verið greiddar um 27 miljónir í atvinnuleysis- bætur sem er 8 miljónum meira en greitt hafði verið í fyrra á sama tíma. Allt árið í fyrra voru greiddar tæpar 39 miljónir í at- vinnuleysisbætur hjá félaginu. Hervar segist ekki sjá framundan betri tíð með blóm í haga, eða neinar fyrirsjáanlegar breytingar á atvinnuástandi á Skaganum. í Keflavík hefur atvinnu- ástandið ekki versnað mjög mikið. Um 60 manns hafa verið á atvinnuleysisbótum á viku að meðaltali í júlí. Á sama tíma í fyrra voru það hins vegar rúm- lega 80 manns. Ásta Sigurðar- dóttir hjá Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur segir að það sem af er þessu ári hafi rúm- lega 24 miljónir verið greiddar í atvinnuleysisbætur. Hins vegar voru rúmlega 20 miljónir greiddar á sama tíma í fyrra. Allt árið í fyrra var greidd rúmlega 41 milión í atvinnuleysisbætur. Ásta segir að það sem af er ár- inu hafi atvinnuleysi verið mun meira heldur en í fyrra. Ekki séu neinar breytingar á atvinnu- ástandinu fyrirsjáanlegar á næst- unni. ns. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.