Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 21
Veitingastaðurinn 22, ingaSólveig
opnar Ijósmyndasýninguna „Hnign-
un" kl. 17:00 laugardaginn 11. ágúst.
Opið virka daga kl. 11:00 - 01:00 og
um helgar kl. 18:00-03:00.
Árbæjarsafn, opið alla daga nema
mákl. 10-18. PrentminjasýningíMið-
húsi, kaffi í Dillonshúsi, Krambúð, og
stríðsárasýningin: „og svo kom
blessaðstríðið".
Ferstikluskáli Hvalfirði, RúnaGísla-
dóttir sýnir vatnslita-, akryl-, og klippi-
myndir. Opið fram til kl. 23 dag hvern.
Gallerí 11, Skólavörðustíg 4a. Þór-
unn Hjartardóttir með málverkasýn-
ingu, opnað kl. 14-18 daglega, til
16.8.
Gallerí 8, Austurstræti 8, sýnd og
seld verk e/um 60 listamenn, olíu-,
vatnslita-, og grafíkmyndir, teikning-
ar, keramík, glerverk, vefnaður, silf-
urskartgripirog bækurum íslenska
myndlist. Opið virka daga og lau kl.
10-18 og su 14-18.
Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu-
múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og
olíumyndir, keramikverk og módel-
skartgripir, opið lau 10-14.
Gallerí Nýhöfn, Alcopley, málverk
og teikningar. Sýningin eropin virka
daga nema má kl. 10-18, og kl. 14-18
um helgar.
Haf narborg, nýr sýningarsalur;
Sverrissalur: sýning á verkum úr list-
averkasafni hjónanna Sverris
Magnússonarog IngibjargarSigur-
jónsdóttur, sem þau gáfu safninu.
Opið alla daga nema þri kl. 14-19, til
27.8.
Kjarvalsstaðir, árleg sumarsýning á
verkum Kjarvals, nú undiryfirskrift-
inni Land og fólk. Vestursalur: Nína
Gautadóttir, málverk. Opið daqleqa
frákl. 11-18.
Listasafn Einars Jónssonar opið
alla daga nema má 13.30-16, högg-
myndagarðurinn alla daga 11-17.
Listasafn fslands, sumarsýning á
íslenskum verkum í eigu safnsins.
Opiðdaglegakl. 12-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns.
Opið lau og su kl. 14-18, má, þri, mi
og fi kl. 20-22. Tónleikar á þriðju-
dagskvöldum kl.20:30.
Menntamálaráðuneytið, Húbert Nói
og Þorvaldur Þorsteinsson. Út þenn-
an mánuð.
Minjasafn Akureyrar, Landnám í
Eyjafirði, heiti sýningaráfornminjum.
Opið daglega kl. 13:30-17, til 15.9. í
Laxdalshúsi Ijósmyndasýningin Ak-
ureyri, opið daglega kl. 15-17.
Minjasafn Rafmagnsveitunnar,
húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su
14-16.
Norræna húsið, kjallari: Snorri Arin-
bjarnar, málverk. Opin 14-19 dag-
lega, til 26.8.
Nýlistasaf nið Vatnsstíg 3b, þrjár
sýningar: Forsalur/gryfja: Sigrún Ól-
afsdóttirsýnirskúlptúra. Miðhæð: Ní-
els Hafstein. SÚM-salur: Ásta Ólafs-
dóttir, ívarValgarðsson, RúnaÁ.
Þorkelsdóttirog Þór Vigfússon. Opið
kl. 14-18
Safn Ásgríms Jónssonar, Bergs-
taðastræti 74, sumarsýning á olíu-
myndum og vatnslitamyndum. Opið
alladaganemamákl. 13:30-16.
Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8
Hf. Opið alla daga nema má kl. 14-
18.
Skálholtsskóli, Gunnar Örn Gunn-
arsson, sýningin Sumar í Skálholti,
opinjúlí-ágúst kl. 13-17.
Þjóðminjasafnið, opið 15.5-15.9
alla daga nema má kl. 11 -16. Boga-
salur: Frá Englum og Keltum.
Listasafn Háskóla íslands, Odda.
Sýning á öllum hæðum á verkum í
eigu safnsins. Opið daglega kl.
14:00-18:00. Aðgangurókeypis.
LEIKLISTIN-
Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói Tjarn-
argötu 10E, Light Nights, í kvöld, lau
og su kl.21.
TÓNLISTIN
Orgeltónleikar í Akureyrarkirkju su
kl. 15, Susan Landale leikur.
Heiti potturinn í Duus, su kl. 21.30
Ari Einarsson gítar, Tómas R. Einars-
son, kontrabassi, PéturGrétarsson,
trommur. Gestur kvöldsins Ólafur
Stephensen, píanó.
Gítartónleikar í Norræna húsinu, su
kl. 20.30. Flyjendur Olle Olsson og
Þórólfur Stefánsson.
Listasafn Sigurjóns, tónleikar ind-
verska fiðlusnillingsins Lakshminara-
jana Subramaniam laugardag kl.
17:00. Sjáfrétt annars staðar.
Sumartónlelkar í Skálholtskirkju:
iau og su kl. 15 tónverk eftir Hafliða
Hallgrímsson, flytjendur eru söng-
hópurinn Hljómeyki og hljóðfæraleik-
arar Kl. 17 einleikur ágítar, Einar
Kristján Einarsson.
HITT OG ÞETTA
Hóladómkirkja, Hólahátíð 12. ágúst.
Hátíðin hefstkl. 14.00meðguðsþjón-
ustu. Sr. SigurðurGuðmundsson
vígslubiskup, ásamtsr. Hjálmari
Jónssyni prófasti, sr. Braga Ingi-
bergssyni, sr. Eiríki Jóhannssyni og
sr. Kristjáni Björnssyni. Kirkjukór Ein-
arsstaðasóknar í Reykjadal syngur
undirstjórn Friðriks Jónssonar. For-
spil og eftirspil: Feðgarnir Jónas Dag-
bjartsson og Jónas Þórir. Að loknu
kaffihléi hátíðarsamkoma í kirkjunni.
Þuríður Baldursdóttir syngur við und-
irleikGuðjóns Pálssonar: Sr. Jónas
Gíslason vígslubiskup flytur erindi um
Ebeneser Henderson í tilefni af 175
ára afmæli Biblíufélagsins. Blásara-
kvartett leikur, einnig fiðluleikur og
orgelléikur. Friðbjörn G. Jónsson
syngur við undirleik Jónasar Þóris.
Hóladómkirkja hefur verið endurgerð
utan og innan og altarisbríkin forna
komin á sinn stað.
Norræna húsið: Olaf Kaijser, fyrr-
verandi sendiherra Svíþjóðar á ls-
landi flytur fyrirlestur um íslandsferð
landa sinna Solanders og von T roil
1772. Á su kl. 16. ísland í dag, Borg-
þór S. Kjærnested á sænsku lau kl.
17 og finnsku sama dag kl. 18.
Hana-nú í Kópavogi, samvera og
súrefni á morgun lau, lagt af stað frá
Digranesvegi 12 kl. 10. Komum sam-
an upp úr hálftíu og drekkum mola-
kaffi. Púttvöllurinn á Rútstúni öllum
opinn.
Félag eldri borgara í Kópavogi, í
kvöld kl. 20.30 félagsvist- þriggja
kvölda keppni í Hákoti (efri sal ífél-
agsheimilinu). Að spilamennsku lok-
inni verður stiginn dans við dunandi
harmonikkutónlist.
Félag eldri borgara í Reykjavík,
tveggja daga ferð um Snæfellsnes
12. ág. n.k. og einnig 18. ág. um
Fjallabak nyrðra og syðra undir farar-
stjórn Péturs H. Ólafssonar.
Útivist, helgarferðir 10.-12. ágúst.
ÞÓRSMÖRK - BÁSAR - FJÖL-
SKYLDUFERÐ:
Árleg fjölskylduferð Útivistar í Bása á
Goðalandi.Barnadagskrá, m.a. rat-
leikur, pylsugrill og varðeldur. Verð
kr. 4.500.-/5.000.
SUMAR AÐ FJALLABAKI:
Álftavatn - Hólmsárlón - Strútslaug -
Brytalækir - Eldgjá - Landmanna-
laugar. Gist í húsum, léttar göngur,
náttúruundur norðan Mýrdalsjökuls.
Rútafylgirhópnum. Upplýsingarog
leiðalýsing á skrifstofu Útivistar,
Grófinni 1.
Sunnudagur 12. ágúst kl. 08.00,
Athugið breyttan brottfarartlma.
ÞÓRSMERKURGANGAN
Móeiðarhvolsalda - Lambey.
Gengin verður áfram gamla þjóð-
leiðin um Hvolhrepþ með viðkomu á
Stórólfshvoli. Síðan um Dufþakskot
(Dufþekju) út í Lambey og inn eftir
henni. í Lambey er eitt fegursta út-
sýnið í Fljótshlíðinni. Staðfróðir Þing-
eyingar verða fylgdarmenn.
Farið verðurfrá BSÍ-bensínsölu, Ár-
bæjarsafni og Fossanesti á Selfossi
kl 09.00 og Grillskálanum á Hellu kl
09:30.
Fargjald er kr. 1.500,- frá Reykjavík,
kr. 750.- frá Selfossi og Hellu. Frítt
fyrir börn í fylgd með fullorðnum.
SKÁLAFELL Á HEILLISHEIÐIKL.
13:00.
Létt ganga á Skálafell. Af fellinu er
fagurt útsýni. Brottförfrá BSÍ bensín-
sölu, stansað við Árbæjarsafn. Verð
kr. 1.000.- Frítt fyrir börn I fylgd með
fullorðnum.
Ferðafélag íslands, brottför í kvöld
kl. 20: síðsumarsferð í Þórsmörk - far-
ið á Einhyrningsflatir og í Markar-
fljótsgljúfur, einnig kl. 20:00 helgar-
ferð í Landmannalaugar, gengið á
Heklu og í Valagjá á laugardag. - Lau
kl. 08:00 ökuferð í Veiðivötn, þarf að
pantaísíma 19533. Su.kl. 10:00Af-
mælisganga, 9.ferð, frá Miðdal
Kóngsveginn áleiðis að Geysi. Kl.
10:00 Ökuferð í Haukadal, að
Gullfossi og Geysi. Nánari uppl. og
farmiðaráskrifst. FÍ.
Hvað á að gera um helgina?
Einar Logi Einarsson
grasafræðingur
Öll mín plön eru eins hverful og veðrið. Ég fer örugglega í grasatínslu
ef einhvers staðar er þurrt á landinu. Það eru ákveðnar jurtir sem þarf
að tína á þessum árstíma og þola ekki mikið lengri bið.
/ i i
Ari Trausti
Guðmundsson
Orka er ekki orðið tómt
ORKA I
VINNA
ORKA II
AFL
(ef tími er tekinn með í
reikninginn)
Ef fyrirbæri hefur í sér fólgna orku (ORKAI) og
breytir síðan orkustöðunni (ORKAII) hefur farið
fram vinna (eðlisfræðilegt hugtak!). Ef tekið er tillit
til tímans sem orka minnkar eða vex kemur
hugtakið afl til sögunnar.
Hugtökin vinna, orka og afl
eru búin til af mönnum til þess að
skýra ákveðin fyrirbæri/ferli í
efnisheiminum - náttúrunni. Þau
hafa orðið til innan vísindagreinar
sem við nefnum eðlisffæði en hún
er nokkum veginn safn stað-
reynda, tilgátna sem menn em
komnir mislangt með að renna
stoðum undir, vinnuhugmynda og
reiknilíkinga sem yfirleitt em
nálganir við raunvemleikann en
lýsa þó þáttum hans á nothæfan
hátt.
I eðlisfræðinni hafa hugtökin
vinna, orka og afl skýra merkingu
og auðvitað hafa eðlisfræðingar
ekki einkarétt á notkun þeirra né
vilja þeir banna nýjar skilgrein-
ingar. Það er þó skynsamleg krafa
að önnur notkun þeirra eða ný
skilgreining hafi ljósan tilgang og
innihaldi skýr og heiðarleg skila-
boð.
Orka er til í ýmsu formi (raf-
orka, varmaorka, kjamorka, vél-
ræn orka) og í náttumnni er orka
iðulega að breyta um form en
einnig gildi (stærð). Þau ferli („at-
hafnir” sem fela i sér að orka
breytist) fela í sér vinnu (og þá er
vinna ekki hugsuð sem launað
starf að einhveiju verkefni). Hafi
eitthvert fýrirbæri fólgna í sér
orku þarf sem sagt vinnu ef á að
breyta orkunni. Dæmi um þetta er
hlutur í 1 metra hæð yfir jörðu.
Hann hefúr stöðuorku sem ljær
hlutnum „hæfileika” til vinnu; t.d.
getur hluturinn lyft nærri jafn
þungum hlut með því að hann er
látinn detta og notaður einhver
búnaður. Ef á að auka stöðuork-
una með því að koma hlutnum
upp i 2 metra hæð, þarf „einhver”
að inna vinnu af hendi. Stöðuork-
an getur svo breyst í hreyfiorku ef
hluturinn dettur og í því ferli væri
hluturinn að skila vinnunni til
umhverfisins eða einhvers íyrir-
bæris. Og í náttúmnni er óhugs-
andi að fyrirbæri geymi orku þeg-
ar til langs tíma er litið, það er ó-
hugsandi að jarðnesk fyrirbæri
öðlist orku án þess að „einhver”
framkvæmi vinnu, það er óhugs-
andi að orka verði að engu hér á
jörðu og orka fiyst ekki milli fyr-
irbæra án merkjanlegs ferlis eða
án þess að vinna fari fram.
Hugtakið afl er búið til svo
unnt sé að koma þætti tímans að.
Afl er mælikvarði á hve hratt orka
er aukin eða henni eytt. I dæminu
að ofan getur hækkun hlutarins úr
1 m í 2 m hæð tekið 1 sek. eða 10
sek. og er þá afl þess fyrirbæris
sem „ffamkvæmir hækkunina”
(svo notað sé skýrslumál úr
möppudeildinni) í fýrra tilviknu
tífalt meira en þegar hreyfingin
tekur 10 sek. Aflmiklir bílar em
fljótir að auka hreyfiorku sína og
ffamkvæmir þá vélin vinnu sína
hratt (fram fer orkubreyting þar
sem varmaorku eldsneytis er
breytt i m.a. vélræna orku).
A þetta er minnst hér vegna
þess að hópur fólks hefúr um
langan aldur hagnast á því að
bjóða almenningi alls konar hluti
með dularfullri orku til kaups.
Segulmagnaðir málmhlutir (sem
reyndar em allt um kring; allar
rafvömr sem straumur er á, bílar,
ljósastaurar, búsáhöld sem damla
í segulsviði jarðar) koma þama
til, rafhlaðnir hlutir (sem reyndar
em allt um kring; strokin greiða,
gerviefnaskór sem núast við teppi
og hlutir úr mismunandi málmum
sem hafa náttúrlegan spennumun)
sjást líka og svo blessaðir stein-
amir (oft kristallar úr harla vel
einangrandi steinum á borð við
kvars (kisildíoxíð)).
Allt á þetta að hafa þekkt áhrif
á líkamann; áhrif sem ekki er
hægt að rekja eðlis- eða efna-
ffæðilega þannig að það standist
einfaldasta læknisfræðilega próf.
Þess í stað er höfðað til þess sem
„kann að vera”, eða „hin óþekktu
svið” náttúmvísinda eða búin til
óskýranleg hugtök eða röng sem
fela þá staðreynd að hér er oflast
um hluti að ræða sem hafa sömu
áhrif (ef einhver) og þúsund
hversdagshlutir eða geta ekki
numið orku eða skilað.
Og þegar allt um þrýtur er
höfðað til þess að hluturinn fái
viðkomandi óbeint til þess að í-
huga eitthvað, gæta að heilsu
sinni og fræðast. Það er kannski
hið eina jákvæða við skottu-
lækna, spámenn og fólk sem selur
virknislaus lækningatól.
Föstudagur 10. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21