Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 5
• • FOSTI Jfí AOSFRFTTTR Umhverfisvernd Jurtaolía í prentiðnaðinn Prentsmiðjur farnar að hreinsa vélar með jurtaolíu ístað lífrœnna leysiefna. Guðmundur Guðmundsson hjá PrentverkiAusturlands: Allt annað líf Prentiðnaðurinn hefur nú tekið upp á sína arma jurtaol- íu eða sojaolíu til að hreinsa prcntvélar, í stað þeirra lífrænu leysiefna sem notuð hafa vcrið. Þau efni eru hættuleg bæði um- hverfi manna og heilsu og hafa mjög svo mengandi áhrif. í niðurstöðum rannsókna sem stundaðar hafa verið í Dan- mörku, kemur fram að sojaolía eða jurtaolía sé nothæft hrein- gerningarefni við algenga offset- liti og ekki varð vart við minnkandi prentgæði í prent- smiðjum. í rannsóknunum var notuð so- jaolía, en nú er hafinn innflutn- ingur hingað á jurtaolíu til sams konar nota. Það er PR-búðin sem er innflutningsaðili olíunnar. Ág- úst Guðmundsson hjá PR- búðinni segir að það hafi ein- göngu verið umhverfisverndar- sjónarmið sem hafi ráðið því að innflutningur hófst á þessum vörum. „Þetta er sojaolía að grunninum, en þetta er kallað Iðntækni- stofnun styrkt Iðntæknistofnun hefur fengið styrk að upphæð 900 þúsund krónur frá menntamálaráðuneyt- inu, fyrir milligöngu Rannsóknaráðs ríkisins. Styrk- urinn er ætlaður til að standa straum af kostnaði vegna þátt- töku í alþjóðlegum rannsókna- verkefnum innan BRITE/ EURAM-áætlunar Evrópu- bandalagsins. Sú áætlun er ein af meginrann- sóknaáætlunum EB á sviði iðnað- ar og efnistækni og markmiðið er að þróa nýja tækni fyrir bæði ný- iðnað og hefðbundinn iðnað. Það myndi verða til þess að bæta sam- keppnisstöðu Evrópu á alþjóð- amarkaði. í áætlun þessari vinna samanfyrirtæki, rannsóknastofn- anir og háskólar. Iðntæknistofnun hyggst nota þennan styrk til að undirbúa þátt- töku í tveimur BRITE/EURAM- verkefnum. Hið fyrra fjallar um notkun vélmenna í fiskiðnaði, einkum hvernig hagnýta má rannsóknir á sjóntækni í sam- bandi við hönnun vélmennanna. í þessu verkefni er Marel hinn íslenski samstarfsaðili Iðntækni- stofnunar, en erlendir verða há- skólar, fyrirtæki og rannsókna- stofnanir í Bretlandi, Þýskalandi og Grikklandi. Seinna verkefnið mun Iðn- tæknistofnun undirbúa í sam- vinnu við ALPAN á íslandi, fjall- ar um rannsóknir á framleiðslu álhluta með fargsteypu, með eða án keramikstyrkingar. Tilgang- urinn með þeim rannsóknum er að auka slitþol, styrkleika og hit- unareiginleika álhlutanna. Rannsóknaraðilar frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Svíþjóð hafa einnig sýnt þessu verkefni áhuga. Ef verkefni af þessu tagi heppnast vel, geta þau opnað verðmæta markaðsmöguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Auk þess þykja þessi verkefni lofa góðu hvað varðar hlutverk rannsókna við að leysa tæknileg vandamál sem fengist er við í íslensku atvinnulífi. ns. jurtaolía. Þessar vörur eru í flokkinum ,,umhverfisvinsam- legar vörur“ og eru viðurkenndar af umhverfisverndarstofnunum," segir Ágúst. Prentsmiðjan Prentverk Austurlands hefur notað jurtaol- íu til hreinsunar og þvotta á prentvélum sínum. Guðmundur Guðmundsson prentsmiðjustjóri segir þetta allt annað líf. „Við höfum notað þetta í 7 eða 8 mán- uði og reynslan er mjög góð. Það er hvorki lykt né mengunarhætta af þessari olíu. Það var aðallega heilsunnar vegna sem við byrjuð- um að nota þetta, því hin hreinsi- efnin halda manni í vímu allan daginn og olían hreinsar ekkert síður,“ segir Guðmundur. ns. Bráðnauðsynlegar endurbætur fara nú fram á hreinlætisaðstöðu nemenda í Austurbæjarskóla. Mynd: Jim Smart. A usturbœjarskóli Endurbætur á hreinlætisaðstöðu Eftir fréttir og myndbirtingu Þjóðviljans í vor á hörmung- arástandinu í hreinlætisaðstöðu nemenda í Austurbæjarskóla, sem mikla athygli vöktu, hefur verið tekið til hendinni í sumar við aðkallandi endurbætur. Eins og greint var frá í Þjóðvilj- anum kærði Foreldra- og kenn- arafélag Austurbæjarskóla . hreinlætisaðstöðuna til heilbrigð- iseftirlitsins, en salernin voru illa leikin og algengt að nemendur kvörtuðu undan kulda þar þegar kalt var í veðri. Salerni eru í kjallara skólann og er gengið inn í þau úr portinu. Nú er verið að endurnýja salerni drengja, og er gert ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið áður en skólinn hefur starfsemi sína í haust. Á næsta ári verður salern- isaðstaða í hinum enda skólans endurnýjuð. Fer sú endurnýjun fram í tengslum við endurskipu- lagningu á skólanum og eru arkit- ektar að vinna að þeim málum. el Loðnuveiðar Ætlum að kasta í kvöld eða nótt Jóhann Ólafsson skipstjóri: Ekkertsérstakt hlutskipti að verðafyrstur. Hólmaborgin SUkomin á loðnumiðin útaf Langanesi. Norðmenn hafafengið þar um 130 tonn á sólarhring. Jón Ölafsson: Verð á loðnuafurðum hefur verið að styrkjast Við liggjum bara hér og látum reka, við köstum ekkert fyrir en í kvöld eða nótt, sagði Jóhann Kristjánsson skípstjóri á Hólma- borginni SU þar sem hann var staddur 100 sjómílur norður af Langanesi, í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. En þar hafa norskir og færeyskir loðnubátar verið á veiðum að undanförnu. Jóhann sagði að á miðunum væri blíðskapar veður og mikill spenningur væri í mannskapnum að byrja. Aðspurður sagði hann það ekkert sérstakt hlutskipti að verða fyrstur á miðin. Þrír norskir loðnubátar lögðu af stað til hafnar í gær með 1410 tonn. Eftir eru 20 norsk skip og tvö færeysk. Samkvæmt upplýs- ingum Landhelgisgæslunnar hef- ur veiðin hjá Norðmönnumum verið upp og ofan, frá því að vera 30 tonn á sólahring upp í 130 tonn. Loðnukvótinn er sex hundruð þúsund tonn á þessari vertíð þar af mega íslendingar veiða 468.000 tonn. Afgangurinn af kvótanum 132.000 tonn skiptist jafnt milli Norðmanna og Græn- lendinga sem hafa selt sinn kvóta þar sem þeir eiga hvorki loðnu- verksmiðjur né skip til að stunda loðnuveiðar. Emil Thorarensen útgerðar- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar, sem á Hólmaborgina, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að menn á Eskifirði biðu spenntir frétta frá Hólmaborginni. Hann sagði að allt væri klárt til að hefja bræðslu. Það að Norðmenn og Færey- ingar hafa verið að fá loðnu út af Langanesi nú hefur aukið bjartsýni manna á að haustvertíð- in verði betri í ár en var í fyrra, en það var ein lakasta haustvertíð frá því veiðar hófust. En þá veiddust einungis um 54.000 tonn á móti 300-600 þúsund tonnum tvö árin þar á undan. - Verð á loðnuafurðum hefur verið að styrkjast að undanförnu, þótt það sé langt frá því að vera viðunandi hvort heldur er fyrir útgerðina eða loðnuverksmiðj- urnar, sagði Jón Ólafsson hjá Fé- lagi íslenskra fiskmjölsframleið- enda. Hann sagði að nú fengjust um 250-270 dollarar fyrir tonnið af lýsi, verð á hverja prót- eineiningu af loðnumjölli væri um 8 dollarar. - Mér er ekki kunnugt um að gerðir hafi verið neinir stór samn- ingar um fyrirframsölu á loðnuaf- urðum að þessu sinni. Eitthvað kann þó að hafa verið selt fyrir- fram, sagði Jón og bætti við að mjölið væri aðallega selt til Bret- lands, en einnig væri nokkuð flutt til Norðurlandanna. Pólland, sem hefði verið stór kaupandi, væri nú alveg dottið út sagði hann. Lýsið fer mest á markað á Norðurlöndunum og til Hol- lands. Jón sagði að í landinu væru tut- tugu verksmiðjur sem gætu brætt loðnu. Hann reiknaði með að þær myndu allar verða starfrækt- ar á komandi vertíð. sg Föstudagur 10. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 y Utanríkisráðuneytið Irak og Kúvæt í bann tiórn íslands samþyl Ríkisstjórn Islands samþykkti í is.ena.ngum ne ráðstJafanir til að framfylgja að að stunda oll '|f öryggisráðsins nr. 661/ íngsviðskipti við hff hanfvrð viðskiptum við fe'ondintvö. vtg„am„tdK1 traka, uðu þjóðanna. Kúvæt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.