Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 4
Eggert Lárusson er á beininu
Við höfum ekki
veríð óbilgjöm
BHMR hefur með lögum verið þröngvað inn í svokall-
aða þjóðarsátt eftir mikið taugastrío og fjölmiðlafár.
Laun BHMR fólks lækka við setningu bráðabirgðalaga
ríkisstjórnarinnar og viðbrögðin í herbúðum BHMR hafa
að vonum verið hörð. Eggert Lárusson, varaformaður
BHMR og formaður Hins íslenska kennarafélags, er á
beininu í dag
Ég get ekki séð að við eigum eftir að auka samvinnu við önnur samtök
launafólks sem telja okkur réttdræp í hvert sinn sem við gerum samn-
ing sem ekki rímar við það sem öðrum finnst. Mynd Jim Smart.
Þegar það var orðið ljóst að
stærstu samtök launafólks studdu
ekki sérstaka leiðréttingu á
iaunum ykkar eins og staðan var,
hefði þá ekki verið ráðlegra fyrir
ykkur að reyna til þrautar að ná
samningum við ríkisvaldið?
Þessi samningur okkar var
gerður eftir sex vikna verkfall og
til þess verkfalls kom eftir ítrek-
aðar aðgerðir áður, tæplega fjög-
urra vikna útgöngu kennara 1985
og rúmlega tveggja vikna verkfall
1987. Eftir fyrri aðgerðir hefur
allt verið svikið sem við gerðum.
En sex vikna verkfall er talsvert
alvarlegt mál og það lá alveg ljóst
fyrir að við höfðum ekki minnsta
umboð frá þeim sem samþykktu
samninginn í allsherjaratkvæða-
greiðslu til þess að breyta honum.
Nema fimmtándu greininni,
vegna þess að við samningsgerð-
ina höfðum við allt aðrar hug-
myndir um verðtryggingu samn-
ingsins. Við urðum hins vegar að
fallast á þetta fyrirkomulag,
vegna þess að ríkið lagði þetta
fram með þeim orðum að aðrir en
ríkisstarfsmenn semdu um verð-
tryggingu.
I ljósi þessa höfðum við þá
smugu að breyta firhmtándu
greininni. Öðru ekki.
En var ekki Ijóst að það myndi
engu breyta um gang þeirrar
deilu sem komin var upp?
Þessi breyting sem við lögðum
til hefði að okkar mati kippt burt
meintum víxlverkunaráhrifum
okkar samnings og annarra því að
tillaga okkar miðaði við fram-
færsluvísitölu, en ekki það sem
aðrir ná í sínum samningum.
Þetta var helsti ásteytingar-
steinninn við verkalýðshreyfing-
una. Það hafði komið skyrt fram í
viðræðum okkar við ASI, án þess
ég fari að endurtaka þau orð sem
þeir hafa notað til þess að lýsa
þessum samningi okkar og þar
með fyrirlitningu á samningsrétti
ríkisstarfsmanna.
Það má með rökum halda því
fram að þið hafíð afsalað ykkur
samningsrétti ykkar með því að
fallast á fímmtándu greinina, sem
gerir bara ráð fyrir að þið fáið
það sem aðrir semja um á eftir
ykkur.
Samningur okkar fjallar um
leiðréttingu, eiginlega ekkert
annað. Að öðru leyti fáum við
ekki aðrar hækkanir en þær sem
aðrir fá. Fimmtánda greinin var
eina verðtryggingin sem við gát-
um fengið og við getum ekki gert
friðarsamning til fimm ára án
þess að fá einhverja tryggingu.
Þetta hefur verið orðað þannig
að þið hafíð smíðað ykkur hnakk
til þess að ríða á bökum láglauna-
fólksins í ASÍ og BSRB.
Já, þetta hefur verið orðað
þannig. Það er ákaflega ómakleg
árás. Mér sýnist á atburðum
undanfarinna vikna að það sé
ekki lengur neinn munur á mál-
flutningi ASÍ og VSÍ. Fyrir mér
er þetta nýtt, en kannski hefur
þetta verið svona lengi. Og þá má
spyrja hvers vegna er gerð svona
hörð aðför að samningsrétti okk-
ar, svo hörð að verkalýðshreyf-
ingin skirrist ekki við að krefjast
bráðabirgðalaga, ljóst eða leynt.
Ég kann ekki svarið við því að
öllu leyti, en það er ljóst að VSÍ
hefur þarna ýmissa hagsmuna að
gæta. Háskólamenntaðir ríkis-
starfsmenn eru svo lágt launaðir
að það ástand hefur verið að fyr-
irtæki á almennum markaði hafa
getað valið úr sérþjálfuðu vinnu-
afli hjá rfkinu og raunverulega
notað ríkið sem nokkurs konar
þjálfunarbúðir fyrir starfsfólk.
Annað sem mér sýnist vera í
þessu er að samtök okkar hafa
verið baráttuglöð og það virðist
vera markmið þeirra sem vilja
brjóta okkur niður að sýna fram á
að það borgi sig ekki að fara í
verkföll.
Ertu að segja að ASÍ hafí
hagsmuni af því að draga úr ykk-
ur vígtennurnar?
Ég sé ekki hvernig ASÍ á að
hagnast á því, en ég sé ekki mun á
málflutningi ASÍ og VSÍ í þessu
máli yfirleitt.
Heldur ekki hvað snertir þetta
með verkföllin?
Heldur ekki það.
Finnst þér í sjálfu sér eðlilegt
að þið fáið sérstaka leiðréttingu
nú þegar láglaunafólk, taxtafólk-
ið í ASÍ og BSRB, hefur sætt sig
við kjaraskerðingu í svo og svo
langan tíma?
Mér finnst fullkomlega eðlilegt
að við fáum okkar kjaraleiðrétt-
ingu. Henni hefur verið marg-
lofað og um hana var samið 18.
maí 1989. Félagsdómur staðfesti
það. Réttmæti þessarar leiðrétt-
ingar má líka skoða út frá þeim
launum sem okkar félagsmenn
hafa. Kennari sem útskrifaðist
frá Kennaraháskólanum síðast
liðið vor hefur í grunnskóla
62.500 krónur á mánuði.
Það eru 12 mánaða laun fyrir
12 mánaða vinnu, eða níu mán-
aða vinnu?
Fyrir 12 mánaða vinnu. Laun
kennara eru hugsuð þannig að
þeir vinna af sér þrjá mánuði að
vetrinum.
Þetta er eitt dæmi. Þessi sami
kennari kemst hæst í 70-80 þús-
und á mánuði. Á sama tíma
liggur fyrir að meðallaun há-
skólamanna á almennum mark-
aði eru 175 þúsund.
Heildarlaun?
Dagvinnulaun.
Nú hlýtur láglaunafólkið að
bera sig saman við ykkur. Þetta
fólk hefur tekið á sig verulega
kjaraskerðingu gegn óljósum lof-
orðum um betri tíð á næsta ári.
Þér fínnst eðlilegt að þið fáið sér-
staka leiðréttingu nú, en getið þið
þá ætlast til þess að láglaunafólk-
ið styðji ykkur í baráttunni?
Ég held að þetta fólk hafi mjög
ríka ástæðu til þess að styðja okk-
ur, vegna þess að ef við fáum
leiðréttingu ætti að vera auðveld-
ara að rökstyðja leiðréttingu fyrir
það. Ég vil geta þess hér að kon-
an mín er sóknarkona með 42
þúsund á mánuði, svo ég veit um
hvað málið snýst.
ASI hefur margsinnis bent á að
þið njótið eins og aðrir góðs af því
sem kallað hefur verið þjóðar-
sátt. Þá á ég við lækkun vaxta,
stöðugt verðlag og svo framvegis.
Hafa forystumenn ASÍ ekki mikið
til síns máls í þessu?
Jú, þeir hafa vafalaust eitthvað
til síns máls. En svar okkar hlýtur
alltaf að vera þetta: Á ASI að
semja fyrir okkur eða eigum við
að gera það sjálf? Nú virðist
jafnvel okkar vinnuveitandi hafa
þá skoðun að við eigum ekki að
hafa með samninga að gera, það
eigi aðrir að sjá um fyrir okkur.
Það er orðið ákaflega erfitt fyrir
marga í okkar röðum að vinna
hjá þessum vinnuveitanda eftir
það sem hefur gerst, fyrr og nú.
Við finnum fyrir þessu hatri sem
fólk á almennum vinnumarkaði
ber til okkar ríkisstarfsmanna.
Og það hatur er oft og tíðum
byggt á röngum upplýsingum sem
hefur verið dreift um kjör ríkis-
starfsmanna. Hvað gerir sá sem
er með okkur í vinnu? Hann sýnir
okkur fullkomna fyrirlitningu.
Við þessar aðstæður komast
menn að þeirri niðurstöðu að það
sé skynsamlegast að forða sér frá
ríkinu, losna við hatrið og fyrir-
litninguna og fá að auki mun
hærri laun.
Þið segið sem svo: Við semjum
fyrir okkur og ASÍ fyrir sig. En
þegar ASI semur um hluti sem
koma ykkur til góða eins og öðr-
um, er þá ekki ástæða til þess að
slaka svolítið á þessum stífu
skilum, sjá hlutina í öðru sam-
hengi?
Lækkun verðbólgu og lægri
vextir eru eingöngu kjarabót ef
engar eða litlar launahækkanir
eru í boði. Ég held það sé ljóst að
þrátt fyrir þessa þjóðarsátt og
þjóðarsáttir undanfarinna ára
séu kjör þjóðarinnar nú lakari en
þau voru í óðaverðbólgu fyrir tíu
árum.
Það er líka sérkennilegt að átta
mánuðum eftir okkar samning
gerir ASÍ samning sem felur í sér
að allir þeirra félagsmenn verða
að afsala sér launaleiðréttingum
og forystumenn ASÍ ganga fram
fyrir skjöldu í sínum félögum og
berja niður allar leiðréttingar og
alla samninga sem hafa verið
gerðir. Ekki nóg með það, svo
ganga þeir út fyrir sínar raðir og
berja niður leiðréttingar til okk-
ar. Þetta er glórulaust og ég held
að menn eigi eftir að sjá það á
næstu misserum að það sem gerst
hefur nú, þessi launráð sem okk-
ur hafa verið brugguð, séu hið
versta glapræði.
Hvers vegna?
Það á eftir að verða stórkost-
legur flótti frá ríkinu og ef al-
menni markaðurinn getur ekki
tekið við þessu fólki, getur það
fengið vinnu um allan heim og er
eftirsótt.
Hvað fær þig til að halda að
íslenskir háskólamenn séu eftir-
sóttir í öðrum löndum?
Margir þeirra hafa lært er-
lendis og horfið heim til starfa hér
þótt þeir hafi verið komnir með
vinnu eða vinnutilboð erlendis.
En ættjarðarástin hefur verið
þessu yfirsterkari.
Hefur hún dofnað nú?
Hún hefur ekki dofnað en
menn gefast að lokum upp á
þrælavinnu.
Þið hafið verið gagnrýnd fyrir
að láta eins og þið séuð ein í
heiminum og þurfíð ekki að láta
ykkur varða hagsmuni heildar-
innar.
Það má líka spyrja hvort ASÍ
haldi að það sé eitt í heiminum og
þurfi ekki að taka mið af hags-
munum annarra. Hvers vegna
telja ASÍ og VSÍ að ríkisstarfs-
menn eigi ekki að hafa samnings-
rétt?
Ríkisstjórnin hefur á hinn bóg-
inn verið gagnrýnd fyrir að reyna
ekki að fá ykkur inn í þjóðarsátt-
ina á mcðan tími var til þess, það
er að segja í janúar. Hefði það
verið mögulegt?
Við hefðum verið tilbúin að
ræða um breytingar á fimmtándu
greininni okkar, en alls ekki
öðru. Hefðum við gert breytingar
á kjarasamningi okkar á þessum
tíma hefðu þær allar verið felldar
í allsherjaratkvæðagreiðslu,
nema hugsanlega breyting á
fimmtándu greininni, enda var
hennar ekki óskað af okkar
hálfu.
Nú þegar þið standið frammi
fyrir því að kjarabarátta ykkar
skilar ekki tilætluðum árangri,
hafið þið þá hugsað ykkur að
taka upp nýjar baráttuaðferðir?
Hafíð þið verið of óbilgjörn fram
til þessa?
Við höfum ekki verið óbil-
gjörn. Nú eru menn að ræða það í
okkar röðum að það hefur verið
hægt að stöðva okkar kjarasamn-
inga með svikum eða lögum. Hin
eðlilega og löglega samningaleið
er ekki virt. Við veltum því að
sjálfsögðu fyrir okkur hvort til
eru aðrar leiðir og í hverju þær
eru fólgnar. Þá erum við kannski
ekki fyrst og fremst að spyrja
hvort þær eru löglegar.
Hvað áttu við?
Menn eru að skoða allar hugs-
anlegar leiðir með það í huga að
skoða eftir á hvort þær eru lög-
legar eða ekki. En í okkar her-
búðum í HÍK hefur málið verið
skoðað síðan í júní og við erum
komin með mikið safn af hug-
myndum um aðgerðir og það
verður tekin afstaða til þeirra í
næstu viku.
Nú ertu að tala um viðbrögð
við því sem nú hefur gerst. En ef
litið er til lengri tíma, getur þá
hugsanlega verið ráðlegt að þið
færið ykkur nær öðrum á vinnu-
markaði, svo ykkar barátta
stangist ekki á við það sem aðrir
eru að gera?
Okkar barátta hefur stangast á
við það sem aðrir hafa viljað. Það
er enginn vilji til þess að okkar
samtök verði pósthólf hjá ASÍ,
að við fáum þeirra samninga bara
senda þegar þeir hafa verið gerð-
ir.
Hvernig býstu við að BHMR-
fólk bregðist við framkomu ríkis-
valdsins að undanförnu?
Það má segja að menn hafi þrjá
valkosti. Einn er að hverfa úr
starfi hjá ríkinu. Annar er að
bregðast við lögunum með ólög-
legum aðgerðum. Sá þriðji er að
sinna störfum eftir ítrasta laga-
bókstaf. Það gilda ákveðin lög
um hvernig menn eigi að starfa
hjá ríkinu, t.d. um kennara.
Með öðrum orðum: Ríkið má
búast við að fá verri starfskrafta
en áður?
Ég vil ekki svara því.
Hvaða leið vilt þú fara?
Ég vil mæla með því að menn
gefist ekki upp hjá þessu ríki, því
þar með er verið að viðurkenna
að hægt er að kúga einstaka hópa
og taka af þeim stjórnarskrár-
bundinn rétt. Ég vil heldur að
menn vinni áfram eftir löglegum
leiðum til þess að fá réttlætinu
fullnægt.
Hvaða áhrif mun BHMR-
deilan hafa á andrúmsloftið í
verkalýðshreyfingunni?
Það er ljóst að deilan, niður-
staða hennar og afstaða annarra í
verkalýðshreyfingunni til okkar
verður ekki til þess að efla sam-
vinnu milli okkar og annarra.
Þvert á móti. Það eru mér mikil
vonbrigði, vegna þess að þegar ég
bauð mig fram sem formaður
HÍK leit ég á það sem eitt af mín-
um helstu verkum að vinna að
aukinni samvinnu samtaka
launafólks í landinu. Ég get ekki
séð að við eigum eftir að auka
samvinnu við önnur samtök sem
telja okkur réttdræp í hvert sinn
sem við gerum samning sem rím-
ar ekki við það sem öðrum finnst.
-gg
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. ágúst 1990