Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 14
Knattspvma 1. deild í gang aftur Knattspyrnumenn hafa vonandi hvílt sig betur en ýmsir landar okkar um verslunarmannahelg- ina því á morgun hefst keppni aftur í 1. deild. FH fær þá Vest- mannaeyinga í heimsókn \ Kaplakrikann kl. 14:00. Á sunnudaginn kl. 16:00 leika KR og Þór og um kvöldið kl,19:00 leika svo Valur og Stjarnan að Hlíðarenda, Fram og KA á Ak- ureyri og á Skaganum mætast ÍA og Víkingur. Að loknum 12 umferðum eru Valsmenn efstir með 26 stig. Hið unga lið þeirra hefur komið á óvart með frisklegum leik og aldrei er að vita nema liðið haldi út og vinni mótið. Nýliðar Stjömunnar sem mæta þeim á sunnudaginn hafa verið nokkuð brokkgengir, unnið efstu liðin en tapað fyrir þeim neðri. Valsmenn verða að teljast nokkuð sigurstranglegir í þessari viðureign. KR-ingar em í öðm sæti þrem- ur stigum á eftir Valsmönnum. I liðinu em margir þrautreyndir leikmenn ásamt einhveijum efni- legustu leikmönnum landsins og spá margir Vesturbæjarliðinu Is- landsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í yfir 20 ár. Botnlið Þórs verður KR sennilega ekki erfíð hindmn, Þórsarar geta varist vel, en sóknarleikurinn er máttlaus þrátt fyrir góða spretti Bjama Sveinbjömssonar sem er loks heill eflir margra ára meiðsli. Framarar em í þriðja sæti með 22 stig. Bikarmeistaramir þóttu sigurstranglegastir fyrir mótið og byijuðu af fítonskrafti. Af óskilj- anlegum ástæðum hmndi síðan leikur liðsins, en ef þeir ná að stilla vélina í síðustu leikjunum stenst sennilega ekkert lið þeim snúning. íslandsmeistarar KA munu þó sennilega hugsa Framömm þegj- andi þörfína eftir háðulegt 0-4 tap í fyrri umferðinni. KA menn hafa ekki verið svipur hjá sjón í sumar, en á góðum degi ætti liðið að geta sigrað hvaða lið sem er. -Meira um KA annars staðar á siðunni. Nýliðar Vestmannaeyinga hafa komið mest á óvart í deildinni í sumar og em með jafn mörg stig og Fram, en lakara markahlutfall. FH-ingar hafa verið heldur daprir, en ómögulegt er að spá um úrslit. Loks er það leikur Akumes- inga og Víkinga og verða Víkingar að teljast sigurstranglegri. Þeir hafa leikið mjög vel i sumar og með smá heppni gætu þeir verið við toppinn, en liðið hefúr gert sjö jafntefli. Skagamenn hafa verið arfalélegir, og mikið má gerast ef liðið á ekki að fara niður í aðra deild. el ÍÞRÓTTIR Gengi fymim félaganna á Skaganum, þeirra Guðjóns Þórðarsonar og Áma Sveinssonar, hefur verið mismunandi í sumar. Ámi og nýliðar Stjömunnar hafa staðið sig vonum framar meðan (slandsmeistamm KA undir stjóm Guðjóns hefur gengið herfilega. Knattspvma KA menn valda vonbrigöum Guðjón Þórðarson þjálfari: Vorum afskrifaðir allt of snemma Gengi Islandsmeistara KA í sumar hefur valdið miklum vonbrigðum. Liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með Í3 stig eftir 12 umferðir. Liðið hef- ur sigrað í þremur leikjum, gert eitt jafntefli, en tapað sjö leikj- um. Til samanburðar tapaði liðið einungis tveimur leikjum allt kcppnistímabilið í fyrra. KA missti þrjá sterka leik- menn fyrir keppnistímabilið. Þor- valdur Örlygsson fór til Notting- ham Forest, Anthony Karl Gregory hvarf á heimaslóðimar í Val og Jón Kristjánsson hætti knattspymuiðkun. Þrír sterkir kappar komu þó í staðinn, Kjartan Einarsson úr Keflavík, Heimir Guðjónsson úr KR og Hafsteinn Jakobsson frá Leiftri Ólafsfirði. Hvort þessar breytingar hafa dregið vígtennumar úr liðinu er ekki gott að segja, en varasamt er að skella skuldinni á nýliðana því flestir aðrir máttarstólpar liðsins hafa leikið langt undir getu. Liðið hefur verið þunglamalegt og að- dáendur orðnir þungir á brún. Þrátt fyrir þetta segir Guðjón Þórðarson þjálfari KA andann í liðinu hafa verið mjög góðan. - Við emm búnir að ganga í gegn um mjög erfitt tímabil en mórall- inn í liðinu hefur samt aldrei ver- ið neitt tæpur þó á móti hafi blás- ið, segir Guðjón. Liðið er kannski ekki í veru- Iegri fallhættu, en hafið þið að einhverju að stefna? - Við forum auðvitað í hvem leik til þess að sigra og ég hef enga trú á öðm en að við vinnum eitthvað af þessum leikjum sem eftir em. Við tökum á móti Fram á sunnudaginn og ég sé ekki af hveiju við ættum ekki að geta unnið þann leik. Það fer að vísu mikið eftir því hvað ég hef marga menn heila. Margir lykilmenn hafa verið meiddir í sumar og aldrei verið hægt að stilla upp sterkasta liði. Ormarr Örlygsson verður vonandi heill, en ekki er vitað með Erling fyrirliða Krist- jánsson og Bjama Jónsson. Eg held þó að KA þurfi ekki að hafa vemlegar áhyggjur af afgangnum af mótinu, enn em 18 stig í skógi og margt getur gerst í deildinni. A þessum tíma í fyrra gmnaði til dæmis engan að við yrðum meist- arar, það var ekki fyrr en undir lok ágúst að menn vom orðnir hræddir um það! Eg á alveg eftir að sjá Val eða KR hlaupa i burtu með titilinn þetta árið. En hvað með titilvon KA sem svo illa hefur brugðist? - Enginn bjóst við því að KA tækist að verja titilinn og kannski hafði það sitt að segja fyrir liðið að við vomm afskrifaðir allt of snemma. Okkur gekk mjög illa í upphafi móts eins og öðmm norð- anliðum, fyrstu leikimir em alltaf erfiðir fyrir norðanliðin því undir- búningstímabilið er mun erfiðara en fyrir sunnan. Veðurfar og vall- arskilyrði hamla undirbúningi vemlega og norðanliðin standa öll mjög illa. Þau byijuðu öll af- leitlega og hefúr ekki tekist að rífa sig upp. Forsvarsmenn héma fyrir norðan verða að sjá til þess að aðstaðan batni verulega ef ár- angur á að nást. Hvað með liðin fyrir neðan KA, nágrannana i Þór og gamla félaga þina á Akranesi? - Það má mikið gerast ef þessi lið eiga að halda sér í deildinni, leikur þeirra verður að batna til muna. Því verður auðvitað tekið þunglega á Skaganum ef liðið fellur í aðra deild, en menn verða auðvitað að skynja nógu snemma ef eitthvað er að. En það er stund- um eins og menn skilji ekki fyrr en skellur í tönnum. A KA eftir að ná sér á strik og verða í toppbaráttunni á nœsta tímabili? - Já, ég get ekki séð annað. Þetta er ungt lið og á framtíðina fyrir sér. Erlingur og Ormarr em langelstu menn liðsins og þeir em 28 ára. Meðalaldurinn er 23-24 ár og efnilegir strákar að koma upp. Annars er fyrst að klára þetta tímabil áður en við forum að velta því næsta fyrir okkur. el Handbolti um í 1. deild Sérstök aukakeppni um tvö sæti í 1, deild karla I handknattlcik veröur háð 10.-19. ágúst. Fjölga á liðum í 1. deild úr átta i tíu og heyja fjög- ur lið keppni um sætin tvö: Grótta og HK sem ientu í tveimur neðstu sætunum í 1. deild síðasta vetur og Haukar og Þór Akureyri sem lentu í þriðja og ijórða sæti í annarri deild. Keppnin hefst í kvöld með leik Hauka og Þórs kl. 20:00 í Hafnarfirði. Á morgun kl. 14:00 leika Grótta og Þór á Seltjamamesi og Haukar og HK í Hafnar- firði. Ljóst er að þetta verður hðricukeppni því öll liðin hafa fengið góðan liðsstyrk. Sovéskur þjálfari, Veleric Mutagarov, hefur tekið við þjálfún Gróttu og með honum kemur örvhent skytta, Stepanov Vla- dimir Alexvech. HK hafa endurhciml Magnús Inga Stefánsson frá Noregi og Erlendur Davíðsson hefur skipt f HK úr Vfkingi. Tékki sér um þjálfun liðsins og heitir sá Rudolv Havlik og mun sonur hans Robert leika með liðinu. Daninn Jan Larsen hefur tekið við þjálfún Þórs. Haukar hafa þó sennilega fengið öflugasta liðs- styricinn þvf fjðlmargir kunnir handknattleiksmenn hafa gengið í raðir þeírra. Meðal þeirra má nefna þá Steinar Birgisson og Snorra Leifsson, en þeír félagar léku síðast með norska liðinu Runar. Pétur Ámason sem áður lék með Breiðabliki er kominn til Hauka og einnig er Sigurjón Siguijónsson kominn aftur heim. Magnús Ámason og Einar Hjaltason komu til félags- ins frá FH. Síðast en ekki síst ber að geta hins heims- þekkta leikmanns Peter Baumruk sem lcikið hefúr yfir 80 landsleiki með tékkneska landsliðinu. Jafn sterkur erlendur lcikmaöur og Baumruk hefur senni- lega aldrei leikið á íslandi, nema þá náltúrlega And- ers Dahl Nielsen núverandi landsliðsþjálfari Dana. el 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.