Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 11
T Erfðafræði Við áttum allir að verða stelpur... í sköpunarsögu Biblíunnar segir að fyrst hafi Adam orðið til og síðan Eva. Vísindamenn hafa snúið þessu við: ef erfðastofnar og fósturþró- un eru grannt skoðuð þá erum við öll „hönnuð" til að vera kvenmenn. Með öðrum orðum: Eva kemur fyrst. Eva sköpuð úr mannsins síðu á bronsdyrum í Soffíukirkjunni í Hólmgarði: Hún kom reyndar fyrst.... Frá nýjum staðreyndum þessa máls segir í nýlegu hefti breska vísindatímaritsins Nature. Þar segir, að hvert einasta fóst- ur beri fyrstu sjö vikur með- göngutímans öll merki þess að þar sé stúlkubarn á ferð. En þá kemur til skjalanna sá erfðastofn, eða angi af erfðastofni, sem ýtir af stað keðju lífefnafræðilegra viðbragða, sem tryggja það, að þeir frumuhópar sem ætluðu sér að verða að kvenlíkama taka stefnu á karlkynið. Til dæmis verða eistu til í stað þeirra eggja- stokka sem byrjaðir voru á sínum vexti. Leitað í litningi Greinin í Nature segir frá leitinni að þeim „hlera" í erfð- abúskapnum sem lokar fyrir kvenþróun fósturs og tryggir það að karlkynið er til. Aratugir eru síðan menn vissu að svonefndur Y-litningur ákveður karlkyn fóst- urs. En menn vissu ekki hvaða partur af þessum litningi, sem inniheldur 30-40 miljónir erfða- agna, ræður úrslitum um kyn- ferði. Á næstliðinum áratug hafa menn svo verið að búta Y- litninginn niður í parta og fikrað sig nær því að einangra kynferðis- vaidinn. Stóra stökkið til lausnar á því verkefni var tekið við rann- sóknir á efnivið úr karlmönnum sem eiginlega hefðu átt að vera konur. í erfðagóssi þeirra var ekki neinn Y-litning að finna, það litningapar sem úrslitum ræður um kynferði er hjá þeim ekki XY heldur XX, eins og hjá konum. En það sem gerði þá samt að karlmönnum var smá Y- brot í öðrum X-litningnum. Og í lok ársins 1989 var svo komið að hægt var að staðsetja nákvæmlega kynferðisvaldinn á sneið, sem er aðeins þúsundasti partur af heilum Y-litningi. Það má því með sanni segja, að það munar litlu að við verðum allir kvenmenn - og þó munar það öllu um leið. Ætla menn aö leika guö? Og nú er spurt: ætla menn að nota þessa vitneskju til að stýra kynferði fósturs? Vísindamenn telja vafasamt að það verði reynt, að minnsta kosti ekki á fólki. I fyrsta lagi væri það siðferðilega mjög vafasamt ef vísindamenn færu að „leika guð“ með þessum hætti. í öðru lagi væri það blátt áfram hættulegt og gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef menn færu að fitla við innan við sjö vikna gamalt fóstur. En vís- indamenn hafa líka einangrað kynferðisráð í erfðagóssi svína, músa og simpansa, og það er vel líklegt að menn muni reyna í ná- inni framtíð að nota nýfengna vitneskju til að hafa áhrif á kyn- ferði afkvæma ýmissa nytjadýra. áb byggði á Spiegel. Hclgarveðrið Horfur á laugardag. Norðlæg eða norðvestlæg átt. Skýjað norðanlands og sums Horfur á sunnudag. Norðlæg átt á Vesttjörðum en breytileg átt annars staðar, staðar dálítil rigning eða súld en bjart veður sunnanlands. Fremur hlýtt víðast hvar en yfirleitt fremur hæg. Skýjað og dálitil súld norðaustantil á landinu framan af degi en svalt við N- og A-ströndina. bjart veður sunnanlands. Léttir til norðaustanlands þegar llður á daginn en líklega súld suðvestanlands með kvöldinu. Fremur hlýtt áfram. MINNING Sigurður Hannesson vélvirki Fæddur 22. febrúar 1938 - Dáinn 3. ágúst 1990 Dáinn, horfinn, harmafregn. Hvílík harmafregn, sem spurð- ist hér um bæinn okkar, að morgni föstudagsins 3. ágúst sl. Hörmulegt slys hafði orðið við Sementsverksmiðju ríkisins, hér á Akranesi. Sigurður hét hann, Hannes- son, sem þar var burt kallaður á svipstundu. Þetta var hann Diddi, vinur okkar, aðeins 52 ára. - Það var hann Diddi, sem geislaði af hreysti og lífsorku. - Það var hann Diddi, sem alltaf var boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd, ef eitthvað bjátaði á hjá vinum hans, hvort sem var smátt eða stórt. - Það var Diddi, sem alltaf var hrókur alls fagnaðar og naut þess að gera sér glaðan dag með fjölskyldu sinni og vinum. Hann var kvæntur elskulegri æskuvinkonu minni, Svölu ívars- dóttur, sem gaf okkur, vinum sín- um, hlutdeild í honum frá þeirra fyrstu kynnum og æ síðan. Börn- in þeirra urðu fjögur, Ástríður fædd 1962, Sigrún fædd 1963, Hannes fæddur 1964 og íris fædd 1972; barnabörnin eru orðin sex að tölu. Diddi var elstur þriggja barna foreldra sinna, hjónanna Ást- ríðar Torfadóttur og Hannesar Jónassonar verkstjóra. - Öldruð móðir og yngri synirnir tveir minnast nú frumburðar og stóra bróður með sárum söknuði. Söknuðurinn er mikill hjá mörgum. - Allt tengdafólk Didda dáði hann og virti, - tengdamóðir hans, Sigrún Guð- björnsdóttir sem nú dvelur í hárri elli á Hrafnistu, saknar nú vinar, sem ætíð var henni sem bezti sonur. Sorgin og treginn er mikill hjá okkur öllum, ekki þó sízt h]á eiginkonu, börnum, barnabörn- um og tengdabörnum. - Tengda- dóttirin Guðný Sturludóttir, sem nú berst við erfiðan sjúkdóm, fékk hjá Didda ómældan styrk, ástúð og umhyggju. - Öll fjöl- skyldan lifði í skjóli Sigurðar Hannessonar. Nú reynir á Svölu mína og henni er trúað fyrir miklu. Hún mun sýna að hún er traustsins verð. Ljúfar minningar hjálpa ætíð og gefa okkur styrk á erfið- um stundum. - Guð gefi öllum ástvinum Sigurðar Hannessonar styrk til að takast á við lífið í fjar- veru hans. Ég bið þess að almættið hjálpi Guðnýju til að ná heilsu á ný. Forsjóninni þakka ég fyrir stundirnar, sem ég og fjölskylda mín áttum með Didda. - Þetta eru einnig kveðjuorð frá æsku- vinkonum Svölu, þeim Huldu, Feddu og Ástu ásamt fjöl- skyldum þeirra. - Öll hefðum við viljað segja við Didda, að skiln- aði: A llar stundir okkar hér er mér Ijúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Blessuð sé minning Sigurðar Hannessonar. Rannveig E. Hálfdánardóttir Föstudagur 10. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11 CST tölvur Afmælistilboð m CST XT, 10 MHz, 640 K, innra minni, 30 Mb harður diskur, tvö samhliða tengi, eitt raðtengi, 14 tommu skjár, MS-DOS 4.01. CST AT 286, 12 MHz, 1 Mb innra minni (stækkanlegt í 8 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö samhliða tengi, eitt raðtengi, eitt „game" tengi, 14 tommu skjár, MS-DOS 4.01, GW-BASIC o.fl. Afmælistilboð kr. 159.000,- CST AT 286N, 16 MHz, 1 Mb innra minni (stækkanlegt í 8 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö samhliða tengi, eitt raðtengi, eitt „game" tengi, 14 tommu skjár, MS-DOS4.01, GW-BASIC o.fl. Afmælistilboð kr. 169.000,- CST 386, 20 MHz, 1 Mb innra minni (stækkanlegt í 8 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö disklinga- drif, tvö samhliða tengi, eitt rað- tengi, eitt „game" tengi, 14 tommu skjár, MS-DOS 4.01, GW-BASIC. Afmælistiiboð kr. 249.000,- CST 386, 25 MHz, 1 Mb innra minni (stækkanlegt i 8 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö disklinga- drif, tvö samhliða tengi, eitt rað- tengi, eitt „game" tengi, 14" skjár, MS-DOS, GW-BASIC. Afmælistilboð kr. 269.500,- CST 386C, 25 MHz, 4 Mb innra minni (stækkanlegt í 16 Mb), 40 Mb harður diskur, tvö disklinga- drif, tvö samhliða tengi, eitt rað- tengi, eitt „game" tengi, 14" skjár, MS-DOS 4.0, GW-BASIC. Afmælistilboö kr. 299.000,- CST LP 286, 12 MHz. Fartölva. 1 Mb innra minni, 40 Mb harður diskur, 640x480 skjár, tvö sam- hliða tengi, eitt raðtengi, tengi fyrir VGA skjá, tengi fyrir auka- drif, MS-DOS 4.01. GW-BASIC. Afmælistilboð kr. 285.000,- CST Betri tölvur, á betra verði PEGASUS HF. Ármúla 38 sími 91-688277

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.