Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 9
Það er nú Ijóst að þær ákvarðanirsem teknar voru við gerð fjárlaga fyrir árið 1989 um hækkun skatta og aðhald að útgjöldum ríkisjsóðs voru höfuðatriði íþessari efna- hagsstefnu. Án þeirra eru litlar líkur til þess að tekist hefði að lækka raungengi án verðbólgusprengingar á árinu 1989 og raunvextir hefðu ekki lækkað eins mikið óg raun varð á. Skiptar skoðanir hafa verið um það að undanförnu í hverju árangurinn í efnahagsmálum fel- ist og hverju, eða jafnvel hverj- um, hann sé að þakka. Sumir vilja halda því fram að árangur- inn sé fremur lítill, þar sem lífs- kjör alls almennings hafi ekki batnað sem neinu nemi enn sem komið er. Aðrir telja árangurinn verulegan, sem birtist m.a. í mikilli lækkun verðbólgunnar, en að hann sé fyrst og fremst að þakka þeim sem gerðu kjara- samninga á almennum vinnum- arkaði í vetur. Talsmenn ríkis- stjórnarinnar halda því hins veg- ar gjarnan fram að efnahags- stefna stjórnarinnar hafi verið búin að skapa forsendur fyrir kjarasamningum af því tagi sem gerðir voru í vetur, um leið og þeir lofa aðila samninganna fyrir að hafa nýtt þetta tækifæri til fullnustu. Að mínu mati byggist árangur- inn í efnahagsmálum að undan- förnu fyrst og frémst á árang- ursríkari hagstjórn á samdrátt- artímum en áður eru dæmi um hér á landi. Það er hins vegar ekki enn um að ræða markverðan efnahagsbata í þeirri merkingu að um verulegan hagvöxt og batnandi lífskjör sé að ræða, enda verður aukning þjóðar- tekna lítil í ár þrátt fyrir hækk- andi fiskverð á erlendum mörk- uðum þar sem nauðsynlegt var að draga úr aflaheimildum frá því í fyrra og blikur eru nú á lofti vegna hækkandi olíuverðs. Árangurinn í efnahagsmálum birtist því í lækkandi verðbólgu, minni viðskiptahalla við útlönd, almennri jafnvægis- og stöðug- leikaþróun í efnahags- og pening- amálum, fremur en í batnandi lífskjörum. Þessi árangur leggur hins vegar betri grunn að varan- legum lífskjarabata í framtíðinni en oft áður. íslenskur samdráttur Það kann að virðast lítið merkilegt að beita árangursríkri hagstjórn á samdráttartímum. Það hefur þó oft reynst þrautin þyngri, sem sést best á því að verðbólga og viðskiptahalli hafa að jafnaði vaxið á slíkum tímum. Samdráttartímar eftirstríðsár- anna á íslandi hafa yfirleitt átt rætur að rekja til þess að tekjur þjóðarinnar hafa rýrnað vegna versnandi viðskiptakjara eða minnkandi afla. Samdrættirnir hafa því ekki staf að af ónógri inn- lendri eftirspurn, t.d. vegna skyndilegrar aukningar í sparn- aði, minni fjárfestingar eða minni opinberra umsvifa. Slíkum sam- drætti er hægt að mæta með að-' gerðum sem örva innlenda eftir- spurn, svo sem með lækkun skatta, aukningu ríkisútgjalda eða lækkun vaxta. Frumorsök samdráttartíma- bila á íslandi hefur því yfirleitt verið minnkun útflutningstekna og þjóðartekna fremur en minnkun þjóðarútgjalda. Við- brögð við samdrætti af þessu tagi ættu fyrst og fremst að felast í því að aðlaga þjóðarútgjöld að var- anlegri lækkun þjóðartekna ann- ars vegar og hins vegar í því að skjóta nýjum rótum undir aukningu þjóðartekna bæði með nýjum atvinnugreinum og skipu- lagsbreytingum í hefðbundnum atvinnugreinum. Aðlögun þjóðaraútgjalda að lægri þjóðartekjum getur gerst með ýmsum hætti, svo sem með hækkun skatta og samdrætti ríkisútgjalda. Hins vegar hefur lækkun raungengis krónunnar að jafnaði verið einn mikilvægasti liðurinn í þessari aðlögun, þar sem hún hefur þríþætta verkun, þ.e. bætir stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina, einkum sjáv- arútvegsins, gerir innflutning hlutfallslega dýrari og lækkar rauntekjur. Þetta veldur því að þjóðarútgjöld minnka og inn- flutningur dregst saman á sama tíma og útflutningur eykst vegna betri stöðu útflutningsgreina. Viðskiptahalli við útlönd minnkar því smám saman, en hann eykst að jafnaði verulega í upphafi samdráttarins. Vanda- málið í þessu sambandi er hins vegar tvíþætt, þ.e. að lækkun raungengis krónunnar getur haft í för með sér töluverða aukningu verðbólgu og um leið dregið úr hvata til skipulagsbreytinga. Þetta gerðist í minna mæli í nýaf- stöðnum samdrætti en oft áður og það er mikilvægt að skilja af hverju. Aðstæður haustið 1988 Til að skilja betur þann árang- ur sem náðst hefur er rétt að rifja upp hvernig aðstæður voru hér í efnahagsmálum haustið 1988, þegar ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar féll og Alþýðubandalagið gekk inn í ríkisstjórn, en þá blasti við stöðvun helstu útflutningsat- vinnuvega og spáð fjöldaatvinnu- leysi meira en þekkst hefur á lýð- veldistímanum. Segja má að þessi illvíga kreppa sem kom í kjölfarið á nokkurra ára sam- felldu góðæri hafi átt sér þríþætt- ar rætur. - í fyrsta lagi hefðbundinn vextir útlána. Mistökin í geng- ismálum voru nánast afleiðing af mistökunum í ríkisfjármálum og peningamálum, þar sem þenslan gróf undan fastgengisstefnunni og olli verulegri hækkun raun- gengis krónunnar. Þessi þrennu og samtengduj mistök í hagstjórninni 1986-1988' gerðú það að verkum að fyrir- tækin klemmdust á milli hækk- andi raungengis annars vegar og hækkandi raunvaxta hins vegar. Eigið fé fyrirtækjanna fuðraði upp, og þegar minniháttar ytri áföll riðu yfir á árinu 1988, eftir' eitthvert mesta góðæri í sögu landsins, komst allt á stöðvun- arpunkt. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að aflasamdráttur varð ekki nema 1% 1988 og rýrnun viðskiptakjara varð vel innan við 1%. Stefnan í ef nahagsmá lum Eftir að horfið var frá niður- færsluleið haustið 1988 var tekist á um tvær stefnur í efna- hagsmálum. Fyrri leiðin var sú sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til og fólst í verulegri gengisfell- ingu og aðgerðum í ríkisfjármál- um sem hefðu þegar öllu er á botninn hvolft aukið halla ríkis- sjóðs. Það er ekki útilokað að þessi leið hefði bætt stöðu at- vinnuveganna og þannig ráðist að Sú leið sem ríkisstjórnin valdi haustið 1988 fólst í því að skapa forsendur fyrir varanlegri lækkun raungengis og raunvaxta, án þess að verðbólga færi úr böndunum, með aðhaldsaðgerðum ríkis- fjármálum og með því að eyða ekki of fljótt hvatanum til skipu- lagsbreytinga og hagræðingar f atvinnurekstrinum á vegum hans sjálfs. Þessi leið krafðist hins veg- ar tímabundinna millifærslna til útflutningsatvinnuveganna og umfangsmikilla skuldbreytinga. Það er nú Ijóst að þær ákvarð- anir sem teknar voru við gerð fjárlaga fyrir árið 1989 um hækk- un skatta og aðhald að útgjöldum ríkissjóðs voru höfuðatriði í þess- ari efnahagsstefnu. Án þeirra eru litlar líkur til að tekist hefði að lækka raungengi án verðbólgu- sprengingar á árinu 1989 og raun- vextir hefðu ekki lækkað eins mikið og raun varð á. Stefnan í ríkisfjármálum hafði þann til- gang að draga úr innlendri eftir- spurn með auknum sköttum og minni hallarekstri ríkissjóðs. Þetta tókst. Á sama tíma var inn- lend lánsfjármögnun ríkissjóðs aukin úr tæpum 20% 1988 í um 80% 1989. Þessar aðgerðir hjálpuðu til að taka niður þensluna. Það hjálp- aði einnig til að það var farið hægt í gengisaðlögunina, en of fljót gengisaðlögun hefði dregið veru- lega úr hvatanum til skipulags- breytinga og hagræðingar á veg- þó orðinn enn skýrari í ár. Rétt er að minna á hér í hverju hann birt- ist: * Verðbólga stefnir nú óðfluga í að verða svipuð og í nágranna- löndunum og er nú mæld í eins stafs tölu. * Viðskiptahalli rúmlega helm- ingaðist á síðasta ári, þrátt fyrir samdrátt útflutningstekna og mikil flugvélakaup Flugleiða, og góðar horfur eru á að hann hald- ist svipaður í ár. * í fyrra tókst að draga verulega úr halla ríkissjóðs og fjármagna um 80% hans með lántökum inn- anlands. í ár er allt útlit fyrir að enn takist að draga verulega úr hallanum, og jafnvel helminga hann og fjármagna hann að fullu innanlands. * Það tókst að bægja frá því fjöldaatvinnuleysi sem stöðugt var spáð. Þrátt fyrir efnahagserf- iðleika undanfarinna ára er ís- land í hópi þeirra Vesturlanda þar sem atvinnuleysi er minnst. * Raunvextir lækkuðu töluvert á síðasta ári, og eftir að ríkissjóði hefur nú tekist að tryggja inn- lenda lánsf járöflun sína aö miklu leyti á miðju ári, gætu aðstæður skapast fyrir lækkun raunvaxta síðar á árinu. Efnahagsstefnan og lífskjörin Nú gætu lesendur spurt hvaða í hverju felst árangurinn í efnahagsmálum? samdráttur þjóðartekna, sem stafaði af minni afla og verri við- skiptakjörum. Þessi samdráttur var þó engan veginn það stór að hann einn og sér gæti skýrt þau miklu vandamál sem við var að glíma haustið 1988. - í öðru lagi viðvarandi skipu- lagskreppa í helstu atvinnugrein- um þjóðarinnar, sem birtist m.a. í offjárfestingu í sjávarútvegi og óhagkvæmum landbúnaði. Eitt og sér skýrir þetta þó ekki ástand- ið haustið 1988, þar sem þessi vandamál hafa lengi verið til staðar og eru enn. - í þriðja lagi tekjuskiptingar- og skuldaskilavandi, sem átti ræt- ur til að rekja tii ofþensiu og jafnvægisleysis í hagkerfinu frá seinni hluta árs 1986 fram undir mitt ár 1988, og stafaði af miklum mistökum í hagstjórn sem gerð voru á þessu tímabili. Þetta var meginskýring þess ástands sem við blasti haustið 1988. Mistökin í ríkisfjármálum á góðæristímanum 1986 og 1987 skipta lfklega mestu máli í þessu sambandi, eins og margoft hefur komið fram. Góðærið var ekki nýtt til að skapa jöfnuð í fjármál- um ríkissjóðs, hvað þá afgang eins og þurft hefði til að vinna á móti þenslunni. Til viðbótar voru gerð mistök í stjórn peningamála og í gengismálum. Mistökin í peninga- og vaxtamálum fólust m.a. í því að færa vaxtaákvörðun- arvaldið til bankanna í nánast einu skrefi, án þess að gera sér grein fyrir að bankar hér á landi eru fyrirtæki með mikið einokun- arvald, þ.e. á milli þeirra ríkir fákeppni, eins og það er kallað á hagfræðimáli, en ekki fullkomin samkeppni. Afleiðing þessa varð sú að vaxtamunur bankanna jókst verulega og þar með raun- augljósustu vandamálunum sem við var að glíma. Hins vegar hefði hún haft í för með sér mun meiri verðbólgu en sú leið sem f arin var og óvíst hvort hún hefði staðist til lengdar vegna halla ríkissjóðs og þess að launafólk hefði brugðist um atvinnurekstrarins sjálfs. Þannig voru smám saman skap- aðar forsendur fyrir því að gengisaðlögunin á árinu 1989 skilaði sér í verulegri raungeng- islækkun án verðsprengingar. Því var hægt að hverfa að stefnu Þróun kaupmáttar á mann 1980-1990 Vísitölur 1980=100 130 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 spá máli það skipti fyrir lífskjör al- mennings að þessi árangur hefur náðst og að valin var sú efnahags- stefna sem valin var haustið 1988. Við því eru þrjú svör. í fyrsta lagi: að varanlegur lífskjarabati kemur fremur í gegnum skipu- lagsumbætur og hagræðingu en eiginlega hagstjórn. í öðru lagi: að lífskjör sem fara saman við mikla verðbólgu og efnahagsleg- an óstöðugleika fá ekki að vera í friði og fá því ekki staðist til lengdar. í þriðja lagi: þá skipti valið á efnahagsstefnu máli fyrir lífskjör almennings hér og nú, eins og sést best á meðfylgjandi línuriti sem sýnir þróun kaupmáttar atvinnutekna á mann 1980-90 samanborið við þróun þjóðartekna. Þar sést hvernig sú hagstjómarstefna sem fylgt var á árunum 1983 og 1984 skilaði sér í mun meiri rýrnun lífskjara en þróun þjóðartekna gaf tilefni til, en hvernig mun meiri samfylgni var í efnahagssamdrættinum nú. Enda er útlit fyrir að kaupmáttur atvinnutekna verði nokkru hærri í ár en í góðærinu 1986 og hlutur launa í þjóðartekjum sömuleiðis. Það hefði vart orðið ef leið geng- iskollsteypu og verulegs halla- reksturs ríkissjóðs hefði verið farin. Már Guðmundsson er efnahagsráð- gjafi fjármálaráðherra. harkalega við kjaraskerðingar- áhrifum gengisfellingarinnar um leið og hreyfing þess losnaði úr fjötrum. Gengisfellingin hefði þá ekki skilað sér í nauðsynlegri raungengisbreytingu til lengri tíma litið, heldur fyrst og fremst í aukinni verðbólgu. Þessi leið hefði þannig aldrei skilað jafn miklum árangri í efnahagsmálum og nú er orðin staðreynd. gengisstöðugleika í lok ársins 1989. Það voru þessar aðstæður sem sköpuðu forsendur þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun þessa árs. Árangurinn Árangur þeirrar efnahags- stefnu sem mótuð var haustið 1988 kom þegar fram í fyrra en er Már Guðmunds- son Föstudagur 10. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.