Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 15
Klámið og ástar- sagan eru systkini Allt er fyrirhafnarlaust Samkvæmt þessu er það ekki helst draumurinn um karlavald yfir konum og niðurlægingu kon- unnar sem ræður ríkjum í klám- heimi, heldur lífseigur unglinga- draumur um kynlíf án fyrirhafnar: og steiktar dúfur í munn mér flugu. Klámið tengist svo vænd- inu: einnig þar er konan ekki kona heldur hlutverk: hún er kynlíf án fyrirhafhar og án hömlu. Vændis- konan gerir það sem konur gera ekki í veruleikanum — hún lagar sig að þeim karlaórum sem einnig ráða ríkjum í kláminu. En bara fyrir borgun, í ákveðinn tima. Klám og vændi, segir Alber- oni, sýna að til er ákveðinn geiri á kynsvæði mannsins sem er kon- um framandi og þær hafa ekki á- nægju af. Nema síður væri. En konur eiga sér líka klám, segir hann, og það eru ástarsögumar. Þessar rósrauðu þar sem varla er minnst á neitt sem „dónalegt’’ er, en em samt dæmigerðar fyrir kynsvið kvenna með sama hætti og klámið fyrir karla. Kannski finnst mönnum þetta hörð kenning. Ástarsagan dísæta Við emm að tala um feikna- lega vinsælar bókmenntir. Það er haft fyrir satt að skáldsögur Bar- böm Cartland hafi selst í 400 miljónum eintaka. A islensku kemur út á hverju ári drjúgur bunki slíkra bóka. Og alltaf er eft- ispum eftir þeim, eins þótt þær Iikist klámsögum mjög að því leyti að þær em allar eins. Eða skelfing líkar. Astarsagan segir frá konu sem er kannski ósköp venjuleg að sjá. Ekki nein sérstök fegurðardís. En hún er greind og heiðarleg. Hún er saklaus eða á einhveijar mis- heppnaðar ástir langt að baki. Hún vanmetur sig sjálfa mjög - en atburðir sögunnar sýna svo að einmitt þessi hémmbil venjulega kona getur vakið eldheita og ó- takmarkaða ást. Hún hittir ein- hvem afbragðsmann. Hann er fremstur í flokki, hvar sem hann er. Hann er eiginlega alltof fríður og rikur og frægur til að hún geti vonast til þess að hann taki eftir henni. Samt gerist það undur, að hann verður hrifmn af henni. Hún er þmmu lostin. Hana gmnar að ekki sé allt með felldu. Hún þrá- ast á móti. Svo gerist það lika mjög oft að keppinautur stingur upp kolli - einhver falleg og létt- úðug kona og mikill freistinga- meistari. Kvenhetjan okkar held- ur að hún hafi tapað karlinum. En hann heldur áffam að plaga hana með sinni ást. Og hún heldur á- fram að trúa honum ekki. Og hann heldur áfram að vera i vafa um það hvort hann geti náð ástum hennar, og sýnist einatt hafa gef- ist upp við það. Og svo framveg- is. Allt í misgripum En hvort sem við rekjum Sög- una lengur eða skemur: allir vita að allt fer vel á endanum. Hinir óttalegu leyndardómar og hindr- anir reyndust bara einhveijar til- tölulega ómerkilegar ytri uppá- komur, óheppilegar tilviljanir - og misskilningur. Það var til dæmis alltaf misskilningur að Hann elskaði aðra konu og svæfi meira að segja hjá henni. I raun og veru voru þau alltaf að bíða hvort eftir öðru, kvenhetjan góða og Hann. Þegar Alberoni leggur út af ástarsögunni segir hann, að menn eigi ekki að leggja alltof mikið upp úr því, að samforum og þess- háttar er oftar en ekki haldið utan við sögurammann (að vísu hefúr „dirfskan” vaxið hjá ástarsögu- höfundum á síðari árum en það skiptir reyndar litlu máli í þessu samhengi). Alberoni bendir á það að „erótík” er líka i óttinn við að njóta ekki ástar, þörfin B©rgmann fyrir að einhver Nú er best að renna sér út á hálan ís og tala um klám. Við þekkjum baráttu jafn- réttiskvenna gegn klámi. Þær taka svo á málum, að klám sé fyrst og síðast ofbeldi gegn konum. Ball- ræði sem niðurlægir þær og geri alltaf ráð fyrir að þær séu eins og tíkin tilbúin. Og ætti helst að banna klámið. Svo verða sumir og ýmsir til að malda í móinn og segja að obbinn af klámi sé tiltölulega meinlaus þótt lágkúrulegt sé það og heimskulegt. Klám sé eins- konar framhald af strákadraum- um: strákar hafa lengst af átt erfitt með að fá jafhöldrur sínar til við sig og í staðinn hella þeir sér út í dagdrauma um konu sem er til alls vís og þeir þurfa ekkert fyrir að hafa: þeir eru teknir á löpp og allt gengur eins og í lygasögu. Klám er karlamál Francesco Alberoni heitir maður ítalskur sem hefúr skrifað vinsælar bækur um vináttuna, um vegi þeirra sem ástfangnir eru og svo um kynlífið. í bók sinni „L’erotismo” fjallar hann um það sem karlar og konur eiga sameig- inlegt í ástafari og hvað er ólíkt með þeim. Þegar hann ræðir um það sem ólíkt er, tekur hann ekki síst mið af mismunandi afstöðu kynjanna til kláms. Hann víkur m.a. að því sem margir aðrir hafa á minnst: karl- menn hrífast mun frekar af hinu sýnilega en konur. Karlar hafa t.d. alltaf verið miklu spenntari fyrir myndum af nöktum konum en konur af körlum stripuðum. En svo er annað. Alberoni leggur mikla áherslu á að klám sé eins- konar karladraumur um kyn- lífsparadís. Enginn þarf neitt fýrir lífinu að hafa í þeim heimi. Klám- sagan er af karli sem ekki þarf að gera neitt til að fá hvað sem hann vill, hann gengur um götuna eða hittir stelpu á skrifstofu sinni og í næsta augnabliki er hún klæðum svipt uppi í dívan og gerir allt mögulegt og ómögulegt. Óum- beðið. KJámið er hinn ótrúlegi heimur þar sem löngunin á það aldrei á hættu að mæta frávísun eða gagnrýni, löngunin er sama og fullnægja hennar og mótaðil- inn skiptir engu máli. Það er barasta látið sem konan hafi svip- aða dagdrauma og karlinn - þannig er konan sýnd í klám- heimi. gimist þig og þrái og þrái. Kyn- lífsdagdraumunum er haldið glóðheitum í þessari spennu, í þessari eilífðarspumingu: er hann hrifinn af mér, elskar hann mig? Eiga menn svo að setja punkt á eftir þessu og segja sem svo: hvort kyn hefur sína dagdrauma, og munurinn endurspeglar m.a. meiri þörf konunnar fýrir öryggi? (Astarsagan er sagan um það hvemig ástmaðurinn er sannpróf- aður tíu sinnum þangað til fullvíst er að honum er treystandi fýrir hjúskaparstýristaumum í lífsins ólgusjó.) Draumur og veruleiki Kannski. Þó er ekki úr vegi að rekja það hér hvað Alberoni telur klámið og ástarsöguna eiga sam- eiginlegt - þrátt fýrir allan þann mun sem á milli þessara fýrirbæra sýnist vera. Gefrim honum orðið (í endursögn minni): I kláminu er falleg kona sem í raunvemleikan- um mundi ekki lita við þér, heldur mundi hún vísa þér frá, eða vilja að þú byðir henni á flottan veit- ingastað og seinna mun hún vilja að þú giflist sér. í kláminu er hún aftur á móti til alls fús fýrirhafn- arlaust og eftirmálalaust. I ástar- sögunni er svo mættur frægur og flottur náungi og forríkur, sem í vemleikanum mundi aldrei líta við þér, en nú sendir hann þér hundrað ástarbréf, rósir, lætur öll- um illum látum og biður þig að giftast sér. Ef honum er vísað frá þá þráast hann við og bíður. Hann leggur af alla sína hæpnu siði, verður bljúgur og vel taminn, fýr- irmyndar eiginmaður. Þetta er hvomtveggja ótrúlegt - en jafn eggjandi fyrir bæði kynin og jafn óskiljanlegt fýrir það kyn sem ekki á hlut að máli. Afneitun á fullu Fleira er skylt. Það var talað áður um hömluleysið í kláminu. Það em reyndar engin bönd sem binda kvenhetjuna i ástarsögunni. Annaðhvort er hún ógift eða frá- skilin. Það em engar innri hindr- anir sem standa í vegi fýrir ást- inni. Það em bara ytri hindranir (og þær em helst á misskilningi bygðar: Hann skilur ekki, keppi- nauturinn er kannski að gleypa hann). Einnig Hann er annað- hvort óbundinn eða fráskilinn eða kannski Iifir hann í sambandi sem getur ekki skipt hann neinu máli. Sé karlhetjan ástfanginn þá er hann sjálfur aldrei í vafa. Fyrir hana er eina spumingin þessi: „elskar hann mig núna og alltaf upp frá þessu?” Og hann spyr að- eins að þessu hér: „elska ég hana héðan í frá og alltaf?” Ongvir hnútar eða málamiðlanir. Báðar tegundir (klámsagan og ástarsagan) lýsa fullnægingu þrár og útiloka hindranir vemleikans. Karlaklám útilokar mótspymu kvenna, þörf þeirra fýrir aðdrag- anda, hrifningu og kærleika. Ást- arsagan útilokar fýrir sinn hatt hindranir sem tengjast ábyrgð gagnvart öðmm. Kvenhetjan stal aldrei sínum karli ffá trúrri eigin- konu, hún fer aldrei ffá kærasta eða eiginmanni sem elskar hana, hún á ekki í neinum vandræðum með böm og er aldrei sett i tví- sýna stöðu ástkonunnar. Báðir aðilar em alltaf fijálsir, hafa orðið fyrir vonbrigðum með fýrri ástir, þeir leita að nýju lífi og særa eng- an. Hinir raunvemlegu erfiðleikar em ekki til. Þeir hafa verið af- máðir. Föstudagur 10. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — StoA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.