Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 10
Gengur gáfufólk með gleraugu? ísraelskir vísindamenn hafa gert fyrstu víðtæku könnunina á þessu
verkefni og komist að jákvæðri niðurstöðu. ísrCld
Nærsýnir eru greindari
Rannsókn sem fram fór við Tel
Aviv-háskóla á rúmlega 157 þús-
und piltum á 17-19 ára aldri leiddi
ótvírætt í Ijós náið samhengi milli
nærsýni, greindarvístölu og
skólagöngu.
Hjá Israelsþjóð eru 15,7%
þegnanna nærsýnir, og er það
hlutfall svipað hjá vestrænum
þjóðum. En þegar athugaðir
voru sérstaklega ungir menn með
greindarvísitölu undir 80 kom í
ljós að aðeins 7,9% þeirra voru
nærsýnir. Hins vegar voru 27,1%
nærsýnir af þeim sem mældust
Sumar-
ráðstefnan
á morgun
Sumarráðstefna SÍNE hefst
laugardaginn 11. ágúst kl. 14:00 í
Stúdentakjallaranum við Hring-
braut.
Lögð verður fram skýrsla
stjórnar og fulltrúa hennar í
Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Afgreiddir verða endurskoðaðir
reikningar og stjórnarskipti fara
fram. Skýrt verður frá starfsemi
deilda SÍNE erlendis og ályktun-
artillögur ráðstefnunnar af-
greiddar. Að venju er sumarráð-
stefnan vettvangur skoðana-
skipta námsmanna þar sem stað-
an er metin og línur lagðar fyrir
starfsemina sem framundan er.
Allir námsmenn erlendis sem tök
hafa á eru hvattir til að mæta.
(F réttatilky nning)
með greindarvísitölu 128 og
hærri. Meðaltalsgreindarvísitala
er 100.
Það virðist líka greinilegt sam-
hengi milli mældrar greindarvísi-
tölu og menntunarstigs viðkom-
andi einstaklinga. Aðeins 7,4%
þeirra ungu manna sem höfðu
lokið minna en átta ára skóla-
göngu voru nærsýnir, en 19,7%
þeirra sem notið höfðu tólf ára
náms eða lengra féllu í hóp gler-
augnanotenda.
Vísindamenn hafa ekki svör á
reiðum höndum við því hvað
veldur þessum mun, hvað er or-
sök og hvað afleiðing. Rökrétt
virðist að álykta að þeir sem
fæddir eru greindir og nærsýnir
leggi meira kapp á nám en aðrir
og vitað er að mikill lestur getur
aukið nærsýni. Sem dæmi eru
nefndar menntastofnanir þar sem
ungir menn eyða mörgum klukk-
ustundum á dag í lestur trúfræði-
rita, en hlutfall nærsýnna í þeim
hópum er sérstaklega hátt.
Annar möguleiki er sá, að börn
sem fædd eru nærsýn taki minni
þátt í íþróttum og eyði tíma sín-
um þar af leiðandi í bóklestur. Og
við lesturinn eykst greindin. Einn
vísindamannanna telur niður-
stöður athugananna benda til að
um samspil erfðafræðilegra þátta
og umhverfis sé að ræða, og segist
geta sér til með nokkru öryggi um
líkurnar á nærsýni hjá einstakl-
ingi, fái hann upplýsingar um
skólagöngu hans og greindarvísi-
tölu.
Þótt menn hafi löngum getið
sér til um þessar niðurstöður, er
rannsókn ísraelsmannanna sú
fyrsta sem byggir á víðtækum
tölfræðilegum grunni. ÓHT
Subramaniam: í senn Paganini og skáld, segir einn margra hrifinna
gagnrýnenda.
Indverskur fiðlu-
snillingur í heimsókn
Á morgun, laugardag, heldhr
indverskur fíðlusnillingur,
Félag íslenskra sjúkraþjálfara
Atlaga ríkis-
stjórnarinnar hörmuð
Almcnnur fundur sjúkra-
þjálfara í þjónustu ríkisins hald-
inn 8. ágúst sl., samþykkti eftir-
farandi ályktun:
„Við hörmum þá atlögu sem
ríkisstjórn íslands hefur gert að
mannréttindum og lýðræði með
setningu bráðabirgðalaga um
samningsrétt, sem í þetta sinn
beinist að félögum í BHMR.
Öll framganga ríkisstjórnar-
innar í málinu ber vott um fá-
dæma valdahroka sem varla á sér
hliðstæðu í sögu lýðveldisins.
Ríkisstjórn, sem þannig
gengur á skítugum skónum yfir
starfsmenn sína á að segja af sér
strax.
Ríkisstjórn, sem setur lög til að
breyta dómum, á ekkert skylt við
lýðræði og á að segja af sér strax.
Afstaða forystu ASÍ til setn-
ingar bráðabirgðalaganna er til
skammar og hættuleg íslenskri
verkalýðshreyfingu.
Með setningu bráðabirgðalaga
á samningsrétt háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna er
þróun og nýtingu þekkingar í
landinu stefnt í hættu og þar með
undirstöðum nútíma samfélags."
Lakshminarajana Subramani-
am, tónleika í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar og hefjast þeir kl.
17. Flytur hann klassíska suður-
indverska tónlist og frumsamda
tónlist sem hann hefur samið í
anda inverskra hefða. Lcikið er
undir á mridangam-trommur.
Subramaniam hefur leikið við
góðan orðstír víða um lönd; hann
er í senn virtúós á sínu sviði og
tónskáld sem hefur unnið indver-
skri tónlistarhefð ný lönd - m.a.
með samtengingu við vestræna
tónlist. Þær hefðir sem hann
reisir á eru mjög fornar: tónlistin
varð varla skilin frá trúar-
brögðum, heimspeki og hugleið-
leiðslu.
Inverska menningarmálaráðu-
neytið gengst fyrir tónleikum
þessum og er aðgangur ókeypis.
Frá Grunnskóla
Njarðvíkur
Kennara vantar við Grunnskóla Njarðvíkur í al-
menna bekkjarkennslu og sérkennslu.
Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson, skóla-
stjóri, í símum 92-14380 og 92-14399.
Skólastjóri
Kennarar
Grunnskólann í Bolungarvík vantar kennara í
eftirtaldar greinar:
íþróttir, tónmennt, hand- og myndmennt og
samfélagsgreinar á unglingastigi (8.-10. bekk).
Einnig vantar kennara til almennrar kennslu á
barnastigi (7-10 ára börn). - Aðstaða til
leikfimis- og sundkennslu eins og best gerist. -
Góð starfsaðstaða fyrir kennara í nýjum húsa-
kynnum. - Húsaleigu stillt í hóf. - Flutnings-
styrkur og launauppbót.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra, Gunnari
Ragnarssyni, í síma 94-7288, og á bæjarskrif-
stofunni, í síma 94-7113.
Skólanefnd
Myllubakkaskóli
Kennarar
Við Myllubakkaskóla í Keflavík eru nú auglýstar
lausar eftirtaldar kennarastöður:
* Sérkennari, heil staða.
* Tónmenntakennari, heil staða.
* íþróttakennari, heil staða.
* Handmenntakennari (saumar), hálf staða.
* Tværalmennarkennarastöður, heilarstöður.
Allar nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Ketils-
son, skólastjóri, í símum 92-11450 og 92-
11884.
NÁMSMENN ERLENDIS
ATHUGIÐ
Sumarráðstefna verður haldin á morgun
11. ágúst kl. 14.00 í Stúdentakjallaranum.
Stjórn SÍNE
Umboðsmaður
óskast
Þjóðviljann vantar um-
boðsmann í Hveragerði
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu
blaðsins í síma 91-68 13 33.
þlÓÐVIUINN
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
- Kosningahappdrætti 1990 -
Dregið hefur verið í Kosningahappdrætti A.B.R.-1990. Vinningar
og útdregin númer eru sem hér segir:
Einkatölva að verðmæti kr. 100.000,-:
Vinningsnúmer: 864 og 7882.
Ferð með Flugleiðum að verðmæti kr. 100.000,-:
Vinningsnúmer: 1082.
Ferð með Samvinnuf.-Landsýn að verðmæti kr. 50.000,-:
Vinningsnúmer: 2115 og 9752.
Málverk frá Gallerí Borg að verðmæti kr. 50.000,-:
Vinningsnúmer: 2528, 3851, 4459, 8374, 9900.
Bækur að verðmæti kr. 10.000.-:
Vinningsnúmer: 628,2162,2215,2264,2285,2319,3123,3315,
3726, 3746, 4341, 4457, 4473, 4817, 5134, 5400, 5705, 6177,
6297, 6334.
Vinninga má vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins í Reykjavík
Hverfisgötu 105, sími 17500.
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. ágúst 1990