Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 19
aftur hjálpaði lítið þó þeir félagar McVie og Taylor túruðu með honum um Bandaríkin og Astral- íu árið 1982. En það er eins og tónlistar- menn í eldri kantinum eigi eitthvað sameiginlegt með kúm, sem allar míga ef ein tekur sig til. Margir af eldri kynslóð rokkara hafa verið að gefa út sitt besta í langan tíma á undanförnum þremur árum. Nægir þar að nefna Dylan og The Rolling Stones. Nú bætist John Mayall í þennan hóp. Fyrir ekki löngu kom í búðir ný plata frá blúsmanninum og kallar hann afurðina „A Sense of Place“. Það fer ekki á milli mála að sá gamli er á réttum stað í þetta skipti. Platan hefur að geyma skemmtilega þroskaðan blús, þar sem gælt er við taugakerfið af ná- kvæmni. Það er ekkert fát og ekkert fuður á „A Sense Of Place“. Þetta er plata fyrir fólk sem vill á þægilegri stundu geta gengið að vandlega fluttum blús og lyft sér á hærra plan, eins og nóbelsskáldið orðaði það. Það er margt að gerast á þessari plötu. Þar er blús í mörgum til- brigðum bláa litarins. Einum blús öðrum fremur er þó skylda að vekja athygli á fyrst, og það er J. J. Cale slagarinn „Sensitive Kind“. Hér er mikil listasmíð á ferðinni og meðferð Mayalls og félaga er hin ljúfasta. I Blues- brakers eru núna Coco Montoya á gítar, Freebo á bassa, Joe Yuele á trommur og Sonny Landreth er gestaleikari á gítar. Þar að auki koma við sögu sex aðrir hljóð- færaleikarar. Platan byrjar byrjar á suður- ríkjablús, „I Want To Go“, sem er snotur inngangur og vekur strax forvitni um framhaldið. Næsta lag, „Congo Square" eftir Landreth, David Ranson og Ray Melton, er síðan af gerólíkum toga en heldur enn við þorstan- um. „Congo Square“, er í flokki allra bestu laga. Önnur lög ná ekki að fara upp í uppáhaldsdeild í tónstofu heilans enn um sinn, en afgangur plötunnar er samt sem áður allur skemmtilegur áheyrn- ar. „A Sence Of Place" er án efa eitt það besta sem fæst í kjörbúð- um um þessar mundir. -hmp Uppalandinn mikli snýr sína Bluesbrakers árið 1963. Þá John Mayall blúsaði á íslandi í febrúar í fyrra og þá tók Jim Smart þessa mynd af honum. Það eru ekki margir sem hálf- partinn reka menn úr hljómsveit sinni vegna þess að þeir eru of góðir og segja þeim að leita frægðar og frama annars staðar. Þetta gerir þó Manchesterbúinn heiðblái John Mayall, sem senni- lega hefur alið upp fleiri fræga tónlistarmenn en flestir aðrir. Ferill þessa rokkara og blúsara er einstakur allt frá því hann var tólf ára ormur á götum bresku vefnaðarvöruborgarinnar. Þá þegar var hann farinn að leika á gítar og þegar hann var fjórtán ára fór hann létt með boogie wo- ogie píanóleik. Mayall stofnaði hljómsveit hafði hann verið í spilamennsku í fimmtán ár. í gegnum hljóm- sveitina uppgötvaði Mayall marga af albestu tónlistar- mönnum sjöunda áratugarins og má þar nefna ekki minni menn en Eric Clapton, Mick Taylor, Jack Bruce, Keef Hartley, Aynsley Dunbar, Jon Mark, Peeter Green, Mick Fleedwood og John McVie. Þrír síðast töldu hættu með Mayall 1967 til að stofna hljómsveitina Fleedwood Mac, sem sló fyrst í gegn sem glimrandi rokkblús band og varð síðar meir um tíma með allra vinsælustu popphljómsveitum. Allir þekkja síðan feril Claptons og Taylors sem lék á gítar með The Rolling Stones. Jimmy McCulloch sem lék með Paul Mc Cartney í Wings, var einnig í slagtogi við Mayall. Þræðir Mayalls liggja víða um rokk og blús-heiminn. Þvílíkur herskari tónlistarmanna hefur leikið með honum á ferlinum, að það væri aðeins fyrir fólk með ættfræðiáhuga að sökkva sér í að þræða það mál. Hann hefur verið kallaður faðir bresku blúsbylgj- unnar, þannig að Stone Roses, Happy Mondays og Inspiral Carpets eru langt í frá það fyrsta sem kemur merkilegt frá Manc- hester tónlistarlega. Það hefur líka verið sagt um Mayall að eng- inn hafi tekið frasann „aftur til upphafsins" eins alvarlega og hann. En árið 1971 gaf hann út plötuna „Back To The Roots“. Þegar flestir voru að fikta við raf- magn á sjötta áratugnum var Ma- yall síðan að föndra við óraf- mögnuð hljóðfæri. John Mayall lauk námi í Manc- hester Junior Scool of Art árið 1949 og stofnaði sína fyrstu hljómsveit Powerhouse Four árið 1955. Eftir að hafa gegnt her- þjónustu og klárað frekara list- nám flutti hann til London árið 1962. Ári síðar þegar The Beatles gefa út sína fyrstu plötu sem slær í gegn, stofnar Mayall hljóm- sveitina Blues Syndicate sem sama ár breytist í Bluesbrakers. Um miðjan sjötta áratuginn var stjarna Mayalls hins vegar farin að fölna á himninum og það Söngkonan sem hatar röddina sína Söngkonan sem á eina vinsælustu kvenrödd rokksins, hatar í sér röddina. Um nýjustu plötu hljómsveitar sinnar, Pret- enders, segir Chrissie Hynde: „Þetta eru bara tíu heimskuleg popplög á plötu, hvað er meira hægt að segja?" - „Packed“ er fimmta plata Chrissie Hynde á tíu árum, þannig að það er ekki hægt að saka hana um offram- leiðslu. Plötur Pretenders hafa allar þótt yfir meðallaginu og stundum hefur Hynde tekist að leiða hljómsveitina á mjög forv- itnilegar brautir. Chrissie er kona sem lifir í meðvitundinni og hefur verið til- tölulega stöðugt í mótmælum ýmis konar í hart nær tvo áratugi. Um þessar mundir er henni til að mynda mjög í mun að bjarga dýr- um jarðar og hún berst hatramm- lega gegn mengun. Chrissie Hynde er ekki alltaf með þolin- móðustu manneskjum og á það til að grípa til uppátækja sem valda því að lögreglan vill gjarnan eiga við hana orð. Ef ætti að velja þessari sér- stæðu konu eitt orð myndi ég velja Chrissie Hynde enska orðið „Rebel“, sem ég get ómögulega fundið rétt íslenskt orð yfir þessa stundina. Hún beitir all sérstæð- um vinnubrögðum við lagasmíð- ar sínar, sem hún annars gerir ekki mikið úr: „Nóturnar eru bara tólf, þannig að það er ekki hægt að gera nein ósköp,“ segir hún. Hún bætir því síðan við að frá fjórtán ára aldri hafi lög henn- ar orðið til þegar hún er orðin lítt glöð til ferðalaga vegna gras- reykinga. Þá sitji hún og semji texta og lög í rólegheitunum. Þó Chrissie Hynde vilji sjálf gera sem minnst úr sinni tónlist og hafi mestan áhuga á að berjast fyrir betri heimi, á milli þess að slappa af með börnunum, þá hef- ur hún gert mörg lög sem eiga eftir að lifa. Þar má nefna „Talk f Heimir Már Pétursson Of The Town“, „Back On The Chain Gang“ og fleiri. Engu að síður stagast hún á því hvað hún hati röddina í sér, eins og mann- eskja sem aldrei venst því að heyra eigin rödd af segulbandi. Aftur á móti segist hún eiga bágt með að vera án hljómsveitar og þess sem því fylgir. Það hafa orðið mikil manna- skipti í Pretenders og spilar dauðinn nokkuð þar inn í. Gítar- leikari hljómsveitarinnar frá stofnun, James Honeyman-Scott dó árið 1982 og bassaleikarinn Pete Farndon var rekinn árið 1983 og dó það sama ár. Aðrir hafa hætt og Chrissie segir ekki auðvelt að halda úti bandi þegar tveir meðlimir þess deyja. Það sé þó furðulegt af henni að halda úti hljómsveit þegar hún gefi aðeins út plötu á þriggja ára fresti nú- orðið. „Ef einhver er í hljómsveit sem sendir frá sér plötu á hverju ári, þori ég að fullyrða að þar er maður á ferð sem ekki á tvö börn sem hann þarf að koma í skólann á hverjum morgni," sagði Hynde í viðtali við Q. Pönktímabilið er tími sem Chrissie saknar. Þá var hún í slag- togi með Sid Vicious úr Sex Pist- ols og Rat Scabies. Andi pönks- ins samræmdist vel anarkistahug- myndum og lífstfl Chrissie Chrissie Hynde er meðvituð manneskja og segist vilja deyja fyrir eitthvað. Hynde. En svo komu þyngri eiturlif til sögunnar og þar með var draumurinn búinn að sögn Hynde. Af „Packed“ hefur aðeins eitt lag náð einhverri spilun í útvarps- stöðvunum. Eins og oft áður er þetta ekki bara fyrsta lag plötu- nnar, heldur líka það léttasta, lagið sem einmitt er sett á flestar plötur til að ná athygli þeirra sem hlusta á tónlist á hlaupum. Þetta lag er „Never Do That“, ágætur poppslagari sem ekkert er undan að kvarta. Á plötunni má hins vegar finna mörg miklu merki- legri lög og dettur mér fyrst í hug „How Do I Miss You“. Síðar- nefnda lagið er gerólíkt því fyrra. í „How Do I Miss You“ er það raggíið sem ræður ferðinni og söngur Hynde er einstaklega góður, sama hvað hún segir sjálf. Textalega minnir lagið á kveð- skap Elisabeth Browning þegar hún yrkir „Let me count the ways I love you“ og Hynde skilar sakn- aðarástinni með sannfærandi hætti. Þetta er lag sem á miklu frekar skilið að njóta vinsælda en „Never Do That“. Pretenders og Chrissie Hynde tekst áfram að vera fersk og ung í anda. Hún heldur sinni sérstöðu en er samt sem áður alltaf með á nótunum. Og víst er að Hynde er sami anarkistinn og hún hefur lengi verið. -hmp Föstudagur 10. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.