Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 12
Líkarekki hugmyndin Nú er staddur hér á landi Bandaríkjamaður að nafni Brian Harvey. Harvey er kominn hingað til lands til að halda námskeið um forritun- armálið Logo, sem hefur notið vaxandi vinsælda bæði hér og úti í hinum stóra heimi. Það er sjaldgæft að maður eins og Harvey komi hingað til lands til námskeiðahalds, en hann er prófessor við þá virtu stofnun Berkley háskóla. Harvey er ekki að koma til íslands (fyrsta skipti, hann kom hingað til lands fyrir ári síðan fyrir atbeina Péturs Þorsteinssonar skólastjóra á Kópaskeri. En það hefur vakið athygli margra að Kópasker er annað tveggja heimilisfanga alþjóðlegra tölv- umiðstöðva á íslandi. í fyrra var námskeið Harveys á Norðurlandi, en nú verður hann á Akranesi dagana 13.-17. ágúst. Harvey er einn upphafsmanna Logo málsins og hefur skrifað þriggja binda verk um tölvufræði á forsendum Logo. Hann hefur forvitnilegar skoðanir á tölvu- málum og einkarétti á hugbún- aði, sem farið er með eins og hernaðarleyndarmál. Harvey hefur einnig óhefðbundnar skoð- anir um skólamál og telur próf til dæmis ekkert koma menntun við. Þú ert nú að koma í annað sinn til íslands til þess að halda nám- skeið í tölvumálinu Logo, hvers vegna? I raun og veru ættirðu að spyrj a Pétur Þorsteinsson þessarar spurningar, vegna þess að hann á heiðurinn af þessu öllu. Hér er hópur fóiks sem hefur áhuga á Logo og vonandi hjálpar hann til við að dreifa þeirri vitneskju sem verður til á námskeiðinu. Það er líka mjög spennandi að koma til íslands, það eru ekki all- ir svo heppnir að geta sagt, „ég var í Reykjavík". Kostir fámennisins Þeg'ar þú komst síðast varstu’ með námskeið á Þelamörk í Hörgárdal. Er ekki skrýtið fyrir mann eins og þig sem kennir við virta mentastofnun í Bandaríkj- unum, að gangastfyrir námskeiði hér á hjara veraldar? Ég hef áður kennt smáum hóp- um en það er líka ævintýri fyrir mig að koma hingað. Fyrir ári vissi ég lítið af Islandi þegar síminn hringdi og það reyndist vera Pétur, sem hringdi frá ís- landi til að bjóða mér að koma hingað. Þetta var mjög óvenju- legt boð en mér fannst mér sýnd- ur heiður með því. Einn kostur fámennisins er að lítill hópur getur haft mikil áhrif á kennsluna í landinu. Pétur talar um hluti eins og að koma á tölv- uneti fyrir aila grunnskóla í landinu. Þetta er hugmynd sem væri óframkvæmanleg í Banda- ríkjunum, þar sem skólarnir eru svo margir. Hvað gerir Logo frábrugðið öðrum forritunarmálum fyrir tölvur? Það sem gerir Logo frábrugðið flestum öðrum forritunarmálum sem eru notuð í skólum, er hve auðvelt er að meðhöndla með því orð og setningar, tungumálið sjálft, en önnur forrit byggja meira á tölum. Tölvan var stærð- fræðilegt tæki í upphafi og flest forritunarmál henta best fyrir talnanotkun, sem höfðar ekki til allra barna. Fyrr í sumar var ég til dæmis í hópvinnu með nokkrum kennur- um í Ohio. Við vorum meðal annars að reyna að leysa ýmis rökfræðileg vandamál, eins og: Við höfum fimm manns sem búa í fimm mismunandi húsum og keyra fimm mismunandi tegundir bíla. Manneskjan sem keyrir gula bflinn býr í græna húsinu og svo framvegis. Kosturinn við Logo er að það er hægt að setja inn í for- ritið stærð eins og „gulan bfl“ í stað þess að tala um hlutina í tölum. Þessi eiginleiki málsins skapar ný vandamál til að takast á við. Rætur Logo liggja í forritun- armálinu LISP sem var hannað fyrir rannsóknir á gervigreind. Munurinn á Logo og öðrum teg- undum LISP mála er að Logo er eins konar málamiðlun, þannig að málið verður auðveldara fyrir byrjendur. Logo er hins vegar ekki eins hreint í röklegri upp- byggingu. Þetta gerir Logo að sumu leyti óhentugt fyrir sérfræðinga. En málið er líka hugsað sem kennslumál. Skilgreind vandamál eru gagnslaus Hvernig er hægt að nota Logo í skólakerfinu? í fyrsta lagi er Logo ekkert að- alatriði sem slíkt. En það vill svo til að Logo hentar mjög vel til þess sem ég vil gera með tölvum í skólum. Það má skoða málið frá ýmsum hliðum. Ég veit ekki hvernig umræðan hefur verið hér á íslandi, en fyrir nokkrum árum var mikið talað um það í Banda- ríkjunum, að mjög áríðandi væri að allir nemendur lærðu tölvu- fræði rétt eins og stærðfræði. Mjög fáir halda þessu fram í dag og persónulega var ég aldrei þess- arar skoðunar. Núna tala menn um að nota tölvuna sem tæki við hvaða nám sem er. Margir héldu að þetta þýddi minni áherslu á kennslu forritunar í skólum en í staðinn kæmu tilbúinn forrit í einstökum málaflokkum. En það er tvennt sem þarf að hafa í huga varðandi forritun. í fyrsta lagi er eigið for- rit miklu sveigjanlegra en tilbúið. Ef menn nota tilbúið forrit er hægt að nota það til að fást við fyrirfram skilgreind vandamál, en um leið og þú þarft á einhverri viðbót við forritið að halda, verð- ur það algerlega gagnslaust. Ef maður hefur hins vegar skrifað forritið sjálfur, getur maður alltaf breytt því eftir því sem vandamál- in koma upp. Það er gott að hafa aðgang að forritum sem eru sérstaklega gerð til að leysa ákveðin vanda- mál. Logoítar kalla slík forrit „ör- heima“, þar sem áherslan er að- eins á tiltekin atriði. En það er líka áhugavert að nota þessa „ör- heima“ eins og verkfæri eða hluta af almennu forritunarmáli. Vinur minn í Bandaríkjunum hefur til dæmis nýlega gefið út bók um stærðfræðikennslu með hjálp Logo. Eitt af því sem hann hefur gert er að þróa kerfi til að teikna gröf. Það eru til margar útgáfur slíkra forrita. En þessi vinur minn vildi heldur að nem- endurnir færu sjálfir í gegnum það ferli að búa til eigið forrit. Ekki vegna umhyggju hans fyrir hæfileikum nemendanna til að smíða forrit, heldur vegna þess að ein leiðin til að skilja mögu- leika slíkra forrita, er að komast að því hvernig þau eru uppbyggð. Ef þú þarft að skýra þessi atriði út fyrir tölvunni, hjálpar það upp á eigin skilning. Aftur á móti væri hægt að nota tilbúið forrit án þess að skilja nokkurn tíma hvað það gerir. Annað mikilvægt atriði varð- andi forritun, og það sem mér finnst mikilvægast, er að hver sá sem hefur forritun á valdi sínu, getur látið tölvuna gera hvað sem honum sýnist. Þetta er frábær eiginleiki að mínu mati og mjög ólíkur því sem venjulega gerist innan veggja skólans, þar sem til- búin vandamál eru lögð upp í hendur nemendanna til að leysa. Með eigin forritun geta menn búið til eigin úrlausnarefni til að fást við og lært heilmikið í leiðinni. Tölvan ekki of stór fyrir börn En eru tölvur ekki of stór og flókin verkfæri fyrir börn að lœra að vinna með? Nei, alls ekki. Einn stærsti kosturinn við Logo er að jafnvel yngstu börn grunnskóla ná mjög athyglisverðum árangri í forritun og tölvunotkun. Ég hef siálfur aðallega unnið með eldri nem- endum grunnskóla og svo há- skólanemum. Þau forrit sem yng- ri nemendur semja eru mjög ólík þeim forritum sem eldri nemend- ur skrifa. Það má skoða þessi mál út frá þroskastigum Piaget. Hann talar um nokkur stig í andlegum þroska þar sem efsta stigið, og það sem er erfiðast að ná, er hæfi- leikinn til að glíma við abstrakt hugtök. Aður en þessu stigi þroskans er náð getur einstaklingurinn átt við það sem hann getur séð og snert. Eitt af því sem er svo frábært við tölvur, er að þær geta gert ab- strakt hugmyndir sýnilegar. Maður sem þarf að sjá hlutina fyrir sér eða geta snert þá til að skilja þá, til dæmis stærðfræði- lega hugmynd, getur gert það með hjálp tölvu. Eg hef til dæmis skrifað logoforrit sem getur hjáp- að nemendum tii að skilja ýmis lögmál flatarmálsfræðinnar, þannig að þeir sjá fyrir sér eitthvað sem annars er aðeins stærðfræðileg regla. Jafnvel þó nemandi sé ekki kominn svo langt að geta skrifað þetta forrit mitt sjálfur, getur hann notað það til að gera ab- strakt hugmynd sýnilega. Ein mælistika á menntunarstig ein- staklingsins er hvað hann telur til Bandaríski tölvusérfræðingurinn Brian Harvey í einkaviðtali við Nýtt Helgarblað raunveruleikans, hvaða hug- myndir eru honum sýnilegar. Þannig að þeir sem eiga í erfið- leikum með að skilja abstrakt stærðfræðilega sönnun, geta með forritun sett upp sönnun með sömu lögun og stærðfræðileg sönnun, en sem er miklu hlut- lægari. Siðfræði tölvuvísinda Þú hefur ákveðnar hugmyndir um siðferði tölvuvísinda og við- skipta með hugbúnað og tölvur. Eru þessi mál ekki á réttri leið? Þegar ég byrjaði að kenna ákvað ég að setja upp fjölnotend- avél í kennslustofunni í stað þess að setja upp helling af einstakl- ingstölvum eins og venjan er að gera. Ein ástæða þessa er að ég held að siðfræði tölvunotkunar komi alltaf upp í hvert skipti sem menn nota tölvur, en hún gerir það með misjöfnum hætti. Þetta snertir ekki bara tækin sem eru notuð heldur líka áhugasvið kennarans. Ég verð var við það í hvert skipti sem ég kem í tölvuver, að ef einhver áhugi er á siðfræði tölvuvísinda er til staðar, er það venjulega reglan um að afrita ekki forrit með ólöglegum hætti. Þetta er yfirleitt eina hugmynd manna um siðfræði í tölvuvísind- um. Það eru margar ástæður fyrir því að ég er á móti þessu sjónar- miði. Ein þeirra er að þessi hug- mynd gerir siðfræði algerlega bundnaþví sem lögin segja. Mað- ur heyrir sjaldan sagt: Það sem þú ert að gera er löglegt en engu að sfður rangt. Það er einnig mjög neikvætt við ríkjandi siðfræði, að hún snýst öll um það sem þú átt ekki að gera. Það hljómar jafnvel undarlega að heyra einhvern tala um allt það jákvæða sem maður- inn getur fengið við það að vera hluti af mannlegu samfélagi. Þess vegna setti ég upp fjölnot- endavélina, þar sem reglan er sú að ef menn koma inn á netið geta þeir fengið aðgang að því sem menn eru að gera annars staðar í heiminum. Þetta gerir það að verkum að þú færð það á tilfinn- inguna að þú tilheyrir samfélagi annarra manna. Þegar ég og nemendur mínir lentum til dæmis í vandræðum með ákveðinn bún- að við vélina okkar, komust þeir að því að þeir gátu fengið aðstoð héðan og þaðan, þar sem menn voru að leysa svipuð vandamál. Meðal annars fórum við inn á tölvu sem var á þeim tíma algert leyndarmál hjá hernum, en einn vinur minn vann við þessa hana. Aðalatriðið er að við hefðum aldrei leyst vandann án þess að fá hjálp frá hópi manna sem fannst hann vera skuldbundinn til að 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.