Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 3
íslensk byggingarstefna
íPQcor
i
i
Gólíkorkflísar + filma
Nú eru
ípöcQr
raq
DTK
og
X™7
Wicanders
mi Kork-O'Plast
korkflísamerkin komin
undirsama þak.
Nú framleidd í sömu
verksmiðju af
pU^'orÍ
S.A. í Portúgal.
Verða seldar í verslunum
víða um land bráðlega.
Einkaumboð fyrir
S.A.
££ ímila 29, Múlatorgl, síaii 31840
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
áherslu á gildi menningarlegra
sérkenna, tengsl við umhverfið,
náttúrlegt og mannlegt, jafnhliða
menningarlífi almennt.
Það má ekki gleyma því í okkar
innlendu umræðu um menning-
ararf og þjóðarsál, að bók-
menntahefð íslendinga er ekki
eini prjónninn í barmi þjóðarinn-
ar. Margir þættir spila inn í þjóð-
armynstrið, og vitaskuld er bygg-
ingarlistin einn þeirra, en hún vill
oftast gleymast í umræðunni. Op-
inber umræða um byggingarlist
er nauðsynleg til þess að skýra
afstöðu arkitekta gagnvart al-
menningi. Áður en sú umræða
kemur fram í dagsljósið er mjög
erfitt fyrir almenning að skilja
greinina og taka afstöðu til bygg-
inga, og skipulags síns eigin um-
hverfis.
Hvers konar byggingarstefna
fellur hugsanlega best inn í ís-
lenskt landslag og byggingar sem
fyrir eru?
í fyrri hluta þessara greina-
þátta, sem birtist um síðustu
helgi, hugleiddi ég þá spurningu,
hvernig bygging hrífur áhorfand-
ann og hvað veldur því að hann/
hún tekur eina byggingu fram yfir
aðra. Sú hugleiðing leiddi ekki til
neinnar algildrar lausnar en
komst þó að þeirri niðurstöðu að
það, að nota ímyndunaraflið væri
mikilvægur þáttur í að mynda sér
fagurfræðilega skoðun. Þættir
eins og upplifun, taka eitt fram
yfir annað, og hugsun, stuðla að
því hvernig fólk metur umhverfi
sitt, auk þess sem fólk vildi helst
íhuga tilgang atriða og atburða,
og samhengi þeirra. Byggingar-
list er ekki sjálfstætt listform sem
tekur einungis tillit til sjálfs sín,
heldur verður arkitektinn að
miða hönnun sína við umhverfi
þess og aðstæður.
Það eru því miklar kröfur sem
gera verður til arkitektastéttar-
innar. Metnaður flestra arkitekta
er að reisa hús, eða byggingu,
sem mun standa um ókomna ævi.
Byggingar eru barn síns tíma og
standa sem minnisvarði um það
tímabil er þær voru reistar. Bygg-
ing er eins konar stöðugildi fyrir
þá menningu sem í landinu er,
það er, að einhver ábyrgur aðili
tók ákvörðun um gerð og útlit
byggingarinnar, og þar af
leiðandi tók einn stfl fram yfir
annan. Sem dæmi má nefna
Kringluhverfið þar sem mikið ber
á formi þríhyrninga, hvassra
horna og brotinna lína. Þessi
formmyndun er mikið „í tísku“
núna, sérstaklega á Norðurlönd-
unum, og höfum við að þessu
sinni sótt hugmyndir þangað.
Þessi byggingarstfll er því ekki
dæmigerður fyrir íslenska bygg-
ingarhefð. En höfum við íslend-
ingar einhvern ákveðinn bygg-
ingarstil, eða byggingarhefð?
Með tilliti til þeirrar spurningar
verðum við að hafa í huga að á
aðeins örfáum áratugum hafa ís-
lendingar flust úr sveitum í þétt-
býli, þannig að nú búa innan við
10% þjóðarinnar í dreifbýli.
Fyrir um það bil einum
mannsaldri voru flestir íslending-
ar fæddir í sveit og höfðu alist þar
upp. Nú á tímum er hinsvegar
mikill meirihluti bæði fæddur, og
elst upp í þéttbýli sem hefur verið
Háskólinn - Guðjón Samúelsson og klassíski stíllinn.
hannað og byggt af okkur sjálf-
um. Þessi þróun hefur ekki verið
neinn dans á rósum. Við höfum
þurft að skipuleggja þéttbýli og
hanna hús á mun skemmri tíma
en nokkur þeirra menningar-
þjóða sem við viljum kannski
hvað mest bera okkur saman við.
En höfum við haft tíma til þess að
móta „íslenska“ stefnu á þessum
stutta tíma?
Hvert sækja arkitektar hug-
myndir sínar og þekkingaröflun?
Menntun arkitekta er einvörð-
ungu sótt erlendis, þar sem ekki
er boðið upp á samsvarandi
kennslu hér á landi. Það er þar af
leiðandi hætta á að arkitektar séu
úr tengslum við íslenskt þjóðfé-
lag þegar þeir/þær koma beint
heim úr námi. Menntun íslenskra
arkitekta sem þeir/þær sækja víða
um heim byggist á menningu og
Kringlan, dæmi um „tískufyrirbrigði".
aðstæðum viðkomandi þjóðar -
sem borin er heim í formi reynslu
og þekkingar. Þessi mismunur er
þó ekki ýkja áberandi í íslenskri
byggingarlist sem hefur frekar
einhæft yfirbragð.
Ástæðuna má eflaust rekja til
sameiginlegs uppruna arkitekt-
anna og þeirra byggingaraðferða
sem tíðkast hér á landi. Það er
byggingarefnið og byggingarað-
Síðari hluti
ferðin sem á drjúgan þátt í að
skapa þessa einhæfni í íslenskri
byggingarlist. Þrátt fyrir þau um-
mæli má ekki dæma þessa þætti
sem einu orsakavaldana. Arkit-
ektaranir sjálfir koma jafnframt
inn í myndina sem áhrifavaldar.
Innlendur vettvangur til málefna-
legrar umræðu og skoðanaskipta
um byggingarlist og skipulag er
mjög mikilvægur, og gæti hugs-
anlega afstýrt mörgum glappa-
skotum.
En hugleiða íslenskir arkitekt-
ar ytra umhverfi hönnunar sinn-
ar, það er íslenska staðhætti?
Hvaða þýðingu hefur til dæmis
torfbærinn, hreina loftið, meðal-
hitinn, meðalúrkoma, rakastigið,
nýjungagirnin, alkalískemmdir,
steinull, byggingarmagn, eigna-
stefnan, steinsteypan, leiguíbúð-
amarkaðurinn, bárujárnið, og
ekki síst breytileg birta og lengd
sólargangs fyrir arkitektinn sem
vinnur áIslandi? Fátt er um svör
þegar stórt er spurt. Samt verður
að finna svör við þessari spurn-
ingu og setja hana í samhengi þar
sem samhengi er að finna. Hvað
er þetta samhengi, og samræmi -
er það einhvers virði? Er átt við
að einn aðiíi, einn stfll, eða ein
hugmyndafræði skuli vera alls-
ráðandi á ákveðnu svæði? Hvað
þá með alla aðra sem hafa skoð-
anir, óskir, þarfir, smekk og lang-
anir? Eru þeir/þær dæmdir úr
leik? Á undanförnum árum hefur
færst æ meira í vöxt tilhneiging
opinberra aðila að vilja stjórna
staðsetningu, gerð, útliti, og
notkun bygginga. Þessi afstaða
hins opinbera hefur margsinnis
komið í veg fyrir að einstak-
lingar, hönnuðir og byggingarað-
ilar gætu komið sínum hugmynd-
um og óskum á framfæri, og að
því leytinu hefur hið opinbera
hamlað gegn mun fjölbreyttara
umhverfi. A hinn bóginn mætti
rökræða þessa staðhæfingu og
mæla rök fyrir mikilvægi vissra
staðla og útgangspunkta sem ark-
itektar gætu farið eftir til viðmið-
unar. Til dæmis í sambandi við
hæð og ummál húsa. Sú skil-
greining á við ef litið er íil Siena á
Italíu. Þar má ekki byggja hús
yfir viss hæðarmörk, en þau mörk
hafa viðgengist frá því um mið-
aldir, og fram á þennan dag í dag.
En hver af hinum fjölmörgu
stefnum gæti hugsanlega verið
nýtt hér á landi í fullu samræmi
við menningarsögu okkar? Er
raunsæisstfllinn, barokkstfllinn
með öllu sínu flúri, eða kannski
gotneski stfllinn viðeigandi í okk-
ar þjóðfélagi? Tungumál listar
sem vart er sjáanlegt hér á landi,
þó að ógleymdum Guðjóni Sam-
úelssyni sem sótti hugmyndir
sínar mikið til þeirrar klassísku
stefnu. Hvað um nútímastefnuna
í byggingarlist, þá sem um langan
aldur var allsráðandi, en mátti
ekki bera nein merki þjóðlegrar
byggingarlistar? Hann var svip-
aður um mest allan heim og þar af
leiðandi alþjóðlegur að margra
mati. Þessi nútímastíll ríkir ekki
svo mjög í dag heldur hefur hann
lagt grunninn að stefnu sem gæti
kallast fjölnýtisstefna (plural-
ism“). Þessi fjölnýtisstefna leitar
ekki á nein ein mið. í stað þess að
vera ófrávíkjanleg uppskrift að
formum og úrlausnum í bygging-
arlist þá er hún frekar vinnuað-
ferð. Hún útilokar engar aðferðir
heldur leggur frekar grunninn að
marktækum staðtengdum bygg-
ingum - en um leið er hún algild
vinnuaðferð sem er virk í flestum
löndum. Fram að þessu er fjöl-
nýtisstefnan trúlega sú vinnuað-
ferð sem getur stuðlað að hvað
mannlegasta umhverfinu í formi
bygginga og hverfa, þar sem hún
er bæði í senn sveigjanleg og ýtar-
leg. Einnig sem er annað mikil-
vægt atriði, leggur hún mikla
Halldóra
Arnardóttir
skrifar
Föstudagur 10. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3