Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 13
Krökkum leiðist hvað tölvubún- aðurinn þeirra er lélegur, segir Brian Harvey. Mynd: Jim Smart. hjálpa öðrum. Það skemmtilega er síðan, að hálfu ári seinna var haft samband við okkur frá öðr- um hópi á fjölnotendavél sem hafði verið beðinn um aðstoð í svipuðum vanda og mundi þá eftir okkur. Og spurningin var hvort við vildum leggja þessu fólki lið. Þegar kemur að því sem menn kalla sjóræningjaforrit, sé ég að minnsta kosti tvær hliðar á því máli. Það er sagt að fólk eigi ekki að brjóta lög með því að stela hugbúnaði, allt í lagi. Á sama tíma á fólk ekki að vera gráðugt og finna upp hluti og halda þeim leyndum. Það fer mikil vinna í það í tölvuiðnaðinum að endur- skrifa forrit sem þegar hafa verið skrifuð, vegna þess að frumútgáf- an er leyndarmál. Þetta finnst mér mikil sóun. Að auki þýðir þetta að ef forrit- ið svarar ekki nákvæmlega þínum kröfum, er ekkert sem þú getur gert í því. Ef forritum væri dreift þannig að hægt væri að gera endurbætur á þeim eða bæta ein- hverju við þau, yrðu þau miklu öflugri en ella. Hver á hvað? Þær siðfræðispurningar sem komu helst upp á meðal nemenda minna, snerust um einkaeign; þegar einhver vildi fá að lesa ann- ars skjal. Stundum var rifist tölu- vert um þessi mál. En ég tel það vera af hinu góða að þessi mál komi upp í kennslustofunni. f Bandaríkjunum koma annað slagið fréttir í blöðum um krakka sem hafa brotist inn í tölvu ein- hvers annars. En málið er að krakkinn hefur ekki hugmynd um hvernig hlutirnir eru hjá þess- um „einhverjum öðrum“. Þegar svona tilvik gerast í skólanum er sá sem brotist hefur verið inn hjá ekki einhver algerlega ókunnur, heldur sá sem situr í sömu kennslustofu. Og þegar hann verður reiður hefur það ein- hverja þýðingu fyrir viðkomandi, þannig að hann lærir eitthvað af atburðinum, hin siðferðilega spurning hafði komið upp. Þetta er miklu mildara en ef lögreglan bankar upp á vegna þess að fjölskyldumeðlimur hef- ur brotist inn í tölvu sjúkrahúss, sem gæti jafnvel sett líf sjúklings í hættu. Ég sé tölvuherbergið því jafnt sem rannsóknastofu með tölvur og siðgæði. Ég er vanur að segja litla sögu þegar umræðuna um siðfræðina ber á góma. Einn nemenda minna skrifaði leikjaforrit og einn góðan veðurdag býr hann til lista yfir þá sem mega fara inn í forritið og leika leikinn. Þetta fannst mér mjög ógeðfellt en vildi ekki leysa málið með því að ég byggi til einhverja reglu sem bannaði þetta. í staðinn ræddi ég málið við viðkomandi nemanda. Hann sagðist hafa skrifað forritið og þess vegna væri það hans eign og hann hefði rétt til að ráða því hverjir fengju að nota það. Ég svaraði því til að þetta væri auðvitað rétt, en það væri byggt á vinnu fjölda annarra. Til dæmis byggðu margir vídeóleikir á því að eitthvað hreyfist frá einum stað á annan á skjánum og nokkr- ir einstaklingar hefðu skrifað staðlað forrit til þess fyrir löngu síðan sem allir notuðu. Það væri því afstætt hvað maður ætti og hvað maður hefði fengið frá öðr- um. Kemur einkaeignarhugmyndin þá í veg fyrir framþróun tölvuvís- indanna? Það veltur auðvitað á því hvern þú spyrð. En persónulega er ég það róttækur að ég kann ekki við einkaeignarhugmyndir af neinu tagi. Það er augljóslega samfé- laginu í hag að styðja við bakið á uppfinningamönnum. Ef litið er á sögu höfundarréttar og svo framvegis, þróast hlutirnir ekki út frá því að einhver finni eitthvað upp og eigi síðan allan rétt á því. Samfélagið þarf að styðja uppfinningamenn þannig að uppgötvun þeirra geti orðið allra eign og þeir sitji ekki á henni eins og hernaðarleyndarmáli. Ekki sér- staklega vel við skóla Þú hefur ákveðnar skoðanir á skólakerfinu eins og það er byggt upp? Mér er ekkert sérstaklega vel við skóla. Margt af því sem gerist í skólanum hefur ekkert með menntun að gera, til að mynda einkanagjöf. Sjálfur gef ég nem- endum mínum aldrei einkunnir. Hvers vegna gefum við einkunn- ir? Ekki til þess að nemendurnir sjái hvernig þeim gengur, þau vita það hvort eð er. Einkunnir hafa þann tilgang að sýna hver er hærri eða lægri en hinn og ég tel það ekki vera hlutverk þeirra sem mennta fólk að sjá um slíkt. Til að ná bflprófi til dæmis, þarf að ná prófi frammi fyrir prófdóm- ara frá ríkinu. En þegar menn læra á bílinn fara þeir í ökuskóla og það er önnur manneskja sem Föstudagur 10. ágúst 1990 kennir þér að keyra en sú sem prófar þig. Þetta tel ég vera mjög mikilvægt, vegna þess að það þýðir að ökukennarinn er ekki óvinurinn sem þú þarft að sýna þitt besta gagnvart. Það er því allt í lagi að gera mistök á meðan þú ert að læra, þó það gangi ekki í prófinu. Ég held að skólinn gangi of mikið út á að fólk fái einhvern pappír, í stað þess að fá menntun. Að lokum Brian. Þú og Pétur hafið unnið að safneiginlegu verk- efni í gegnum tölvunetið. Er það til marks um það hvað heimurinn er að minnka? Tölvuheimurinn fer alla vega minnkandi. Samstarf mitt og Pét- urs hefur verið mjög gott. Eg hef unnið að því við Berkeley há- skóla að búa til Logo túlk fyrir UNIX-tölvur. Það var þá sem Pétur setti sig í samband við mig en hann var að fást við sama verk- efni. Ég gat því sent honum í gegnum tölvunetið það sem ég var búinn að gera. Þetta kom sér ákaflega vel fyrir okkur báða, hann fékk fonitið sem hann vantaði og gat bent mér á margar villur sem mér hafði yfirsést. Pétur benti mér einnig á stafi sem til eru í Evróputungu- málum sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir, þannig að við gát- um lagað forritið að þörfum Evr- ópumanna. Það skipti líka miklu máli að við gátum skipst á hugmyndum. Nemendur okkar beggja hagnas^ á samvinnu okkar og geta þess vegna verið í sambandi hveijir við aðra. Að þessu leytinu er heimurinn líka að minnka. Tötv- uforritarar sitt hvoru meginn á hnettinum geta unnið saman aÁ því að búa til forrit og svo fram vegis, og menn um allan .MH geta fylgst með þeirri samváMf^ tölvuskjánum hjá sér. Það sem mér finnst aftur á móti leiðinlegt varðandi tölvuaðstöðu nemenda í skólum almennt, er að nemendurnir eru einangraðir við sína tölvu. Þeir eru ekki hluti af þessum alþjóðlegu samskiptum og komast ekki í tengsl við alvöru tölvur. Eins og ég sagði áðan, þá er töluvert um fréttir af krökkum sem brjótast inn í annarra tölvur. Hluti skýringarinnar er að mín- um dómi, að krökkunum leiðist hvað tölvubúnaðurinn þeirra er lélegur og þau þyrstir í að komast í samband við almennilegar tölv- ur. Þetta er auðvitað ekki eina skýringin, því krökkum þykir líka gaman að gera hluti sem þeir mega ekki gera. Reynsla mín er sú að þeir krakkar sem fá aðgang að öflugri tölvu eins og LINIX, eru síður lík- leg til að brjótast inn í aðrar tölv- ur. Ein lausn væri þess vegna að gefa krökkum aðgang að öflugri vélum, samhliða því að ræða við þau um siðfræðina. -hmp NÝTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.