Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 20
Birgir
Svan
Sfmonarson
Getur vont
versnað — lengi?
Það fannst þessum pólitísku flótta-
mönnum sem við köllum landnáms-
menn að minnsta kosti. Þeim fannst
þeir vera komnir úr eldinum í öskuna
hér á skerinu og það sem verra var
allir firðir svo fullir af fiski að varla
var ferðafært á bátum. Hvað sem því
líður var ljóst að þessir langdrukknu
kappar voru í reynd að bíða eftir tæki-
færi til að stökkva aftur upp í knerrina
með stefnu á hin fjallháu lönd.
Mér virðist það hafi alltaf verið erf-
itt að finna samnefnarann fyrir þetta
fólk, sem örlögin skoluðu hér á land.
Algengasti höfuðfatnaðurinn var
kóróna, sem er kannski ekki praktí-
skasti höfuðbúnaðurinn á þessu
landi. Hér voru tómir kóngar, prinsar
og prinsessur. Allar bækur sem þetta
fólk eða afkomendur þess settu á
bókfell hófust á að rekja ættina til
stórmenna.
Pegar það rann upp fyrir þessu
ágæta fólki að hér gæti það þurft að
tjalda til fleiri en einnar nætur og
heyja handa skepnum, var ekki neinn
vafi á því að vont gat versnað.
Langa stund rann sandurinn úr
tímaglasinu stóra. Um það bil sem ég
var að slíta gúmískónum, var komin
fram á sjónarsviðið ný tegund af
kóngum og með allt önnur höfuðföt.
Þetta voru skuldakóngarnir og þeir
voru miklu fleiri en landnámsmenn-
irnir þrátt fyrir skort á byggðastefnu.
Þessir kóngar og þeirra fólk var ekki í
vafa um að gott gæti besnað. Það
hafði verið slagur í útlöndum og upp
var runnin bjartsýnistíð. Skáldin voru
búin að ljúga því svo lengi að fólki að
það væri þjóð að fólk var farið að trúa
því og ekki langt í kenninguna um að
við séum öll á sömu skútunni. Þetta
voru ævintýralegir tímar og skuldak-
óngarnir öldu við brjóst sér eldspú-
andi dreka sem nefndist verðbólga.
Ég man vel eftir því að dúfnakofarnir
okkar krakkanna voru svo rúmgóðir
að þriggja manna fjölskylda á þjóðar-
sátt þætti sér í dag ekki í kot vísað.
Það var ekkert lát á ævintýrum.
Mönnum var skotið til tunglsins,
pabbi keypti sjálfstýringu í Ásbjörg-
ina, p-pillan gerði fólkið frjálst, fólk
lét rífa úr kjaftinum á sér og brosti við
tilverunni eins og leikari í guðdóm-
legum gleðileik vestra.
I vélarúmi bjartsýninnar og ham-
ingjunnar hlupu stjórnmálamennirn-
ir um með smurkönnurnar. Vélin
gekk eins og svissneskt gæðaúr. En
bíðum við, var komin feilnóta í ham-
ingjusinfóníuna? Meira en það,
þungur og ljótur hósti nei ekki vafi.
Skyndilega var allt breytt og
bjartsýnin gufuð upp eins og áfengi í
ráðherraveislu. Nú var allt verðtryggt
og félagi Svavar og viðskiptaráðu-
neytið auglýsti í gríð og erg og hvatti
menn til að koma sér upp verðtryggð-
um skuldapúkum, sem uxu og döfn-
uðu eins og púkar á fjósbita.
Þetta voru púkar til langs tíma eins
og Svavar orðaði það þá. Fólkið sem
var farið að trúa því að gott gæti batn-
að og að það væri þjóð, varð fúlt og
leiðinlegt. Lífstíllinn breyttist.
Það var ekki lengur stætt á þvf að
spara með því að eyða, ekki lengur
hægt að kaupa sér í einni verslunar-
ferð rok-kókó-húsgögn og sjóbfl. Fá-
tækt fólk gat ekki lengur byggt í hæð-
um og nesum út á vangasvip og fél-
agsskírteini. Engin furða þótt fólk
tæki smyrjarana á beinið og heimtaði
skýringar.
Auðvitað átti fólk aldrei von á öðru
en loðnum svörum, en enginn átti þó
von á að heyra að það hefði komist lús
í peningatrén. Og þar að auki búið að
stela sparimerkjum barnanna og út af
bankabókum gamla fólksins.
Nú hófst svartsýnistíð og stendur
enn. Stjórnvitringarnir höfðu nóg að
gera við að lengja hengingarólar og
steypa myllusteina um háls þeirra
sem enn reyndu að berjast í skuldaf-
eninu.
Þeir fóru best út úr þessu sem gerð-
ust strax pólitískir flóttamenn í nág-
rannaríkjunum. Og brátt fóru að
heyrast álls konar tróllasögur af þessu
fólki. Það borðaði kjöt þótt ekki væri
á lágmarksverði, færi í bíó og fengi vel
borgað fyrir að gera hitt. Fólki sem
var á leið út var ráðlagt að stækka
bréfalúgurnar undireins, því það bær-
ist svo mikið af styrkjum og bótum
inn um þær að þáð gæti staðið fast.
Hér upp á skerinu syrti enn í álinn.
Stjórnmálamennirnir héldu áfram
sínu gamla happdrætti og drógu að
venju vinningana úr óseldu miðun-
um. Eina marktæka björgunarað-
gerðin í atvinnumálum var púkaeldi í
fjárfreistingasjóðunum. En auðvitað
var skinnið af púkunum ekki nógu
gott fyrir erlendan markað.
Landnámsmennirnir lærðu fljótt að
heyja ofan í sínar skepnur en það
lærðu stjórnmálamennirnir aldrei.
Það gat því ekki farið á annan veg
en að fólk hætti aftur að trúa því að
það væri þjóð og að þessari þjóð væri
stjórnað af mönnum sem hefðu brot
af vitund um það hvað þeir væru að
gera. Smám saman varð fólk fúlt og
leiðinlegt og kröfuhart. Það heimtaði
að dregið væri úr seldum miðum. Það
neitaði að láta einn og sama manninn
handtaka sig, yfirheyra og dæma. Það
heimtaði maurapúkaeitur. Sumir
gengu svo langt að heimta alvöru fél-
agafrelsi. Vildu vera lausir við að
greiða blóðpeninginn til verkalýðs-
bófafélaganna. Raddir heyrðust um
að menn vildu sjálfir fara með líf-
eyrisfé sitt í banka og leggja á per-
sónulegar bækur. Þetta var ótrúlegt
vantraust á verkalýðshreyfinguna.
Hvað er öruggara í þessum heimi en
að láta féiaga Guðmund Jaka og kó
fara með aurana sína í banka fyrir sig.
Menn sem hafa borist á banaspjótum
fyrir okkur þessa óbreyttu. Ég held ég
noti þetta tækifæri og lýsi fullri samúð
minni með hlutskipti þessara jaxla.
Það leiddi eitt af öðru þrátt fyrir
linnulausa og hetjulega baráttu fél-
agshyggjuaflanna. Loks var fólkið
orðið svo forhert að það vildi ekki
lengur vera gamaldags, stjórnlaus
verðbólgu og skrípaþjóð. Fólkið vildi
ganga í EB hvað sem það nú er og fá
nýja menn og nýjan gjaldmiðil og
helst tala eitthvert allt annað mál ef
hægt væri.
Aðalráður Englandskonungur
lenti í svipuðum vanda með sitt fólk
og leysti hann, ef ég man rétt með því
að kaupa víkinga til að drepa það og
lemja til hlýðni. Slík vinnubrögð eru
auðvitað gamaldags og ótæk fyrir rót-
tæka vinstri stjórn. En vandinn hefur
verið viðurkenndur. Sjálfur háskóla-
rektor bætti kafla í gömlu útskriftar-
ræðuna sína, um hvað það er hættu-
legt að opna landið fyrir útlendingum
og innleiða hér evrópskt verslunars-
iðgæði. Hann ýjaði jafnvel að því að
við gætum fengið Berlínarmúrinn
keyptan fyrir lítinn pening. Fleiri
söðluðu stflvopnin og þeystu fram á
ritvellina. Þjóðin virðist samt ekki
ætla að láta sér segjast.
Það eina sem gæti bjargað okkur í
þessu vonda máli, væri nýtt kassas-
tykki með toppleikurum og beinni út-
sendingu úr eldhúsinu hjá Bryndísi.
Það þyrfti að fá gott handrit að sætt-
um milli Steina með barnsandlitið og
Jóns Baldna. Eftir átök og pústra við
stóra Rauð og G. Strangelove gætu
þessir nýju vinir og bandamenn etið
rauðvínslegin nýru með lífrænt rækt-
uðum víxileyðublöðum.
Fái þjóðin vel samið kassastykki
verður hún fljót að gleyma þessu
mannréttinda- og láglaunajarmi. Ef
við lítum í djúp hugans þá verðum við
að viðurkenna, sem sannir fslending-
ar, að okkur hryllir við stöðugleika og
öryggi. Við erum stormsins þjóð í
gjörningsins landi. Ég minnist t.d.
þeirra tíma þegar við breyttum úr
vinstri umferð yfir í hægri umferð,
það var ekki nóg að þurfa að drattast
yfir á þveröfugan kant, heldur var
fólki líka skipað að brosa.
Öræfaskógur
Geta myndlistarmenn tekið þátt í því
að klæða landið grjótskógum?
Breski myndhöggvarinn Andy Goldsworthy hefur
undanfarið sveigt allt hvað af tekur grjót, snjó og
trjágreinar undir listræn form, með þeim árangri að
menningarvitar hafa viðurkennt að úr þessum nátt-
úrlegum hráefnum megi skapa lífvænlegaog merka
list.
Reyndar hefur Andy stundað áþekka iðju allt frá
1976, en á morgun verður opnuð sýning a verkum
hans í Konunglega grasgarðinum í Edinborg og
stendur hún til 28. október. Verður það að teljast
vel við hæfi að planta ávöxtum listar hans þarna í
unaðsreit annarra og mýkri jurta.
Andy Goldsworthy leggur mikla áherslu á að nota
engin brögð annarlegra hráefna við byggingu verka
sinna, nælir laufin saman með þyrnum og tengir
ísmola með freðnum hráka. Hann hafnar því gervi-
efnayfirbragði myndlistarinnar, sem málararnir lifa
á.
Sumir líkja áferð verka hans við sandkastalastúss
bernskunnar, umvafið froðu hafsins, einkum því
hvernig hann raðar saman efnunum. En hann víkur
sér fimlega undan sjóreknum plastdúkkum og
röftum, kókdollum og hnýttum verjum.
Og þeir sem vitið hafa flokka verk háns auðvitað
undir mínimaiisma. Á hinn bóginn bera þau líka
með sér sterka umhverfis-skírskotun nútímans.
Þetta verk Andy Goldsworthys nefnist Flögubergs-
stafli, minnir óneitanlega á klipptan runna og stend-
ur í Little Langdale í Cumbria á Englandi. Myndin er
úr útgáfu Viking-bókaforlagsins af myndum af verk-
um listamannsins.
Umfram allt eru verkin samt einfaldlega fögur. Þau
boða afturhvarf til náttúrunnar, þó ekki í skátastíl.
Eitt verka hans heitir Hola í snjó, og þar gróf hann
laut í skafl og bryddaði hana síðan með mó.
Umhverfislistamenn geta hugsanlega vafið ísland
hrífandi verkum af þessu tagi, ekki síst þar sem
skilyrði eru slæm til skógræktar og blóma, nægur er
efniviðurinn. ÓHT
Sá hlær best...
Háskólabíó
Só hlær best...
(A Shock to the System)
Leikstjóri: Jan Egleson
Aðalleikarar: Michael Caine, Eliza-
beth McGovern
Michael Caine hefur leikið í
mörgum og misjöfnum myndum
um dagana, alveg frá því að hann
sló í gegn sem kvennamaðurinn
Alfie.
Stundum fær hann frábær hlut-
verk í góðum myndum eins og
t.d. prófessorinn í Educating
Rita, en oftar fer hann með miðl-
/ungshlutverk í lélegum myndum
á borð við The Holocroft Coven-
ant. Það er virkilega sorglegt því
Caine er hæfileikaríkur leikari og
á betra skilið. En kannski velur
hann þetta sjálfur og þá er óþarfi
að vorkenna honum.
Sá hlær best... fýllir hvorugan
hópinn sem ég nefndi áðan, hún
er einhversstaðar á milli. Caine
leikur Graham sem er dáldið
frústreraður Breti að reyna að
komast á toppinn í bandarísku
viðskiptalífi. Hann á konu,
skuldir og tvo hunda eins og hann
segir sjálfur. En allt er á uppleið,
því að stöðuhækkun er í sjónmáli
... og þó. Benham, ungur fram-
agosi fær stöðuhækkunina og þá
fer ýmislegt að ske, fólk í kring-
um Caine fer að hrynja niður eins
og flugur. Hversvegna er öllum
nema Caine huhn ráögáta.
Sá hlær best... er ekki leiðinleg
mynd en hún er heldur aldrei
spennandi eða skemmtileg.
Myndatakan er fagmannleg án
þess að verða nokkurntíman sér-
stök. Handritið gengur upp en er
alveg laust við/að verða áhuga-
vert. Manni er nokkurn veginn
sama um þessar persónur.
Leikurinn er áreynslulaus.
Reyndar er orðið „áreynslulaus“
lykilorð þessarar myndar, jafnt
fyrir aðstandendur og áhorfend-
ur. Caine arkar náttúrlega í gegn-
um þetta allt saman með reisn
eins og maður sem hefur lesið
handritið og bíður eftir að það
gerist kraftaverk. Ég stóð mig að
því að bíða eftir einhverju álíka,
því að hugmyndin að myndinni er
í sjálfu sér ekki svo slæm, ekki
verri en margar aðrar sem kom-
ast á hvíta tjaldið. En það er eins
og það hafi átt eftir að vinna úr
henni til fullnustu. Svo að af-
raksturinn verður eins konar
óður til meðalmennskunnar./SIF
TJALDIÐ
Háskólabíó
Leitln að Rauða október
(The hunt for Red Oktober)**
John McTiernan, sá sem gerði Die Hard, er
nú komin af fimmtugustu h®ð og niður á
fimmhundruð metra dýpi. Sean Connery í
hlutverki rússnesks kafbátaforingja ákveð-
ur að flýja tll Bandaríkjanna með kafbátinn.
Fyrsta nostalgíumyndin um kalda stríðið
en alveg örugglega ekki sú síðasta. SIF
Miami Blues*
Er þetta ástarsaga með ofbeldisívafi eða
öfugt? Ég veit það ekki og mér er ekki Ijóst
hvort George Armitage, sem baeði semur
handrit og leikstýrir, er það Ijóst heldur.
Baldwin og Leigh leika glæpamenn og
gleðikonu, sem bæði eiga auðvitað sínar
góðu hliðar. Það er Fred Ward sem á
stjörnu skilið fyrir að leika eina óvenjuleg-
ustu löggu sem ég hef séð lengi.
Vinstri fóturinn
(My left foot)****
Algjörlega yndisleg mynd sem maður get-
ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar
óðurtil líkamshluta. Daniel Day Lewis sýnir
manni í hlutverki Christy Brown að vinstri
fótur er allt sem maður þarf til að vera
sjarmerandi og sexy. /SIF
Shirley Valentine***
Pauline Collins fer á kostum sem Shirley
Valentine! (Þetta er klisja en það er alveg
satt) Shirley er kona sem talar við eldhús-
vegginn sinn, afþví allir aðrir í kringum
. hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún lika
við stein en hann skilur hana ekki afþví
hann er grískur. Þetta er skemmtileg mynd
um konu sem er dálítið galin og skammast
sín ekkert fyrir það.
Cinema Paradiso
(Paradísarbíóið)* * * *
Það er í rauninni fáránlegt að vera að gefa
svona mynd stjörnur, því hún er langt yfir
alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að-
eins gerð einu sinni og þessvegna má eng-
inn sem hefur hið minnsta gaman af kvik-
myndum missa af henni.
Siðanefnd lögreglunnar
(Internal affairs)*1/2
Það eru aðalleikararnir Gere og Garcia
sem fá þessar stjörnur, þeir eru báðir góðir,
allt of góðir fyrir þetta lélega handrit sem er
mengað af kvenfyrirlitningu. /SIF
Stjörnubíó
Stálblóm
(Steei magnolias)***
Þetta er ekki „skemmtilegasta gaman-
mynd allra tíma" eins og stendur í auglýs-
ingunni. Þetta er reglulega skemmtileg
mynd um líf sex vinkvenna í smábæ. En
Iffið er ekki alltaf tóm skemmtun svo að þið
skuluð taka einn vasaklút með. /SIF
Fjölskyldumál**1/2
Mynd um þetta eilífa vandamál hverjir geta
eignast börn og hverjir ekki og hversvegna
það passar ekki að þeir sem geti það vilji
það. Söguþráðurinn er ósköp einfaldur en
leikurinn stórgóður, sérstaklega hjá hinni
ungu Mary Stewart Masterson. /SIF
Laugarásbíó
Unglingagengin
(Cry baby)***
Dans og söngvamynd á la John Waters.
Töffara strákur verður hrifinn af prúðri
stelpu og gagnkvæmt. Síðan syngja þau I
gegnum alla erfiðleikana. Þó aðykkurfinn-
ist að þið kannast við söguþráðinn skuluð
þið samt fara því útfærslan er alveg
splunkuný. /SIF
Bíóborgin
Fullkominn hugur
(Total Recall)**
Schwarzenegger er í súperformi og hegg-
ur mann og annan. Skýtur þá, lemur þá og
stingur þá. Öll þessi dráþ eru tæknilega
mjög vel gerð og fólk sem hefur gaman af
svoleiðis ætti að vera ánægt. En sögu-
þráðurinn drukknar í blóði og maður bjóst
svo sem við meiru frá manninum sem gerði
framtíðarþrillerinn Robocop.
Regnboginn
í slæmum félagsskap
(Bad Influence)***
Stórgóður tryllir með Rob Lowe og James
Spader í aöalhlutverkum. Þeir sem líta
hornauga á Lowe fyrir allar lélegu myndirn-
ar sem hann hefur leikið í ættu að gefa
honum sjens því hér sýnir hann að hann
getuf meira en brosað fallega. Djöfullinn er
ennþá á lífi og býr í Los Angeles. /SIF
20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. ágúst 1990