Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 16
Skákrisarnir æfa sig d„U~d:„ c.1 \7-- --a:__-;u;„i Kasparov gersigraði Pshakis 5:1. Karpov vann öruggan sigur í Biel Stórviðburður ársins í skákinni| verður tvímælalaust einvígið um' heimsmeistaratitilinn milli Garrí Kasparov og Anatoly Karpov sem hefst í New York í október nk. og lýkur í Lyon í Frakklandi sennilega einhverntímann í desember. Þetta er fimmta einvígið en samtals hafa þeir teflt 130 skákir og er staðan 66:64, Kasparov í vil. Öll einvígi þeirra hing- að til hafa verið æsispennandi og dramatísk hvert á sinn hátt og er ekki minnsti vafi á að svo verður einnig nú. Sennilega hafa þeir báðir lokið öllum keppnum fram að einvígi og þeir tveir mánuðir sem eru til stefnu fara væntanlega í rannsóknir með stórum hópi aðstoðarmanna, þjálf- ara, sálfræðinga o.s.frv. Karpov tefl- di á dögunum á skákhátíðinni í Biel og vann öruggan sigur í efsta flokki þar sem 8 skákmenn tefldu tvöfalda umferð. Að vísu var mótstaðan ekki jafn hörð og á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í að undanförnu þvf ungu ljónin Ivantsjúk, Gelfand og Ehlvest voru ekki meðal þátttak- enda, heldur skákmenn sem Karpov gjörþekkir frá gamalii tíð og hefur margsinnis sigrað: Andersson, Hort, Miles og Polugajevski. Það var engu líkara en að Karpov hefði valið sér keppinauta, enda fór svo að hann hafði tiltölulega auðveldan sigur, hlaut 9>/2 vinning úr 14 mögulegum og varð lVi vinningi fyrir ofan næstu menn. Kasparov hefur lengi haft þann háttinn á að tefla einhverskonar æf- ingareinvígi fyrir baráttuna við Karp- ov. Vorið 1985 tefldi hant) tvö einvígi með stuttu millibili. Fyrst sigraði hann V-Þjóðverjann Robert Húbner 4Vi:V4 í einvígi sem Der Spiegel stóð fyrir og síðan hélt hann til Belgrad og vann Ulf Andersson tiltölulega auðveldlega, 4:2. Svo virðist sem æfingin hafi skilað sér því nokkrum mánuðum síðar hrifsaði hann krún- una úr hendi Karpovs. Vorið 1986 tefldi Kasparov svo við Tony Miles og gersigraði hann 5 Vr.Vi. Pað var þá sem Miles gaf Kasparov nafngiftina skrímslið með þúsund augun - og þau sjá öll! Eftir þing stórmeistarasambands- ins í Murcia á Spáni í júnf sl. hélt Kasparov í æfingarbúðir í kastalavirki Fjórða glíman: Sevilla 1987. Þar mátti Kasparov kallast heppinn að verja heimsmeistaratitilinn. í næsta námunda, en svo var hann mættur aftur til Murcia um miðjan júlí til að heyja sex skáka einvígi við fyrrum landa sinn Lev Pshakis sem eigi alls fyrir löngu tók sig upp ásamt fjölskyldu frá Krasnojarsk í Síberíu og fluttist til fsrael. Það var sennilega engin tilviljun að Kasparov valdi Pshakis sem andstæðing. Pshakis var nefnilega einn fárra sem hafði hag- stætt skor gegn Kasparov. Þeir höfðu aðeins teflt eina skák á sovéska meistaramótinu 1981-‘82, en þar deildu þeir sigrinum, hlutu 12'/i vinn- ing úr 17 skákum og var það í annað sinn sem Pshakis varð Sovétmeistari. Ekki er laust við að sovéska skáksam- bandið hafi haldið frekari frama hans niðri með einum eða öðrum hætti, a.m.k. hneig sól hans furðu skjótt til viðar. Pshakis hafði lítið í Kasparov að segja og lokatölurnar, 5:1, segja meira en mörg orð um gang mála. Ekki er úr vegi að líta á sýnishorn úr einvíginu og líta síðan á eina af skákum Karpovs í Biel: 6. einvígisskák: Kasparov - Pshakis Nimzoindversk vörn (Kortsnoj lék 12. Dd3 í 5. einvígis- skákinni við Karpov í Baguio 1978. Þetta afbrigði hefur ávallt verið talið erfitt fyrir svartan sem þessi skák staðfestir enn frekar.) 12. ... Bb7 13. Bd3 Hc8 (Alls ekki 13. ... Re5 sem margur myndi freistast til að leika. Hvítur vinnur mann eftir 14. Dxb7 Rxd3 15. Da6! Rxb2 16. Db5 o.s.frv.) 14. Hadl Hc7 16. Bg5 Rg6 15. Dh3 Re7 17. Dg3 Hd7 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Rge2 d5 6. a3 Bxc3(skák) 7. Rxc3 cxd4 8. exd4 dxc4 9. Bxc4 Rc6 10. Be3 0-0 11. 0-0 b6 12. DD Helgi Ólafsson ■ w 18. d5! (Lærdómsríkur leikur sem minnir á skák Kasparovs við Timman á heimsbikarmótinu í Reykjavík 1988, „... að leika peðinu beint á kirfilegan valdaðan reit er oft ansi áhrifaríkt," sagði hann í skákskýringaþætti Stöðv- ar 2 þar sem sú skák var tekin til með- ferðar.) 18. ... exd5 (18. ... Bxd5 er svarað með 19. Bb5 og ef nú 19. ... Hd6 þá 20. Bxf6 gxf6 21. Re4! og vinnur. I öðrum tilvikum fær svartur stakt peð á d5 sem gefur hvítum færi á að leika alls kyns kúnst- ir í kringum það auk þess sem hann getur herjað á hróka svarts.) 19. Bf5 He7 20. h4 Dc7 21. Dxc7 Hxc7 22. Hfel! (Kasparov er ekkert að flýta sér. Hann er vanur að koma mönnum sín- um í áhrifastöðu áður en hann lætur til skarar skríða. Einföld hernaðar- tækni.) 22. ... He7 (Sennilega var betra að reyna 22. ... a6 sem hindrar 23. Rb5.) 23. Rb5 Hfe8 24. Hxe7 Rxe7 25. Bh3 Bc8 26. Bxc8 Hxc8 27. Rxa7 (Loks hefur Kasparov jafnað liðs- muninn og nær strax að herja á helstu veikleikana í stöðu svarts, d5- og b6- peðin.) 27. ... Hc2 31. Bc5(skák) Ke8 28. b4 Kf8 32. Rb5 Ha2 29. Be3 Rf5 33. Rc3 Hxa3 30. Bxb6 Rg4 34. Rxd5 (Hótar 35. Rc7 mát!) 34. ... f6 35. b5 Hb3 36. b6 - Pshakis gafst upp. Hann ræður ekki við b-peðið. Anatoly Karpov hóf þátttöku sína í Biel með því að leggja Tony Miles að velli. Karpov - Miles Spænskur leikur 1. e4 e5 6. Bxc6 dxc6 2. Rf3 Rc6 7. dxe5 Rf5 3. Bb5 Rf6 8. Dxd8(skák) Kxd8 4. 0-0 Rxe4 9. Rc3 Ke8 5. d4 Rd6 10. b3 h5 (Berlínar-afbrigðið hefur verið nokk- uð vinsælt undanfarið m.a. fyrir til- verknað Karpovs sem byggði stöðu sína upp með -h6 og -Be6. Miles beitir leikaðferð sem er runnin undan rifj- um Valeri Salovs, en Karpov er fljót- ur að sýna fram á vankanta hennar.) 11. Hdl Be7 14. Bxe7 Kxe7 12. Bg5 Rh6 15. Rd4 Had8 13. h3 Bf5 16. Hd2! Bg6 (í fljótu bragði virðist Miles geta leikið 16. ... Bxc2 en Karpov ásvarið 17. Rxc6(skák)! bxcó 17. Hxc2 o.s.frv.) 17. Hadl h4 18. b4! (Bindur niður stöðu svarts enn frekar og hindrar c6-c5 í eitt skipti fyrir öll.) 18. ... Rf5 21. exfö(skák) Kxf6 19. Rce2 Rxd4 22. Rb3 Hxd2 20. Rxd4 f6 23. Hxd2 b6 (Ekki 23. ... Ke7 24. Rc5 b6 25. Hd7(skák) Ke8 26. Hxc7 Kd8 27. Re6(skák) og vinnur.) 24. Hd7 Hc8 25. Hd4 Bxc2 (Þvingað því 25. ... Hh8 má svara með 26. Hc4 o.s.frv.) 26. Hxh4 He8 27. Hf4(skák)! Ke5 (Eða 27. ... Ke6 28. Rd4(skák) Ke5 29. Hg4 o.s.frv.) 28. Hf7 Bxb3 29. axb3 Kd4 30. Hxg7 Kc3 (Sterk kóngsstaða er eina von svarts.) 31. Hxc7 Kxb4 32. Hxc6 Kxb3 33. f4? (Eftir þennan ónákvæma leik hefst æsilegt kapphlaup. Merkilegt nokk heldur hrókurinn á c6 svörtu peðun- um niðri um stundarsakir a.m.k. Hinsvegar hefði verið ráðlegra að leika 33. g4, sem vinnur auðveld- lega.) 33. ... Hf8! 34. g4! (34. g3 er alltof hægfara svo Karpov ákveður að gefa peðið. Hann er ekki búinn að leika skákinni niður þrátt fyrir ónákvæmnina í 33. leik.) 34. ... Hxf4 39. h4 a4 35. gS bS 40. hS a3 36. g6 Hf8 41. h6 a2 37. g7 Hg8 42. Ha7 38. Hc7 a5 - Miles gafst upp. Framhaldið gæti orðið 42. ... Kb2 43. Kf2 al (D) 44. Hxal Kxal 45. h7 Hxg7 46. h8(D) og hrókurinn á g7 fellur. Dregið í áskorenda- keppninni Nú hefur verið dregið í áskorend- akeppninni í skák en í fyrstu hrinu fara fram sjö einvígi en síðan bætist Karpov eða Kasparov í hóp sigurveg- ara. Þessir tefla saman: Timman -Hú- bner; Ivantsjúk - Judasin; Dolmatov - Jusupov; Short - Speelman; Gelfand - Nikolic; Kortsnoj - Sax; Dreev - An- and. Úr ýmsum áttum Einn leikur verður á dagskrá Bik- arkeppni BSÍ í næstu viku. Á mánu- daginn mætast sveitir Guðlaugs Sveinssonar Reykjavík og Trygginga- miðstöðvarinnar. Leikurinn verður spilaður í Sigtúni 9 og hefst spila- mennska kl. 18. Sigurvegararnir í þeim leik verða fjórða sveitin (af átta) sem kemst í 3. umferð. Heyrst hefur að Haukur Ingason nv. formaður Bridgefélags Reykja- víkur gefi ekki kost á sér til áfram- haldandi starfa. Sævar Þorbjörnsson hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Hauks. Búast má við að aðal- fundur félagsins verði auglýstur innan tíðar, en venja hefur verið að halda aðalfund að vori. Sem kunnugt er, var þátttaka í Bik- arkeppni Bridgesambandsins afar dræm þetta árið, svo undrun sætti. Fyrir utan „dautt“ fyrirkomulag keppninnar (sem hefur verið rætt áður í þessum þætti) spilar þar inn í eflaust ógreiddur ferðakostnaður sambandsins til þeirra spilara, sem hafa þurft að ferðast um langveg til þátttöku. Þessi ógreiddi ferðakostn- aður nemur nú 248 þús. krónum (að sjálfsögðu óverðtryggt án vaxta) þannig að ljóst er að erfitt verður fyrir févana sambandið að snara þessari upphæð út. Á sama tíma er karla- landsliðið styrkt til þátttöku á Opið mót í Hollandi, um 75 þús. krónur. Þarna er ósamræmi í hlutunum. Nær hefði verið að tryggja landsliðum í ðLLUM flokkum sjálfstæðan tekju- stofn til þeirra hluta; að taka þátt í æfingarmótum fyrir sterk opinber mót. í þessu sambandi er vert að nefna það, að til athugunar hlýtur að vera, að hætta að taka þátt í dýrum landsliðsmótum, t.d. olympíuþátt- töku í sterkum Opnum mótum. Með þeirri breyttu stefnu af hálfu sam- bandsstjórnar vinnst eftirfarandi: Sá hópur spilara sem kemur til greina í landsliðið framtíðarinnar stækkar og um leið öðlast fleiri spilarar dýrmæta reynslu af þátttöku á erlendum vett- vangi. Leggja má meira fjármagn í undirbúning fyrir Evrópumót og Norðurlandamót, með útvegun á er- lendum þjálfara eða öðru því sem við- komandi sambandsstjórn telur nauðsynlegt, til undirbúnings. Fyrir skemmstu var komið inn á þá hugmynd hér í þættinum, hvort ekki sé tímabært fyrir bridgefélögin í landinu, að hefja spilamennsku kl. 19 í stað 19.30, eins og tíðkast nánast alls staðar. Þessi hugmynd hefur verið rædd nokkuð að undanförnu og vitað er að nokkur félög geta vel hugsað sér að taka þessa nýskipan upp. borgarsvæðinu: Á mánudögum: B. Kvenna og Bridgefélag Hafnarfjarð- ar. Á þriðjudögum: B. Breiðholts, B. Skagfirðinga, Hjónaklúbburinn (annan hvern þriðjudag). Á miðviku- dögum: B. Reykjavíkur, B. Hún- vetninga. Á fimmtudögum: B. Breiðfirðinga, B. Kópavogs. Skrifstofa Bridgesambands íslands veitir nánari uppl. um ofangreind fé- lög, svo og önnur innan vébanda sam- bandsins. S:7643 H:D8 T:D972 L:ÁG8 S:K H:9653 T:G1085 L:K1094 S:9852 H:KG T:K643 L:532 Aðeins 32 pör mættu til leiks í Sumarbridge í Reykjavík sl. þriðju- dag. Betur má ef duga skal. Þröstur Ingimarsson er enn stigefstur, en sig- urvegarinn frá því í fyrra, Þórður Björnsson fylgir á hæla hans. Sigurð- ur B. Þorsteinsson er svo í þriðja sæti. Evrópumótið í tvímenning 1991 verður haldið í Montecatini á Ítalíu dagana 22.-24. mars. Sá staður er miðja vegu milli Flórens og Livorno. Búast má við að einhverjir framtaks- samir spilarar héðan taki þátt í þessu móti. Talsverðar hreyfingar virðast vera í gangi meðal stigefstu sveita landsins. Flugleiðasveitin er hætt, og meðlimir þeirrar sveitar komnir í einar 4 sveit- ir. Páll Valdimarsson og Ragnar Magnússon leysa þá Ásmund Pálsson og Guðmund Pétursson af í sveit Tryggingamiðstöðvarinnar. Sveit Ólafs Lárussonar hefur verið leyst upp og óvíst hvað tekur við. Samvinn- uferðasveitin er einnig á krossgötum og allt áhuldu hverjir koma til með að skipa þá sveit næsta vetur. Einr.ig er spurning um hvort Delta-sveitin verður starfandi. Eina sveitin í þess- um flokki sem virðist óbreytt eru „gömlu“ brýnin í sveit Verðbréfa- markaðarins, sem skipuðu landsliðið í ár. Olafur Lárusson Sumarbridge f Reykjavík lýkur fimmtudaginn 13. september. Um líkt leyti má gera ráð fyrir að félögin á höfuðborgarsvæðinu hugsi sér til hreyfings, til haustspilamennsku. Eftirtalin félög sem aðild eiga að Bridgesambandinu, spila á höfuð- Kastþröng (squeeze) er ákaflega vandmeðfarið í bridgeleiknum. Fjöldinn allur af spilurum hefur aldrei upplifað að ná slíkri þvingun á andstæðingana, hvað þá að spila upp á slíkt (gera má ráð fyrir mögulegri þvingun). Lítum á skólabókardæmi um „yfirfærða" þvingun (transfer squeeze): S:ÁDG10 H:Á10742 T:Á L:D76 Utspil Vesturs er tígulgosi gegn 4 spöðum Suðurs. Sagnhafi tekur á ás og spilar lágu hjarta að drottningu, sem Austur tekur á kóng. Smár spaði, tía og Vestur tekur á kóng. Lítið hjarta frá Vestur, gosi og Suður tekur á ás. Spaðaás lagður niður og legan kom í ljós. Þá smátt hjarta og tromp- að í borði, Austur yfirtrompar og spil- ar sínu síðasta trompi. Inni á spaðag- osa, spilar sagnhafi nú laufi og „svín- ar“ gosa. Nú kemur staðan upp sem lýst er í aðgangsorðum. Tíguldrottn- ingu er spilað úr blindum, Austur verður að leggja á og nfan í borði er orðin stórveldi. Þegar sagnhafi spilar nú tveimur fríhjörtum sínum, er Vestur óverjandi í kastþröng, getur ekki bæði valdað laufakónginn sinn og tígultíuna. Slétt staðið. Nokkur lokaorð. Kastþröng virkar sjaldan sem aldrei, nema sagnhafi „gefi“ vörninni „bókina" (þá slagi sem vörnin má fá, án þess að hætta samninginum) áður en sviðið er sett fyrir endaleikinn. Ofangreint spil er ættað frá Alan Truscott, og kom fyrir í Evrópu- keppni 1958 (er Truscott spilaði fyrir Bretland), en hann er nú búsettur í N. Y. USA oger ritstjóri Bridge World). 16 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. águst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.