Þjóðviljinn - 17.08.1990, Side 2
í RÓSA-
GARÐINUM
AUMINGJA BLESS-
AÐUR MAÐURINN
Saddam Hussein hlýtur að
hafa hiksta þessa dagana. Hann
er níddur niður af gervallri
heimspressunni.
DV
MEÐ VONDU
FÓLKI
Böðvar Bragason lögreglu-
stjóri í Reykjavík hefur beðist af-
sökunar á því fyrir hönd lög-
regluembættisins í Reykjavík að
sjónvarpsmenn skyldu hafa verið
í fór með lögreglunni.
DV
ÓSIGUR ÍTALSKA
SJÓFLOTANSí
REYKJAVÍK
Herskipum og sjóliðum
stafar ekki hætta af óvinveittum
karlmönnum. Skeinuhættast
slikum heimsóknum eru leift-
urárásir stúlknanna sem ganga í
skrokk á sjóhemum.
DV
HVAÐ ER SVO
GLATT SEM
GÓÐRA VINA
FUNDUR
Stöð 2 sýndi myndina Brúð-
ur mafiunnar, ágæt mynd að því
leyti að þar sá maður kunnugleg
andlit svo sem litlu stúlkuna úr
Húsinu á Sléttunni, sem allt í
einu var orðin fullvaxta kona
sem átti í höggi við eiturlyfja-
smyglara.
Fjölmiölarýni í DV
EN SVO VERSNAR
í ÞVÍ
Það hefúr nefnilega gleymst
að það er hægt að lifa nokkuð
góðu lífi í þessu landi, a.m.k.
fram til tvítugs, án þess að hafa
aðgang að bíl.
Víkurblaóiö
AUKABÚGREIN
FÆDD?
Vestfirðimir em besta
refaland á Islandi.
Bæjaríns besta
AÐ BRJÓTA FÓT
EÐA EKKI...
Aður en ég byrjaði í lögregl-
unni, þá var ég búinn að heyra
ýmislegt úr höfuðborginni, að
lögreglan væri að fótbrjóta menn
í bílunum og þessháttar. En þetta
er mikið ýkt.
Bæjaríns besta
ENSK ER
ÚTLENSKAN
Borgarráð Moskvu hefur nú í
að setja á fót fjögur dag-
'.m.t. eitt sem á að ná til
Sovétríkjanna allra og ber nafnið
The Independent.
Tíminn
Á AÐ ÉTA ÞANN
VANDA LIKA?
Er kannski offramleiðsla á
vísindamönnum eins og lamba-
kjöti?
Tíminn
Svo ergist hver sem hann eldist og mér er
farið að finnast allt svo erfitt eitthvað nú til
dags. Ekki síst veitist mér erfitt að tala við
fólk. Menn em orðnir eitthvað svo andskoti
hátíðlegir í tali og leggja svo stórar lykkjur á
leið sína um orðanna sígræna skóg, að ég er
oftar en ekki orðinn rammvilltur áður en menn
em komnir í gegnum þykknið og að næsta
punkti.
Þessi hugsun sækir ekki síst að mér þegar
Ólafúr frændi minn ber að dymm. Hann er í
öllum fræðum oog talar eftir því. Þeir sletta
skyrinu sem eiga. Hann er náttúrlega alls ekki
að heimsækja mig, eða ekki segir hann. Hann
kemur í þeim tilgangi að hafa félagsleg af-
skipti af meðvitundarstigi ættingjaúrtaksins.
Úrtakið, það er ég.
Þetta em hin mesta fim. En hvað má ég
segja, vesalingur minn, þegar hann Stefán
Valgeirson heitir á vandaðri stjómmálafræði-
dönsku „Sammenslutningen for ligestilling og
social retfærdighed?” Aumingja karlinn að
lenda í þessu, ég segi ekki meir.
Við sátum heima hjá mér um daginn og
löptum kaffi og Ólafúr var mikið að kvarta
yfir því við mig að ég væri alltaf svo óvísinda-
legur og ónákvæmur í tali. Og reyndar grófur.
Hvað meinarðu? spurði ég. Þú varst núna
rétt í þessu að segja, sagði hann, að gamlir
menn tapi á einhverju sem ég ekki lengur
man. Og hvað með það? spurði ég.
Þú átt ekki að fylgja svo grófri tjáskipta-
stefnu, sagði hann. Þú átt að segja: öldmnar-
þolendur verða fyrir neikvæðum hagnaði.
Mikill er andskotinn, sagði ég.
Ég verð nú að segja að það er fullgróft og
tilfinningamengað málfar að kalla svona á
andskotann, sagði Láfi. Það er óásættanleg
málamiðlun gagnvart goðsögubundinni for-
tíðarmálhefð.
Goðsöguhvað? sagði ég.
Já, þú ættir að vita það, Skaði minn, að
andskotinn á sér hvergi sögulegt heimilisfang
og sértækan sjálfumleika nema í goðsöguleg-
um ritum.
Skítt og laggo, sagði ég. En af hverju meg-
um við gamlingjar ekki tapa heldur fá nei-
kvæðan hagnað?
Það er mannúðarstefna, sagði Olafur. Það
er af því að notkun gildismatshlaðinna orða
eins og „tap” fremur skerðingu á sjálfsvirð-
ingarstigi einstaklinga, sem lent hafa í um-
framútgjöldum, umframfjárfestingum, hröðun
á raunvaxtaþróun og fleim sem hefur i for
með sér minnkun á efnahag.
Á þá að ljúga að fólki? spurði ég.
Nei, en það verður að gæta þess vel og
vandlega að hver samfélagsþegn á rétt til upp-
byggilcgra hugmyndatengsla við framfara-
hugtakið. Þess vegna hafa allir menn hagnað
af umsvifum sínum í lífinu, neikvæðan eða já-
kvæðan.
Eða ásættanlegan hagnað? spurði ég.
Fínt hjá þér Skaði, sagði Ólafur, þú ert að
koma til. Ásættanlegan eða kannski vansætt-
anlegan en allavega hagnað.
Kom okkur nú hið besta saman frændun-
um um nokkurt timaskeið.
Og ég ákvað að gera smávægilega félags-
lega samskiptatilraun á þessum orðfróða
frænda mínum. Ég tók kaifikönnuna og hellti
eins og annars hugar úr henni beint í klofið á
honum.
Ólafur rak upp skaðræðisvein og rauk upp
af stólnum eins og naðra.
Ertu snarvitlaus mannandskoti! æpti hann.
Þetta áttu ekki að segja, sagði ég. Þú att að
spyija: hefúrðu orðið fyrir geðrænum tmflun-
um sem valda frávikum á þinni meðalhegðun.
Éttu skít, sagði Ólafur og varð alltaf ovis-
indalegri og óvísindalegri. ,
Þetta skaltu ekki segja, frændi, sagði eg
Þú átt að segja: Gjörðu svo vel að starfrækja
munnlega þína eigin sorpeyðingarstöð..
sasrmt*
I III III IlllHIII M HIIIIH llllll
...þó veröbolgurnar
hjaðni í þjóðarsátt.
Núna kvelst stjórnin...
SKAÐI SKRIFAR
Eglæri
á málfar
nútímans
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. ágúst 1990