Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 7
gullkálfi Hluta þessarar byggingarvarskipt ámilli Reginsog Sameinaðraverk- taka sem úttekt þeirraúrAðalverk- tökum. Mynd: Jim Smart. Hrófla r Islenskir aðalverktakar hafa frá upphafi verið umdeilt fyrir- tæki. Andstæðingar veru Banda- ríkjahers hér á landi hafa kennt fyrirtækið við hernámsgróða og leyndin sem alla jafna hefur hvflt yfir rekstrinum hefur ekki orðið til þess að bæta ímyndina. Utan- ríkisráðherra kynnti í vikunni samkomulag um breytingar á eignarhaldi Aðalverktaka og viljayfirlýsingu eigenda um að fyrirtækinu verði breytt í al- menningshlutafélag innan fpm ára. Við þetta tækifæri sagði Jón Baldvin Hannibalsson það lengi hafa sætt gagnrýni, að Aðalverk- takar hefðu einkaleyfi á öllum framkvæmdum fyrir herinn og jafnvel notið til þess pólitískrar velvildar. Þarna vísar utanríkis- ráðherra til þess að Samband Is- lenskra samvinnufélaga og ein- stakir Sjálfstæðismenn í gegnum Sameinaða verktaka, hafa haft gífurlcgar tekjur af framkvæmd- um fyrir herinn. Miljörðum deilt út Breytingarnar á Aðalverk- tökum fela í sér breytta eignar- hlutdeild vegna mismunandi út- tekta fjármuna og fjárfestinga eignarhaldsaðilanna úr fyrirtæk- inu. í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að á undan- förnum árum og áratugum hafi arður af rekstri safnast upp innan fyrirtækisins, án þess að greiðslur til eigenda færu fram. Af þessum sökum séu eignir verulega um- fram það sem starfsemin krefst. Og víst er að miklir fjármunir hafa safnast upp innan Aðalverk- taka. Fyrir úttektir hluthafanna var eigið fé fyrirtækisins 3,4 milj- arðar króna og þrátt fyrir miklar úttektir er eigið fé enn 1,48 milj- arðar króna. Að fasteignum, vinnuvélum, tækjum og öðrum eignum meðtöldum, voru heildareignir Aðalverktaka 5,3 miljarðar, en verða eftir úttekt- irnar 2,9 miljarðar. Utanríkisráðherra segir engin kaup og enga sölu hafa átt sér stað við eignarhaldsbreytinguna. Regin hf., dótturfyrirtæki SÍS, tekur út úr fyrirtækinu rúmar 670 miljónir, Sameinaðir verktakar taka 1,34 miljarða og ríkisjóður tekur út 400 miljónir. Við þetta hækkar hlutur ríkisins úr 25% í 52%, hlutur Regins lækkar úr 25% í 16% og hlutur Sameinaðra verktaka lækkar úr 50% í 32%. Utanríkisráðherra segir þau fimm ár sem Aðalverktökum er áfram gefið einkaleyfi á fram- kvæmdum fyrir herinn, vera hugsuð sem trygging fyrir rekstri fyrirtækisins á meðan skipulagsb- reytingarnar fara fram, og til að tryggja að almenningur sjái sér hag í hlutáfjárkaupum að skipul- agsbreytingunum loknum. Meiri- ’ hluti ríkissjóðs á síðan að tryggja að viljayfirlýsingunni um að breyta fyrirtækinu í almenningsh- lutafélag verði framfylgt. En for- mlegir samningar þar að lútandi liggja ekki fyrir. Það er ljóst að úttektin úr Að- alverktökum kemur sér vel fyrir SÍS, sem berst í bökkum fjár- hagslega og margir segja að eigi ekki framtíð fyrir sér. Énda hafa forráðamenn Sambandsins sagt að fjármagnið verði notað til að létta á skuldum SÍS. Sömuleiðis segir fjármálaráðherra að þær 400 miljónir sem ríkið tekur út úr Aðalverktökum, fari í að lækka hallann á ríkissjóði. En það eru ekki allir hressir með breytingamar á Aðalverk- tökum. Formaður Sjálfstæðis- flokksins kallar þær „þjóðnýt- ingu“ og segir að nær hefði verið að ríkið stofnaði hlutafélag utan- um eignarhlut sinn og byði al- menningi síðan hlutabréf á al- mennum markaði. Með þessari aðferð Þorsteins væri ekki tryggt að fjársterkir aðlilar, jafnvel þeir sem varðir hafa verið í gegnum árin af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, keyptu ekki stærri hlut en þeir áttu og gætu síðan grætt sem aldrei fyrr á framkvæmdum fyrir Bandaríkja- her. Samtrygging um gróðakvörn Það má líka spyrja sig hvort ráðstafanirnar með Aðalverk- taka gangi út frá því að herinn verði hér um alla eilífð. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins er ekki þeirrar skoðunar. Hann sagði Alþýðu- bandalagið lengi hafa gagnrýnt það kerfi sem sett hefði verið upp af samtryggingaröflum Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Með því hefði verið sett upp gróðakvörn fyrir annars vegar ýmsar fjölskyldur sem væru hluti af valdakerfi Sjálfstæðisflokksins og hins vegar fyrir dótturfyrirtæki SIS. „Þessi öfl töluðu hátt og mikið um nauðsyn á vörnum landsins en virtust hafa mestan áhuga á að tryggja sér miljarða hagnað af framkvæmdum vegna þessara sömu varna“, sagði Olafur Ragn- ar. Samkomulagið sem gert hefði verið væri skref í rétta átt, en að- eins skref. Meirihlutavald yfir gróðamaskínunni væri tekið úr höndum fjölskyldnanna í Sjálf- stæðisflokknum og dótturfyrir- tækis SÍS. Upphæðirnar sem þarna væri um að ræða sýndu hvers konar eignamyndun og gróði hefði tengst bandaríska hernum. Formaður Alþýðubandalags- ins segist hins vegar þeirrar skoð- unar, að á næstu fimm árum muni afvopnunarþróunin í heiminum gerbreyta stöðu bandaríska hers- ins. Nauðsyn þess að minnka halla ríkissjóðs í Bandaríkjunum, sem fyrst og fremst sé til kominn vegna hernaðarútgjalda, muni í BRENNIDEPLI Að fasteignum, vinnuvél- um, tœkjum og öðrum eignum meðtöldum, voru heildareignir ís- lenskra aðalverktaka 5,3 miljarðar króna, en verða eftir úttektirnar2,9 miljarðar einnig hjálpa þar til. „Stóra verk- efnið á næstu árum er þess vegna að hefja þegar undirbúning á því hvað gert verður við þau miklu mannvirki, húseignir og annað sem er í herstöðvum á fslandi, þegar þær verða lagðar niður, og hvernig gróðamaskínunni sem tengst hefur svo kölluðum vörn- um, verður komið út úr heimin- um,“ sagði Ólafur Ragnar. Samhliða þessu þarf að leggja traustan grunn að atvinnulífinu á Suðurnesjum, sem því miður hef- ur alltof lengi liðið fyrir nálægði- na við herinn, að sögn Ólafs Ragnars. Enda hafi gróðinn af hernum ekki komið Suðurnesja- mönnum til góða. „Þetta eru fyrst og fremst seðlar sem gefnir hafa verið á jötuna í Sjálfstæðis- flokknum og verða notaðir í björgunarleiðangur fyrir Sam- bandið,“ sagði formaður Al- þýðubandalagsins. Ólafur Ragnar sagði stundum erfitt að skilja Þorstein Pálsson, þegar hann var spurður álits á ummælum hans um „þjóðnýt- ingu“. Það væri rétt að meirihlut- avaldið yfir gróðamaskínu vald- afjölskyldnanna í Sjálfstæðis- flokknum væri sett í hendur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Formaður Sjálfstæðisflokksins vildi eðlilega að valdafjölskyld- urnar í hans eigin flokki gætu haldið áfram að mala gull, enda væri fróðlegt ef Þorsteinn svaraði því hve stór hluti þessa fjármagns hefði farið til Sjálfstæðisflokksins með einum eða öðrum hætti á undanförnum áratugum. Nærst á hernað- arumsvifum Þórhildur Þorleifsdóttir þing- maður Kvennalistans segir Kvennalistakonur ekki líta á breytingarnar á Aðalverktökum jákvæðum augum. Aðalverk- takar séu fyrst og fremst fyrirtæki sem nærist á framkvæmdum fyrir herinn. Eftir því sem umsvif hers- ins séu meiri, græði fyrirtækið meira. Það sé því ekki til bóta að ríkisvaldið þvæli sér þar inn í, ekki hvað síst þegar þess er gætt að í ríkisstjórninni sitji flokkar sem annað hvort hafi lýst yfir beinni andstöðu við herinn eða því, að æskilegt væri að losna við hann. Staðan hljóti að verða erf- iðari þegar ríkisvaldið er farið að hafa hagnað af fyrirtækinu og akk af því að það lifi. „Það er ljóst að þarna er verið að rétta Sambandinu hjálpar- hönd og ég get vel séð nauðsyn þess að það fyrirtæki standi nokk- urn veginn þar til lausn hefur fengist á því máli, vegna þess að SÍS teygir anga sína svo víða,“ sagði Þórhildur. Margir hefðu at- vinnu sína af SÍS og því ekkert grín ef það færi illa í einni svipan. Þetta réttlætti þó ekki að ríkis- valdið gerðist aðili að hernaðar- umsvifum. Forsætisráðherra léki til að mynda mikinn friðarpostula í útlöndum og því furðulegt ef hann teldi eðlilegt að tengja ríkis- stjórnina fyrirtæki eins og Aðal- verktökum. Að mati Þórhildar er síðan enn verra að breyta fyrirtækinu í al- menningshlutafélag. Því fleiri sem ættu hagsmuna að gæta um að halda hernum, þeim mun erf- iðara væri að losna við hann. Það væri alveg nóg að atvinnulíf á Suðurnesjum byggði svo mikið á umsvifum hersins, svo ekki væri verið að þvæla fólki um allt land þar inn. „Þar að auki skýtur það skökku við, að á tímum þíðu og þegar verið er að tala um stór- felldan niðurskurð á herafla í Evrópu, sem við skulum vona að gildi um ísland, sé það gimilegur kostur fyrir fólk að gerast aðili að Aðalverktökum,“ sagði Þórhild- ur. Fyrra ástand skárra Að mati Þórhildar er þrátt fyrir allt æskilegra að aðilar eins og Sambandið og jafnvel hluti „fjöl- skyldnanna fimmtán," hafi hag af Aðalvertökum, eins og sakir standa, frekar en að ríkið og al- menningur blandi sér þar inn í. Þetta vegi upp á móti því að hagsmunirnir teygi anga sína víðar í þjóðfélaginu. Það hljóti að vera auðveldara að hrifsa þetta úr klóm fyrirtækja og nokkurra fjöl- skyldna heldur en frá ríkisvaldinu og ef til vill stórum hluta þjóðar- innar. „Það að gengið er í breytingar á eignarhluta og stjórn fyrirtækis, segir eitthvað um það að menn ætli að hafa það áfram. Menn eru ekki að ganga í svona miklar breytingar ef eitthvað annað stendur til,“ sagði Þórhild- ur. Þannig að með þessu væri enn eitt prinsippmál Alþýðubanda- lagsins rokið út í veður og vind. Ef alvara lægi að baki þeirri skoðun að herinn væri óæski- legur, væri ekki farið út í stór- breytingar á fyrirtækinu. Breytingarnar á eignarhlut Aðalverktaka snerta hag annarra verktaka í landinu. Gunnar Birg- isson formaður Verktakasam- bands íslands, sagði að gengi það eftir að Aðalverktökum yrði breytt í almennigshlutafélag, hefði hann ekkert út á það að setja. Hann væri þó hræddur um að svo færi ekki og uppi standi ríkisrekið verktakafyrirtæki með einokunaraðstöðu á framkvæmd- um fyrir herinn. Hins vegar sagði Gunnar það skref í rétta átt að ríkið eignaðist meirihluta í Aðal- verktökum sem undanfara þess að breyta fyrirtækinu í almenn- ingshlutafélag. Það væri í hæsta máta óeðlilegt að fáir aðilar fengju einkaleyfi á framkvæmd- um fyrir herinn í krafti eignarað- ildar. „Ég sé ekki neitt sem mælir með því að fyrirtækinu skuli feng- in einokunaraðstaða til næstu fimm ára,“ sagði Gunnar. Það hefði átt að nægja að tryggja fyrirtækinu þá stöðu í eitt ár. Verktakasambandið hefði haft þá stefnu að Aðalverktakar væru sameign ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fyrirtækið sæi síð- an um samninga en byði verkin síðan út til annarra verktakafyrir- tækja, annað hvort með forvali eða útboði. -hmp Föstudagur 17. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA :7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.