Þjóðviljinn - 17.08.1990, Síða 18
Gausdal
Af sigurgöngu Hannesar Hlífars í
Einhverntímann hefði þótt saga til
næsta bæjar að 18 ára íslenskur piltur
hefði unnið áfanga að alþjóðlegum
stórmeistaratitli. Hannes Hlífar Stef-
ánsson. mesta efni sem komið hefur
fram í íslensku skáklífi hin síðari ár,
vann þetta afrek á Opna alþjóðlega
mótinu í Gausdal sem lauk um síð-
ustu helgi. Hannes varð einn efstur,
hlaut 71/2 vinning úr 9 skákum og varð
’/2 vinningi á undan Grikkjanum
Kotronias. Ekki er ýkja langt síðan
skákmenn sem náð höfðu stór-
meistaratign innan tvítugs voru telj-
andi á fingrum annarrar handar. Bor-
is Spasskij og Anatoly Karpov voru
báðir 19 ára en yngsti stórmeistari
allra tíma er Bobby Fischer sem var
aðeins 15 ára er hann öðlaðist þessa
nafnbót eftir millisvæðamótið í Port-
oroz 1958. Nú eru breyttir tímar. Þeir
verða sífellt yngri sem hefja þátttöku í
alvarlegum skákkeppnum og nú er
svo komið að þótt menn leggi nótt við
dag kemst enginn yfir allar þær upp-
lýsingar sem fyrir hendi eru tölvu-
tækar eða í öðru formi. Kúnstin er því
að vinsa úr það sem skiptir máli.
Hannes Hlífar vakti þjóðarathygli
aðeins 14 ára gamall er hann varð
heimsmeistari sveina í Austurríki
1987. Par voru meðal þátttakenda
ungir menn eins og Gata Kamsky og
Englendingurinn Michael Adams en
báðir hafa þeir rokið langt yfir Hann-
es á stigum. Sumum fannst hægja á
framförum Hannesar eftir þetta mót,
jafnvel þótt hann hafi næsta auðveld-
lega áunnið sér alþjóðlegan meistar-
atitil. Tvö síðustu árin sem hann hef-
ur helgað sig skákinni hefur árangur
hann verið upp og ofan. Hann sigraði
glæsilega á haustmóti TR 1988 með
10 vinninga af 11 mögulega, náði ágæ-
tum árangri á úrtökumóti GMA í
Moskvu á síðasta ári og hefur staðið
sig vel í Evrópukeppni taflfélaga en
inn á milli hafa komið slæm mót og
stigatala hans lækkaði talsvert frá því
hann komst upp í 2480 Elo-stig á júlí-
listanum 1989. Mótið í Gausdal er
fjórða mót Hannesar í sumar og ár-
angur hans í þrem þeim fyrstu bætti í
engu við orðstír hans, a.m.k. voru
þau engin fyrirboði þess sem koma
skyldi.
Fyrsta umferðin á Opna alþjóðlega
mótinu í Gausdal sem skartaði 6 stór-
meisturum og 21 alþjóðlegum
meistara kom Hannesi eiginlega í
gang þótt ótrúlegt kunni að virðast.
Hann tapaði fyrir stigalágum Svía en
mörg eru dæmi þess að slíkt kveiki í
mönnum. Norska skákstjarnan
Simen Agdestein er a.m.k. frægur
fyrir það háttalag og Hannes gerði sér
lítið fyrir og vann sjö skákir í röð! Ég
fór yfir þessar skákir með honum og
þær bera öll merki skákmanns í bana-
stuði. Þó voru andstæðingar hans
engir aukvisar, ef frá eru skildir tveir
stigalausir skákmenn, margir hertir í
skákmótum A-Evrópu s.s. Búlgarinn
Inkiov og Sovétmennirnir Kovalev og
Juratsjev, einnig langsterkasti skák-
maður Grikkja, Kotronias. Fyrir síð-
ustu umferð þegar Hannes hafði lagt
Grikkjann að velli var hann skyndi-
lega einn efstur og þurfti jafntefli til
að tryggja sér einn efsta sætið.
Jafnteflið var að öðru leyti miklvægt
því samkvæmt strangasta skilningi er
smá glufa í áfanga Hannesar. Reglur
titlanefndar FIDE kveða á um að
hann megi aðeins tefla við einn titil-
lausan keppanda en í ljósi þess að
Hannes náði jafntefli í þessari skák og
var því 'h vinningi ofar kröfunni er
varla mikil hætta á að fettur verði
fingur út í slík smáatriði. Meðalstigat-
ala andstæðinga hans var 2405 Elo-
stig.
Skákin við sovéska stórmeistarann
og fyrrum heimsmeistara unglinga,
Valeri Chekov, var hart tefld en
Hannes lenti í miklum þrengingum
eftir ónákvæma byrjunartafl-
mennsku. Á viðkvæmu augnabliki
setti hann allt í bál og brand með svo
óvæntri mannsfórn að Chekov hrein-
lega hrökk upp úr sætinu. Þessi fórn
stóðst kannski ekki hörðustu
gagnrýni en sló Chekov algerlega út
af laginu og eftir nokkra leiki var
komin upp steindauð jafnteflisstaða
og sigur Hannesar á mótinu var í
höfn. Lokaniðurstaðan:
1. Hannes Hlífar Stefánsson IVi v.
2. Kotronias 7 v. 3.-6. Chekov, Koval-
ov og Juratsjev frá Sovétríkjunum og
Ernst Svíþjóð 6V2 v. Keppendur voru
rösklega 80.
Hvað svo ungi maður? Næstu verk-
efni Hannesar er þátttaka á Skák-
þingi íslands sem hefst á Höfn í
Helgi
Ólafsson
Hornafirði í lok þessa mánaðar. Und-
anúrslit Evrópukeppni taflfélaga fer
fram hér á landi í næsta mánuði en þar
mætir sveit TR v-þýsku sveitinni So-
lingen. í nóvember er svo ólympíu-
mótið í Júgóslavíu.
Lítum á eina skák Hannesar frá
mótinu í Gausdal. Þar sigrar hann
Sovétmanninn Kovalev eftir langa og
stranga baráttu:
6. umferð:
Kovalev - Hannes Hlífar
Spænskur leikur
X. e4 e5
2. RD Rc6
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7
6. Hel b5
7. Bb3 d6
8. c3 0-0
9. h3 Bb7
10. d4 He8
11. a4 Bf8
12. Rbd2 h6
13. d5 Re7
Flestir aðrir riddaraleikir koma til
greina en Hannes var undir áhrifum
frá taflmennsku Karpovs í sjöundu
einvígisskákinni við Timman sem
tefld var fyrr á þessu ári.)
14. Rh2 c6
15. dxc6 Bxc6
16. Rg4 Rxg4
17. Dxg4 d5
18. RD!
(Óþægilegur leikur sem setur mikla
pressu á stöðu svarts.)
18. ... bxa4
19. Bxa4 dxe4
20. Bxc6??
(Hvítur hefur sennilega búist við 20.
... Rxc6 21. dxe4 með þægilegri stöðu
en hér var betra að leika 20. Rxe5 sem
Hannes hugðist svara með 20. ...
Bxa4 21. Hxa4 Dc7 með hugmynd-
inni 22. dxe4 Rg6 23. f4 Bd6 með
tvísýnni stöðu.)
a b c d e f g h
20. ... f5!!
(Þessi öflugi millileikur snýr algerlega
við gangi mála. Kovalev tapar peði en
er ekki af baki dottinn og finnui
skemmtilega leið til að halda taflinu
gangandi.)
21. Dg3 Rxc6
22. Dg6 Dd7
23. Rh2 Re7
(Hannes var óánægður með þennan
leik og taldi 23. ... De6 betra.)
24. Dh5 Dc6
25. f3 exf3
26. RxD Dg6
27. g4!
(Óvæntur leikur sem sýnir að Koval-
ev hefur ekki gefist upp þrátt fyrii
mistökin í 20. leik.)
27. ... Dxh5
28. gxh5 Rc6
29. Rh4 f4
30. Ha4 Kf7
31. Rf3 He6
32. Hae4?
(Hvítur hefur náð að skorða mið-
borðspeð svarts en eftir þennan leik
nær hann ekki að bæta stöðu sína
frekar. Auk þess þarf hann að verja
veikleikana á kóngsvængnum. Hann
missirhérafágætufæri: 32. Hc4! með
hugmyndinni 33. Hxc6. Eftir 32. ...
Kf6 getur hvítur leikið 33. Bxf4!)
32. ... Hae8
33. Kf2 Bd6
34. Rd2 g6!
35. hxg6 Hxg6
36. Hc4 Bb8
37. Re4 Hd8
38. Ke2 Re7
39. Hb4 Hg2+
40. KD Hh2!
(Svartur hefur náð að smeygja
mönnum sínum inn á kónginn jafn-
framt því sem hann hefur náð að
halda öllu í skefjum á miðborðinu.
Lokaatlagan getur ekki verið langt
undan.)
41. Rf2 Bd6
42. Hb7 Hg8
43. Re4 Hxh3+
44. Kf2 Hh2+
45. Kf3 Bb8
46. b3 Hh3+
47. Kf2 D
48. Ke3 Ke6
49. Hb6+ Kd7
50. Rf6+
(Eftir þennan leik er öllu lokið. Betra
var 50. Hb7+. Sennilega hefur Ko-
valev ekki tekið 52. leik Hannesar
með í reikninginn.)
50. ... Kc7
51. Rxg8 Rd5+
52. Kf2 Ba7!
53. Be3 Rxe3
54. Kxe3 Bxb6+
55. Kd2 Hh2+
56. Kd3 e4+!
57. Hxe4 f2
58. He7+ Kd6
59. Hf7 Hhl
- og hvítur gafst upp því 60. Ke2 er
svarað með 60. ... Hel+ og 61. ...
fl(D).
Fátt um óvænt úrslit
Þrír leikir voru á dagskrá Bikar-
keppni Bridgesambandsins um síð-
ustu helgi. Sveit Samvinnuferða/-
Landsýnar sigraði sveit Grettis Frí-
mannssonar, eftir að þeir síðarnefndu
höfðu leitt leikinn fram undir síðustu
lotu. Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar
Siglufirði sigraði sveit Sveins R.
Eiríkssonar Reykjavík með 5 punkt-
um, eftir afar jafnan leik. Sveit
Tryggingamiðstöðvarinnar sigraði
síðan sveit Guðlaugs Sveinssonar
Reykjavík, nokkuð örugglega.
6 sveitir eru þarmeð komnar í 3.
umferð og aðeins er þá ólokið
leikjum Karls Karlssonar Sandgerði
gegn sveit Forskots Reykjavík, og S.
Armanns Magnússonar Reykjavík
gegn Verðbréfamarkaði Islands-
banka. Óvíst er hvenær þeir leikir
geta farið fram.
Bridgefélag Akureyrar gengst fyrir
Opnu móti (tvímenning) í barómeter
næsta laugardag, 25. ágúst. Spilað
verður í Alþýðuhúsinu og hefst spila-
mennska kl. 10 árdegis. Góð laun eru
í boði. Stefnt er að þátttöku 26-32
para. Skráning er hjá Frímanni Frím-
annssyni eða Gunnari Berg.
Næsta Evrópumót í sveitakeppni
verður á írlandi 1991. Er búist við að
metþátttaka verði í því móti.
Mánudaginn 13. ágúst sl. var útför
Þorsteins Þorsteinssonar. Þorsteinn
var mikill spilamaður, hin síðari ár
hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar.
Hann átti sæti í Evrópulandsliðinu
sem keppti í Austurríki 1958. Þor-
steinn varð íslandsmeistari í sveita-
keppni 1951. Umsjónarmaður vottar
fjölskyldu Þorsteins innilegustu sam-
úð sína.
Uppi eru hugmyndir um að fyrir-
tækið Sigurplast í Reykjavík efni til
tvímenningsmóts í næsta mánuði.
Ætlunin er að bjóða kcppendum frá
hinum ýmsu fyrirtækjum. Nánar síð-
ar.
Á fundi Bridgesambandsins 23. júlí
sl., var rætt um hinarýmsu leiðir til að
láta enda ná saman í rekstri sam-
bandsins. Meðal hugmynda sem
færðar voru í fundargerð (ætla má að
„verri“ hugmyndir hljóti ekki náð
fundarritara) má nefna; Meistarar
hvers félags spili saman í einu lands-
móti; nota forgjöf í samræmi við stig í
því sambandi. Stighæstu spilarar
landsins spili við áhugamenn (?). (Ég
hélt nú að meginþorri þeirra væri í
áhugamennsku, eða hvaða?) Kcppni
milli efri og neðri deildar Alþingis ís-
lands (sem tíðkast í Bretlandi með
lítillega breyttri útfærslu).
Ólafur
Lárusson
Cavendish-fyrirkomulag á móti inn-
anlands. Sem felst í „uppboði" á
pörum fyrir mót. Sú upphæð sem
þannig safnast rennur síðan í verð-
laun, til spilaranna og „eigenda"
þeirra, og ræðst vinningsupphæð af
úrslitum mótsins. Einnig var rætt um
að koma upp „Bakhjarlamóti“ í
tengslum við þann lið að stigaháir
spilarar etji kappi við stigalægri
(stigalausa) keppendur. Samþykkt
var að Helgi Jóhannsson, Guðmund-
ur Sv. Hermannsson og Magnús Ól-
afsson taki að sér undirbúning ofan-
greindra liða.
Sem innlegg í þessa umræðu má
rifja upp fyrri minnispunkta sem
undirritaður hefur sett fram í blaða-
greinum síðustu misseri:
1. Nýjungar í mótahaldi. Þar má
nefna; Landsmót félaganna og þar á
ég við á breiðum grundvelli, ekki ein-
ungis meistarar hvers félags. Fyrsta
árið mætti spila í Opnum flokki, en
eftir þá spilamennsku yrði félögunum
raðað í 4 deildir. Ný féiög fara sjálf-
krafa í 4. deild. Með þessu vinnst;
Hugsanleg fjölgun félaga innan BSÍ.
Stórbætt samskipti innanlands og síð-
ast en ekki síst miklir tekjumögu-
leikar. Öldungamót í tvímenning (því
ekki?). íslandsmót í sveitakeppni í
blönduðum flokki (því ekki?). Jafn-
hliða tvímenningsmót á Bridgehátíð
(spilað í kennslustofunum). 3 efstu
pörin ávinna sér rétt til þátttöku í að-
alkeppni að ári. Miklir tekjumögu-
leikar án mikillar fyrirhafnar. Skipu-
lögð sumarkeppni um land allt á veg-
um BSÍ. Bæjarkeppni á vegum BSf
(með stuðningi viðkomandi bæjar-
yfirvalda). Ætla mætti að þátttaka
yrði jákvæð í slíkum samskiptum.
Einmenningsmót.
2. Stofnun Hugíþróttasambands ís-
lands. Virkja þá aðila sem teljast til
þess hóps, t.d. aukin samvinna
bridge- og skákmanna um land allt.
3. Öflugri opinber stuðningur. Ná
samningum við fjársterk fyrirtæk
sem sjá sér hag í stuðningi við afmark-
aða starfsemi sambandsins. Þar má
nefna landsliðsmál, unglingamál,
eflingu félagslegra tengsla á lands-
vísu, auglýsingar um landsins gagn og
nauðsynjar, ferðamál o.fl.
4. Nýting á húsnæði Bridgesam-
bandsins. Má ekki athuga hvort Há-
skóli íslands eða viðlíka stofnun, hafi
ekki þörf fyrir húsnæði á borð við það
sem býðst í Sigtúni 9, á virkum dögum
frá kl. 8 að morgni til kl. 17. Þarna
bjóðast 9 stundir á dag eða samtals 45
stundir á viku.
Fleiri mætti eflaust nefna sem inn-
legg í umræðu stjórnar Bridgesam-
bandsins um leiðir til tekjuöflunar og
nýjungar í mótahaldi. Er allt kemur
til alls, er aðeins um að ræða vilja og
djörfung.
Flestir bridgespilarar kannast við
þá tilfinningu sem grípur þá við græna
borðið, þegar úrlausnin er margþætt.
Með orðinu margþætt, er átt við að
sagnhafi sameinar tvo eða fleiri kosti í
einn, ef han aðeins „tímasetur" úr-
spilið rétt. Lítum á einfalt dæmi:
S: D854
H: ÁD54
T: 82
L: Á73
H:K963 H:G1087
T: 743 T: Á10965
L: DG104 L: K95
S: ÁG10976
H: 2
T: KDG
L: 862
Suður er sagnhafi f 4 spöðum og
útspil Vesturs er laufadrottning. I
þessu tilviki er rétt að fara upp með
ásinn og spila spaðadömu úr
blindum. Lítið frá Austri og sagnhafi
stingur upp ás. í þeirri stöðu er hjarta
spilað, lítið frá Vestri og drottning
látin úr blindum. Eins og sjá má,
gengur þessi íferð því sagnhafi hendir
laufi niður í hjartaás. Ekki er þó mælt
með þessari spilaíferð í tvímenning,
vegna hættunnar á því að fara tvo nið-
ur, ef hjartakóngur liggur ekki.
Það sem mælir með ofangreindri
spilaíferð er; a) Svokölluð „öryggis-
spilamennska", þegar þú átt þess kost
að sameina tvær eða fleiri spilaíferðir
í eina. b) Spilamennsku sem lýst er
hér að ofan má einnig nefna: aðferð
sem felur í sér enn fleiri aðferðir, að
því markmiði sem stefnt er að (að
vinna samninginn) og um leið er
venjulega betri aðferð en sú eina sem
reynd er, jafnvel þótt hin síðari (eina
leiðin) gæti verið betri, prósentulega
séð. Sú leið sem stendur og fellur með
einni aðferð, er oftast vafasöm er til
lengdar lætur.
Mýmörg dæmi svipuð ofangreindu
mætti setja á blað. Því miður fyrir
bridgeíþróttina (fagurfræðina) reyn-
ist ekki „rétta“ leiðin alltaf sú hald-
besta, er á reynir. En það sakar ekki
að hafa augun opin og halda vöku
sinni við borðið.
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. ágúst 1990