Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 7
 Rætt við Gest Guðmundsson, höfund Rokksögu Islands íslensk Eg man vel menningarsjokkið sem ég varð fyrir þegar ég heyrði fyrst í Elvis Presley í út- varpinu. Ég var smákrakki þá. Ég man líka eftir rokkæskunni, leð- urjökkunum, brilljantíngreiðsl- unni, þessum hópum sem söfnuð- ust saman í sjoppunum og töluðu mál sem maður skildi ekki. Mér fannst þetta afskaplega aðlaðandi, sem kom líka til af því að strák- amir leyfðu mér að vera með í fótbolía, sem ekki var verra. Þess- ir strákar hurfu hinsvegar fljótt af sjónarsviðinu því þeir voru flestir búnn að stofna heimili innan við tvítugt.“ Það er Gestur Guðmundsson sem er að rifja upp fyrstu kynni sín af rokkinu, en hann hefur ný- lega sent frá sér bókina Rokksaga íslands, frá Sigga Johnnie til Syk- urmolanna. Bókin er hátt á þriðja hundrað síður, prýdd fjölda mynda, viðauka með hundrað helstu nöfnum íslensku rokksög- unnar og nafnaskrá. Bókin setur rokkið í mun víðara samhengi en áður hefur verið gert á Islandi og verður að spegli tíðarandans frá 1955 íram á okkar dag. tli ég hafi ekki sjálfur byrjað að hlusta á rokk með Cliff og Shadows. Það breyttist svo þegar Bítlamir og einkum þegar RoIIing Stones komu fram á sjón- arsviðið. Ég var i Stonesliðinu ffá byijun.“ Hvað með íslenskar hljóm- sveitir á þessum tima? „Mér fannst þær mjög hallær- islegar. Maður var með svolitla minnimáttarkennd út af því að ís- lensku hljómsveitimar voru bara stælingar á því sem var að gerast í Bretlandi, og ekki einusinni góðar stælingar. Fyrsta íslenska hljóm- sveitin sem ég dáði vom Dátar. Þeir höfðu yfir sér eitthvert „agr- essivitet“ og krafl, og Rúnar Gunnarsson túlkaði lögin mjög persónulega. Þeir entust mjög stutt. Framan af hippaámnum fannst mér ekkert varið i íslenskar hljómsveitir, en síðari hluta þeirra ára komu nokkrar hljómsveitir, sem hrifú mig, hljómsveitir eins- og Náttúra, Tilvera og Icecross. Islenska rokkið var alltaf í öðm sæti þangað til Megas, Stuð- menn og pönkbylgjan kemur. Það er í raun fyrst með þessari pönk- bylgju að maður fær það á tilfinn- inguna að hér séu að gerast hlutir sein standi því erlenda ekkert að baki. Þó áhrifín komi fyrst að utan þá var þessi hreyfing hér strax ffá upphafi sjálfsprottin. í bókinni endurmet ég þessa skoðun mína á íslensku rokki og kemst að því að það sem gerðist á rokkámnum, bítlaárunum og hippaámnum var merkilegra en mér fannst það vera. Það var allt- af verið að vinna úr þessum er- lendu áhrifum og menn vom að skapa eitthvað sjálfir. Það tekur nokkrar kynslóðir að byggja það upp. I bókinni reyni ég að sýna ffam á samhengið i íslenska rokk- inu. Það er miklu meiri samfella í sögu rokksins hér heldur en í mörgum öðmm löndum. Menn byggja stöðugt á reynslu þeirra sem á undan em.“ /bókinni kemur fram að þetta eru meira og minna sömu mennimir sem eru í „bransan- um ", Það verða ju viss umskipti, annarsvegar í byrjun sjöunda áratugarins þegar Bítlarnir koma fram i sviðsljósið og hinsvegar með pönkbylgjunni í upphafi átt- unda áratugarins. En sömu mennirnir eru alltaf að skjóta upp kollinum aftur og aftur. „Nokkrar af fyrstu unglinga- hljómsveitunum sem komu ffam um 1960, í enda rokkbylgjunnar, héldu áffam inn í bítlatímann. Á Bítlaámnum em 10 til 20 hljóm- sveitir starfandi í einu. Kjaminn í því liði heldur svo áfram og verð- ur kjaminn í hippatímabilinu, t.d. Jóhann G. Jóhannsson og Axel Einarsson, sem byrjar í rokkinu og heldur áffam fram á miðjan áttunda áratuginn. Kjaminn er kannski ekki mjög stór, 20 til 30 manns á hveijum tíma, en með þeim em alltaf fleiri hundmð manns að spila.“ Hver hefur verið Akkilesar- hœll íslenska rokksins? „Það er fyrst og fremst mann- fæðin og markaðssmæðin sem hefúr háð rokkinu hér. Markaður- inn er það lítill að menn þurfa bókstaflega alltaf að vera að skipta um samstarfsaðila til þess að áheyrendur fái ekki leiða á þeim. Björgvin Halldórsson hefur t.d. bmgðið sér í ýmissa kvikinda líki á sínum langa ferli. Árið 1979 er hann með HLH flokkinn, hann syngur þá inn á plötu með Röggu Gísla rómantískar poppballöður og hann er með plötu með Brim- kló, sem er mjög ólík. Þetta hafa margir gert. Það er kannski Bubbi einn sem hefúr nokkum veginn getað haldið sínu striki. Þessar aðstæður verða svo til þess að hljómlistamennimir reyna fyrir sér á erlendum vettvangi, einfaldlega í þeim tilgangi að reyna að skapa sér starfsgmnd- völl. Tilgangurinn með því að fara til útlanda var ekki sá einn að tónlistamennimir þráðu heims- ffægð til þess að geta baðað sig í kampavíni. Hljómar vom bara að leita sér að starfsgmndvelli þegar þeir fóm út.“ vencer fékkstu hugmyndina að þvi að ráðast i þetta verk, að skrá rokksögu Islands? „Þegar ég flutti aftur heim til íslands í ársbyijun 1987 þá fékk ég þessa hugmynd. Síðan unnum við Kristin Olafsdóttir saman bókina um ‘68-kynslóðina. Á meðan við vorum að skrifa hana sannfærðist ég um að það væri sniðugt að skrifa sögu rokksins og fór af stað með heimildasöfnun strax og ‘68-bókinni var lokið. Síðan hef ég unnið að samningu bókarinnar með hléum. I bókinni liggur hátt í tveggja ára samfelld vinna. Upphaflega átti hún að verða minni og ekki svona ítarleg. En þegar ég var kominn af stað var mjög erfitt að stoppa án þess að efiiinu væm gerð almennileg skil. Upphaflega átti þetta að verða ágrip af sögu rokksins. Það var erfiðara að ná utan um þetta en ég bjóst við, því heimildimar lágu ekki á lausu. Svo kom margt nýtt upp við heimildaöflunina, hlutir sem ég vissi ekkert um. Þegar heimildasöfnuninni var lokið var sá vandi eflir að koma þessu saman í eina bók. Vandinn var sá að þjappa efninu saman án þess að bókin yrði þurr upptaln- ing.“ I bókinni er minnst á að ung- lingamir hafi strax i upphafi bítlatímans verið með tilraunir til að komast i vímu, m.a. brutt magnyl og drukkið kók með, og í byrjun hippatimans reykt þurrkað bananahýði. Manst þú sjálfur eft- ir slíkum atburði? „Ég man eftir blómaballi í MR árið 1967 með Flowers. Þá höfðum við heyrt af hassneysl- unni hjá blómabömunum úti. Éin- hver hafði fengið lýsingu á því hvemig hass væri reykt. Þar sem ekki var neitt hass að fá ákváðum við að reyna þurrkað bananahýði, en við höfðum lesið einhversstað- ar að hægt væri að komast í vímu af því. Við keyptum því ekkert brennivín fyrir þetta ball, heldur þurrkuðum bananahýði í margar vikur áður en ballið var haldið og söfnuðum miklum forða. Foreldr- ar okkar vom mjög ánægðir með það hvað við vorum duglegir að borða banana. Áhrifin vom svo auðvitað nákvæmlega engin og við stóðum uppi á miðju balli grautfúlir með blóm máluð á kinnamar og bláedrú." ú sagðist hafa haft ákveðna afstöðu til islenska rokksins þegar þú hófst þetta verk. Hvem- ig breyttist sú afstaða? „Ég leit á þetta íslenska sem bergmál af erlendri rokktónlist, allt þar til pönkið nemur land í Reykjavík. Þessi afstaða breyttist. Þegar rokkið kemur til íslands um miðjan sjötta áratuginn fær æskan í fyrsta skipti sinn eiginn tjáningarmiðil. Það tekur langan tíma að ná valdi á honum. Hljóm- sveitimar vom skipaðar eldri mönnum og þeir einokuðu mark- aðinn. Það var í raun og vem mjög stórt skref að fara að stæla EIvis og Litle Richard. Það vom engin fordæmi fyrir slíku í ís- lenskri menningarhefð. Hluti af þessum eldri mönn- um sýndi þessari nýju tónlist og hugsun skilning. Það kom einkum fram í textagerðinni. Textagerðin í islenska rokkinu var mjög sér- stök. Mun vandaðri og merkilegri á Islandi heldur en í nokkm öðm Evrópulandi sem ég þekki til. Sér- staklega þó textar Jóns Sigurðs- sonar bankamanns. Hann samdi hvem textann á fætur öðrum sem lýsir því sem er að gerast í þjóðlíf- inu á þessum tíma betur en t.d. rit- höfúndamir. Lóa litla á Brú þjappaði því saman sem Indriði G. Þorsteinsson fékkst við í sínum skáldsögum og gerir það í raun betur en hann. Fólkið er að fara á mölina og því fylgir siðferðisleg upplausn. Þetta gengur í gegnum flesta texta Jóns. Rokkið verður að tákni hins nýja tíma, fyrir gleði og leik og því að taka þessum nýja tíma á jákvæðan hátt. Bók- menntimar gátu ekki gert það, í þeim var stöðugur söknuður eftir sveitinni. Það tók hinsvegar unga fólkið langan tíma að ná tökum á þessu. Það gerist ekki fyrr en með bítla- kynslóðinni. Þá fara menn að semja tónlist sjálfir, en textamir em enn í höndum gömlu mann- anna. Rokkið byggir upp menning- arlega fæmi hjá ungu fólki sem gefúr því möguleika á að takast á við nýjan heim. Sjálf textagerðin kemur hinsvegar ekki fyrr en með Megasi og Stuðmönnum, þegar skólagengna æskan fer út í rokk- ið. Þessi menningarlega fæmi er svo til staðar þegar pönkið kemur til íslands.“ «0^05011, er hún ekki Jyrst ogfremst karlasaga? „Jú, rokksagan er að verulegu leyti karlasaga. Strákamir em fyr- irferðarmeiri og vanari að nota út- hverfa tjáningu en stúlkumar, en stelpumar mótuðu á sinn hátt rokkið. Það vom stelpumar sem byijuðu að öskra á tónleikum El- vis Presleys og Bitlanna. Þær hafa hinsvegar verið baksviðs þar til Grýlumar, fyrsta kvenhljómsveit- in, komu fram. Þegar þær hættu hélt maður að þær yrðu bara svigi í rokksögunni, en á síðustu tímum hafa stúlkur orðið mjög áberandi í íslenska rokkinu. í Risaeðlunum og Sykurmolunum em stelpumar jafú mótandi á tónlistina og strák- amir.“ Hver er uppáhaldsrokkhljóm- sveitin, Gestur? „Af erlendum hljómsveitum hlýt ég að segja Rolling Stones og af íslenskum nefni ég Dáta.“ En besta íslenska rokkplatan? „Það er öllu erfiðara. Ég vil þó nefna þijár. Lifún með Trúbrot var hápunktur bitla- og hippa- tímabilsins, Isbjamarblús Bubba var sönnun þess að hægt var að skapa íslenskt rokk og Live is too good er hápunkturinn enn sem komið er.“ Hefur nokkum timann verið til eitthvað sem heitir íslenskt rokk? „Islenskt rokk hefur verið til síðan fyrstu rokkplötumar bámst til landsins. íslendingar moðuðu úr þessum erlendu áhrifúm á sín- um eigin forsendum, fyrst með stælingum, en sá þáttur minnkaði samfara því sem frumlegi þáttur- innjókst. Rokkið hefúr verið tæki fyrir ungt fólk á íslandi til að takast á við nútímann með jákvæðum við- horfúm. Mín kynslóð var fyrsta kynslóðin sem fór f langskóla- nám, en trúði samt á að rokkið hefði eitthvað ffarn að færa. Þess- ari upplifún minni er ég að reyna að koma á ffamfæri með þessari bók.“ -Sáf Föstudagur 30. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7 Mynd: Kristinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.