Þjóðviljinn - 30.11.1990, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Qupperneq 10
Kristján Jóhannsson óperusöngvari á fyrir höndum 74 óperusýningar á helstu óperusviðum heims á næsta ári, þar á meðal í hringleikahúsinu í Veróna syngja fyrir heiminn Kristján Jóhannsson óperusöngvari var hér heima um síðustu helgi í tilefni þess að bókaútgáfan Iðunn sendir um þessar mundir frá sér bók um ævi- og söngferil Kristjáns sem Garðar Sverrisson hefur skráð. - Þetta er ekki ævisaga, sagði Kristján í spjalli við Nýtt Helgar- blað, enda vona ég að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar áður en tilefni gefst til slíkrar sögurit- unar. Þama er stiklað á því sem máli skiptir í ferli mínum til þessa, alit frá fæðingu upp á svið- ið á La Scala í Mílanó. Eg hef átt litríkan feril, gengið í gegnum mikla gleði og djúpa sorg, og þama er meðal annars kafað í þau áföll sem ég hef orðið fyrir í iííinu og hvemig þau hafa mótað mig sem söngvara og mann. Bókin er líka lýsing á skapgerð minni - það er hvergi djúpt á húmomum - og hún ætti líka að vera lærdóms- rík fyrir unga söngvara um það hvemig hægt er að ná því marki að syngja eingöngu í stærstu óp- eruhúsum heimsins, eins og ég geri nú. Þetta gerist ekki af sjálfu sér, þetta er árangur sem unnið hefur verið að með markvissu starfi. Ég hef verið að lesa yfír hand- rit bókarinnar undanfama daga, og ég verð að segja, að mér fínnst Garðar gera þetta mjög vel. Carmen kveikti í mér - Hvenœr fékkstu þá hug- mynd fyrir alvöru, Kristján, að gerast óperusöngvari? - Það var 1973. Ég var þá bú- inn að vera 2 ár í söngtímum hjá Demetz á Akureyri. Maður hljóp í þetta einu sinni eða tvisvar í viku, og stundum í kaffítímanum. Það má kannski segja að vendipunkt- urinn hafi verið þegar ég sá Car- men í Þjóðleikhúsinu 1974. Það var fyrsta óperusýningin sem ég sá, og hún hafði sterk áhrif á mig. Fram að þeim tíma haíði ég mest sungið sönglög um náttúmna, fjöllin, heiðavötnin og fossana, en þama var sungið af ástríðuhita um ástir og örlög. Og ég fór að æfa aríur með Demetz. Ég var 3 ár í Tónlistarskóla Akureyrar 1973-76 og fór út með 3-4 ópem- aríur sem ég kunni í farteskinu,- þar á meðal „La donna é mo- bile“- og enga kunnáttu i ítölsku. Nú er ég búinn að syngja í 57 óp- emm, nær alltaf aðalhlutverkin. - Hvenœr urðu þau timamót að þú fórst að hafa atvinnu af söngnum fyrir alvöru? - Ætli það hafi ekki verið 1980, þegar ég söng Orfeus í und- irheimum eftir Offenbach. Það var eftirminnileg sýning sem við frumfluttum á Teatro lirico í Mil- ano. Ég söng þar með Franco de Grandis, sem síðan er orðinn heimsþekktur bassasöngvari, og Maurizio Barbacini, sem þama söng baritón. Það var upphafið að okkar kynnum, en við höfum unnið mikið saman eftir að hann gerðist hljómsveitarstjóri. Hann stjómaði London Symphony Orc- hestra á hljómplötunni minni og stjómaði hér uppfærslum á Toscu og Grímuballinu eftir Verdi. Við fluttum þessa ópem í mörgum helstu ópemhúsum N-Italíu. Frumraunin á La Scala - Hver er eftirminnilegasta óperusýningin sem þú hefur tekið þátt i? Kristján Jóhannsson: Ég læt Jónu lesa gagnrýnina... Mynd: Jim Smart. - Það var tvímælalaust þegar ég debúteraði á La Scala í „I due Foscari“ eftir Verdi haustið 1987. La Scala er þekktasta ópemleik- hús veraldar, og hefúr verið mið- punktur ópemheimsins. Það er æðsta takmark allra ópemsöngv- ara að fá að syngja þama, og það markaði straumhvörf á mínum ferli. Það verður eins konar gæða- stimpill að hafa sungið þama, og það var fyrst eftir þetta sem ég fór að fá tilboð frá Vinarborg, París, Berlín og Munchen. Mér hefur hins vegar ekki enn boðist hlut- verk hjá Covent Garden, en Metropolitanóperan bauð mér ný- lega hlutverk sem ég gat ekki þegið - það var að syngja i Tjæ- kofskíópem á rússnesku með stuttum fyrirvara! Ég veit að ég á eftir að fá tilboð frá þeim seinna. - Og dagskráin hjá þér fyrir næsta ár er fullbókuð? - Já, ég er þegar með 74 sýn- ingar bókaðar á næsta ári, það verður metár á mínum ferli. - Getur þú nefnt mér ein- hverjar áhugaverðar sýningar? - Já, ég mun meðal annars syngja í Turandot á Arenunni í Veróna. Það er stærsta og þekkt- asta útileikhús Ítalíu frá dögum Rómverska keisaraveldisins og rúmar um 25 þúsund áhorfendur. Það verður Carlo Maistrini sem leikstýrir og Nazaret stjómar hljómsveitinni. Sópransöngkonan sem syngur á móti mér verður Al- ida Ferrarini og Dimitrova mun syngja Turandot. Það má geta þess í framhjáhlaupi að félagar mínir hjá Samvinnuferð- um-Landsýn hafa tjáð mér, að þeir ætli að skipuleggja ferðir á þessa sýningu fyrir sína farþega, og að hægt verði að panta sæti fyrirfram. Það verður ánægjulegt að fá íslenska áhorfendur á Aren- una í Veróna. Stór áfangi - Er það ekki stór áfangi að syngja á Arenunni i Veróna? - Jú, það er það. Það má kannski deila um þann listræna standard sem verið hefúr á sýn- ingum þar, en það fer ekki á milli mála að þetta er það ópemsvið á Ítalíu sem mesta eftirtekt vekur á sumrin, og þama er yfirleitt fúll- setið, 25- 30 þusund manns á hverri sýningu. Óperudagskráin á Arenunni er eins konar festival, hún fer ffarn þegar flest ópemhús era lokuð og er því viðbót við leikárið. Ég mun syngja þama 7-8 sýningar og uppfærslan verður kvikmynduð fýrir sjónvarp. Þetta er því mikils virði fýrir minn karr- íer. Ég mun reyndar líka syngja í Turandot í útiópemnni í Róm í sumar, en hún er til húsa í rústum baðhúsa Caracalla i miðri gömlu 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.